Fleiri fréttir Lögreglumenn ánægðir með lagabreytingar Landssamband lögreglumanna lýsir yfir ánægju með lagabreytingar sem fela í sér aukna refsivernd lögreglu. Breytingarnar voru nýlega samþykktar á Alþingi. Lögreglumenn telja um mikilvægt skerf að ræða í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. 21.3.2007 12:11 Íslendingar í grænum orkuvanda Íslendingar eru sagðir standa frammi fyrir grænum orkuvanda á heimasíðu BBC í dag. Fréttin er í fimmta sæti yfir mest sendu fréttir dagsins. Þar fjallar Richard Hollingham fréttamaður BBC4 útvarpsstöðvarinnar um kosti og galla þess að virkja landið. Áhuga Íslendinga á að hagnast á endurnýjanlegri orku og mótmælum gagnrýnenda. 21.3.2007 12:00 40 prósent óánægðir með hvalveiðar Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup segjast 40 prósent óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar í hagnaðarskyni. Átján prósent taka ekki afstöðu, en 42 prósent segjast ánægð með ákvörðunina. Munur á fylkingunum er innan skekkjumarka. 21.3.2007 11:16 Sólborgin að bryggju um ellefuleytið Vel gengur að koma dragnótarbátnum Sólborgu RE-270 til hafnar en líklega verður hún dregin í vesturhöfnina í Reykjavík um ellefuleytið í kvöld. Að sögn aðalvarðstjóra Landhelgisgæslunnar hefur ferðin sóst vel. Eftir að komið var í garðsjóinn og inn í Faxaflóann róaðist um og vindáttin hafði minni áhrif á ferðina. Sem stendur eru Týr og Sólborg stödd norður af Gróttu. 20.3.2007 22:36 Kristinn í 2. sæti á lista Frjálslyndra í NV-kjördæmi Frjálslyndi flokkurinn tilkynnti nú í kvöld hvernig framboðslisti þeirra í Norðvesturkjördæmi verður skipaður fyrir alþingiskosningarnar í maí. Efstur á lista er Guðjón A. Kristjánsson en annað sætið fær Kristinn H. Gunnarsson sem nýlega gekk til liðs við flokkinn eftir að hafa gengið úr röðum Framsóknarmanna. 20.3.2007 20:50 Varað við snjóflóðahættu í Skutulsfirði og við Óshlíð Vegagerðin varar við snjóflóðahættu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og við Óshlíð og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu. Á Vestfjörðum er annars víða hálka. Þá er Eyrarfjall ófært. 20.3.2007 20:11 Nýtt félag stofnað um rekstur fjarskiptanets Símans Skipti hf. sem á og rekur Símann hefur stofnað nýtt fyrirtæki, Mílu, um rekstur, uppbyggingu og viðhald fjarskiptanets Símans. Í tilkynningu um nýja félagið segir, að aðskilnaður fjarskiptanetsins frá annarri starfsemi Símans sé liður í þeirri stefnu eigenda Skipta hf. að bæði fyrirtækin geti enn betur sinnt þjónustuhlutverki sínu. 20.3.2007 19:46 Neyddist til lendingar á Keflavíkurflugvelli Bandarísk Herkúles herflugvél þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna bilunar í vökvakerfi vélarinnar. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum rétt fyrir hálfsjö í kvöld. 20.3.2007 19:15 Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. 20.3.2007 19:13 Heilsan á að njóta vafans Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. 20.3.2007 18:59 Morfínfíklum fækkað um helming Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. 20.3.2007 18:52 Stytta af Jaka í Breiðholti Lagt hefur verið til að reist verði stytta af verkalýðsleiðtoganum Guðmundi J. Guðmundssyni, - Gvendi Jaka - í Breiðholti. Með staðsetningunni er vísað til þess að hann var einn þeirra manna sem stuðlaði að þeim miklu umbótum í húsnæðismálum sem fólust í uppbyggingu Breiðholtsins. 20.3.2007 18:32 Umhverfisráðherra undirritar sáttmála Framtíðarlandsins Umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, hefur skrifað undir sáttmála Framtíðarlandsins, fyrst stjórnarþingmanna. Á fjórða þúsund höfðu nú síðdegis undirritað sáttmálann. 