Innlent

Heimdallur vill ekki ríkisafskipti vegna dómsins

Árni Helgason, formaður Heimdallar
Árni Helgason, formaður Heimdallar
Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að sitja á sér með afskipti af svokölluðum myntkörfulánum og samningum þess efnis í kjölfar dóms Hæstaréttar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent fjölmiðlum.

Þar segir einnig að samningar séu áfram í gildi þó að eitt ákvæði þeirra hafi verið metið ólögmætt. „Í samningum felst alltaf ákveðin áhætta og í þessu tilfelli verða fyrirtækin að axla ábyrgðina á því að verðtrygging lánanna var ólögmæt, rétt eins og fyrirtækin sjálf fóru fram á að skuldarar virtu samningana og tækju á sig hallann af gengisþróuninni fram að því að dómar Hæstaréttar féllu. Íhlutun stjórnvalda í samningana með lagasetningu eða öðrum leiðum væri auk þess enn eitt dæmið þar sem hið opinbera kæmi fyrirtækjum til bjargar í kjölfar mistaka sem gerð eru. Brýnt er að hafa í huga að fyrirtækin starfa á eigin ábyrgð en ekki stjórnvalda eða skattgreiðenda," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×