Fleiri fréttir

Nýjir loftferðasamningar undirritaðir

Í dag voru undirritaðir í utanríkisráðuneytinu nýjir loftferðasamningar við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Í þeim felast rýmri heimildir til flugs frá þessum ríkjum til þriðju ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, Efta-ríkjanna og aðildarríkja sameiginlega evrópska flugsvæðisins.

Settur saksóknari beitti Morfís-brögðum

Settur saksóknari í Baugsmálinu beitti Morfís-brögðum og tók ekki tillit til hlutleysisskyldu sinnar í ræðu sinni í gær. Þetta sagði Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs þegar hann hóf málflutning sinn eftir hádegi í dag. Jakob tók undir orð Gests Jónssonar um bresti í rannsókn málsins og skort á sönnunargildi tölvupósta.

Eitrunarleyfi gegn fuglum verði afturkallað

Stjórn Fuglaverndar fer fram á að eitrunarleyfi sem Umhverfisstofnun veitti til að drepa á annað þúsund sílamáva, verði afturkallað. Leyfið var veitt til notkunar í grennd við þéttbýli Reykjavíkur og nágrennis. Notkun eiturefna til fugladráps hefur verið bönnuð hér lengi. Á sínum tíma varð hún næstum til að útrýma haferninum hér við land.

Fyrsta súrálssendingin komin til Reyðarfjarðar

Fyrsta sendingin af súráli kom til Reyðarfjarðar um hádegisbilið í dag. Þetta eru tímamót í starfsemi álvers Alcoa Fjarðaráls, en súrál er meginuppistaða hráefnis í áli. Nú styttist í að hið nýja álver taki til starfa. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að 39 þúsund tonn hafi komið til lands í dag með flutningaskipinu Pine Arrow.

Handtekinn við að selja fíkniefni

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í gær við að selja karlmanni um tvítugt ætluð fíkniefni. Í bíl hans fundust efni sem talin eru vera 20 grömm af hassi og tíu grömm af maríjúana. Leitað var á heimili mannsins í framhaldinu og fundust þar 20 grömm af hassi til viðbótar. Báðir mennirnir voru færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu en málið er að mestu upplýst.

Mokveiði í Grindavík

Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel.

15 þúsund Íslendingar til útlanda um páskana

Hátt í fimmtán þúsund Íslendingar fara utan yfir páskana með Icelandair og Iceland Express og fullbókað er til helstu áfangastaða þeirra út aprílmánuð. Hjá Icelandair eru Orlando, Kaupmannahöfn og Lundúnir vinsælustu staðirnir.

Ný verslun í húsnæðinu við Holtagarða

Verslunarhúsnæðið við Holtagarða, sem í röskan áratug var í sænsku fánalitum IKEA, gengur í endurnýjun lífdaga fyrir næstu jólavertíð. Þar verður tuttugu þúsund fermetra versluanakjarni með allt frá mat til húsgagna.

Engin refsiheimild í lögum

Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir refsiheimild ekki fyrir hendi í lögum sem ákæruliður um meintar ólöglegar lánveitingar byggir á. Máli olíuforstjóranna hafi verið vísað frá á þeim grundvelli að greinar samkeppnislaga væru ekki nógu skýrar um ábyrgð stjórnenda. Þá vill Gestur vill sýknu, ekki frávísun, vegna orða stjórnanda rannsóknarinnar um að málið hafi ekki verið rannsakað með tilliti til nauðsynlegra viðskipta.

Slysagildrum fækkað með koddum og eyrum

Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt áætlun fyrir árið 2007 til endurbóta á stöðum í borginni þar sem slys eru tíð. Miðað er að því að stuðla að frekara öryggi á vástöðum með því að draga úr umferðarhraða með mismunandi tegundum hraðahindrana.

Birgjar - veriði samkvæmir sjálfum ykkur

Neytendasamtökin hvetja birgja til að vera sjálfum sér samkvæma og lækka verð á vörum sínum. Í byrjun árs hækkaði 31 birgir verð vegna slæmrar stöðu krónunnar. Frá áramótum hefur krónan styrkst og algengir erlendir gjaldmiðlar lækkað um fjögur til fimm prósent. Einungis þrír birgjar hafa lækkað verð sín nú.