20.3.2007 18:30 Borgin kynnir þriggja ára áætlun Borgarstjórnarmeirihlutinn stefnir að því að stórauka tekjur borgarinnar á næstu árum með íbúafjölgun og hagræðingu. Kynnt voru í dag áform í rekstri borgarinnar á næstu þremur árum en lykillinn að fjölgun er stóraukið lóðaframboð. 20.3.2007 18:29 Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í dag framlengingu á gæsluvarðhaldi til ellefta maí yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að smygli á nærri fjórum kílóum af kókaíni. Mennirnir hafa verið í haldi síðan áttunda febrúar. Fíkniefnin voru falin í bifreið sem flutt var frá Þýskalandi en tollgæsla fann þau áður en þeirra var vitjað og skipti þeim út fyrir gerviefni. 20.3.2007 18:24 Bílar fuku víða útaf og rýma þurfti hús á Vestfjörðum Skjólborð af vörubíl fauk framan á tvo bíla á Reykjanesbraut og rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk út af Suðurlandsvegi. Í Bolungarvík voru hús rýmd vegna snjóflóðahættu. 20.3.2007 18:17 Ingibjörg ítrekar framburð sinn Ingibjörg S. Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hún ítrekar að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sagt henni að ýmsir aðilar hafi þrýst á sig að taka að sér mál Jóns Geralds. Jón Steinar hafði í gær sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði fullyrðingar Ingibjargar við yfirheyrslu í Hæstarétti ekki sannar. 20.3.2007 17:59 Varðskip með Sólborgu í togi Varðskip Landhelgisgæslunnar nú á leið til Reykjavíkur með Sólborgu RE-270, 115 tonna dragnótarbát, í togi. Báturinn varð vélarvana á Sandvík við Reykjanes um tvöleytið í dag. Ekki er búist við að komið verði til Reykjavíkur fyrr en seint í kvöld. 20.3.2007 17:19 Sektaður fyrir að skafa ekki bílrúðu Lögregla stöðvaði ökumann í dag vegna þess að hann hirti ekki um að skafa af bílrúðunum. Útsýni mannsins var mjög takmarkað og setti hann sjálfan sig og aðra í hættu, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var sektaður um fimm þúsund krónur samkvæmt reglugerð um hélaðar rúður á ökutækjum. Þrjátíu og eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. 20.3.2007 16:53 Laganemar aðstoða innflytjendur Innflytjendur fá ókeypis lögfræðiþjónustu hjá laganemum Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum. Þjónustan fer fram á efstu hæð Alþjóðahússins við Hverfisgötu. Að henni munu starfa laganemar á þriðja til fimmta námsári. Markmiðið er að veita aðstoð á hvaða réttarsviði sem er. 20.3.2007 16:42 Sýn tryggir sér Formúluna Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn á Formúlu 1 kappakstrinum. Sýningarrétturinn er til þriggja ára. Sýn byrjar útsendingar á Formúlunni með mótaröðinni sem hefst í ársbyrjun 2008 og stendur til loka ársins 2010. 20.3.2007 16:00 Nokkuð um minniháttar slys í gær Þrjár konur á níræðisaldri voru fluttar undir læknishendur í Reykjavík í gær. Tvær þeirra duttu í hálku og voru fluttar á slysadeild. Sú þriðja datt í Kringlunni. Þá skarst maður á tíræðisaldri á höfði þegar hann féll í Austurveri og þurfti læknisaðstoð. Fimm ára drengur rann á tré á skíðum í Fossvogi í gær. Hann var með hjálm en fékk stóra kúlu á ennið. 20.3.2007 15:24 Varðskip á leið til bjargar fiskiskipi Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið suður fyrir Reykjanessskaga til að draga vélarvana fiskiskip í land. Gæslunni var tilkynnt um skipið út af Reykjanesi á þriðja tímanum í dag. Skipið er 70 tonna snurvoðabátur með fimm manna áhöfn. Það bilaði upp úr hádegi og liggur fyrir akkerum stutt frá landi. 