Fleiri fréttir Gistinóttum fjölgar um 13 prósent milli ára Gistinóttum á hótelum fyrstu tíu mánuði ársins fjölgaði um 13 prósent á milli ára eftir því sem segir á vef Hagstofunnar 5.12.2007 09:21 Dauðir fiskar finnast á bökkum Varmár Dauðir fiskar hafa þegar fundist á bökkum Varmár eftir að 800 lítrar af klór láku út í hana, þegar tappi á klórgeymi við sundlaugina í Hveragerði gaf sig aðfararnótt föstudagsins. 5.12.2007 08:02 800 lítrar af klór láku úr klórgeymi í Hveragerði Tappi í klórgeymi við Sundlaugina í Laugaskarði gaf sig aðfararnótt föstudagsins síðasta með þeim afleiðingum að umtalsvert magn af klór lenti í læk sem rennur í Varmá. 4.12.2007 20:05 Breytingar á ráðstöfun Símapeninga til annarrar umræðu Þingfundi lauk á Alþingi fyrir stundu en hann hafði staðið með hléum frá klukkan hálftvö í dag. Meðal þeirra mála sem tekin voru á dagskrá í dag var frumvarp til laga um breytingar á ráðstöfun á söluandvirði Símans. 4.12.2007 22:55 Ungmenni sluppu ómeidd eftir bílveltu Fimm ungmenni um tvítugt sluppu nærri ómeidd þegar bifreið þeirra fór út af Grafningsvegi við Hagavík um hálfníu í kvöld. Bíllinn valt niður gil og hafnaði 20-30 metrum frá veginum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er töluverð hálka á Grafningsvegi og er talið að það hafi valdið því að bíllinn fór út af. Lögreglan segir að ungmennin séu ekki mikið slösuð en bíllinn mjög mikið skemmdur. 4.12.2007 21:59 Klórleki alltaf alvarlegur Tryggvi Þórðarson, vatnavistfræðingur hjá rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands í Hveragerði, segist lítið geta tjáð sig um það hvaða áhrif klórlekinn í Varmá geti haft á vistkerfið í ánni en áhrif slyssins verði rannsökuð á næstu dögum. 4.12.2007 21:03 Örbylgjusendingar Digital Ísland á Suðurlandi eru úti vegna bilunar Vegnar bilunar á örbylgjusendingum Digital Ísland á Suðurlandi liggja útsendingar af Stöð 2, Sýn og Sýn 2 niðri þessa stundina. 4.12.2007 20:48 Íslenskir MS sjúklingar fá ekki nauðsynlegt lyf Sextíu MS-sjúklingar fá ekki nýtt lyf sem kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og getur hægt á framgangi sjúkdómsins. Lyfið hefur ekki enn verið sett í dreifingu. 4.12.2007 18:59 Malakauskas í farbann í stað gæsluvarðhalds Hæstiréttur hefur numið úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tomasi Malakauskas, Litháanum sem dæmdur var í líkfundarmálinu fyrir tveimur árum og var gripinn hér fyrir skemmstu. 4.12.2007 16:47 Ráðherra kynnti sér barnaklámseftirlit í Noregi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sat í dag fund með kollegum sínum frá Noregi og Finnlandi, í höfuðstöðvum norsku rannsóknarlögreglunnar, KRIPOS, í Ósló. Auk ráðherranna tóku yfirmenn norsku lögreglunnar og norrænir embættismenn, þátt í fundinum. Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs bauð til ráðherrafundarins í því skyni að kynna ráðherrunum frá fyrstu hendi hvernig KRIPOS stundar eftirlit með barnaklámi á netinu. Norðmenn hafa verið brautryðjendur í norrænu samstarfi á þessu sviði og hafa lagt á ráðin um formlegt norrænt lögreglusamstarf um netvörslu í þágu barna og ungmenna. 