Innlent

Eðlan svæfð í morgun

Eðla af sömu tegund og fannst á Selfossi. Mynd úr safni.
Eðla af sömu tegund og fannst á Selfossi. Mynd úr safni.

Meters-langa eðlan, sem fannst í húsgarði á Selfossi í gærkvöldi, var aflífuð í morgun. Lögreglan fann eðluna og kom fundurinn lögreglunni í opna skjöldu, enda óárennilegt kvikindi viti maður ekkert um það.

Eðlan, sem er af Iguana-tegund, er þó meinlaus með öllu en með heldur beittar klær að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. Þess vegna var hún vistuð í hundabúri síðustu klukkustundir tilvistar sinnar.

Eðlan var svo færð til dýralæknis í morgun sem svæfði hana. Hún var send til Reykjavíkur þar sem hún verður krufin. Eðlan átti hinsvegar ágæta nótt hjá lögreglunni. Þar át hún át grænmeti og lét lítið fyrir sér fara. Eigandinn hefur ekki gefið sig fram enda ólöglegt að eiga slík dýr hér á landi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×