Fleiri fréttir

Mús „rændi“ hraðbanka

Mús japlaði á sem svarar hundruðum þúsunda íslenskra króna, eftir að hafa skriðið inn í hraðbanka í Eistlandi. Dýrið fannst eftir að viðskiptavinur kvartaði út af músarétnum peningaseðlum í útihraðbanka í höfuðborginni Tallin. Bankaöryggisdeild rannsakar nú hvernig músinni tókst að komast inn í vélina.

Lagasetning til varnar lögreglumönnum við störf

Embætti ríkislögreglustjóra fagnar breytingu á lögum um refsingu fyrir brot gegn lögreglumönnum við störf. Með lagasetningunni verður einnig refsivert að aftra lögreglu frá því að gegna skyldustörfum. Slík brot geta varðað allt að tveggja ára fangelsi. Sex ára fangelsisdómur var áður hámark refsingar fyrir brot gegn opinberum starfsmönnum sem hafa heimild til líkamlegrar valdbeitingar. Hámarkið hækkar nú í átta ár.

Mönnum bjargað af bílþaki

Tveir karlmenn sátu kaldir og hraktir á þaki jeppabifreiðar sem sökk niður í krapa á Gjábakkavegi milli Þingvalla og Laugarvatns í hádeginu í dag. Þeim var bjargað eftir klukkustund en höfðu náð að komast þurrir upp á þak bifreiðarinnar. Björgunarsveitin Ingunn kom á staðinn skömmu eftir að mennirni hringdu á hjálp og sendi eftir sérhæfðum björgunarbátaflokki sveitarinnar.

Skjaldborg um forstjóra Baugs

Vitnisburður aðila sem vilhallir eru undir Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra Baugs, snerist um að slá skjaldborg um forstjórann og afmá fingraför hans af málinu. Þetta sagði Sigurður Tómas Magnússon saksóknari í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann sagði Jón Ásgeir og Tryggva Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóra hafi sviðsett mótsaganarkennda frásögn af aðkomu Jóns að meintum ólöglegum lánveitingum.

Falsaður peningaseðill í umferð

Falsaður þúsund krónu seðill fannst í vikunni við uppgjör á sundstað á Akranesi. Seðillinn var viðvaningslega falsaður og datt hreinlega í sundur við meðhöndlun, að sögn lögreglu. Þung viðurlög eru við peningafölsun hér á landi. Þau geta varðað allt að 12 ára fangelsi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Samráð um 28 milljóna króna hámark í auglýsingar

Stjórnmálaflokkarnir hafa komið sér saman um 28 milljóna króna hámark á birtingu auglýsinga í fjölmiðlum á landsvísu í kosningabaráttunni. Eftirlitsaðili fylgist með því að samkomulagið sé ekki brotið og birtir reglulega tölur fram að kosningum um birtingarkostnað hvers flokks.

Minna um ölvunarakstur um helgina

Þrettán ökumenn voru teknir ölvaðir við akstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Að sögn lögreglu er það í minna lagi. Mjög öflugt eftirlit var í gangi og stöðvaði lögregla nokkur hundruð ökumenn víðsvegar um umdæmið. Átta hinna ölvuðu voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði og Kópavogi og einn á Kjalarnesi. Ein kona var í hópnum.

Mjólkuriðnaður falli undir samkeppnislög

Samtök verslunar og þjónustu fagna ummælum forstjóra Mjólkursamsölunnar um að mjólkuriðnaður falli undir samkeppnislög. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri MS sagði á aðalfundi Auðhumlu að eðlilegt væri að fyrirtækið beitti sér fyrir niðurfellingu á opinberri verðlagningu mjólkur. Þetta segir í frétt frá samtökunum. Í búvörulögum er ákvæði sem undanskilur mjólkuriðnað frá samkeppnislögum á ýmsan hátt.

Óhræddir á Ísafirði

Eigendur Netheima á Ísafirði eru hvergi bangnir þrátt fyrir umræðu um að allt sé á hverfandi hveli fyrir vestan um þessar mundir.

Má borga skatt af vændi

Fólki verður ekki bannað að greiða skatt af vændi, segir ríkisskattstjóri. Íslenskur karlmaður hyggst greiða virðisaukaskatt af blíðu sem hann kveðst hafa selt fiskverkunarkonu. Lögspekingar telja langsótt að kæra fjármálaráðherra, sem yfirmann ríkisfjármála, fyrir að hafa tekjur af vændi.