4.12.2007 15:53 Aukin bókaprentun fyrir jólin frá fyrra ári Töluverð aukning virðist vera í bókaprentun fyrir þessi jól miðað við sama tíma í fyrra ef marka má tölur frá Prentsmiðjunni Odda. 4.12.2007 15:46 Stal fartölvu úr Fellakirkju Síbrotamaður á fimmtugsaldri hlaut í dag tólf mánaða fangelsisdóm fyrir fjölmörg þjófnaðar og fíkniefnamál sem hann framdi frá því í júni og fram í september á þessu ári. 4.12.2007 15:30 NÍ fagnar stefnumörkun í loftlagsmálum Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þeirri stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands að samningar um framhald Kyoto-bókunarinnar skuli miða að því að fyrirbyggja að andrúmsloft jarðar htini um meira tvær gráður á Celcíus að meðaltali. 4.12.2007 15:29 Lúxusíbúðir rísa á Héðinsreit á næstu árum Ríflega 180 lúxusíbúðir sem hugsaðar eru fyrir fólk eldra en 55 ára munu rísa á svokölluðum Héðinsreit við Ánanaust á næstu tveimur árum. 4.12.2007 15:18 Grímseyingar í rusli vegna meints fjármálamisferlis sveitarstjóra Alfreð Garðarsson, sveitarstjórnarmaður í Grímsey, segir að eyjarskeggjar séu í rusli vegna máls Brynjólfs Árnasonar sveitastjóra sem grunaður er um fjármálamisferli. 4.12.2007 15:09 Gripin með fíkniefni í leggöngum á Litla Hrauni Stúlka var í dag dæmd í Héraðsdómi Suðurlands fyrir smygl á 9 gulum ílöngum töflum af lyfinu “tafil”. Hún var einnig með nokkur grömm af amfetamíni sem fannst við leit á henni. 4.12.2007 15:04 Loftlagsvandi ekki leystur án aðkomu atvinnulífsins Ekki verður hægt að leysa loftlagsvandanna án aðkomu atvinnulífsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins sem ásamt systursamtökum sínum annars staðar á Norðurlöndum sendu í dag bréf til forsætis- og umhverfisráðherra Norðurlanda og forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem hvatt er til þess að stjórnvöld og atvinnulíf vinni saman að því að finna lausnir á loftslagsvandanum. 4.12.2007 14:43 Listaháskólinn mun leigja hjá Samson Listaháskóli Íslands og Samson Properties ehf. undirrituðu nú fyrir stundu samning um nýtt húsnæði fyrir Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Miðað er við að skólinn taki þar til starfa haustið 2011. Byggingin verður rúmir 13 þúsund fermetrar að stærð en um 400 nemendur stunda nú nám við skólann. Lóðin undir skólann verður í eigu Listaháskólans en Samson Properties mun eiga skólabygginguna og leigja hana til skólans. 4.12.2007 13:51 Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25-40 prósent fyrir 2020 Ríkisstjórn Íslands hyggst draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 25-40 prósent fyrir árið 2020 samkvæmt því sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra greindi frá á Alþingi í dag. 4.12.2007 13:50 Tólf stútar teknir um helgina Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, sjö á laugardag og þrír á sunnudag. 4.12.2007 12:55 Styrktarreikningur fyrir fjölskyldu litla drengsins Búið er að stofna styrktarreikning fyrir fjölskyldu Kristins Veigars Sigurðssonar, litla drengsins sem lést í umferðarslysinu við Vesturgötu í Reykjanesbæ. 4.12.2007 12:46 Staða íslenskra grunnskólanema versnar skv. PISA-rannsókn Staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum í svokallaðri PISA-könnun hefur versnað á milli áranna 2000 og 2006 samkvæmt nýrri PISA-könnun sem birt var í dag. 4.12.2007 12:40 Fjölbreyttari trúarfræðsla í stað nálgunarbanns presta Sóknarpresturinn á Akureyri telur ekkert því til fyrirstöðu að íslam verði kynnt fyrir íslenskum skólabörnum. Betri leið sé að auka fjölbreytni trúarfræðslu en setja nálgunarbann á presta þjóðkirkjunnar. 