20.3.2007 15:08 Hætta á niðurföll stíflist Búast má við miklu vatnsveðri þegar líður á daginn samfara hlýindum. Hætta er á að niðurföll stíflist en þau eru mörg hver eru full af ís eftir kuldakastið síðustu daga. 20.3.2007 15:07 Fangelsi fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum Kona á þrítugsaldri var í dag dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur og er skilorðsbundinn til fimm ára. Ákæra gegn karlmanni sem lést 11. þessa mánaðar var felld niður. 20.3.2007 14:33 Íslendingar fara yngstir í klámið Börn og unglingar á Norðurlöndunum eru stórfelldir klámneytendur og íslensk börn byrja langfyrst að skoða það. Samnorræn könnun náði til ungmenna á aldrinum 12-20 ára og þriðjungur þeirra skoðar klám nánast á hverjum einasta degi. Könnunin var gerð á vegum samtakanna NIKK sem er "Nordisk institut for kvinde- og könsforskning." Drengir skoða klám meira en stúlkur. Þeir eru oftast einir og helsti tilgangur þeirra að fróa sér. Stúlkur skoða aðallega klám vegna þess að þær eru forvitnar, eða bara sér til gamans 20.3.2007 14:28 Rúta með 30 unglingum fauk útaf Rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk útaf Suðurlandsvegi vestan Markafljót skömmu fyrir hádegi. Engan sakaði. Um borð í rútunni voru erlendir nemar á leið frá Reykjavík á Vík í Mýrdal. 20.3.2007 14:19 Yfirbygging fauk af flutningabíl Yfirbygging fauk af flutningabíl á tvo fólksbíla á Reykjanesbrautinni við Ásvelli í Hafnarfirði á öðrum tímanum. Ekki er talið að nein alvarleg slys hafi orðið á fólki. Miklar umferðatafir eru á Reykjanesbrautinni í átt til vesturs vegna óhappsins. 20.3.2007 14:05 Suðurlandsvegur opinn á ný - Ekkert ferðaveður enn Suðurlandsvegur hefur verið opnaður aftur. Honum var lokað á tólfta tímanum vegna ófærðar. Björgunarsveitarmenn hafa þurft að aðstoða ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. Vonskuveður er víða á Vesturlandi og Norðurlandi vestra, ekki ferðaveður og versnandi færð, segir Vegagerðin. 20.3.2007 13:41 Strætó fauk út af á Kjalanesi Fimmtíu manna rúta með sjö manns innanborðs fauk út af á Kjalarnesi á ellefta tímanum í morgun. Atvikið átti sér stað rétt ofan við Hvalfjarðargöngin í snarpri vindhviðu. Farþega og ökumann sakaði ekki og engar skemmdir urðu á bifreiðinni, sem er í eigu Teits Jónassonar. Fyrirtækið sér um áætlunarferðir á Kjalarnesi fyrir Strætó bs. 20.3.2007 12:46 Hjólbarðar í hættu á Akureyri Oddhvass mulningur, sem borinn er á götur Akureyrar í hálku, getur stórskemmt dekk bifreiða. Þetta segir hjólbarðasali en bærinn kemur af fjöllum. Um er að ræða gróft efni með skarpri egg og er hjólbarðasölunum hjá Heldi nóg boðið vegna dreifingar á götum. Þeir hafa séð mörg dæmi um að efnið skemmi dekk þegar ekið er yfir. 20.3.2007 12:45 Semja þurfi um frestun stækkunar álvers Formaður Samfylkingar tekur undir með bæjarstjóranum í Hafnarfirði um að semja þurfi við Alcan og orkufyrirtæki um frestun á stækkun álversins í Straumsvík, samþykki Hafnfirðingar stækkunina í lok mánaðarins. 20.3.2007 12:21 Samherji kaupir Engey Samherji á Akureyri hefur keypt Engey, flaggskip íslenska fiskiskipaflotans af Granda, en Grandi ætlaði að gera skipið út við Afríkustrendur. Engey er umþaðbil fjórum sinnum stærri en meðal stór frystitogari. Hún kom til hafnar í Færeyjum úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Granda, þegar gengið var frá kaupunum upp á hátt í þrá milljarða króna. 