Fleiri fréttir

Nýr orkuskóli tekur til starfa

Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems, orkuskóli á framhaldsstigi í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, tók til starfa með formlegum hætti í dag

Bónus gefur 25 milljónir kr.

Bónus færir nú Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar 25 milljónir króna að gjöf.

Saga smyglskútunnar gefin út

Bók um Pólstjörnumálið svokallaða kemur út hjá forlaginu Skugga í lok vikunnar. Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður skrifaði bókina.

Drengurinn sem lést

Drengurinn sem lét lífið í bílslysinu í Keflavík á föstudaginn hét Kristinn Veigar Sigurðsson.

Missaga um skemmdir á bíl sínum

Pólverjinn sem er í haldi lögreglunnar vegna ákeyrslunnar í Keflavík á föstudag, hefur orðið missaga við yfirheyrslur hjá lögreglunni, samkvæmt heimildum Vísis.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið á Kristinn Veigar Sigurðsson, fjögurra ára, í Keflavík á föstudag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags.

Ísing á götum Reykjavíkur

Lögreglan varar við því að það er ísing víða á götum Reykjavíkur. Ökumenn virðast ekki átta sig á að þar sem er einhver raki getur myndast ísing við aðstæður eins og eru í dag.

Bæjarstjóri harmi sleginn -unnið að úrbótum

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ er harmi sleginn yfir slysinu sem varð í bænum síðastliðinn föstudag. Litli drengurinn sem þar varð fyrir bíl er nú látinn.

Gömlu jólasveinarnir í Árbæjarsafni

Jólatrésskemmtun verður í Árbæjarsafni klukkan þrjú í dag þar sem dansað verður í kringum jólatré og sungin jólalög með gömlu íslensku jólasveinunum, sem þykja hrekkjóttir og stríðnir.

Drengurinn látinn

Fjögurra ára drengurinn sem varð fyrir bíl í Keflavík síðdegis á föstudag er látinn. Hann hét Kristinn Veigar Sigurðsson og var til heimils að Birkiteig 17 í Keflavík. Hann var fæddur í september 2003.

Víða hálka á vegum og él

Það eru hálkublettir á Hellisheiði en annars eru vegir víðast auðir á Suðurlandi. Stífur vindur er á Kjalarnesi.

Klessur og útafakstur

Sex umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Engin játning í ákeyrslumáli

Yfirheyrslum er enn ekki lokið yfir manninum sem var handtekinn í gær vegna ákerslunnar á fjögurra ára dreng í Reykjanesbæ í fyrradag.

Yfirheyrður vegna ákeyrslunnar í Keflavík

Maður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag vegna ákeyrslunnar á fjögurra ára dreng í Keflavík í gær, er nú til yfirheyrslu. Einnig er verið að tala við vitni í málinu.

Andstaða í Sjálfstæðisflokki

Andstaða er innan Sjálfstæðisflokksins við hugmyndir utanríkisráðherra um að stofna sérstaka Varnamálastofnun hér á landi og halda uppi heimsóknum orrustuþotna.

Þriggja ára útlegð fyrir að mæla rangt

Það borgaði sig fyrir kaupmenn á miðöldum að mæla rétt því viðurlögin við rangri mælingu námu þriggja ára útlegð. Verslunarmenn minntust gamalla tíma á Þingvöllum í dag.

Éljagangur og ófærð

Það er best að aka varlega um landið í dag. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum en annars eru vegir víðast auðir á Suðurlandi.

Ljós tendruð á jólatré Kópavogsbúa í dag

Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatré Kópavogsbúa frá Norrköping í Svíþjóð í dag. Athöfnin hefst á Hálsatorgi kl. 16 með því að skólahljómsveit leikur nokkur jólalög áður en sendiherra Svía á Íslandi afhendir forseta bæjarstjórnar jólatréð.

Fullveldinu fagnað

Fullveldisdagurinn er í dag, 1. desember, en 89 ár eru nú frá því Íslendingar fengu fullveldi frá Dönum þann 1. desember árið 1918. Stúdentaráð Háskóla Íslands heldur upp á daginn með hátíðardagskrá.

Segir Sverri Hermannsson hafa logið í Mannamáli

Halldór Guðbjarnarson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans segir í grein í Morgunblaðinu í dag að Sverrir Hermannsson fyrrverandi bankastjóri Landsbankans hafi farið með lygar í þætti Sigmundar Ernis Rúnassonar Mannamál.

Þota í innanlandsflugi

Innanlandsflug hófst að nýju í morgun eftir að hafa legið niðri frá því í fyrradag vegna illviðris.

Drengurinn enn þungt haldinn - ökumaðurinn ófundinn

Fjögurra ára gamall drengur liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild eftir að hann varð fyrir bíl í Keflavík í gær. Ökumaður bílsins flúði af vettvangi og er ófundinn. Íbúar við götuna krefjast þess að hámarkshraði þar verði lækkaður.

Sjá næstu 50 fréttir