Fleiri fréttir

Íslendingar bjóðast til að miðla málum

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði að loknum fundi með Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, í utanríkisráðuneytinu í morgun, að henni þættu skýringar Ísraela á árásum á óbreytta borgara Beit Hanoun á Gaza í síðustu viku ekki trúverðugar. Ísraelar segja að um tæknileg mistök hafi verið að ræða.

Rannsakað sem manndráp af gáleysi

Banaslysið á Reykjanesbraut á laugardagskvöld er rannsakað sem manndráp af gáleysi. Mennirnir tveir sem komust lífs af úr slysinu hafa verið úrskurðaðir í farbann til nóvemberloka og hafa réttarstöðu sakborninga.

Skipið á leið til Reyðarfjarðar

Erlent flutningaskip, sem lenti í háska í roki og stórsjó rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu þegar aðalvél þess bilaði í nótt, siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar. Hættan er talin liðin hjá.

Jólin kosta 8 milljarða

Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna - fyrir utan vask - ef spá Rannsóknarseturs verslunarinnar gengur eftir. Og valinn hópur smekkmanna hefur útnefnt jólagjöf ársins í ár.

Sendiherrann fór út bakdyramegin, hátt í hundrað mótmælendur við ráðuneytið

Tæplega hundrað manns mótmæltu drápi Ísraelsmanna á mörgum óbreyttum borgurum í Palestínu nýverið, þegar ísraelski sendiherrann gekk á fund Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Sendiherrann var mættur í ráðuneytið áður en mótmælendur komu og að loknum fundinum fór sendiherrann út bakdyramegin.

Lögreglumenn segja umfjöllun Blaðsins ærumeiðandi

Landssamband lögreglumanna lýsir yfir furðu sinni á "fréttaúttekt" Blaðsins á liðnum dögum þar sem fjallað hefur verið um meint brot fjölda lögreglumanna í tengslum við rannsókn fíkniefnabrota fyrir um 10 árum. Landssambandið bendir á að lögreglumenn á Íslandi búa við mjög mikið eftirlit með störfum sínum af hálfu yfirmanna og annarra yfirvalda.

Vörubíll valt á hliðina

Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að því að rétta af vörubíl sem lenti á hliðinni á lóð við verslun í Lágmúla. Vörubíllinn var með krana á en ekki er vitað um hvort einhverjar skemmdir urðu.

Öxnadalsheiðin er ófær

Ófært er um Öxnadalsheiði en þar er stórhríð. Stórhríð er einnig á Þverárfjalli og á leiðinni í Fljótin. Verið er að opna milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Færð er víðast hvar þung. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum.

Stjórnmálasamband við Síerra Leóne

Íslendingar stofnuðu í gær til stjórnmálasambands við Vestur-Afríkuríkið Síerra Leóne. Fastafulltrúar Íslands og Síerra Leóne hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Joe Robert Pemagbi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í New York í gær. Landið er nú á uppleið eftir stríðsátök undanfarinna ára.

Óveður og flughált á Kjalarnesi

Tilkynning var að berast frá Vegagerðinni rétt í þessu og segir hún að það sé óveður og flughált á Kjalarnesi. Eru vegfarendur því beðnir um að aka þar með fyllstu gát.

Sægreifinn nær alþjóðlegri frægð

Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði nýlega um Ísland á vefsíðu sinni. Greinin fjallaði um humarsúpuna sem er á boðstólum á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík og var henni lýst sem þeirri bestu sem blaðamaðurinn hafði bragðað.

Vitlaust veður á Skagaströnd

Vitlaust veður er á Skagaströnd núna og er búist við skemmdum á skemmu þar í bæ. Einnig hafa stillasar fokið og bátar slitnað upp. Björgunarsveitarmenn eru að störfum á svæðinu og segja þeir að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum.

Slæmt færi víða um land

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Óveður er á Holtavörðuheiði, Kolgrafafirði og í Staðarsveit. Snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði er þæfingur og stórhríð, hálka er á vegum í Strandasýslu.

Slökkviliðsmenn hafa náð yfirhöndinni

Slökkvilið Reykjavíkur sendi alla tiltæka slökkvibíla niður á Laugaveg 84 rúmlega hálfsjö í kvöld. Í húsnæðinu er verslun og íbúðarhús. Slökkviliðsmenn eru á þessari stundu komnir fyrir eldinn og byrjaðir að reykræsta húsið.