Viðgerð lokið á heitavatnsæð í Hafnarfirði

Viðgerð er lokið á heitavatnsæð við Öldugötu í Hafnarfirði, en þar varð vart við mikinn leka um kl. 16:00 í dag. Loka þurfti fyrir rennsli til byggða í Áslandshverfi, á Völlum og á Hvaleyrarholti á meðan unnið var að viðgerð. Hún gekk vel og var lokið um kl. 20:00. Fullur þrýstingur var kominn á núna fyrir stundu.

Kosningabaráttan í Verzló kostar mikið

Dæmi eru um að frambjóðendur í Verzlunarskóla Íslands eyði á annað hundrað þúsund króna í kosningabaráttu fyrir nemendakosningar. Forseti Nemendafélagsins segir baráttuna geta gengið alltof langt. Einn nemandi skólans sagðist ekki tíma að fara í framboð því kostnaðurinn væri of mikill.

Ósátt við ráðstöfun fjármuna Framkvæmdasjóðs aldraðra

Formaður félags eldri borgara í Reykjavík er ósáttur við að Framkvæmdasjóður aldraðra greiði fyrir tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir einnig miklu brýnna að nota fé sjóðsins í uppbyggingu hjúkrunar- og dagvistunarrýma en í upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir aldraða.

Nýjar siglingaleiðir vegna hlýnunar í heiminum

Bráðnun heimskautaíssins gæti skapað gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga. Þetta segir utanríkisráðherra en líkur eru á að nýjar siglingaleiðir séu að skapast undan ströndum Íslands.

Sjóvá og Ístak skoða 2+2 Suðurlandsveg

Sjóvá og Ístak hafa skoðað lausn sem byggir á 2+2 Suðurlandsvegi sem gæti flýtt framkvæmdum og gert það að verkum að tvöfaldur Suðurlandsvegur á milli Reykjavíkur og Selfoss væri tilbúinn árið 2010. Þessi lausn byggir á nokkrum mislægum vegamótum og hringtorgum, 2,5 metra bili á bili akreina, upplýstri akstursleið og vegriði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var frá þeim í kvöld.

Fyrsta verkið í Sundabraut boðið út

Rannsóknaboranir vegna jarðganga undir sundið milli Klepps og Gufuness eru að hefjast. Þetta er fyrsta verkefnið sem boðið er út vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar.

Íslandsmet í fiskveiðum? Tveir menn með 17 tonn á tíu tímum

Fréttir af gríðarlegum aflabrögðum halda áfram að berast úr höfnum um land allt. Sjómennirnir tveir úr Bolungarvík, sem komu með sautján tonn af steinbít að landi í gær úr tíu tíma veiðiferð, hafa að öllum líkindum sett Íslandsmet í fiskveiðum. Tvö tonn til viðbótar neyddust þeir til að skilja eftir á línu í sjó. Skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni.

Þróunarsjóður fyrir innflytjendur

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra kynnti í dag stofnun Þróunarsjóðs, sem mun styrkja verkefni til aðlögunar innflytjenda að íslensku samfélagi. Umsýsla sjóðsins verður í höndum Háskólaseturs á Ísafirði.

Wilson Muuga dreginn á flot um miðjan maí

Stefnt er að því að samningar um björgun Wilsons Muuga af strandstað við Hvalsnes verði undirritaðir í fyrramálið. Áætlun liggur fyrir um að draga flutningaskipið á flot á stórstraumsflóði þann 18. maí næstkomandi.

Gríðarlegur verðmunur hjá tannlæknum

Gríðarlegur verðmunur er á þjónustu barnatannlækna, samkvæmt opinberum samanburðartölum. Reikningar dýrustu tannlæknanna eru 130% yfir gjaldskrá ráðherra en þeir ódýrustu sex prósentum undir. Tannlæknum er meinað að auglýsa svo neytendur geta trauðla gert samanburð og valið ódýrasta kostinn.

Brugðust starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi

Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði að með sjálfsafgreiðslum á lánum, brotum á bókhaldslögum og fjárdrætti hefðu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, brugðist starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi þegar félagið var á markaði. Saksóknari lauk munnlegum málflutningi sínum í málinu nú skömmu fyrir klukkan fimm.

