Samkomulag í höfn 15. ágúst 2009 09:17 Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður fjárlaganefndar. Mynd/Gva Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins var afgreitt út úr fjárlaganefnd Alþingis klukkan tvö í nótt með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokks, líkt og greint var frá hér á Vísi í morgun. Borgarahreyfingin mun skrifa upp á álit meirihluta nefndarinnar með stjórnarflokkunum en Sjálfstæðisflokkurinn mun skila séráliti en lýsir því yfir að hann styðji breytingatillögur meirihlutans, með þeim fyrirvara að ekki verði frekari breytingar á þeim í meðförum Alþingis. Framsóknarmenn styðja ekki breytingatillögurnar og skila séráliti. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að reynt hafi verið til þrautar að ná samkomulagi við Framsóknarmenn en það hafi ekki tekist. Í fyrirvörum meirihluta fjárlaganefndar við frumvarpið er hinu svo kallaða Brussel ákvæði haldið til haga, sem kveður á um að tekið skuli tillit til hinnar erfiðu og fordæmalausu stöðu Íslands. Þá er fallið frá ákvæði um að greiðslur skuli miðast við 3,5% af landsframleiðslu, en þess í stað sett inn ákvæði um þak á greiðslur Íslands, þannig að ef engin aukning verði í landsframleiðslu og hagvöxtur aukist ekki, falli greiðslur niður á því tímabili. Þá er fyrirvari varðandi ábyrgð ríkissjóðs á Tryggingasjóði innistæðueigenda, ákvæði sem kennt er við Ragnar Hall hæstaréttarlögmann. Það kveður á um að ef dómstólar komast að annarri niðurstöðu varðandi ábyrgð ríkissjóðs á Tryggingasjóðnum en gert er ráð fyrir í samkomulaginu, skuli niðurstaða dómstóla gilda. Nú er það svo í samningnum að kröfur Tryggingasjóðsins annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar eru metnar jafnar. Ragnar Hall vill hins vegar meina að krafan í eignir Landsbankans sé bara ein, þ.e.a.s. frá Tryggingasjóðnum og því eigi hún að njóta forgangs upp í lágmarksskyldur sjóðsins gagnvart innistæðueigendum. Í áliti meirihlutans er endurskoðunarákvæði um eftirliti Alþingis með samningnum og fyrirvari frá Borgarahreyfingunni um að gengið verði eftir því að ná í eignir þeirra sem bera ábyrgð á hruninu. Guðbjartur Hannesson telur að Bretar og Hollendingar ættu að geta unað við þessa fyrirvara. Í þeim sé tekið fram að rísi ágreiningur milli þjóðanna um framkvæmd samningsins skuli sest að samningaborði. Náist ekki niðurstaða þar sé það Alþingis að taka ákvörðun um það hvort ríkisábyrgð ríkissjóðs Íslands vegna samningsins falli niður. Tengdar fréttir Samkomulag um Icesave Samkomulag náðist í fjárlaganefnd Alþingis um fyrirvara vegna Icesave samninganna á þriðja tímanum í nótt. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn standa að samkomulaginu, eftir því sem fréttastofa RÚV fullyrðir. 15. ágúst 2009 06:14 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins var afgreitt út úr fjárlaganefnd Alþingis klukkan tvö í nótt með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokks, líkt og greint var frá hér á Vísi í morgun. Borgarahreyfingin mun skrifa upp á álit meirihluta nefndarinnar með stjórnarflokkunum en Sjálfstæðisflokkurinn mun skila séráliti en lýsir því yfir að hann styðji breytingatillögur meirihlutans, með þeim fyrirvara að ekki verði frekari breytingar á þeim í meðförum Alþingis. Framsóknarmenn styðja ekki breytingatillögurnar og skila séráliti. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að reynt hafi verið til þrautar að ná samkomulagi við Framsóknarmenn en það hafi ekki tekist. Í fyrirvörum meirihluta fjárlaganefndar við frumvarpið er hinu svo kallaða Brussel ákvæði haldið til haga, sem kveður á um að tekið skuli tillit til hinnar erfiðu og fordæmalausu stöðu Íslands. Þá er fallið frá ákvæði um að greiðslur skuli miðast við 3,5% af landsframleiðslu, en þess í stað sett inn ákvæði um þak á greiðslur Íslands, þannig að ef engin aukning verði í landsframleiðslu og hagvöxtur aukist ekki, falli greiðslur niður á því tímabili. Þá er fyrirvari varðandi ábyrgð ríkissjóðs á Tryggingasjóði innistæðueigenda, ákvæði sem kennt er við Ragnar Hall hæstaréttarlögmann. Það kveður á um að ef dómstólar komast að annarri niðurstöðu varðandi ábyrgð ríkissjóðs á Tryggingasjóðnum en gert er ráð fyrir í samkomulaginu, skuli niðurstaða dómstóla gilda. Nú er það svo í samningnum að kröfur Tryggingasjóðsins annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar eru metnar jafnar. Ragnar Hall vill hins vegar meina að krafan í eignir Landsbankans sé bara ein, þ.e.a.s. frá Tryggingasjóðnum og því eigi hún að njóta forgangs upp í lágmarksskyldur sjóðsins gagnvart innistæðueigendum. Í áliti meirihlutans er endurskoðunarákvæði um eftirliti Alþingis með samningnum og fyrirvari frá Borgarahreyfingunni um að gengið verði eftir því að ná í eignir þeirra sem bera ábyrgð á hruninu. Guðbjartur Hannesson telur að Bretar og Hollendingar ættu að geta unað við þessa fyrirvara. Í þeim sé tekið fram að rísi ágreiningur milli þjóðanna um framkvæmd samningsins skuli sest að samningaborði. Náist ekki niðurstaða þar sé það Alþingis að taka ákvörðun um það hvort ríkisábyrgð ríkissjóðs Íslands vegna samningsins falli niður.
Tengdar fréttir Samkomulag um Icesave Samkomulag náðist í fjárlaganefnd Alþingis um fyrirvara vegna Icesave samninganna á þriðja tímanum í nótt. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn standa að samkomulaginu, eftir því sem fréttastofa RÚV fullyrðir. 15. ágúst 2009 06:14 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Samkomulag um Icesave Samkomulag náðist í fjárlaganefnd Alþingis um fyrirvara vegna Icesave samninganna á þriðja tímanum í nótt. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn standa að samkomulaginu, eftir því sem fréttastofa RÚV fullyrðir. 15. ágúst 2009 06:14