Innlent

Um 200 manns á leið á Hvannadalshnjúk

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Leiðangursmenn voru komnir í 1370 metra hæð klukkan 10.
Leiðangursmenn voru komnir í 1370 metra hæð klukkan 10. MYND/Vilhelm

Árleg Hvítasunnuganga Ferðafélags Íslands á Hvannadalshnjúk stendur nú yfir. Um 200 manns eru á leið upp á þennan hæsta tind landsins í blíðskaparveðri. Ferðafélagar lögðu af stað klukkan fimm í morgun. Þeir áætla að verða níu tíma á leiðinni upp á topp og fimm tíma niður. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara er veður sérlega gott, blankandi logn, sól og hiti.

Að göngu lokinni verður haldið upp á afrekið með grilli áður en fólk heldur til síns heima.

Hvannadalshnjúkur er 2.110 metrar að hæð og er eins og fyrr segir hæsti tindur Íslands.

Auk meðlima Ferðafélags Íslands taka þátt um 60 manns frá íslenskum fjallaleiðsögumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×