Innlent

Lögreglumenn segja umfjöllun Blaðsins ærumeiðandi

Lögreglustöðin í Reykjavík.
Lögreglustöðin í Reykjavík. MYND/Róbert Reynisson

Landssamband lögreglumanna lýsir yfir furðu sinni á "fréttaúttekt" Blaðsins á liðnum dögum þar sem fjallað hefur verið um meint brot fjölda lögreglumanna í tengslum við rannsókn fíkniefnabrota fyrir um 10 árum. Landssambandið bendir á að lögreglumenn á Íslandi búa við mjög mikið eftirlit með störfum sínum af hálfu yfirmanna og annarra yfirvalda.

Segir í yfirlýsingu frá Landssambandinu að fullyrðingar Blaðsins séu ekki rökstuddar og að sannanir séu ekki tilteknar. "Þykir Landssambandi lögreglumanna með ólíkindum að viðkomandi blaðamenn leyfi sér að setja frá sér slík ósannindi þar sem fjöldi lögreglumanna er sakaður um brot í opinberu starfi. Með þessari framsetningu eru þeir lögreglumenn bornir röngum sökum og efnistök blaðamanna ærumeiðandi," segir meðal annars í tilkynningu frá Landssambandinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×