Fleiri fréttir

Flugvél snérist í vindhviðu á Keflavíkurflugvelli

Flugvél JetX á leið frá Salzburg fyrir Primera Air sem lagt var á stæði við Leifsstöð um kl. 18.45 í gær snérist skyndilega um fjórðung úr hring í vindhviðu þegar aka átti landgöngubrú upp að henni. Óskað var eftir aðstoð þar sem afgreiðsluaðili treysti sér ekki til þess að snúa vélinni aftur vegna vinds.

Gunnar Birgisson pumpaði járn í turninum

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs opnaði nýja 700 fm heilsuræktarstöð World Class á 15. hæð í nýja turninum á Smáratorgi í gærdag. Við það tækifæri brá bæjarstjórinn sér í eina tækjasamstæðuna og pumpaði járn um stund.

Collie hundurinn enn í óskilum á nýjum stað

Eigandi Border-Collie hundsins sem var í óskilum í Blöndubakka í gærdag hefur enn ekki fundist. Hundurinn er því áfram í óskilum en nú kominn yfir á heimili við Jöfrabakkann.

Versti vetur í 75 ára sögu Icelandair

Mark Snowdown stöðvarstjóri Icelandair á Norðurlöndunum segir að óveðrið undanfarið geri það að verkum að félagið upplifi nú versta vetur í 75 ára sögu sinni. Á hann þar við tafir á flugi, aflýsingar og þau vandræði sem skapast hafa á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga.

Vilhjálmur er að meta stöðu sína

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, er að meta pólitíska stöðu sína, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Hald lagt á fíkniefni í sumarbústað í Ölfusi

Lögreglan á Selfossi lagði um klukkan hálf tólf í gærkvöldi hald fíkniefni í sumarbústað í Ölfusi. Um var að ræða tvö grömm af hassi eða amfetamíni og einhverjar töflur.

Erilsamt hjá lögreglunni á Suðurnesjum

Erilsamt var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt. Tveir ökumenn voru kærðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn grunaður um ölvun við akstur.

Vilja að Vilhjálmur víki

Upplausnarástand ríkir nú innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og óvissa um framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita flokksins. Þær raddir gerast háværari innan flokksins að Vilhjálmur víki til hliðar.

Farþegar komnir í Leifsstöð

Farþegar með vél á vegum Heimsferða eru nú komnir inn í Leifsstöð. Þeir sátu fastir í vélinni á Keflavíkurflugvelli í eina tvo tíma vegna veðurs.

Á fjallahjólum niður stiga Perlunnar

Það var frekar óvenjuleg sjón sem blasti við gestum í Perlunni í dag þar sem níu strákar hjóluðu niður tröppur hússins allt frá efstu hæð niður í kjallara.

Þurfum að sækja um aðild að ESB.

Ísland verður að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil til að losna við þá ofurbyrði sem hvílir á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló í dag.

Varað við flughálku á Reykjanesbraut

Vegagerðin hefur sent frá sér aðvörun um að flughálka sé nú á Reykjanesbraut. Þá hafa fokskemmdir orðið á klæðningu á Þverárfjallsvegi á milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu.

Steingrímur J. sendir forseta alþingis hæðnistón

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sendir Sturlu Böðvarssyni hæðnistón í innanhústölvupósti á alþingi þar sem hann fjallar um reykingarbann það sem Surtla hefur boðað á alþingi.

Gamalt tré rifnaði upp með rótum

Afleiðingar veðurofsans komu víða í ljós í morgun þegar íbúar litu út um glugga sína. Þetta gamla tré sem stóð í garði einum á Kirkjuteigi í Reykjavík rifnaði upp með rótum í einni vindhviðunni sem gekk yfir.

Talsvert af umferðaróhöppum á Suðurnesjum

Talsvert var um umferðaróhöpp á Suðurnesjum í dag. Alls bárust lögreglunni tilkynningar um sex umferðaróhöpp á Suðurnesjum eitt í Grindavík annað í Sandgerði og hin fjögur í Reykjanesbæ.

Aftur spáð hvassviðri eða stormi í kvöld

Sigurður Ragnarsson veðurfærðingur segir að þegar líður á daginn fer vindur vaxandi á ný af suðvestri og í kvöld má búast við hvassviðri eða stormi á landinu sunnan- og vestanverðu og á miðhálendinu.

Dagur segir að enginn ætli að axla ábyrgð í REI-málinu

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að fyrstu viðbrögð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn við skýrslunni um REI veki áleitnar spurningar. Greinilegt sé að enginn þeirra ætli að axla ábyrgð í málinu

Um 300 björgunarsveitarmenn að störfum í nótt

Alls voru um 300 björgunarsveitarmenn að störfum á suðvesturhorni landsins og víðar í nótt. Sinntu þeir rúmlega 400 verkefnum. þar af rúmlega 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Vakt var á Samhæfingarstöðinni fram til klukkan fimm í morgun en þá hafði verulega hefur lægt á suðvesturhorni landsins en þótt hvassviðri sé á Norðurlandi.

Samningafundur í gangi í Karphúsinu

Samningafundur stendur nú yfir í Karphúsinu við Borgartún í Reykjavík milli Samtaka atvinnulífsins annarsvegar og Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hins vegar.