Miklar vegaframkvæmdir fara illa saman með uppbyggingu stóriðju

Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma.

Ekki lengur magur og fagur

Vífilfell, framleiðendur Coca-Cola á Íslandi hafa ákveðið að hætta framleiðslu á kóladrykknum TAB. Enn á eftir að framleiða eina lotu af TAB í hálfslítra flöskum og má búast við að birgðirnar af því endist fram eftir vori. Eftir það verður TAB ekki fáanlegt hér á landi.

Vopnað rán í 10-11

Vopnað rán var framið í verslun 10 11 við Setberg í Hafnarfirði í nótt. Ránið var tilkynnt um hálf þrjú. Einn maður með sólgleraugu gekk inn í búðina í nótt og á eftir honum komu tveir menn með lambúshettur fyrir andlitinu. Þeir ógnuðu starfsmanni um tvítugt með dúkahníf, þvinguðu hann til að opna tvo peningakassa og stálu sígarettum.

Fermingar hafnar

Fermingar eru hafnar og í dag er víða verið að ferma börn í kirkjum landsins. Fréttastofan leit við í Grafarvogskirkju í morgun þar sem föngulegur hópur fermingarbarna staðfesti skírnarsáttmála sinn.

Biðu 15 tíma eftir TF-LÍF

Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar.

Guðjón Arnar ekki sáttur

Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins er ekki ánægður með útkomu flokksins í könnun Fréttablaðsins í dag, þar sem flokkurinn mælist með 4,4 prósent og kemur ekki manni á þing. Þegar flokkurinn mældist hvað hæst í könnunum fór hann vel yfir tíu prósent, en á þeim tíma stóð yfir hávær umræða um innflytjendamál að frumkvæði forystumanna flokksins.

Breyttu þjóðsöng Íslendinga

Mörgum brá í brún þegar þeir horfðu á 300. þátt Spaugstofunnar í kvöld. Í lokaatriði þáttarins sungu Spaugstofumenn þjóðsöng Íslendinga með eigin texta. Í þættinum í kvöld hófst þjóðsöngurinn á þessum orðum: ,, Ó, stuð vors lands ". Textinn, sem er eftir Karl Ágúst Úlfsson, leikara er ádeila á virkjanastefnu Íslendinga

Hólaskóli verður háskóli

Hólaskóli verður að háskóla frá og með 1. júlí. Af því tilefni var boðað til hátíðar á Hólum í gær og stærsta hesthús landsins tekið í notkun. Það var landbúnaðarráðherra sem boðaði til hátíðarinnar en nýlega voru sett lög um Hólaskóla, Háskólann á Hólum. Lögin marka tímamót í sögu skólans og gefa honum tækifæri til þróunar á næstu árum.

Lögregla gerir upptæk mikið magn fíkniefna

Þrír karlmenn voru handteknir í gærkvöldi eftir að mikið magn fíkniefna fannst í húsnæði í vesturbæ Reykjavíkur. Mennirnir voru handteknir á staðnum þar sem þeir voru í óða önn að pakka efnunum á smærri umbúðir. Við leit fann fíkniefnalögreglan 250 grömm af hassi, 60 grömm af maríjúana, 20 E-töflur og 20 grömm af kókaíni. Þá voru mennirnir með nokkuð af fjármunum á sér. Yfirheyrslur yfir mönnum stóðu fram eftir degi í dag en þeir er nú lokið og telst málið upplýst. Þá var ein kona yfirheyrð í tengslum við málið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fíkniefnadeild LRH hafi komið að 107 málum frá áramótum. Það er umtalsverð fjölgun sé miðað við sama tímabil í fyrra.

Karlmaður hyggst kæra ráðherra fyrir að hagnast á vændi

Karlmaður á fimmtugsaldri kveðst hafa selt erlendri fiskverkunarkonu blíðu sína og ætlar að greiða virðisaukaskatt í ríkissjóð af því sem hann fékk fyrir. Hann hyggst síðan kæra fjármálaráðherra fyrir að hagnast á vændi.

Alvarlegt vinnuslys

Alvarlegt vinnuslys varð í álverinu á Grundartanga rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Slysið varð utan við einn kerskála álversins þegar stórum lyftara var ekið á starfsmann sem var þar á gangi. Aðkoman að slysinu var mjög ljót að sögn lögreglu en maðurinn missti annan fótinn í slysinu. Hann var fluttur með þyrlu á Landspítalann við Hringbraut þar sem hann gengst nú undir aðgerð.