20.3.2007 12:13 Dómsmálaráðherra vill kaupa þyrlur með Norðmönnum Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði í morgun til á ríkisstjórnarfundi að áfram verði rætt við norsk stjórnvöld um sameiginlegt útboð Íslands og Noregs vegna kaupa á nýjum þyrlum. Þetta er í samræmi við tillögur starfshóps um þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands 20.3.2007 12:11 Fiskverð upp úr öllu valdi Fiskverð fór upp úr öllu valdi á innlendum fiskmörkuðum í síðustu viku og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Verð á leigukvóta hefur líka náð sögulegum hæðum. Verð fyrir kílóið af nýveiddum fiski upp úr bát var að meðaltali tæpar 193 krónur fyrir allar tegundir og stærðir. 20.3.2007 12:05 Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. 20.3.2007 12:00 Engey RE seld HB Grandi hf. hefur selt Samherja hf. Engey RE, stærsta skip landsins. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Söluverðið er 2,7 milljarðir króna og er söluhagnaðurinn um 700 milljónir króna. 20.3.2007 11:32 Kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi Fjármálaráðherra studdist við rangar tölur þegar hann fullyrti á eldhúsdagsumræðum að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Réttara sé að styðjast við tölur Hagstofunnar sem sýni hið gagnstæða. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landssambandi eldri borgara. Línurit á heimasíðu ráðherra sé byggt á röngum tölum sem komi úr norrænni skýrslu NOSOSKO. 20.3.2007 11:29 Vegir lokast og hús rýmd við Ísafjarðardjúp Búið er að loka veginum um Súðarvíkurhlíð og Kirkjubólshlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur eftir að tvö snjóflóð féllu þar á tólfta tímanum. Fjögur hús við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu og hætta er á hesthúsasvæðinu í Hnífsdal. Þá er viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu við sorpbrennslu Funa í Engidal í Skutulsfirði. Síðustu klukkustundirnar hefur snar hlýnað vestra með vaxandi suðaustanátt. Fylgst er grannt með framvindu mála. 20.3.2007 11:28 Suðurlandsvegur lokaður Búið er að loka Suðurlandsvegi í austur við Norðlingaholt en mikið vonskuveður er á svæðinu og ófærð. Árekstur varð á Hellisheiðinni fyrir stundu en ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. 20.3.2007 11:22 Versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu Veður fer nú versnandi á sunnan og vestanverðu landinu. Hvassviðri eða stormur er víða skollinn á landinu vestanverðu með slyddu eða rigningu en stórhríð á heiðum. 20.3.2007 11:03 Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði. Það er ekkert ferðaveður á Sandskeiði, né heldur á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli. Skyggni er slæmt og hafa nokkrir ökumenn misst bíla sína út af. 20.3.2007 10:59 Ekkert kalt vatn í hluta Árbæjarhverfis Ekkert kalt vatn er nú í Hraunbæ 104 til 168 og í hluta af Rofabæ í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Samkvæmt vaktstjóra á Bilanavakt Orkuveitunnar var grafið í gegnum kaldavatnsrör á þessum slóðum með fyrrgreindum afleiðingum. Viðgerðir standa nú yfir og áætlar Orkuveitan að kalt vatn verði komið aftur á ekki seinna en klukkan ellefu í kvöld. 19.3.2007 20:51 250 tonn af stáli á hafsbotni 250 tonn af stáli, sem nota átti til hafnarframkvæmda á Akureyri, hvíla nú í votri gröf. Saga þessarar járnavöru hefur verið reyfarakennd og leið hennar norður þyrnum stráð! 19.3.2007 19:45 Refsivert að kaupa áfengi handa unglingum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í Smáralind síðdegis á föstudag fyrir að kaupa áfengi handa tveimur unglingspiltum sem ekki höfðu aldur til kaupanna. Maðurinn og báðir piltarnir voru fluttir á svæðisstöðina í Kópavogi en foreldrar þeirra síðarnefndu voru kallaðir til. Maðurinn á sekt yfir höfði sér, lágmark 20 þúsund krónur, enda er hér um refsivert athæfi að ræða. 19.3.2007 19:44 Sjá næstu 50 fréttir