4.12.2007 12:30 Herjólfur í slipp í dag Vestmannaeyjaferjan Herjólfur komst ekki fyrr en klukkan rúmlega ellefu í morgun úr höfn í Eyjum vegna óveðurs. 4.12.2007 12:15 Stefna í loftlagsmálum kynnt á þingi í dag Ríkisstjórn Íslands hefur markað skýra stefnu í loftslagsmálum. Stefnan verður kynnt á Alþingi í dag. 4.12.2007 12:06 Ólafur verður forseti borgarstjórnar í dag Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og oddviti F-listans, verður kjörinn í embætti forseta borgarstjórnar síðdegis í dag. 4.12.2007 12:00 Fundi Dags og Geirs frestað Fyrirhugaðar viðræður ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem hlut eiga í Hitaveitu Suðurnesja hafa enn ekki farið fram. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hefur umboð borgarráðs til þess að leiða viðræðurnar sem snúast eiga um framtíð HS. Þeir Dagur og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ætluðu að hittast í gær en samkvæmt heimildum Vísis frestaðist sá fundur vegna atkvæðagreiðslu um fjárlögin á Alþingi í gær. 4.12.2007 11:03 Samkomulag á milli Samson og LHÍ um lóð Listaháskóli Íslands og Samson Properties hafa náð samkomulagi um að ný skólabygging Listaháskólans rísi við Laugaveg eins og stefnt var að. Samningur þessa efnis verður undirritaður í dag að viðstöddum menntamálaráðherra og borgarstjóra. 4.12.2007 09:18 Ferð Herjólfs frestað vegna veðurs Brottför Herjólfs frá Vestmannaeyjum hefur verið frestað til klukkan tíu líklega vegna veðurs því það er óveður undir Eyjafjöllum. 4.12.2007 09:09 Tvennt þungt haldið á gjörgæslu eftir árekstur Þrennt slasaðist alvarlega í mjög hörðum árekstri tveggja bíla í vestanverðu Árbæjarhverfi í Reykjavík í nótt og liggur ökumaður annars bílsins og farþegi úr hinum þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans. 4.12.2007 06:35 Slagsmál við Sparisjóðinn í Keflavík Lögreglan stöðvaði slagsmál unglinga við Sparisjóðinn í Keflavík í kvöld. Hópur ungs fólks safnaðist þar saman og sló í brýnu milli þeirra. Lögreglan verst allra frétta af málinu að svo stöddu. 3.12.2007 22:51 Flutningaskipið Axel er stórskemmt Flutningaskipið Axel, sem strandaði við Höfn í Hornafirði í síðustu viku, er stórskemmt og óvíst hvort hægt verður að gera við það hér á landi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Höggið sem skipið varð fyrir var svo mikið að það tókst á loft. Talið er að tjónið nemi tugum milljóna króna, en útgerðarfélagið sem gerir skipið út leitar nú tilboða í viðgerðir. Skýrslutökum yfir áhöfn skipsins átti að ljúka í dag en óvíst er hvenær sjópróf fara fram. 3.12.2007 21:26 Frjálslyndi flokkurinn vill rannsaka eignartengsl á gamla varnarsvæðinu Frjálslyndi flokkurinn vill að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem kanni kaup og eignatengsl manna á gamla varnarsvæðinu. Formaður flokksins segir það skyldu forsætisráðherra. 3.12.2007 19:39 Minningarathöfn í Keflavíkurkirkju lokið Minningarathöfn um Kristin Veigar Sigurðsson, litla drenginn sem lést eftir umferðarslys í Keflavík á föstudag, er lokið. Athöfnin hófst klukkan sex í kvöld. Að sögn Sigfúsar B. Ingvasonar, prests í Keflavíkurkirkju var mikill samhugur í fólki og var kirkjan um það bil full. Nokkrir af aðstandendum Kristins Veigars voru við athöfnina en fólk kom víða að til að vera viðstatt. 