Innlent

Ekkert ferðaveður fyrir norðan

Ekkert ferðaveður er á norður- og norðausturlandi og beinir Vegagerðin þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni þar því ekki sést á milli stika vegna stórhríðar. Þá er ófært um Klettsháls og Eyrarfjall. Fólk er einnig beðið að aka með gát um Svínadal í Dölum vegna foks á bárujárnsplötum. Hálkublettir eru á Hellisheiði og voru þrír fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur, á móts við Skíðaskálann í Hveradölum í dag, en enginn alvarlega slasaður. Þá voru fimm fluttir á slysadeild án alvarlegra meiðsla eftir bílveltu rétt austan við Litlu kaffistofuna á sjötta tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×