Byggðasjónarmið eiga að ráða stóriðjuuppbyggingu

Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð, segir ekkert hafa komið út úr loforðum náttúruverndarsinna sem lofað hafi Vestfirðingum aðstoð við atvinnuuppbyggingu eftir að þeir lýstu Vestfirði stóriðjulaust svæði árið 2003. Hann telur að byggðasjónarmið eigi að ráða uppbyggingu stóriðjunnar og segir enga þörf á auknum umsvifum álvera á höfuðborgarsvæðinu.

Samið um auglýsingar stjórnmálaflokkanna

Stjórnmálaflokkarnir munu að öllum líkindum ganga frá samkomulagi á morgun um takmarkanir á auglýsingum vegna kosninganna í vor. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 verður settur rammi utan um birtingar á auglýsingum flokkanna í sjónvarpi, útvarpi og landsmálablöðum, en ekki verður samið um auglýsingar í landshlutamiðlum.

Tolli sýnir í Magasin du Nord

Myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á fjörutíu olíumálverkum í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn fyrir helgi. Sýningin er sú fyrsta í verslunarmiðstöðinni í háa herrans tíð, en íslenskir eigendur hennar hyggjast bjóða upp á listsýningar í framtíðinni.

Svona sprengja menn dekk á felgu

Félagar í 4x4 klúbbnum á Austurlandi og björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði keyrðu stóra hálendis hringinn í síðustu viku á stórum og vel útbúnum jeppum. Eins og jeppamenn og fleiri þekkja þá eru góð ráð dýr þegar dekk fer af felgu. Það gerist hins vegar stundum þegar hleypt er úr dekkjunum. Það gerðist einmitt í ferð jeppamannanna í vikunni en eins og ferðalanganna var von og vísa þá kunnu þeir ráð við því. Á myndbandi sem gengið hefur um netið að undanförnu má sjá hvernig þeir sprengja dekkið aftur upp á felguna.

Vínrækt á Íslandi

Landbúnaður á Íslandi gæti átt eftir að njóta góðs af hlýnun jarðar í framtíðinni. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Gluggans. Þar segir að á fyrirlestri sem Trausti Valsson umhverfisfræðingur hélt nýlega á vegum þóunarfélags Hrunamanna hafi ýmislegt komið í ljós. Meðal annars að í framtíðinni verði hægt að rækta hér sitthvað sem ekki hefur verið hægt áður. Tekur fréttamaður Gluggans sem dæmi jarðarber og vínber.

Elliðaá flæddi yfir bakka sína

Víða eru talsverðir vatnavextir vegna hlýinda og rigninga. Miklir vatnavextir eru í Elliðaám og við Sandskeið þessa dagana og hafa Elliðaár sem og Hólmsá flætt yfir bakka sína. Spáð er að hiti verði allt að 7 stig um helgina suð-vestanlands þannig að ár og lækir gætu bólgnað meira. Á sléttlendi hafa víða myndast stórar tjarnir og sumstaðar er eins og yfir stöðuvötn að líta því frost er í jörðu, og það kemur í veg fyrir að vatnið sjatni ofan í jarðveginn. Þá hefur hálku verið að taka upp af vegum og er hún horfin á láglendi, en hálkublettir eru sumstaðar enn á suður og vesturlandi, einkum á fjallvegum.

Biður menn að ,,perrast" annars staðar

Stefán Konráðsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ, gerir karlakvöld íþróttafélaga að umtalsefni sínu í pistli á vef ÍSÍ í gær. Þar segist hann hafa heyrt af því að nýlega hafi íþróttafélag haldið herrakvöld þar sem erótískar dansmeyjar hafi verið fengnar til að skemmta gestunum. Stefán segir í pistlinum að sér hafi verið brugðið við þetta sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem varð í kringum mansal og vændi í kringum Ólympíuleikana í Aþenu og Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu í Þýskalandi síðastliðið sumar.

Ný hjáleið í bókhaldi ríkissjóðs

Sundabraut sem var þensluskapandi ríkisframkvæmd fyrir viku, er það ekki lengur, og þar sem ríkissjóður mátti sjá af átta milljörðum fyrir viku á næstu fjórum árum, má nú kosta rúma tuttugu milljarða, segir Þorsteinn Pálsson í leiðara Fréttablaðsins í dag. Með þessu hafi menn fundið stóru hjáleiðina í bókhaldi ríkissjóðs.

