Fleiri fréttir

Leggur fram frumvarp um staðfesta samvist samkynhneigðra

Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp um að trúfélögum verði veitt heimild til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra. Í athugasemdum þess segir að þetta sé í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Vilja vefmyndavélar á 150 staði til að kynna landið

Fjórtán þingmenn á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á menntamálaráðherra að koma á fót Vefmyndasafni Íslands með því að koma upp nettengdum myndavélum á allt að 150 stöðum á Íslandi, fegurstu og sérkennilegustu stöðum landsins.

Orkuveitan selur gömul líkamsræktartæki

Orkuveita Reykjavíkur auglýsir til sölu í Morgunblaðinu í dag fjöldan allan af líkamsræktartækjum. Um er að ræða gömul tæki sem fyritækið keypti notuð þegar nýja húsið var tekið í notkun.

Verður að fara varlega í vegarlagningu við Þingvelli

Þorgerður Katín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að stíga verði varlega til jarðar þegar verið sé að leggja veg á því viðkvæma svæði sem Þingvellir og nágrenni eru. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Snorri Magnússon nýr formaður LL

Snorri Magnússon rannsóknarlögreglumaður var kjörinn nýr formaður Landssambands lögreglumanna. Valið var á milli tveggja lista.

Þriggja bíla árekstur á Sandskeiði

Lögregla þurfti að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg um stund vegna þriggja bíla áreksturs sem þar varð á níunda tímanum. Einn bíllin valt í árekstrinum.

Brotist inn í Flúðaskóla

Brotist var inn í Flúðaskóla í nótt og þaðan stolið átta tölvum og sjö flatskjám. Lögreglumenn á leið á vettvang ákváðu að fara Laugarvatnsmegin uppeftir, en þar sáu þeir þrjá menn á bíl og stöðvuðu þá.

Mótmælum hætt í bili

Vörubílstjórar hafa nú opnað fyrir umferð á Reykjanesbraut til móts við Sprengisand og á Kringlumýrarbraut við Miklubraut. Miklar tafir sköpuðust af aðgerðunum en ekki er vitað hvar þá mun bera niður næst.

Hellisheiði lokuð

Margir ökumenn lentu í erfiðleikum á Hellsiheiði í gærkvöldi þegar óveður brast þar á með með snjókomu þannig að fyrst varð fljúgandi hálka og síðan þæfingur og ófærð.

Með fíkniefni í miðbænum

Tveir karlar, annar um þrítugt en hinn nokkru yngri, voru handteknir í miðborginni síðdegis í gær en báðir voru með ætluð fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir tóku afskiptum lögreglu mjög illa og höfðu í hótunum. Kom til átaka og fór svo að beita þurfti varnarúða til að hemja annan þeirra en sá hafði slegið lögreglumann í höfuðið.

Ingibjörg Sólrún hittir Rice í Washington

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, mun eiga tvíhliða fund í Washington með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna þann 11. apríl næstkomandi.

AFL undirbýr aðgerðir

Á stjórnarfundi AFLs Starfsgreinafélags sem var að ljúka var samþykkt eftirfarandi ályktun um stöðu kjaramála í ljósi verðhækkana og gengisfalls íslensku krónunnar að undanförnu.

Ósáttur við ummæli lögreglu

Sturla Jónsson, einn af forsprökkum þeirra vöruflutningsbílstjóra sem mótmælt hafa háu eldsneytisverði undanfarið, segist afar ósáttur við ummæli sem höfð voru eftir lögreglunni á Suðurnesjum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar kom fram að mótmæli vörubílstjóra á Reykjanesbrautinni í morgun hefðu tafið lögreglumenn frá því að sinna neyðartilviki.

Hættu við áætlunarflug vegna einkaþotu á kostakjörum

Forsætisráðuneytið var búið að bóka áætlunarflug til Búkarest með viðkomu í London í eina nótt áður en ákvörðun var tekin um að fljúga frekar á Nato fundinn með einkaþotu. Að sögn Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarkonu Geirs Haarde, var ákveðið að taka síðari kostinn þegar í ljós kom að kostnaðurinn væri aðeins 100 til 300 þúsund krónum meiri.

Undirbúa umfangsmiklar aðgerðir

Stjórnvöld undirbúa umfangsmiklar aðgerðir í peningamálum á næstu dögum, samkvæmt heimildum Stöðvar tvö. Formenn stjórnarflokkanna funduðu um málið með bankastjórum Seðlabankans í gær, sem er meginástæða þess að þau komust ekki með áætlanaflugi á NATO fund í Búkarest og fóru með leiguflugi í morgun.