Lögreglumenn ánægðir með lagabreytingar Landssamband lögreglumanna lýsir yfir ánægju með lagabreytingar sem fela í sér aukna refsivernd lögreglu. Breytingarnar voru nýlega samþykktar á Alþingi. Lögreglumenn telja um mikilvægt skerf að ræða í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. 21.3.2007 12:11
Íslendingar í grænum orkuvanda Íslendingar eru sagðir standa frammi fyrir grænum orkuvanda á heimasíðu BBC í dag. Fréttin er í fimmta sæti yfir mest sendu fréttir dagsins. Þar fjallar Richard Hollingham fréttamaður BBC4 útvarpsstöðvarinnar um kosti og galla þess að virkja landið. Áhuga Íslendinga á að hagnast á endurnýjanlegri orku og mótmælum gagnrýnenda. 21.3.2007 12:00
40 prósent óánægðir með hvalveiðar Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup segjast 40 prósent óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar í hagnaðarskyni. Átján prósent taka ekki afstöðu, en 42 prósent segjast ánægð með ákvörðunina. Munur á fylkingunum er innan skekkjumarka. 21.3.2007 11:16
Sólborgin að bryggju um ellefuleytið Vel gengur að koma dragnótarbátnum Sólborgu RE-270 til hafnar en líklega verður hún dregin í vesturhöfnina í Reykjavík um ellefuleytið í kvöld. Að sögn aðalvarðstjóra Landhelgisgæslunnar hefur ferðin sóst vel. Eftir að komið var í garðsjóinn og inn í Faxaflóann róaðist um og vindáttin hafði minni áhrif á ferðina. Sem stendur eru Týr og Sólborg stödd norður af Gróttu. 20.3.2007 22:36
Kristinn í 2. sæti á lista Frjálslyndra í NV-kjördæmi Frjálslyndi flokkurinn tilkynnti nú í kvöld hvernig framboðslisti þeirra í Norðvesturkjördæmi verður skipaður fyrir alþingiskosningarnar í maí. Efstur á lista er Guðjón A. Kristjánsson en annað sætið fær Kristinn H. Gunnarsson sem nýlega gekk til liðs við flokkinn eftir að hafa gengið úr röðum Framsóknarmanna. 20.3.2007 20:50
Varað við snjóflóðahættu í Skutulsfirði og við Óshlíð Vegagerðin varar við snjóflóðahættu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og við Óshlíð og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu. Á Vestfjörðum er annars víða hálka. Þá er Eyrarfjall ófært. 20.3.2007 20:11
Nýtt félag stofnað um rekstur fjarskiptanets Símans Skipti hf. sem á og rekur Símann hefur stofnað nýtt fyrirtæki, Mílu, um rekstur, uppbyggingu og viðhald fjarskiptanets Símans. Í tilkynningu um nýja félagið segir, að aðskilnaður fjarskiptanetsins frá annarri starfsemi Símans sé liður í þeirri stefnu eigenda Skipta hf. að bæði fyrirtækin geti enn betur sinnt þjónustuhlutverki sínu. 20.3.2007 19:46
Neyddist til lendingar á Keflavíkurflugvelli Bandarísk Herkúles herflugvél þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna bilunar í vökvakerfi vélarinnar. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum rétt fyrir hálfsjö í kvöld. 20.3.2007 19:15
Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. 20.3.2007 19:13
Heilsan á að njóta vafans Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. 20.3.2007 18:59
Morfínfíklum fækkað um helming Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. 20.3.2007 18:52
Stytta af Jaka í Breiðholti Lagt hefur verið til að reist verði stytta af verkalýðsleiðtoganum Guðmundi J. Guðmundssyni, - Gvendi Jaka - í Breiðholti. Með staðsetningunni er vísað til þess að hann var einn þeirra manna sem stuðlaði að þeim miklu umbótum í húsnæðismálum sem fólust í uppbyggingu Breiðholtsins. 20.3.2007 18:32
Umhverfisráðherra undirritar sáttmála Framtíðarlandsins Umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, hefur skrifað undir sáttmála Framtíðarlandsins, fyrst stjórnarþingmanna. Á fjórða þúsund höfðu nú síðdegis undirritað sáttmálann. 20.3.2007 18:30