3.12.2007 19:12 Æðstu menn í FL Group funda í höfuðstöðvum Baugs Á þessari stundu funda allir æðstu menn FL Group í höfuðstöðvum Baugs á Túngötu. Þar eru saman komnir, til að mynda stjórnarformaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarmennirnir Þorsteinn Jónsson og Magnús Ármann, Hannes Smárason, núverandi forstjóri, Jón Sigurðsson, núverandi aðstoðarforstjóri og verðandi forstjóri, Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Búast má við að fundað verði fram eftir kvöldi, en heimildir Vísis herma að framtíð FL Group verði ljós í kvöld eða strax í fyrramálið. 3.12.2007 18:40 Mennirnir látnir lausir Mennirnir sem handteknir voru í gærkvöldi og færðir til yfirheyrslu vegna banaslyssins á Vesturgötu i Reykjanesbæ á föstudaginn verða látnir lausir í köld. 3.12.2007 18:20 Fjárlagafrumvarpi vísað til þriðju umræðu Samþykkt var fyrir stundu að vísað fjárlagafrumvarpi næsta árs til þriðju umræðu á Alþingi. Fjörutíu og einn þingmaður greiddi atkvæði með tillögunni. 3.12.2007 17:52 Ráðist í viðræður við Indverja um fríverslunarsamning EFTA-ríkin vonast til þess að geta hafið fríverslunarviðræður við Indverja snemma á næsta ári eftir að samþykkt var á ráðherrafundi EFTA í dag að hefja slíkar viðræður 3.12.2007 17:14 Fjögur vitni handtekin í Keflavík Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi fjóra menn og færði til yfirheyrslu vegna banaslyssins á Vesturgötu í Reykjanesbæ á föstudaginn. Mennirnir eru taldir búa yfir upplýsingum í málinu en maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið á Kristinn Veigar Sigurðsson, fjögurra ára, neitar því að hafa verið undir stýri. 3.12.2007 17:14 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá konu með barefli Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið konu í þrígang í með barefli í handleggina þannig að hún hlaut bólgur og eymsli. 3.12.2007 16:31 „Í lok dags“ fellur niður Viðskiptaþátturinn „Í lok dags" í umsjá Sindra Sindrasonar sem er venjulega á dagskrá Vísis daglega klukkan 16:30, fellur niður í dag af óviðráðanlegum orsökum. Þátturinn verður næst á dagskrá á morgun. 3.12.2007 16:28 Ekki aðhafast frekar vegna skerðinga lífeyrissjóða Ríkisstjórnin mun ekki aðhafast frekar vegna skerðingar lífeyrissjóða á greiðslum til lífeyrisþega nú í desembermánuði að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. 3.12.2007 15:44 Stefnir í dómsmál vegna virkjana í Þjórsá Útlit er fyrir að þeir landeigendur við Þjórsá, sem andvígir eru þremur virkjunum í neðri hluta árinnar sem Landsvirkjun hyggst reisa, leiti til dómstóla með mál sitt. 3.12.2007 15:28 Langar ræður tæki til að reyna að laga valdajafnvægi Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur Alþingi hafa horfið tvo til þrjá áratugi aftur í tímann með auknu valdboði meirihlutans á Alþingi og því að framkvæmdavaldið líti í vaxandi mæli á Alþingi sem afgreiðslustofnun. 3.12.2007 14:48 Styrkir til talþjálfunar í stað samnings við talmeinafræðinga Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem hefur ákveðið að þeir sem leita til talmeinafræðinga sem ekki eru með samning við ríkið um niðurgreiðslu fái styrk sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir út. 3.12.2007 13:36 Sjá næstu 50 fréttir
