Fleiri fréttir

Eins og hálfs árs fangelsi fyrir veskisþjófnað

Hæstiréttur staðfesti í dag eins og hálfs árs fangelsisdóm hérðasdóms yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að hafa stolið veski úr verslun sem hann vann hjá og tekið út tíu þúsund krónur af debetkorti í veskinu. Með þessu rauf hann skilorð dóms þar sem hann hafði hlotið 18 mánaða fangelsi.

Tvítugur maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Daníel Þór Gunnarssyni fyrir tilraun til manndráps. Daníel réðst karlmann á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í mars á síðasta ári og stakk hann með hnífi.

Sýkna í Baugsmálinu í Hæstarétti

Hæstiréttur sýknaði í dag fjórar manneskjur tengdar Baugi af sex ákæruliðum sem eftir stóðu af upprunalega Baugsmálinu. Þar með komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur Reykjavíkur.

Þjófar á kreiki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók nokkra þjófa í Reykjavík í gær og í nótt. Tveir karlar og unglingsstúlka voru handtekin í gærkvöldi þar sem þau óku um á stolnum bíl. Í fórum annars mannsins fundust munir sem hann gat ekki gert grein fyrir.

Vilja að stofnað verði sérstakt menningarráðuneyti

Bandalag íslenskra listamanna vill að stofnað verði sérstakt menningarráðuneyti þar sem margt bendi til þess að verðmætasköpun framtíðarinnar verði hvað mest í hinum skapandi atvinnugreinum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðlfundi bandalagsins um síðustu helgi.

Skrifað undir samninga vegna Djúpvegar á Vestfjörðum

Vegagerðin og verktakafyrirtækin KNH ehf. og Vestfirskir verktakar sömdu í dag um vegagerð á Djúpvegi í framhaldi af útboði sem fram fór í lok síðasta árs. Samningurinn tekur til 14,5 kíómetra kafla Djúpvegar milli Reykjaness og Hörtnár utarlega við vestanverðan Mjóafjörð.

Deiliskipulagstillagan þýðir vatnaskil í stækkunarmáli Alcan

Lúðvík Gerissson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að vatnaskil hafi orðið með tillögu að nýju og gjörbreyttu deiliskipulagi sem breitt samkomulag hafi náðst um innan Hafnarfjarðarbæjar og gagnvart Alcan. Hann segist vera mjög ánægður með deiliskipulagstillöguna. Forsendur ýmis lykilsatriði í með allt öðrum hætti en fólk hefur mótað afstöðu sína útfrá hingað til. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist hann sáttur og ánægður með málið eins og það lægi fyrir núna,og í þeim anda sem bæjarstjórn hefði samþykkt. En að tvö til þrjú skilyrði þyrfti þó enn að uppfylla. Þessir fyrirvarar lytu að kostnaðarhlutdeild í færslu Reykjanesbrautar, hver ætti að bera kostnað við tilfærslu og breytingar á raflínum og skattauppgjöri álversins eins og það er stafrækt í dag. Að þessum kröfum uppfylltum yrði hann sáttur við fara fram með málið Í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði í desember fyrir Alcan, voru tæp 51,5 prósent Hafnfirðinga andvíg stækkun álversins í Straumsvík en rúm 39 prósent hlynnt stækkun.

Fimmtungur leikskóla án opinberrar uppeldisstefnu

Um fimmtungur leikskóla hefur ekki opinbera uppeldisstefnu og annars eins hópur hefur ekki mótað eigin skólanámskrá samkvæmt könnun sem menntamálaráðnuneytið gerði í fyrra. Fram kemur í vefriti menntamálaráðuneytisins að auk þess hafi um sjö prósent leikskóla hvorki opinbera uppeldisstefnu né eigin skólanámskrá.

Netperri áreitir unglingsstúlkur á Vestfjörðum

Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú mál þar sem ókunnur aðili eða aðilar hafa beðið um leyfi til þess að eiga samtal við unglingsstúlkur í gegnum Netið og hafa síðan jafnvel berað sig í vefmyndavél sem birtist óvænt á tölvuskjá viðkomandi stúlkna. Bendir lögregla á að slíkt geti geti varðað við kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga.

