Fleiri fréttir

Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði.

Ekki ljóst hvað olli bruna að Ásmundarstöðum

Rannsókn hefur ekki enn leitt í ljós hvað olli íkveikju í alifuglabúinu að Ásmundarstöðum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu í gærkvöldi með þeim afleiðingum að mörg þúsund fuglar drápust.

Hnífamaður enn í haldi

Ungur maður er enn í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum, eftir að æði rann á hann um borð í togbáti, sem lá við bryggju í Sandgerðishöfn í gærkvöldi.

Sérsveit kölluð til vegna hnífamanns

Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar ungur karlmaður, sem ógnaði skipverjum með hnífi um borð í bát í Sandgerði, var handtekinn nú undir kvöld.

Mörg þúsund fuglar drápust í Rangarþingi ytra

Talið er að mörg þúsund fuglar hafi drepist þegar eldur kviknaði í alifuglabúi í Rangárþingi á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Hvolvsvelli segir að aðkoman hafi verið mjög slæm.

Gæti tekið viku að skipta um gjaldmiðil

Það þarf ekki að taka meira en rúma viku að skipta um gjaldmiðil, að mati Heiðars Más Guðjónssonar, framkvæmdastjóra hjá Novator og hagfræðings. Hann segir ekki nauðsynlegt að Ísland gangi í Evrópusambandið þótt evra verði tekin upp. Álit Evrópusambandsins á því máli skipti hreinlega ekki höfuðmáli.

Gríðarmiklar olíu- og gaslindir á Drekasvæðinu

Sérfræðingar norska olíufélagsins Sagex Petrolium telja að á Drekasvæðinu sé álíka mikil olía og í norska hluta Norðursjávar. Verðmætin eru talin svo mikil að þau jafngilda öllum opinberum útgjöldum á Íslandi í fjögurhundruð ár.

Árétta að ekki sé hægt að taka upp evru án ESB - aðildar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur ekki mögulegt fyrir Ísland, frekar en önnur ríki, að taka upp evru án inngöngu í Evrópusambandið. Þetta sjónarmið áréttaði fjölmiðlafulltrúi framkvæmdastjórnarinnar í svari sínu til Vísis.

Fulltrúi Íslendinga hjá IMF tjáir sig ekki um töfina

Jens Henriksson, aðalfulltrúi Norður- og Eystrasaltslandanna í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segist ekki mega tjá sig um ástæðu þess að fyrirhuguð aðstoð IMF við Íslendinga hafi ekki enn verið tekin fyrir. Hann vísar á ráðgjafa Geirs Haarde og fjölmiðlafulltrúa sjóðsins.

Álaborgari safnar handa Íslendingi í borginni

Jeppe Stephansen, 31 árs gamall íbúi í Álaborg í Danmörku, hefur hrundið af stað söfnun fyrir íslenskan vin sinn í borginni. Hefur Jeppe stofnað sérstaka Facebook-síðu sökum þessa undir heitinu "Red Bjarni" eða Björgum Bjarna.

Rannsaka þarf hvort lög hafi verið brotin hjá FL Group

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra telur að þar til bærum yfirvöldum beri að rannsaka það hvort ólöglega hafi verið staðið að flutningi á þremur milljörðum króna úr FL Group fyrir þremur árum. Þetta sagði hann í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Minna heimilissorp í kreppunni

,,Magn heimilissorps sem safnað var í október á þessu ári er um 16% minna en í október í fyrra,“ segir Guðmundur B. Friðriksson hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar í tilkynningu.

Engin áform um að flýta kosningum að svo stöddu

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir engin áform um að flýta kosningum að svo stöddu. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna.

Verð hækkar mest í lágvöruverslunum

Vörukarfa ASÍ hækkaði um 9% til 28% í helsu verslunarkeðjum frá miðjum apríl til októberloka. Mestar hækkanir á verð vörukörfunnar voru í lágvöruverðsverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ mælir breytingar á verði vörukörfu sem getur endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis.

Fá ekki að hitta Guðlaug Þór

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi og formaður SÁÁ, segir að framkvæmdastjórn SÁÁ fái ekki áheyrn hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra.

Fimm fíknefnamál í Reykjavík

Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Við sögu komu jafnmargir karlar en þeir voru allir teknir í Reykjavík, þrír í miðborginni og einn í Hlíðunum og Árbæ.

Sjötíu prósent vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

Meirihluti landsmanna, eða 70 prósent, vill að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað í Vatnsmýrinni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann í september og byrjun október fyrir Flugstoðir.

Óskar: Reglum breytt svo fólk þurfi síður að skila lóðum

Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og framkvæmda- og eignaráðs, staðfestir að Reykjavíkurborg sé hætt að taka við lóðum frá fólki sem vill skila þeim inn eins og greint var frá fyrr í dag. Hann segir þetta tímabundna ákvörðun en verið sé að vinna að breytingum á skilmálum lóðaúthlutana sem hann segir miða að því að auðvelda fólki að halda lóðum sínum og byggja á þeim.

