Innlent

Tilboð í lóðir á Urriðaholti opnuð í dag

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga uppbyggingar Urriðaholts í Garðabæ voru opnuð í dag. Alls stóðu til boða 47 lóðaeiningar fyrir 100 íbúðir og bárust tilboð í þær allar. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Tilboð bárust í fimm óvenju stórar einbýlishúsalóðir en aðeins einu þeirra var tekið.

 

"Það er sérstaklega ánægjulegt hversu mörg verðtilboð voru í samræmi við væntingar okkar. Þetta er skýr viðurkenning á verðmæti landsins og þeim skipulagsgæðum sem við höfum lagt upp með," segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf.

 

Í boði voru lóðir undir fjölbýli, raðhús, parhús og sérbýli. Þær lóðir sem ekki voru seldar í þessari fyrstu útboðshrinu fara nú í almenna sölu.

 

Meðal þeirra lóða sem boðnar voru út að þessu sinni voru sex óvenju stórar einbýlishúsalóðir sem standa næst Urriðavatni og er heimilt að reisa allt að 900 fermetra hús á þeim. Viðmiðunarverð fasteignasala fyrir þessar lóðir var á bilinu 50-60 millj. kr. Tilboð bárust í allar lóðirnar og var einu þeirra tekið.

 

Framkvæmdir við gatnagerð vegna vesturhluta Urriðaholts verða boðnar út nú í vor og fyrstu lóðir verða afhentar í byrjun næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×