Stöðvaði umferð á gatnamótum vegna símtals

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gær að hafa afskipti af ökumanni sem tafði umferð á gatnamótum. Maðurinn hélt kyrru fyrir eftir að græna ljósið kom á umferðarljósin en svo vildi til að lögreglubíll var meðal þeirra sem biðu fyrir aftan bílinn.

Saka bæjarstjóra um að taka þátt í kosningabaráttu Alcan

Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, saka Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, um að vera í grímulausri kosningabaráttu með Alcan fyrir stækkun álversins og sömuleiðis um að fara með ósannindi í umræðunni.

Byggja þjónustuhús fyrir fiskimenn á Srí Lanka

Framkvæmdir eru hafnar á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands við ellefu byggingar á sex löndunarstöðum á vestur- og suðurströnd Srí Lanka. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að um sé að ræða fiskmarkaðshús, fjarskiptahús og salerni fyrir sjómenn og fiskverkendur sem nýta löndunarstaðina.

HÍ og KHÍ sameinist á næsta ári

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mælti fyrir frumvarpi um sameinginu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands á Alþingi nú fyrir hádegi. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir sameinist undir nafni Háskóla Íslands og að sameiningin verði að veruleika 1. júlí á næsta ári.

Ráðherrar sakaðir um að lítilsvirða þingið

Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu því harðlega í morgun að stefnumótun ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum yrði ekki tekin til meðferðar í þinginu. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði þetta lítilsvirðingu við þingið og þingflokksformaður Vinstri - grænna sagði óþolandi að ráðherrar ríkisstjórnarinnar breyttu ráðuneytum sínum í kosningaskrifstofur þegar alþingiskosningar væru í nánd.

Verð á fiski hækkar

Gengislækkun krónunnar og aukin eftirspurn eftir ferskum íslenskum fiski í útlöndum veldur því að fiskur hefur hækkað um tíu til tuttugu prósent í fiskbúðum og fiskborðum stórverslana á höfuðborgarsvæðinu, á einu ári.

Núllið úrelt

Verið er að skoða fyrirkomulag almenningssalerna í miðborg Reykjavíkur. Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar skoðar sérstaklega breytingar á Núllinu, almenningssalerni, sem er neðanjarðar við Bankastræti.

Vilja hafa eitthvað um Vatnajökulsþjóðgarð að segja

Samtök útivistarfélaga gera alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin fagna hugmyndum um stofnun þjóðgarðsins en telja útfærslu á þeim ábótavant.

Mikil hækkun á fiskverði milli ára

Verð á fersku fiskmeti hefur hækkað mikið frá því í janúar í fyrra, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ, sem gerð var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag miðvikudaginn 24. janúar. Meðalverð flestra tegunda sem skoðaðar voru hefur hækkað um 10-20%, frá því í könnun verðlagseftirlitsins í janúar 2006, en dæmi eru um ríflega 30% verðhækkun milli ára.

Brotist inn í sumarbústað

Lögreglan í Borgarnesi handtók um hádegisbil í dag fjóra einstaklinga um tvítugt sem höfðu brotist inn í sumarbústað í Svínadal í fyrrinótt. Fjórmenningarnir höfðu neytt fíkniefna en lögregla fann á þeim 10 grömm af hassi og eitthvað af alsælu. Fólkið braut rúður til þess að komast inn í sumarbústaðinn og héldu síðan upp á það með partýstandi fram eftir nóttu.

VG segja samstöðu ekki náð um stækkun álbræðslu

Vinstri grænir í Hafnarfirði hafna því að það sé þverpólitísk samstaða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þeir mótmæla því harðlega yfirlýsingu bæjarstjóra Hafnarfjarðar þar að lútandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórnarflokki og stjórn Vinstri grænna.

Harður árekstur á Álftanesvegi

Harður árekstur varð klukkan hálf sjö í kvöld á Álftanesvegi. Um tvo bíla var að ræða og skemmdust báðir töluvert. Engin alvarleg slys urðu þó á fólki.

Vegagerð næstu ára ákveðin

Ákvarðanir um vegaframkvæmdir í landinu fram til ársins 2020 eru að mótast þessa dagana. Verið er að ákveða hvaða jarðgöng eigi að grafa, hvaða vegi eigi að tvöfalda og hvaða firði eigi að brúa.