Eldsvoði á Laugavegi

Slökkvilið Reykjavíkur hefur sent alla tiltæka slökkvibíla niður á Laugaveg 84 en tilkynning barst um eldsvoða þar rétt í þessu. Í húsnæðinu er verslun og íbúðarhús. Sem stendur er ekki vitað meira um ástandið.

180 milljónir í verkefni í Malaví

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur ákveðið að leggja 180 milljónir króna til umfangsmikils vatns- og hreinlætisverkefnis í suðurhluta Malaví. Verkefnið er til fjögurra ára og unnið í samvinnu við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnina á Monkey Bay-svæðinu - en þar verður verkið unnið.

Ekkert ferðaveður fyrir norðan

Ekkert ferðaveður er á norður- og norðausturlandi og beinir Vegagerðin þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni þar því ekki sést á milli stika vegna stórhríðar. Þá er ófært um Klettsháls og Eyrarfjall. Fólk er einnig beðið að aka með gát um Svínadal í Dölum vegna foks á bárujárnsplötum. Hálkublettir eru á Hellisheiði og voru þrír fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur, á móts við Skíðaskálann í Hveradölum í dag, en enginn alvarlega slasaður. Þá voru fimm fluttir á slysadeild án alvarlegra meiðsla eftir bílveltu rétt austan við Litlu kaffistofuna á sjötta tímanum.

Margsinnis kvartað yfir lélegum merkingum

Vegfarandi segist hafa kvartað þrisvar vegna lélegra merkinga við framkvæmdir á Reykjanesbraut, þar sem banaslys varð um helgina. Árangurinn varð enginn. Vegatálmar úr plasti sem Borgarplast hefur hannað eftir erlendri fyrirmynd hafa fengið litlar undirtektir. Þeir eiga að vera mun hættuminni en steinklumpar sem notaðir hafa verið.

Kortanúmer birtast á kassastrimlum

Kassastrimlar eru ekki mikilvægir pappírar í augum margra en í nokkrum verslunum á Íslandi er þó ráð að gæta þeirra eins og sjáaldurs augna sinna.

Áfram vonskuveður víða um land

Áfram er búist við stormi víða á landinu í kvöld og fram eftir nóttu. "Já veðurspáin er slæm. Það má búast við mikilli ofankomu á Norður og Austurlandi í kvöld og nótt samfara sterkum vindi eða 15-23 m/s" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu NFS.

Jóhannes í Bónus yfirheyrður vegna skattamála

Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson.

Íbúar við Höfðatorg mótmæla skipulagi

Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega.

Skipstjóri á Sancy dæmdur fyrir ólöglegar veiðar

Skipstjóri á færeyska togaranum Sancy var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ólölegar veiðar innan íslenskrar efnahagslögsögu, þann 18. júní síðastliðinn, og að hafa meinað skipverjum á Óðni, skipi Landhelgisgæslunnar, aðgang að togaranum. Hann þarf jafnframt að greiða 600.000 króna sekt.

Við handalögmálum lá hjá farþegum

Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn.

Brottkast á þorski jókst

Brottkast þorsks var talsvert meira á síðasta ári en þrjú árin á undan. Brottkast þorsks á árinu 2005 var 2.594 tonn eða 1,27% af lönduðum afla. Brottkast á ýsu árið 2005 var 4.874 tonn eða 5,24% af lönduðum afla en það er svipað hlutfall og árin 2002 og 2003.

Hefja vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví

Þróunarsamvinnustofnun Íslands ætlar að hefja umfangsmikið vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví. Verkefnið á að vinna í samstarfi við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnir á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Verkefnið nær til fjögurra ára og hefst fyrir áramót en lýkur í árslok 2010.

Fékk árs fangelsi fyrir árás á lögregluþjón

Karlmaður var í dag dæmdur í árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita honum áverka. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og að til að sæta upptöku þeirra.

Bárujárnsplötur fjúka

Bárujárnsplötur fjúka nú í norðan verðum Svínadal í Dölum og eru vegfarendur sem eiga þar leið um beðnir um að fara með gát. Hvassviðri og ófærð er víða um land. Ófært og stórhríð er á Víkurskarði.

Gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi við upphaf þingfundar í dag vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Alþingis. Nefndinni barst á föstudaginn beiðni um að samþykkja 120 milljarða króna lántöku ríkisins.

Tuttugu og níu vilja á lista Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu

Tuttugu og níu bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegt prófkjör er fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út á laugardaginn en prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi.