Gistinóttum fjölgar um 13 prósent milli ára Gistinóttum á hótelum fyrstu tíu mánuði ársins fjölgaði um 13 prósent á milli ára eftir því sem segir á vef Hagstofunnar 5.12.2007 09:21
Dauðir fiskar finnast á bökkum Varmár Dauðir fiskar hafa þegar fundist á bökkum Varmár eftir að 800 lítrar af klór láku út í hana, þegar tappi á klórgeymi við sundlaugina í Hveragerði gaf sig aðfararnótt föstudagsins. 5.12.2007 08:02
800 lítrar af klór láku úr klórgeymi í Hveragerði Tappi í klórgeymi við Sundlaugina í Laugaskarði gaf sig aðfararnótt föstudagsins síðasta með þeim afleiðingum að umtalsvert magn af klór lenti í læk sem rennur í Varmá. 4.12.2007 20:05
Breytingar á ráðstöfun Símapeninga til annarrar umræðu Þingfundi lauk á Alþingi fyrir stundu en hann hafði staðið með hléum frá klukkan hálftvö í dag. Meðal þeirra mála sem tekin voru á dagskrá í dag var frumvarp til laga um breytingar á ráðstöfun á söluandvirði Símans. 4.12.2007 22:55
Ungmenni sluppu ómeidd eftir bílveltu Fimm ungmenni um tvítugt sluppu nærri ómeidd þegar bifreið þeirra fór út af Grafningsvegi við Hagavík um hálfníu í kvöld. Bíllinn valt niður gil og hafnaði 20-30 metrum frá veginum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er töluverð hálka á Grafningsvegi og er talið að það hafi valdið því að bíllinn fór út af. Lögreglan segir að ungmennin séu ekki mikið slösuð en bíllinn mjög mikið skemmdur. 4.12.2007 21:59
Klórleki alltaf alvarlegur Tryggvi Þórðarson, vatnavistfræðingur hjá rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands í Hveragerði, segist lítið geta tjáð sig um það hvaða áhrif klórlekinn í Varmá geti haft á vistkerfið í ánni en áhrif slyssins verði rannsökuð á næstu dögum. 4.12.2007 21:03
Örbylgjusendingar Digital Ísland á Suðurlandi eru úti vegna bilunar Vegnar bilunar á örbylgjusendingum Digital Ísland á Suðurlandi liggja útsendingar af Stöð 2, Sýn og Sýn 2 niðri þessa stundina. 4.12.2007 20:48
Íslenskir MS sjúklingar fá ekki nauðsynlegt lyf Sextíu MS-sjúklingar fá ekki nýtt lyf sem kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og getur hægt á framgangi sjúkdómsins. Lyfið hefur ekki enn verið sett í dreifingu. 4.12.2007 18:59
Malakauskas í farbann í stað gæsluvarðhalds Hæstiréttur hefur numið úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tomasi Malakauskas, Litháanum sem dæmdur var í líkfundarmálinu fyrir tveimur árum og var gripinn hér fyrir skemmstu. 4.12.2007 16:47
Ráðherra kynnti sér barnaklámseftirlit í Noregi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sat í dag fund með kollegum sínum frá Noregi og Finnlandi, í höfuðstöðvum norsku rannsóknarlögreglunnar, KRIPOS, í Ósló. Auk ráðherranna tóku yfirmenn norsku lögreglunnar og norrænir embættismenn, þátt í fundinum. Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs bauð til ráðherrafundarins í því skyni að kynna ráðherrunum frá fyrstu hendi hvernig KRIPOS stundar eftirlit með barnaklámi á netinu. Norðmenn hafa verið brautryðjendur í norrænu samstarfi á þessu sviði og hafa lagt á ráðin um formlegt norrænt lögreglusamstarf um netvörslu í þágu barna og ungmenna. 4.12.2007 15:53
Aukin bókaprentun fyrir jólin frá fyrra ári Töluverð aukning virðist vera í bókaprentun fyrir þessi jól miðað við sama tíma í fyrra ef marka má tölur frá Prentsmiðjunni Odda. 4.12.2007 15:46