RES Orkuskóli settur í fyrsta sinn í dag á Akureyri

RES Orkuskólinn var settur í fyrsta sinn í dag. Undanfarin fjögur ár hefur verið unnið að uppbyggingu skólans en RES er einkarekin mennta- og vísindastofnun sem mun byggja starfsemi sína á forystu Íslendinga á sviði orkumála.

Vilhjálmur staðfestir að Hjörleifur sé lögmaðurinn

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrum borgarstjóri hefur staðfest í samtali við Vísi að fyrrverandi borgarlögmaður sá sem hann ráðfærði sig við sé Hjörleifur Kvaran. Að öðru leyti vísar Vilhjálmur í yfirlýsingu sína frá því í gær.

Fengu 30% hærra verð fyrir minkaskinn

Íslenskir loðdýrabændur fengu þrjátíu prósent hærra verð fyrir minkaskinn á uppboði í Kaupmannahöfn í vikunni miðað við síðasta uppboð sem var í desember.

Borgarlögmaður gagnrýnir forsíðu Fréttablaðsins

Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna forsíðu Fréttablaðsins í dag. Segir Kristbjörg að fyrirsögnin á forsíðunni gefi ekki rétta mynd af samskiptum hennar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.

Fáir á ferli í Reykjavík í óveðrinu

Fáir voru á ferli í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna óveðursins að sögn lögreglu. Fjórir gistu fangageymslur vegna ölvunar og þá voru þrír kærðir fyrir ölvunarakstur.

Hundur í óskilum í Blöndubakka

Anna Kristín íbúi að Blöndubakka 3 í Reykjavík hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að á heimili hennar væri hundur í óskilum. Hafði hann leitað þangað undan veðrinu.

Eldingar víða á Suður- og Vesturlandi

Eldingum sló niður víða um Suður- og Vesturland í gærkvöldi og raunar fram á nótt. Þær fylgdu kuldaskilum þegar kalt loft kom yfir hlýja loftið.

Íbúar Garðabæjar orðnir 10 þúsund talsins

Garðbæingar náðu í lok janúar þeim áfanga að verða í fyrsta sinn fleiri en tíu þúsund. Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, fagnaði þessum áfanga í gær með því að afhenda fjölskyldu tíu þúsundasta Garðbæingsins góðar gjafir.

Herjólfur siglir ekki en innanlandsflug á áætlun

Herjólfur siglir ekki í dag en báðar ferðir hans hafa verið felldar niður vegna veðurs. Allt innanlandsflug er hins vegar á áætlun. Farþegar sem eiga bókað flug fyrir hádegi gætu þó fundið fyrir einhverjum röskunum.

Veðrið að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu en bætir í vind annars staðar

Um 200 manns hafa unnið í allt kvöld að því að sinna verkefnum á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurhamsins sem gengið hefur yfir. Hjá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð fengust þær upplýsingar að veðrið eigi að fara að ganga niður og að tilkynningum vegna foktjóns hafi fækkað nokkuð. Hins vegar hafi tilkynningum vegna vatnstjóns fjölgað á sama tíma.

„Ég geri ábyggilega ráð fyrir að hann hafi gert það"

Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og fyrrverandi borgarlögmaður, segist ekki muna nákvæmlega eftir því hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi leitað til sín um hvort hann hafi haft umboð til að taka ákvarðanir á eigendafundi Orkuveitunnar á sínum tíma.

Farþegarnir allir komnir frá borði

Lokið var við að koma farþegum og áhöfnum , alls um 450 manns, frá borði þriggja flugvéla Icelandair og inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar klukkan rúmlega 10 í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar.

Flutningur fólks úr flugvélunum í Keflavík hafinn

Starfsmenn Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli og lögregla hafa hafið flutning fólks úr þremur flugvélum Icelandair sem hafist hefur við um borð í flugvélunum við flugstöðina síðan þær lentu síðdegis í dag í von um að veður myndi lægja svo tengja mætti landgöngubrýr flugstöðvarinnar.

Lögreglu var óheimilt að nota eftirfararbúnað til að fylgjast með grunuðum manni

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að lögreglunni hefði verið óheimilt að nota eftirfararbúnað til að fylgjast með grunuðum manni. Í dómsorði segir að sóknaraðila, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, beri að láta af þeirri rannsóknaraðgerð að fylgjast með ferðum bifreiðar varnaraðila með eftirfararbúnaði.

Óveðrið hefur enn ekki náð hámarki

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill árétta það að óveðrið hefur enn ekki náð hámarki á Suðvesturlandi. Einnig á veður enn eftir að versna annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að búist sé við því að veðrið nái hámarki á milli klukkan 9 og 12 í kvöld á höfuðborgarsvæðinu.

Nauðsynlegt að koma á fót afeitrunarstöð á Litla Hrauni

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að nauðsynlegt sé að koma á fót afeitrunarstöð eða sjúkrarúmi fyrir fanga. Landlæknisembættið hyggst rannsaka dauða fanga sem lést vegna meþadoneitrunar á Litla Hrauni síðastliðið haust.

Sjá næstu 50 fréttir