Innlent

Gísli Marteinn mun fljúga milli Skotlands og Reykjavíkur á borgarstjórnafundi

MYND/Stefán

Eins og koma fram á Vísi í kvöld mun Gísli Marteinn Baldursson, borgarstjórnafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, halda í árslangt námsleyfi til Edinborgar í haust. Hann mun hins vegar fljúga á milli Reykjavíkur og Skotlands til þess að sækja borgarstjórnarfundi samkvæmt heimildum Vísis.

Gísli mun samt sem áður segja sig úr öllum nefndum sem hann hefur setið í, þar með talið umhverfis- og samgöngunefnd þar sem hann gegnir formennsku.




Tengdar fréttir

Gísli Marteinn í ársleyfi frá borgarstjórn

Gísli Marteinn Baldursson mun flytja til Edinborgar í Skotlandi í haust ásamt fjölskyldu sinni en þar hyggst hann stunda nám í borgarfræðum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann taka sér ársleyfi frá störfum sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og jafnframt víkja úr þeim nefndum sem hann hefur setið í, meðal annars umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Gísli gegnir formennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×