Heitavatnsæð í sundur í Hafnarfirði

Um klukkan 16:00 í dag kom í ljós mikill leki á aðalæð fyrir heitt vatn til byggða í Áslandshverfi, Völlum og á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Heitt vatn kom úr jörðu frá leiðslu norðan við Öldugötu og hefur verið lokað fyrir rennsli. Viðgerð hefst strax og unnt er, en búast má við að henni verði ekki lokið fyrr en liðið er á kvöld. Heitavatnslaust verður í þessum hverfum á meðan.

Málflutningi saksóknara í Baugsmálinu lokið

Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu lauk nú fyrir stundu munnlegum málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi. Í dag fjallaði hann um meint bókhaldsbrot Jóns Ásgeirs Jóhannssonar forstjóra Baugs og Tryggva Jónssonar fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins.

Ferðakostnaði íþróttafélaga mætt með ferðasjóði

Ríkisstjórnin ákvað í dag að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga. Ákvörðunin styður niðurstöður nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um málið. Ferðakostnaður íþróttafélaga er mismikill meðal annars af landfræðilegum ástæðum. Þá er aðgengi að stuðningi fyrirtækja og einstaklinga einnig mismikill.

Stjórnmáflokkarnir setja þak á auglýsingar

Stjórnmálaflokkarnir sem eiga sæti á Alþingi hafa gert með sér samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda kosninganna. Samkomulagið er afrakstur viðræðna milli flokkanna undanfarnar vikur. Heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsinga í dagblöðum og ljósvakamiðlum má að hámarki ná 28 milljónum króna.

Stefán Baldursson verður óperustjóri

Stefán Baldursson leikstjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri hefur verið ráðinn óperustjóri Íslensku óperunnar. Bjarni Daníelsson núverandi óperustjóri lætur af störfum 1. júlí næstkomandi. í fréttatilkynningu frá Íslensku óperunni segir að Stefán muni hefja störf í maí. Þá mun hann vinna með fráfarandi óperustjóra að undirbúningi næsta starfsárs.

Tímaspursmál um alvarlegt slys á Gjábakkavegi

Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni.

Lóan er komin til Hornafjarðar

Lóan er komin. Björn Arnarson fuglaáhugamaður og starfsmaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sá lóu á flugi í Einarslundi í morgun um klukkan 7:30. Björn segir í samtali við fréttavef Hornafjarðar að þetta sé hennar tími því algengast er að hún komin hingað frá 24. til 28. mars.

Tveir milljarðar í orku-útrás

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja tvo milljarða króna í nýtt útrásarfyrirtæki orkuþekkingar, sem nefnist Reykjavík Energy Invest. Markmið félagsins er að viðhalda forystu félagsins í útflutningi þekkingar á umhverfisvænni nýtingu orkulinda, sérstaklega jarðhita.

Vill prófa steinsteyptar götur í Reykjavík

Ástæða er til að kanna hvort steinsteyptar götur dragi úr svifryksmengun, segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, sem hvetur til þess að Reykjavíkurborg steypi götukafla í tilraunaskyni.

Brot í Hafskipsmálinu sakleysisleg

Vörnin í Hafskipsmálinu byggðist á því að skoða þyrfti tekjur og gjöld í heild. Í dómi málsins frá 1991 var heildarmatskenningu algjörlega hafnað og sakborningar sakfelldir fyrir bókhaldsbrot. Það sama ætti að gera í Baugsmálinu. Þetta sagði Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í morgun. Hann segir brot í Hafskipsmálinu sakleysisleg í samanburði við Baugsmálið.

Loðnuskip finna ekkert nema síld

Loðnuskipin, sem enn leita að loðnu eftir að kvótinn var aukinn, finna ekkert nema síld, og línubátar, sem eru að verða búnir með þorskkvóta sína og leita nú dauðaleit að öðrum tegundum, fá ekkert nema þorsk.

Bjóst við kröfu á hendur hótelinu

Hótelstjóri Hótels Sögu segist hafa búist við því að aðstandendur hvataferðar klámframleiðenda sem ekkert varð af myndu krefja hótelið um bætur. Hópnum var úthýst af Hótel Sögu eftir mikla umræðu um væntanlega heimsókn hans.