Borgin kynnir þriggja ára áætlun Borgarstjórnarmeirihlutinn stefnir að því að stórauka tekjur borgarinnar á næstu árum með íbúafjölgun og hagræðingu. Kynnt voru í dag áform í rekstri borgarinnar á næstu þremur árum en lykillinn að fjölgun er stóraukið lóðaframboð. 20.3.2007 18:29
Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í dag framlengingu á gæsluvarðhaldi til ellefta maí yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að smygli á nærri fjórum kílóum af kókaíni. Mennirnir hafa verið í haldi síðan áttunda febrúar. Fíkniefnin voru falin í bifreið sem flutt var frá Þýskalandi en tollgæsla fann þau áður en þeirra var vitjað og skipti þeim út fyrir gerviefni. 20.3.2007 18:24
Bílar fuku víða útaf og rýma þurfti hús á Vestfjörðum Skjólborð af vörubíl fauk framan á tvo bíla á Reykjanesbraut og rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk út af Suðurlandsvegi. Í Bolungarvík voru hús rýmd vegna snjóflóðahættu. 20.3.2007 18:17
Ingibjörg ítrekar framburð sinn Ingibjörg S. Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hún ítrekar að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sagt henni að ýmsir aðilar hafi þrýst á sig að taka að sér mál Jóns Geralds. Jón Steinar hafði í gær sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði fullyrðingar Ingibjargar við yfirheyrslu í Hæstarétti ekki sannar. 20.3.2007 17:59
Varðskip með Sólborgu í togi Varðskip Landhelgisgæslunnar nú á leið til Reykjavíkur með Sólborgu RE-270, 115 tonna dragnótarbát, í togi. Báturinn varð vélarvana á Sandvík við Reykjanes um tvöleytið í dag. Ekki er búist við að komið verði til Reykjavíkur fyrr en seint í kvöld. 20.3.2007 17:19
Sektaður fyrir að skafa ekki bílrúðu Lögregla stöðvaði ökumann í dag vegna þess að hann hirti ekki um að skafa af bílrúðunum. Útsýni mannsins var mjög takmarkað og setti hann sjálfan sig og aðra í hættu, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var sektaður um fimm þúsund krónur samkvæmt reglugerð um hélaðar rúður á ökutækjum. Þrjátíu og eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. 20.3.2007 16:53
Laganemar aðstoða innflytjendur Innflytjendur fá ókeypis lögfræðiþjónustu hjá laganemum Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum. Þjónustan fer fram á efstu hæð Alþjóðahússins við Hverfisgötu. Að henni munu starfa laganemar á þriðja til fimmta námsári. Markmiðið er að veita aðstoð á hvaða réttarsviði sem er. 20.3.2007 16:42
Sýn tryggir sér Formúluna Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn á Formúlu 1 kappakstrinum. Sýningarrétturinn er til þriggja ára. Sýn byrjar útsendingar á Formúlunni með mótaröðinni sem hefst í ársbyrjun 2008 og stendur til loka ársins 2010. 20.3.2007 16:00
Nokkuð um minniháttar slys í gær Þrjár konur á níræðisaldri voru fluttar undir læknishendur í Reykjavík í gær. Tvær þeirra duttu í hálku og voru fluttar á slysadeild. Sú þriðja datt í Kringlunni. Þá skarst maður á tíræðisaldri á höfði þegar hann féll í Austurveri og þurfti læknisaðstoð. Fimm ára drengur rann á tré á skíðum í Fossvogi í gær. Hann var með hjálm en fékk stóra kúlu á ennið. 20.3.2007 15:24
Varðskip á leið til bjargar fiskiskipi Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið suður fyrir Reykjanessskaga til að draga vélarvana fiskiskip í land. Gæslunni var tilkynnt um skipið út af Reykjanesi á þriðja tímanum í dag. Skipið er 70 tonna snurvoðabátur með fimm manna áhöfn. Það bilaði upp úr hádegi og liggur fyrir akkerum stutt frá landi. 20.3.2007 15:08