Ekið á ungling

Ekið var á unglingsstúlku í Skeiðarvogi við Vogaskóla um klukkan 20:20 í kvöld. Hún var fluttur á brott með sjúkrabifreið en ekki er vitað um ástand hans að svo stöddu.

Heimdallur ályktar til stuðnings Sollu

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti í dag ályktun þar sem tekið er undir hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um lækkun innflutningstolla neytendum til hagsbóta.

42 myndaðir á Strandgötu

Brot 42 ökumanna voru mynduð á Strandgötu í Hafnarfirði í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Strandgötu í norðurátt, nærri Hellubraut. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 468 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 9%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 62 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 75.

Tvær grenjaskyttur létust við Blönduvirkjun

Seinnipartinn í gær fóru tveir menn til veiða á tófu í skothúsi sem staðsett er á Auðkúluheiði skammt ofan við Blönduvirkjun. Í morgun er þeir skiluðu sér ekki til byggða fór sonur annars þeirra ásamt öðrum manni að til að kanna með þá.

Sautján ára á 153 km hraða

Sautján ára stúlka var tekin fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut, sunnan Hafnarfjarðar, í nótt en bíll hennar mældist á 153 km hraða miðað við klukkustund.

Útvarpsstjóri boðar til aðalfundar

Aðalfundur Ríkisútvarpsins ohf. verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl 2008 í útvarpshúsinu við Efstaleiti 1, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14.00.

SUS hvetur íslenska stjórnmálamenn til að sniðganga ÓL

Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur íslenska stjórnmálamenn til að sniðganga opnunar- og lokahátíð Ólympíuleikanna sem hefjast í Peking 8. ágúst og sýna með þeim hætti andstöðu íslenskra stjórnvalda við meðferð kínverskra stjórnvalda á þegnum sínum.

Samkeppniseftirlitið kannar ummæli um matarhækkun

Samkeppniseftirlitið hefur sent tvennum hagsmunasamtökum erindi vegna ummæla á opinberum vettvangi um verðhækkanir á matvælum og gruns um að seilst hafi verið of langt við hagsmunagæslu. Vísar eftirlitið til samkeppnislaga máli sínu til stuðnings.

Handvömm að ráðherra fundaði ekki með nefnd fyrir Búkarestferð

Handvömm virðist hafa ráðið því að utanríkisráðherra fundaði ekki með utanríkismálanefnd Alþingis áður en hún hélt á leiðtogafund Atlantshafsbandlagsins í Búkarest í dag. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar á Alþingi.

Sektaðir fyrir að vera með hass í bílnum

Tveir piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Norðulands eystra í dag til sektar fyrir að hafa haft hass í bifreið sinni sem þeir óku á of miklum hraða. Piltarnir mættu ekki fyrir dóm og var sú fjarvist metin til játningar í málinu.

Vill fara yfir brunaskýrslu í borgarráði

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur farið fram á það að ný skýrsla Brunamálastofnunar um brunann í miðborg Reykjavíkur í fyrra verið kynnt í borgarráði sem fyrst.

Slökkvistarfi lokið við Grettisgötu

Slökkvistarfi lauk laust fyrir klukkan 13 í íbúð við Grettisgötu 86 þar sem kviknað hafði í potti á eldavél. Slökkvilið reykræsti íbúðina og tók lögregla að því búnu við á vettvangi. Íbúðin var mannlaus en nágranni í húsinu tilkynnti um atvikið til slökkviliðs.

Geir og Ingibjörg hluti af þotuliðinu

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir að nýta sér einkaþotur til þess að fara á fund NATO í Búkarest í dag.

Tjón í miðbæjarbruna um 132 milljónir

Tjónið í brunanum í miðbæ Reykjavíkur í fyrravor nam rúmum 132 milljónum króna samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu Brunamálastofnunar um brunann.

Lögreglu hafa borist ábendingar um úraþjóf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær mynd af meintum úraþjófi í verslun Hermanns Jónssonar úrsmiðs við Ingólfstorg í síðustu viku. Tveir menn voru að verki og birti lögregla mynd af öðrum þeirra.

Eldur í eldhúsinnréttingu í húsi við Grettisgötu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt að Gettisgötu 86 nú í hádeginu en þar logaði eldur í eldhúsinnréttingu í íbúð í húsinu. Snorrabraut hefur verið lokað til suðurs til þess að slökkviliðsmenn geti athafnað sig.

Sjá næstu 50 fréttir