40% kjósenda skráðir í stjórnmálaflokk

Áttatíu og fimm þúsund manns eru skráðir í stjórnmálaflokka samkvæmt upplýsingum úr flokksskrám stjórnmálaflokkanna. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tölurnar gefa til kynna að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka hér á landi en víðast hvar annars staðar.

Arðsamasta vegagerð sem hægt er að ráðast í

Sundabraut er arðsamasta vegagerð sem hægt er að ráðast í á Íslandi samkvæmt umhverfismati Vegagerðarinnar, segir Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna. Hann segir Sundabraut ekki bara til hagsbóta fyrir Faxaflóahafnir og íbúa á höfuðborgarsvæðinu, því hún muni stytta leiðir umtalsvert og breyta miklu fyrir íbúa á Vesturlandi og Norðurlandi.

Vilja færa málefni aldraðra og öryrkja til sveitarfélaga

Í gær var gengið frá skipun fulltrúa í nefnd sem á að koma með tillögur um hverning flytja má málefni aldraðra og öryrkja frá ríki til sveitarfélaga. Landsþing sveitarfélaga var haldið í Reykjavík í gær og þar kom fram tillaga þar sem skorað er á menntamálaráðherra að taka jákvætt í hugmyndir sveitarfélaga um að taka einnig yfir rekstur framhaldsskóla í tilraunaskyni, og hefja sem fyrst undirbúning að því í samvinnu við sveitarfélögin.

Alvarlegt vinnuslys á Grundartanga

Alvarlegt vinnuslys varð í álverinu á Grundartanga rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Slysið varð í einum kerskála álversins. Stórum lyftara var ekið á starfsmann sem var á gangi í skálanum. Að sögn lögreglu var aðkoman nokkuð ljót og þykir líklegt að maðurinn hafi misst neðan af fæti. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann við Hringbraut þar sem hann er nú til skoðunar.

Þriggja bíla árekstur en engan sakaði

Þriggja bíla árekstur varð á Holtavörðuheiðinni um sex leytið í kvöld. Engin slys urðu á fólki en bílarnir þrír enduðu allir utan vegar. Töluverð hálka og slæmt veður var á slysstað og er talið að hálkan hafi valdið slysinu. Lögreglan í Borgarnesi er nú á staðnum og hefur lokað heiðinni á meðan bílunum er komið aftur upp á veginn.

Stórtjón í fárviðri á Akureyri

Stórtjón varð á Akureyri í gærkvöld þegar þakdúkur fauk af fjölbýlishúsi í fárviðri. Minnstu munaði að íbúi stórslasaðist í hamaganginum, vatn streymdi inn í íbúðir og íbúar sváfu ekki dúr.

Samstarf eflt um málefni heimilislausra

Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem komu að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum.

Fjölsmiðjan í útgerð

Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp.

Tilraun til sjálfsvígs

Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana.

Sveitarfélögin skulda meira en ríkið

Sveitarfélögin skulda meira en ríkissjóður og segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga brýnt að færa þeim aukna hlutdeild í tekjustofnum ríkisins til að vinna á skuldavandanum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samanlagt um 1.400 milljónir á þessu ári og næsta.

Alger bylting í samgöngumálum

Alger bylting verður í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur til fimm árum með lagningu Sundabrautar, tvöföldun Hvalfjarðarganga og hluta Vesturlandsvegar. Heildarkostnaður við þetta er um þrjátíu milljarðar króna. Forsætisráðherra telur jákvætt að hraða Sundabraut með þátttöku Faxaflóahafna.

Munu ekki geta glatt sjómenn

Fiskifræðingar segja ekki koma á óvart að mikið sé af vænum þorski á miðunum úti af Grindavík. Þeir geta þó ekki glatt sjómenn með því að von sé á tillögum um auknar veiðiheimildir.

Grétar Mar leiðir lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi

Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður Frjálslynda flokksins, leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta var tilkynnt á fundi í Fræðasetrinu í Sandgerði í dag. Auk Grétars skipa eftirtaldir frambjóðendur efstu tíu sætin á lista frjálslyndra í kjördæminu:

Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á salerni í kjallara Hótels Sögu aðfaranótt laugardagsins síðasta. Maðurinn var handtekinn á sunnudaginn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn en maðurinn kærði þann úrskurð.

Sjá næstu 50 fréttir