Velferðarmál skipta fólk mestu

Umhverfismál, sem hvað efst hafa verið á baugi í aðdraganda þingkosninganna í vor, eru í fjórða sæti yfir mikilvægustu kosningamálin í vor, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Aðspurðum var gefinn kostur á að velja sex málaflokka eftir mikilvægi, og kemur þessi niðurstaða sjálfsagt mörgum á óvart. Efst á blaði eru velferðarmál, næst efnahagsmál og í þriðja sæti skattamál, eða málaflokkar sem snerta fjárhag einstaklinga beint.

Framburður Jóns Geralds trúverðugur

Framburður Jóns Geralds Sullenbergers hefur verið afar trúverðugur frá upphafi og ekki tekið breytingum. Þetta sagði Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður sagði að framburður Jóns Geralds samræmist framburði annarra sem koma að málinu, nema Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar.

Misskilningur Landssambands eldri borgara

Stjórn Landsambands eldri borgara viðurkennir nú að heilbrigðisráðherra hafi farið að lögum um úthlutun Framkvæmdasjóðs og að málin hafi verið rædd á fundi sjóðsstjórnarinnar. Ásakanir um frjálslega meðferð ráðherra á fé sjóðsins hafi verið misskilningur.

Leynifundur D og VG er slúður segir Steingrímur J.

Steingrímur J. Sigfússon segir það rakalausan þvætting og slúður að hann og Geir Haarde hafi rætt mögulega stjórnarmyndun eftir kosningar á leynifundi í liðinni viku. Sagan sé runnin undan rifjum spunameistara framsóknarmanna og sé í raun alvarleg óheilindaásökun á Geir H. Haarde. Um helgina hefur verið mikið slúðrað um meintan leynifund Geirs Haarde og Steingríms J. og hafa fylgt spekúlasjónir um að þar væru menn að kanna grunn að mögulegu stjórnarsamstarfi eftir kosningar. Þetta segir Steingrímur að sé rakalausan þvætting sem runnin sé undan rifjum spunastráka Framsóknarflokksins. Þar vísar Steingrímur til bloggsíðu Péturs Gunnarssonar sem birti fyrst þessa sögu - en Pétur hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Segir Steingrímur að þetta feli í sér alvarlega ásökun á Geir Haarde þar sem hann sé í raun borin þeim sökum að hafa rofið trúnað við Framsóknarflokkinn.

Sundabrautaráhugi er gömul samþykkt

Samþykkt stjórnar Faxaflóahafna á miðvikudag, um aðkomu að Sundabrautinni, er endurtekning á samþykkt sem gerð var undir lok ársins 2005 í tíð Reykjavíkurlistans. Núverandi minnihluti segir sorglegt, fyrir hagsmuni borgarbúa, að það skipti máli, í samskiptum ríkis og borgar, hvaða litur sé á valdhöfum í borginni.

Samið um að draga Wilson Muuga á flot

Freistað verður þess að draga flutningaskipið Wilsons Muuga af strandstað í maí og verður hafist handa strax eftir páska að þétta skipið, samkvæmt samkomulagi sem er í burðarliðnum milli eigenda og stjórnvalda.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks styður ekki aðferð borgarstjóra

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er andvígur þeirri aðferð borgarstjóra að nota tugi ef ekki hundruð milljóna króna af skattfé almennings til að kaupa út spilasali úr íbúðahverfum borgarinnar. Kjartan telur skynsamlegra að vinna gegn slíkri starfsemi með því að setja inn ákvæði í lögreglusamþykkt eða deiliskipulag.

Hvað má og hvað má ekki?

Suma vöru og þjónustu er heimilt að selja en þær má hins vegar ekki auglýsa. Svo er annað sem leyfilegt er að auglýsa en harðbannað að ástunda.

Krefja Hótel Sögu um bætur

Aðstandendur hvataferðar klámframleiðenda, sem fyrirhuguð var í Reykjavík í þessum mánuði en ekkert varð af, ætla að krefja Hótel Sögu um bætur fyrir að úthýsa þeim. Lögmaður hópsins segir að málið fari fyrir dóm, verði krafan ekki greidd, og útilokar ekki meiðyrðamál.

Sjá næstu 50 fréttir