Kópavogsbær gerir betri landakaup en Reykjavíkurborg

Bæjarstjórn Kópavogs hefur náð samkomulagi við eigendur Vatnsendalands um eignarnám á landi fyrir 2.500 íbúðir. Verðið sem bærinn greiðir er mun hagstæðara en það sem Reykjavíkurborg greiddi fyrir land í eigu Kjartans Gunnarssonar í Norðlingaholti seint á síðasta ári.

Gæslan fær sína fjórðu þyrlu

Ný þyrla Landhelgisgæslunnar, sem fengið hefur einkennisstafina TF-EIR, kom til landsins í dag. Þetta er fjórða þyrla Gæslunnar en þessi er sömu gerðar og TF-SIF. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tók á móti áhöfn þyrlunnar á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.

Eldri borgarar og öryrkjar bjóða fram

Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja hafa ákveðið að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þau kynntu áherslumál sín á fundi á Grand Hóteli í dag, Arndís Björnsdóttir fyrrverandi menntaskólakennari og formaður samtakanna segir að megin baráttumál nýja flokksins verði að berjast gegn tekjutengingum og vaxandi ójöfnuði í þjóðfélaginu.

Ríkisútvarpið má kaupa nuddstofu og mjólkurbú

Aukin ríkisvæðing með kaupum ríkisfyrirtækis á prentsmiðju og með galopnum heimildum til Ríkisútvarpsins til samkeppnisrekstrar var gagnrýnd á Alþingi í dag. Jóhann Ársælsson sagði að Ríkisútvarpinu hefði nú verið heimilað að kaupa allskonar starfsemi.

Hótar að leita til dómstóla ef gögn fást ekki frá Kompási

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hótar að leita til dómstóla ef forsvarsmenn fréttaskýringaþáttarins Kompáss láta henni ekki í té upplýsingar sem snúa að tveimur þáttum þar sem tálbeita var notuð til að sýna fram á aðgengi barnaníðinga að ungum fórnarlömbum. Ritstjórn Kompáss skoðar nú beiðni lögreglunnar.

Hertar mengunarkröfur í nýju deiliskipulagi um álversstækkun

Meirihluti íbúa Hafnarfjarðar er á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt nýrri könnun. Línur í þessu máli eru farnar að skýrast. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Hafnarfirði standa að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Almenn atkvæðagreiðsla íbúa bæjarins um deiliskipulagið fer fram þann 31. mars og leggur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni ráði úrslitum.

Túnisbúa vísað úr húsi fyrir að sparka í Íslending

Túnisar virtust vera heldur sárir og svekktir með úrslitin gegn Íslendingum, en þeir gerðu miklar væntingar til sinna manna í dag. Einum áhangenda Túnisa varð svo heitt í hamsi að hann sparkaði í stuðningsmann Íslendinga.

Íslendingar sneru við blaðinu í síðari hálfleik

Íslendingar sigruðu Túnisa 36-30 í fyrsta leik sínum í milliriðli heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Algjör viðsnúningur var á frammistöðu liðsins frá því fyrri hálfleik en í leikhléi höfðu Túnisar þriggja marka forskot, 19-16.

Ný þyrla Gæslunnar kemur til Reykjavíkur

Nýr þyrla Landhelgisgæslunnar, sem fengið hefur einkennisstafinu TF-EIR, lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan fjögur í dag. Þetta er fjórða þyrla Gæslunnar og er samskonar og TF-SIF, minni þyrla Gæslunnar.

Kynnti heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt stefnu um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi sem innflytjendaráð hefur unnið á undanförnum misserum. Stefnan var kynnt á blaðamannafundi í félagsmálaráðuneytinu í dag.

Fundur um rýmingaráætlun vegna hugsanlegs stíflurofs

Almannavarnanefnd Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri ásamt Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans halda á morgun borgarafund að Brúarási á Jökuldal þar sem kynnt verður fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu stöðu rýmingaráætlunar vegna hugsanlegs stíflurofs við Hálslón.

