Innlent

Kaupsamningum fjölgar um 75 prósent milli mánaða

Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu reyndust nærri 75 prósentum fleiri í nýliðnum júlí en mánuðinn á undan samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Samningarnir voru hins vegar nærri 64 prósentum færri miðað við júlí í fyrra.

Fram kemur á vef Fasteignamats ríkisins að 361 samningi hafi verið þinglýst í júlí og nam heildarveltan í mánuðinum 11,7 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var rúmar 32 milljónir króna.

Kaupsamningarnir júní í ár reyndust hins vegar 208 og veltan nam 7,4 milljörðum króna. Meðalupphæð á samning reyndist hins vegar hærri, eða 35,4 milljónir.

Í júlí í fyrra reyndust kaupsamningarnir 999 og nam veltan nærri 32 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var um 32 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×