Stal fartölvu úr Fellakirkju Síbrotamaður á fimmtugsaldri hlaut í dag tólf mánaða fangelsisdóm fyrir fjölmörg þjófnaðar og fíkniefnamál sem hann framdi frá því í júni og fram í september á þessu ári. 4.12.2007 15:30
NÍ fagnar stefnumörkun í loftlagsmálum Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þeirri stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands að samningar um framhald Kyoto-bókunarinnar skuli miða að því að fyrirbyggja að andrúmsloft jarðar htini um meira tvær gráður á Celcíus að meðaltali. 4.12.2007 15:29
Lúxusíbúðir rísa á Héðinsreit á næstu árum Ríflega 180 lúxusíbúðir sem hugsaðar eru fyrir fólk eldra en 55 ára munu rísa á svokölluðum Héðinsreit við Ánanaust á næstu tveimur árum. 4.12.2007 15:18
Grímseyingar í rusli vegna meints fjármálamisferlis sveitarstjóra Alfreð Garðarsson, sveitarstjórnarmaður í Grímsey, segir að eyjarskeggjar séu í rusli vegna máls Brynjólfs Árnasonar sveitastjóra sem grunaður er um fjármálamisferli. 4.12.2007 15:09
Gripin með fíkniefni í leggöngum á Litla Hrauni Stúlka var í dag dæmd í Héraðsdómi Suðurlands fyrir smygl á 9 gulum ílöngum töflum af lyfinu “tafil”. Hún var einnig með nokkur grömm af amfetamíni sem fannst við leit á henni. 4.12.2007 15:04
Loftlagsvandi ekki leystur án aðkomu atvinnulífsins Ekki verður hægt að leysa loftlagsvandanna án aðkomu atvinnulífsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins sem ásamt systursamtökum sínum annars staðar á Norðurlöndum sendu í dag bréf til forsætis- og umhverfisráðherra Norðurlanda og forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem hvatt er til þess að stjórnvöld og atvinnulíf vinni saman að því að finna lausnir á loftslagsvandanum. 4.12.2007 14:43
Listaháskólinn mun leigja hjá Samson Listaháskóli Íslands og Samson Properties ehf. undirrituðu nú fyrir stundu samning um nýtt húsnæði fyrir Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Miðað er við að skólinn taki þar til starfa haustið 2011. Byggingin verður rúmir 13 þúsund fermetrar að stærð en um 400 nemendur stunda nú nám við skólann. Lóðin undir skólann verður í eigu Listaháskólans en Samson Properties mun eiga skólabygginguna og leigja hana til skólans. 4.12.2007 13:51
Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25-40 prósent fyrir 2020 Ríkisstjórn Íslands hyggst draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 25-40 prósent fyrir árið 2020 samkvæmt því sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra greindi frá á Alþingi í dag. 4.12.2007 13:50
Tólf stútar teknir um helgina Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, sjö á laugardag og þrír á sunnudag. 4.12.2007 12:55
Styrktarreikningur fyrir fjölskyldu litla drengsins Búið er að stofna styrktarreikning fyrir fjölskyldu Kristins Veigars Sigurðssonar, litla drengsins sem lést í umferðarslysinu við Vesturgötu í Reykjanesbæ. 4.12.2007 12:46
Staða íslenskra grunnskólanema versnar skv. PISA-rannsókn Staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum í svokallaðri PISA-könnun hefur versnað á milli áranna 2000 og 2006 samkvæmt nýrri PISA-könnun sem birt var í dag. 4.12.2007 12:40
Fjölbreyttari trúarfræðsla í stað nálgunarbanns presta Sóknarpresturinn á Akureyri telur ekkert því til fyrirstöðu að íslam verði kynnt fyrir íslenskum skólabörnum. Betri leið sé að auka fjölbreytni trúarfræðslu en setja nálgunarbann á presta þjóðkirkjunnar. 4.12.2007 12:30
