Innlent

Viðbragðsáætlun vegna skuldastöðu Orkuveitunnar

Tillögur fjármálastjóra Reykjavíkurborgar um viðbrögð vegna áhættu borgarsjóðs vegna skuldastöðu Orkuveitu Reykjavíkur var lögð fram í borgarráði í dag. Þar eru dreginn fram nokkur af þeim verkefnum sem bíða nýrrar stjórnar Orkuveitunnar og Reykjavíkurbogar sem eiganda í málefnum fyrirtækisins.



Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi tillögur um viðbrögð:

  • Settur verði á laggir sérstakur stýrihópur, áhættustýringarhópur Reykjavíkurborgar, til að fylgjast með og miðla til borgarstjóra og borgarráðs upplýsingum og tillögum á grundvelli áhættugreininga Fjármálaskrifstofu.
  • Tekin verði upp markviss vinna að því að auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar sem bakábyrgðaraðila gagnvart lánamörkuðum með eftirtöldum aðgerðum en þessar aðgerðir munu einnig hafa áhrif á aðgengi og lánskjör við samningsgerð um endurfjármögnun.
  • Viðhalda sterkri lausafjárstöðu A-hluta borgarsjóðs á árinu í a.m.k. 10-12 ma.
  • Móta arðsstefnu gagnvart OR til lengri tíma.



Þá var lagt til að gerð verði sem fyrst áætlun um þróun gjaldskráa til næstu ára sem hefur það að markmiði að ná ásættanlegu greiðsluhæfi fyrirtækisins, þ.e. ásættanlegum skulda-/vaxtaþekjuhlutföllum, fyrir árin 2010-2013.'

Ekki verði hafnar frekari framkvæmdir fyrr en fjármögnun þeirra er að fullu tryggð. Verkefnafjármögnun verði skoðuð sem möguleg fjármögnunarleið við öflun raforku fyrir stóriðju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×