Hætta á niðurföll stíflist Búast má við miklu vatnsveðri þegar líður á daginn samfara hlýindum. Hætta er á að niðurföll stíflist en þau eru mörg hver eru full af ís eftir kuldakastið síðustu daga. 20.3.2007 15:07
Fangelsi fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum Kona á þrítugsaldri var í dag dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur og er skilorðsbundinn til fimm ára. Ákæra gegn karlmanni sem lést 11. þessa mánaðar var felld niður. 20.3.2007 14:33
Íslendingar fara yngstir í klámið Börn og unglingar á Norðurlöndunum eru stórfelldir klámneytendur og íslensk börn byrja langfyrst að skoða það. Samnorræn könnun náði til ungmenna á aldrinum 12-20 ára og þriðjungur þeirra skoðar klám nánast á hverjum einasta degi. Könnunin var gerð á vegum samtakanna NIKK sem er "Nordisk institut for kvinde- og könsforskning." Drengir skoða klám meira en stúlkur. Þeir eru oftast einir og helsti tilgangur þeirra að fróa sér. Stúlkur skoða aðallega klám vegna þess að þær eru forvitnar, eða bara sér til gamans 20.3.2007 14:28
Rúta með 30 unglingum fauk útaf Rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk útaf Suðurlandsvegi vestan Markafljót skömmu fyrir hádegi. Engan sakaði. Um borð í rútunni voru erlendir nemar á leið frá Reykjavík á Vík í Mýrdal. 20.3.2007 14:19
Yfirbygging fauk af flutningabíl Yfirbygging fauk af flutningabíl á tvo fólksbíla á Reykjanesbrautinni við Ásvelli í Hafnarfirði á öðrum tímanum. Ekki er talið að nein alvarleg slys hafi orðið á fólki. Miklar umferðatafir eru á Reykjanesbrautinni í átt til vesturs vegna óhappsins. 20.3.2007 14:05
Suðurlandsvegur opinn á ný - Ekkert ferðaveður enn Suðurlandsvegur hefur verið opnaður aftur. Honum var lokað á tólfta tímanum vegna ófærðar. Björgunarsveitarmenn hafa þurft að aðstoða ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. Vonskuveður er víða á Vesturlandi og Norðurlandi vestra, ekki ferðaveður og versnandi færð, segir Vegagerðin. 20.3.2007 13:41
Strætó fauk út af á Kjalanesi Fimmtíu manna rúta með sjö manns innanborðs fauk út af á Kjalarnesi á ellefta tímanum í morgun. Atvikið átti sér stað rétt ofan við Hvalfjarðargöngin í snarpri vindhviðu. Farþega og ökumann sakaði ekki og engar skemmdir urðu á bifreiðinni, sem er í eigu Teits Jónassonar. Fyrirtækið sér um áætlunarferðir á Kjalarnesi fyrir Strætó bs. 20.3.2007 12:46
Hjólbarðar í hættu á Akureyri Oddhvass mulningur, sem borinn er á götur Akureyrar í hálku, getur stórskemmt dekk bifreiða. Þetta segir hjólbarðasali en bærinn kemur af fjöllum. Um er að ræða gróft efni með skarpri egg og er hjólbarðasölunum hjá Heldi nóg boðið vegna dreifingar á götum. Þeir hafa séð mörg dæmi um að efnið skemmi dekk þegar ekið er yfir. 20.3.2007 12:45
Semja þurfi um frestun stækkunar álvers Formaður Samfylkingar tekur undir með bæjarstjóranum í Hafnarfirði um að semja þurfi við Alcan og orkufyrirtæki um frestun á stækkun álversins í Straumsvík, samþykki Hafnfirðingar stækkunina í lok mánaðarins. 20.3.2007 12:21
Samherji kaupir Engey Samherji á Akureyri hefur keypt Engey, flaggskip íslenska fiskiskipaflotans af Granda, en Grandi ætlaði að gera skipið út við Afríkustrendur. Engey er umþaðbil fjórum sinnum stærri en meðal stór frystitogari. Hún kom til hafnar í Færeyjum úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Granda, þegar gengið var frá kaupunum upp á hátt í þrá milljarða króna. 20.3.2007 12:13
Dómsmálaráðherra vill kaupa þyrlur með Norðmönnum Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði í morgun til á ríkisstjórnarfundi að áfram verði rætt við norsk stjórnvöld um sameiginlegt útboð Íslands og Noregs vegna kaupa á nýjum þyrlum. Þetta er í samræmi við tillögur starfshóps um þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands 20.3.2007 12:11