Dagur Kári verðlaunaður

Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson hlýtur í næstu viku stærstu kvikmyndaverðlaun Dana Peter Emil Refn verðlaunin. Dagur Kári er fimmti leikstjórinn sem fær verðlaunin en þeim fylgja rúm ein milljón íslenskra króna. Þeir sem hlotið hafa verðlaunin eru Lars von Trier, Lukas Moodysson, Nicolas Winding Refn og Natasha Arthy.

Vegagerðin skoðar framkvæmdirnar við Reykjanesbraut

Vegagerðin er nú að fara yfir framkvæmdirnar við Reykjanesbraut þar sem banaslys varð um helgina. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, segir að verið sé að fara yfir þátt verktakans og eftirlit Vegagerðarinnar með framkvæmdunum.

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Hellisheiði

Flytja þurfti tvo á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Hellisheiði. Ekki er talið að þeir séu alvarlega slasaðir. Slysið var rétt hjá Skíðaskálanum í Hveradölum. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan hálf eitt og eru lögreglumenn enn að störfum á vettvangi.

Síðasti bóndinn á leið af þingi

Síðasti starfandi bóndinn er á leið af þingi ef bændur fá ekki ekki fulltrúa í þeim prófkjörum sem eftir eru eða í flokksvali.

Suðurnesjamönnum gengur illa í prófkjörum

Flokksmenn í tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins hafa hafnað Suðurnesjamönnum í prófkjörum í Suðurkjördæmi. Sjálfstæðismenn höfnuðu Kristjáni Pálssyni úr Keflavík og þingmanninum Gunnari Erni Örlygssyni af Suðurnesjum. Þar eru nú Árnesingar og Vestmannaeyingar í toppsætum.

Húsnæðisverð hækkar hraðar nú en undanfarna mánuði

Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, og hækkar nú hraðar en undanfarna mánuði. Á einum mánuði hefur það hækkað um 0,7%,sem er mikil hækkun ef litið er til þess að að á síðustu 6 mánuðum nemur hækkunin saman lagt innan við þremur prósentum. Mesta hreyfingin virðist vera á ódýrari eignum.

Úrskurðaðir í farbann eftir banaslys

Mennirnir tveir sem komust af úr bílslysinu á Reykjanesbrautinni um helgina hafa verið úrskurðaðir í farbann. Þriðji maðurinn sem var bílnum lést í slysinu. Ekki var ljóst eftir slysið hver ók bifreiðinni og voru þeir sem lifðu slysið af handteknir og vistaðir í fangaklefa eftir skoðun á sjúkrahúsi.

Víða stórhríð og ófærð

Björgunarsveit var kölluð út í Ólafsvík á ellefta tímanum til að hemja járnplötur, sem voru farnar að fjúka af gistiheimilinu þar. Víða um land er hvassviðri, stórhríð og ófærð.

Undanúrslit Skrekksins hefjast í kvöld

Skrekkurinn hefst í kvöld, þetta þarfnast ekki nánari útskýringa fyrir nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Fyrir hina sem ekki eru farnir að hlakka til er Skrekkurinn hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Allir skólarnir í Reykjavík munu mæta til leiks og er búist við geysiharðri keppni í Borgarleikhúsinu þrjú komandi kvöld.

Árni nýtur fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Árni Johnsen njóti fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Árni hlaut annað sæti í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi um helgina. Geir sagði í Ríkisútvarpinu í morgun, að Árni nyti trausts þrátt fyrir fyrri brot í trúnaðarstörfum sínum.

Jóhannes í Bónus boðaður í yfirheyrslu

Jóhannes í Bónus verður yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í dag vegna meintra skattalagabrota í rekstri fjárfestingafélagsins Gaums. Yfirheyrslan er sú fyrsta sem Jóhannes mætir í vegna rannsóknar í kjölfar tveggja ára gamallar kæru frá skattrannsóknarstjóra.

Lítið vart við leka á Kárahnjúkastíflu

Hálslón við Kárahnjúkastíflu hefur náð 558 metra hæð yfir sjávarmáli en eftir eru 67 metrar í að lónið nái fullri hæð. Mikill þrýstingur er kominn á stífluna en Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir vel fylgst með henni. Sáralítill leki sé á stíflunni og mjög litlar hreyfingar.

Hátt í hundrað atkvæði gleymdust í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi

Kjörstjórn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur uppgötvað að 87 atkvæði úr einum kjörkassa voru ekki talin í prófkjöri flokksins sem fram fór fyrir rúmri viku. Hún hefur yfirfarið þessi atkvæði og breyta þau í engu röð frambjóðenda á listanum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórninni. Kjörstjórn biðst velvirðingar á þessum mistökum.

Sjá næstu 50 fréttir