Stríðsmálaðir áhangendur Túnis mættir í höllina í Dortmund

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur tekið Arnór Atlason aftur inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Túnis klukkan 16:30 í dag. Arnór kemur inn í stað Ragnars Óskarssonar og þá verður Roland Eradze í markinu í stað Hreiðars Guðmundssonar. Logi Geirsson er í hópnum þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla í leiknum við Frakka.

Meirihluti á móti stækkun álversins í Straumsvík

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru heldur fleiri Hafnfirðingar á móti stækkun álversins í Straumsvík en fylgjandi. Mjög mjótt mun þó vera á munum milli fylkinganna. Þetta kemur fram í könnun sem nýlega var gerð af Capacent-Gallup fyrir Alcan og forsvarsmenn Alcan hafa ekki enn kynnt fyrir almenning.

Greiða atkvæði um deiliskipulag vegna álvers 31. mars

Hafnfirðingar greiða atkvæði um það hvort álverið í Straumsvík verði stækkað þann 31. mars næstkomandi nái tillaga meirihluta Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag fram að ganga. Þetta kom fram á blaðamannafundi Hafnarfjarðarbæjar vegna nýs deiliskipulags í tengslum við fyrirhugaða stækkun álversins í dag.

Tæplega áttræður drukkinn undir stýri

Tæplega áttræður ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt en hann var annar tveggja sem lögreglan stöðvaði vegna ölvunarakstur í nótt. Próflaus ökumaður ók bíl sínum í gegnum grindverk við Hafnafjarðarveg, bíll hans skemmdist nokkuð og er hann óökufær.

Tvö þúsund miðar seldust á Karíus og Baktus á klukkustund

Yfir tvö þúsund miðar seldust á fyrsta klukkutíma miðasölu á leikritið Karíus og Baktus sem Leikfélag Akureyrar sýnir í Borgarleikhúsinu í febrúar og mars. Mikið álag var á bæði símkerfi og heimasíðu leikhússins að sögn Magnúsar Geirs Þórðarssonar, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, en verið er styrkja það.

Heimasíða í minningu Jóns Páls

Vefsíða sem tileinkuð og heiðruð er minningu Jón Páls Sigmarssonar kraftlyftingarmanns og þjóðarhetju! hefur verið opnuð á léninu www.jonpall.is. Á vefsíðunni verður hægt að nálgast nánari upplýsingar um sögu Jón Páls heitins, myndir, tengla, gestabók og margt fleira.

Lögregla kölluð til vegna rafmagnsrakvélar

Lögreglumenn voru kallaðir að íbúð í Reykjavík í nótt eftir að húsráðandi varð var við undarleg hljóð sem bárust frá baðherberginu. Þegar betur var að gáð reyndust hljóðin koma frá rafmagnsrakvél sem var í gangi inni í skáp. Lögreglumenn brugðust skjótt við og slökktu á vélinni.

Grunaður um nokkur innbrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann sem grunaður er um nokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Hann er meðal annars grunaður um að hafa stolið tækjabúnaði úr vöruhúsi og bíl aðfaranótt þriðjudags.

Kynnti tillögur vegna stækkunar álvers

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kynnti á blaðamannafundi í dag nýja deiliskipulagstillögu að fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík og tillögur um fyrirkomulag og tímasetningu á íbúakosningu.

Ólafur fundaði með Kalam og Soniu Gandhi

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átt í dag og í gær fundi með forseta Indlands dr. A.P.J. Kalam og Soniu Gandhi leiðtoga Congressflokksins. Á fundunum kom fram ríkur vilji til að efla tengsl milli landanna og að efnt yrði til samvinnu við Íslendinga á ýmsum sviðum, sem sem í orkumálum, vísindum, tækni og viðskiptum.´

Gripið hafi verið til fullnægjandi aðgera vegna máls barnaníðings

Dómsmálaráðuneytið telur að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða vegna máls dæmds barnaníðings sem greint var frá í fréttaskýringarþætttinum Kompási á sunnudaginn var. Maðurinn reyndi að komast í samband við 13 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi þegar hann dvaldi á áfangaheimilinu Vernd en stúlkan var tálbeita Kompáss.

Sjá næstu 50 fréttir