Von á breskum og hollenskum sendinefndum

Von er á breskri sendinefnd frá Kent sýslu í þessari viku. Ætlar fulltrúar sýslunnar að freista þess að fá til baka 50 milljónir punda, eða um tíu milljarða króna miðað við seðlabankagengi, sem lagðar voru inn á reikninga íslensku bankanna í Bretlandi. Þá er einnig von á sendinefnd frá Hollandi í þessari viku.

ESB-aðild og svo evra í stað einhliða upptöku evru

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að Íslendingar eigi að taka upp evruna í framhaldi af aðild að Evrópusambandinu fremur en að taka evruna einhliða upp líkt og lagt hefur verið til.

Ekkert ESB-lán fyrr en Icesave-deilan leysist

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar ekki að veita Íslendingum lán nema gengið verði frá skuldbindingum vegna Icesave fyrst. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir Johannesi Laitenberger, talsmanni framkvæmdastjórnarinnar.

Lést af áverkum af mannavöldum

Bráðabirgðaniðurstöður krufningar á líki mans, sem lést sumarbústað í Grímsnesi um helgina, benda ótvírætt til þess að hann hafi látist af áverkum sem hann hlaut af mannavöldum.

Borgin hætt að taka við lóðum

Reykjavíkurborg er hætt að taka við lóðum frá fólki og endurgreiða lóðagjöld eftir því sem segir á vef Neytendasamtakanna.

Verið að drepa málum á dreif með tali um einhliða upptöku evru

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að verið sé að drepa málum á dreif með því að velta upp hugmyndum um einhliða upptöku evru. Kostirnir séu í raun tveir, krónan og evran, og sú fyrrnefnda eigi sér nú fáa formælendur.

Mótmæli gegn VR halda áfram

Mótmælastöðu verður fram haldið við höfuðstöðvar VR í Húsi verslunarinnar í hádeginu í dag. Kristófer Jónsson, félagi í VR segist vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Til stendur að afhenda undirskriftalista þar sem óskað er eftir félagsfundi í VR en mótmælendurnir eru óánægðir með framgöngu formanns VR og stjórnarinnar í heild sinni.

Þungt haldin eftir bílslys

Kona á níræðisaldri, sem varð fyrir bíl á Akranesi í gærkvöldi og var flutt á alysadeild Landspítalans í Reykjavík, liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítalans.

Segir engin lög hafa verið brotin

Hannes Smárason segir að engin lög hafi verið brotin og vísar ásökunum Morgunblaðsins um ólögmætar peningamillifærslur á bug. Morgunblaðið segir frá því í morgun að heimildir blaðsins hermi að FL, sem Hannes gegndi stjórnarformennsku í, hefði flutt 3 milljarða króna á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þeir fjármunir hafi síðan verið notaðir af Pálma Haraldssyni til kaupa á Sterling flugfélaginu.

Vill að viðskipta- og fjármálaráðherra axli ábyrgð á ástandinu

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í Mannamáli á Stöð 2 í kvöld að viðskipta- og fjármálaráðherra ættu að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og taka poka sinn. Einnig kom fram í þættinum að samtök atvinnulífsins og ASÍ vinna að efnahagspakka sem vonandi endar með þjóðarsátt.

Öll úrskurðuð í gæsluvarðhald

Tvær konur og einn karlmaður voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 28.nóvember í tengslum við mannslát í sumarbústað í Grímsnesi í gærmorgun. Áður hafði annar karlmaður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.

Kreppan hér er alvarlegri en sú sem Finnar upplifðu

Sú kreppa sem Íslendingar standa frammi fyrir er mun alvarlegri en það sem Finnar upplifðu á árunum 1990 til 1994. Er þá sama hvaða hagfræðilegi mælikvarði er notaður. Þetta er mat Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra í Finnland.

Hundruðum barna vísað frá heimilum ABC í Kenýa

Hundruð barna sem hafa búið á heimili ABC barnahjálpar í Kenýa var í gær vísað frá. Starfsemi ABC í Kenýa er í algeru uppnámi eftir að vopnað rán var framið á skrifstofu samtakanna.

Ikea vísitalan hækkar um 47%

Ikea vísitala Stöðvar tvö hefur hækkað um fjörutíu og sjö prósent frá því bæklingur sænsku verslanakeðjunnar var dreift á heimili landsins í fyrra. Hvort IKEA-vísitalan veitir vísbendingu um verðhækkanir á innfluttum vörum er óvíst - því kollsteypa krónunnar gagnvart evru var 90% á sama tíma.

Björn um synjun forsetans á fjölmiðlalögunum

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra landsins skrifar pistil á heimasíðu sína í dag. Þar veltir hann m.a fyrir sér stöðu fjölmiðla á Íslandi og segir það ótrúleg tíðindi ef það teljist samrýmast eðlilegri skipan „fjórða valdsins“ að sami eigandi sé þungamiðjan í verslunarrekstri í landinu og öllum fjölmiðlum nema RÚV og Viðskiptalblaðsins.

Kreppubrandarar óskast

Sem betur fer hefur skopskynið ekki svikið Íslendinga þótt á móti blási. Allskonar brandarar eru á ferð og flugi um netið, sumir í orðum aðrir í myndum.

Sjá næstu 50 fréttir