Herjólfur í slipp í dag Vestmannaeyjaferjan Herjólfur komst ekki fyrr en klukkan rúmlega ellefu í morgun úr höfn í Eyjum vegna óveðurs. 4.12.2007 12:15
Stefna í loftlagsmálum kynnt á þingi í dag Ríkisstjórn Íslands hefur markað skýra stefnu í loftslagsmálum. Stefnan verður kynnt á Alþingi í dag. 4.12.2007 12:06
Ólafur verður forseti borgarstjórnar í dag Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og oddviti F-listans, verður kjörinn í embætti forseta borgarstjórnar síðdegis í dag. 4.12.2007 12:00
Fundi Dags og Geirs frestað Fyrirhugaðar viðræður ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem hlut eiga í Hitaveitu Suðurnesja hafa enn ekki farið fram. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hefur umboð borgarráðs til þess að leiða viðræðurnar sem snúast eiga um framtíð HS. Þeir Dagur og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ætluðu að hittast í gær en samkvæmt heimildum Vísis frestaðist sá fundur vegna atkvæðagreiðslu um fjárlögin á Alþingi í gær. 4.12.2007 11:03
Samkomulag á milli Samson og LHÍ um lóð Listaháskóli Íslands og Samson Properties hafa náð samkomulagi um að ný skólabygging Listaháskólans rísi við Laugaveg eins og stefnt var að. Samningur þessa efnis verður undirritaður í dag að viðstöddum menntamálaráðherra og borgarstjóra. 4.12.2007 09:18
Ferð Herjólfs frestað vegna veðurs Brottför Herjólfs frá Vestmannaeyjum hefur verið frestað til klukkan tíu líklega vegna veðurs því það er óveður undir Eyjafjöllum. 4.12.2007 09:09
Tvennt þungt haldið á gjörgæslu eftir árekstur Þrennt slasaðist alvarlega í mjög hörðum árekstri tveggja bíla í vestanverðu Árbæjarhverfi í Reykjavík í nótt og liggur ökumaður annars bílsins og farþegi úr hinum þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans. 4.12.2007 06:35
Slagsmál við Sparisjóðinn í Keflavík Lögreglan stöðvaði slagsmál unglinga við Sparisjóðinn í Keflavík í kvöld. Hópur ungs fólks safnaðist þar saman og sló í brýnu milli þeirra. Lögreglan verst allra frétta af málinu að svo stöddu. 3.12.2007 22:51
Flutningaskipið Axel er stórskemmt Flutningaskipið Axel, sem strandaði við Höfn í Hornafirði í síðustu viku, er stórskemmt og óvíst hvort hægt verður að gera við það hér á landi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Höggið sem skipið varð fyrir var svo mikið að það tókst á loft. Talið er að tjónið nemi tugum milljóna króna, en útgerðarfélagið sem gerir skipið út leitar nú tilboða í viðgerðir. Skýrslutökum yfir áhöfn skipsins átti að ljúka í dag en óvíst er hvenær sjópróf fara fram. 3.12.2007 21:26
Frjálslyndi flokkurinn vill rannsaka eignartengsl á gamla varnarsvæðinu Frjálslyndi flokkurinn vill að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem kanni kaup og eignatengsl manna á gamla varnarsvæðinu. Formaður flokksins segir það skyldu forsætisráðherra. 3.12.2007 19:39
Minningarathöfn í Keflavíkurkirkju lokið Minningarathöfn um Kristin Veigar Sigurðsson, litla drenginn sem lést eftir umferðarslys í Keflavík á föstudag, er lokið. Athöfnin hófst klukkan sex í kvöld. Að sögn Sigfúsar B. Ingvasonar, prests í Keflavíkurkirkju var mikill samhugur í fólki og var kirkjan um það bil full. Nokkrir af aðstandendum Kristins Veigars voru við athöfnina en fólk kom víða að til að vera viðstatt. 3.12.2007 19:12