Fiskverð upp úr öllu valdi Fiskverð fór upp úr öllu valdi á innlendum fiskmörkuðum í síðustu viku og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Verð á leigukvóta hefur líka náð sögulegum hæðum. Verð fyrir kílóið af nýveiddum fiski upp úr bát var að meðaltali tæpar 193 krónur fyrir allar tegundir og stærðir. 20.3.2007 12:05
Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. 20.3.2007 12:00
Engey RE seld HB Grandi hf. hefur selt Samherja hf. Engey RE, stærsta skip landsins. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Söluverðið er 2,7 milljarðir króna og er söluhagnaðurinn um 700 milljónir króna. 20.3.2007 11:32
Kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi Fjármálaráðherra studdist við rangar tölur þegar hann fullyrti á eldhúsdagsumræðum að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Réttara sé að styðjast við tölur Hagstofunnar sem sýni hið gagnstæða. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landssambandi eldri borgara. Línurit á heimasíðu ráðherra sé byggt á röngum tölum sem komi úr norrænni skýrslu NOSOSKO. 20.3.2007 11:29
Vegir lokast og hús rýmd við Ísafjarðardjúp Búið er að loka veginum um Súðarvíkurhlíð og Kirkjubólshlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur eftir að tvö snjóflóð féllu þar á tólfta tímanum. Fjögur hús við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu og hætta er á hesthúsasvæðinu í Hnífsdal. Þá er viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu við sorpbrennslu Funa í Engidal í Skutulsfirði. Síðustu klukkustundirnar hefur snar hlýnað vestra með vaxandi suðaustanátt. Fylgst er grannt með framvindu mála. 20.3.2007 11:28
Suðurlandsvegur lokaður Búið er að loka Suðurlandsvegi í austur við Norðlingaholt en mikið vonskuveður er á svæðinu og ófærð. Árekstur varð á Hellisheiðinni fyrir stundu en ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. 20.3.2007 11:22
Versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu Veður fer nú versnandi á sunnan og vestanverðu landinu. Hvassviðri eða stormur er víða skollinn á landinu vestanverðu með slyddu eða rigningu en stórhríð á heiðum. 20.3.2007 11:03
Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði. Það er ekkert ferðaveður á Sandskeiði, né heldur á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli. Skyggni er slæmt og hafa nokkrir ökumenn misst bíla sína út af. 20.3.2007 10:59
Ekkert kalt vatn í hluta Árbæjarhverfis Ekkert kalt vatn er nú í Hraunbæ 104 til 168 og í hluta af Rofabæ í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Samkvæmt vaktstjóra á Bilanavakt Orkuveitunnar var grafið í gegnum kaldavatnsrör á þessum slóðum með fyrrgreindum afleiðingum. Viðgerðir standa nú yfir og áætlar Orkuveitan að kalt vatn verði komið aftur á ekki seinna en klukkan ellefu í kvöld. 19.3.2007 20:51
250 tonn af stáli á hafsbotni 250 tonn af stáli, sem nota átti til hafnarframkvæmda á Akureyri, hvíla nú í votri gröf. Saga þessarar járnavöru hefur verið reyfarakennd og leið hennar norður þyrnum stráð! 19.3.2007 19:45
Refsivert að kaupa áfengi handa unglingum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í Smáralind síðdegis á föstudag fyrir að kaupa áfengi handa tveimur unglingspiltum sem ekki höfðu aldur til kaupanna. Maðurinn og báðir piltarnir voru fluttir á svæðisstöðina í Kópavogi en foreldrar þeirra síðarnefndu voru kallaðir til. Maðurinn á sekt yfir höfði sér, lágmark 20 þúsund krónur, enda er hér um refsivert athæfi að ræða. 19.3.2007 19:44