Æðstu menn í FL Group funda í höfuðstöðvum Baugs Á þessari stundu funda allir æðstu menn FL Group í höfuðstöðvum Baugs á Túngötu. Þar eru saman komnir, til að mynda stjórnarformaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarmennirnir Þorsteinn Jónsson og Magnús Ármann, Hannes Smárason, núverandi forstjóri, Jón Sigurðsson, núverandi aðstoðarforstjóri og verðandi forstjóri, Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Búast má við að fundað verði fram eftir kvöldi, en heimildir Vísis herma að framtíð FL Group verði ljós í kvöld eða strax í fyrramálið. 3.12.2007 18:40
Mennirnir látnir lausir Mennirnir sem handteknir voru í gærkvöldi og færðir til yfirheyrslu vegna banaslyssins á Vesturgötu i Reykjanesbæ á föstudaginn verða látnir lausir í köld. 3.12.2007 18:20
Fjárlagafrumvarpi vísað til þriðju umræðu Samþykkt var fyrir stundu að vísað fjárlagafrumvarpi næsta árs til þriðju umræðu á Alþingi. Fjörutíu og einn þingmaður greiddi atkvæði með tillögunni. 3.12.2007 17:52
Ráðist í viðræður við Indverja um fríverslunarsamning EFTA-ríkin vonast til þess að geta hafið fríverslunarviðræður við Indverja snemma á næsta ári eftir að samþykkt var á ráðherrafundi EFTA í dag að hefja slíkar viðræður 3.12.2007 17:14
Fjögur vitni handtekin í Keflavík Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi fjóra menn og færði til yfirheyrslu vegna banaslyssins á Vesturgötu í Reykjanesbæ á föstudaginn. Mennirnir eru taldir búa yfir upplýsingum í málinu en maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið á Kristinn Veigar Sigurðsson, fjögurra ára, neitar því að hafa verið undir stýri. 3.12.2007 17:14
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá konu með barefli Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið konu í þrígang í með barefli í handleggina þannig að hún hlaut bólgur og eymsli. 3.12.2007 16:31
„Í lok dags“ fellur niður Viðskiptaþátturinn „Í lok dags" í umsjá Sindra Sindrasonar sem er venjulega á dagskrá Vísis daglega klukkan 16:30, fellur niður í dag af óviðráðanlegum orsökum. Þátturinn verður næst á dagskrá á morgun. 3.12.2007 16:28
Ekki aðhafast frekar vegna skerðinga lífeyrissjóða Ríkisstjórnin mun ekki aðhafast frekar vegna skerðingar lífeyrissjóða á greiðslum til lífeyrisþega nú í desembermánuði að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. 3.12.2007 15:44
Stefnir í dómsmál vegna virkjana í Þjórsá Útlit er fyrir að þeir landeigendur við Þjórsá, sem andvígir eru þremur virkjunum í neðri hluta árinnar sem Landsvirkjun hyggst reisa, leiti til dómstóla með mál sitt. 3.12.2007 15:28
Langar ræður tæki til að reyna að laga valdajafnvægi Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur Alþingi hafa horfið tvo til þrjá áratugi aftur í tímann með auknu valdboði meirihlutans á Alþingi og því að framkvæmdavaldið líti í vaxandi mæli á Alþingi sem afgreiðslustofnun. 3.12.2007 14:48
Styrkir til talþjálfunar í stað samnings við talmeinafræðinga Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem hefur ákveðið að þeir sem leita til talmeinafræðinga sem ekki eru með samning við ríkið um niðurgreiðslu fái styrk sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir út. 3.12.2007 13:36