Fleiri fréttir

Tekist á um horfur í efnahagslífinu

Forsætisráðherra staðhæfði á Alþingi í dag að þenslan væri á mikilli niðurleið og spenna mjög að minnka í efnahagslífinu. Formaður Vinstri grænna fullyrti hins vegar á móti að ekkert gengi að vinna á jafnvægisleysinu.

Lést eftir neyslu á e-töflu

Kona á þrítugsaldri lést á laugardagsmorgun eftir að hafa tekið inn e-töflu og tveir piltar, á sautjánda ári, voru fluttir á sjúkrahús á sunnudagsmorgun eftir neyslu á e-töflum. Þeir liggja nú á Barnaspítala Hringsins alvarlega veikir.

Þakklát fyrir björgunina

Ferðalangarnir, sem komust í hann krappan á Möðrudalsöræfum í gær þegar rúður brotnuðu í bíl þeirra í aftakaveðri, eru þakklátir bjargvættum sínum. Þeir segja lífsreynsluna hafa verið ógnvænlega en ógleymanlega.

Róbert kominn í 3. sæti

Björgvin G. Sigurðsson er enn í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar búið er að telja 2.000 atkvæði. Björgvin er með 706 atkvæði í 1. sæti. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti með 617 atkvæði í 1.-2. sætið. Róbert Marhall er í 3 sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 4. sæti og Jón Gunnarsson í 5. sæti.

Björgvin G. Sigurðsson leiðir eftir fyrstu tölur

Fyrstu tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi voru birtar klukkan 18:20. Björgvin G. Sigurðsson er nú í 1. sæti með 503 atkvæði. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 3 sæti. Róbert Marshall í 4. sæti og Jón Gunnarsson í 5. sæti.

Frjálslyndir segja innflytjendamál ekki mega vera "tabú"

Leiðtogar frjálslyndra segja umræður um málefni innflytjenda ekki mega vera tabú hjá stjórnmálamönnum. Ríkisvaldið er harðlega gagnrýnt fyrir orð en engar gjörðir í málefnum nýbúa, en ekki er gert ráð fyrir fjárframlögum til málaflokksins í fjárlögum þessa árs. Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins segir andstæðinga reyna að setja stimpil kynþáttafordóma á flokkinn.

Bílvelta í Súgandafirði

Jeppi valt í Súgandafirði á fimmta tímanum í dag. Slysið átti sér stað við bæinn Botn. Fjórir voru í bílnum þegar hann valt og sluppu allir ómeiddir. Bíllinn er gjörónýtur en lögreglan á Ísafirði segir hálku hafa verið á svæðinu þegar slysið átti sér stað.

Valgerður fundaði með Jústsjenkó

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fundi með Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, og Borys Tarasjúk utanríkisráðherra en ráðherra er í opinberri heimsókn í Úkraínu.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir ýmis brot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða fangelsi og svipti hann ökuleyfi í fimm ár fyrir ítrekaðan ölvunarakstur og vopnalagabrot, fíkniefnabrot og þjófnað í haust. Maðurinn játaði fúslega brot sín fyrir dómi en hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1997.

Davíð verður ekki forstjóri Alþjóða­heilbrigðs­málastofnunarinnar

Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, er úr leik í samkeppninni um að verða næsti forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Hann var tilnefndur fyrir Íslands hönd en var ekki í hópi þeirra fimm sem framkvæmdastjórn stofnunarinnar valdi til áframhaldandi mats.

Krefjast þess að hætt verði að vernda mjólkuriðnað um áramótin

Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu krefst þess að innflutningsvernd mjólkurafurða verði felld niður um næstu áramót, þegar afurðastöðvar íslenska mjólkuriðnaðarins (aðrar en Mjólka) sameinast. Í kjölfarið verði komið á samkeppnismarkaði þessara vara.

Safna 10 þúsund rúllum og böggum til uppgræðslu

Rangárþing eystra og Landgræðsla ríkisins hafa gert með sér samkomulag um söfnun 10 þúsund heyrúllna og bagga á næstu fjórum árum til að nota við heftingu sandfoks með það að markmiði að tryggja örugga umferð til og frá fyrirhugaðri höfn í Bakkafjöru á Landeyjasandi.

Hætta við sýningu Íd vegna hvalveiða Íslendinga

Íslenski dansflokkurinn virðist ætla að líða fyrir hvalveiðar Íslendinga því hætt hefur verið við sýningu sem flokkurinn ætlaði að halda í bæ á austurströnd Bandaríkjanna eftir um ár.

Actavis setur sykursýkilyf á markað í Bandaríkjunum

Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis hefur sett á markað sykursýkilyfið Glipizide ER í Bandaríkjunum sem er samheitalyf frumlyfsins Glucotrol XL®, sem framleitt er af Pfizer. Fram kemur í tilkynningu frá Actabvis að heildarsala lyfsins síðastliðið ár í Bandaríkjunum nemi um 13 milljörðum króna en Actavis er eitt af þremur fyrirtækjum á markaði með lyfið.

Vanskil á virðisaukaskatti fara vaxandi

Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005.

Sekt fyrir ósiðlegt athæfi gagnvart frænku sinni

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa sýnt frænku sinni ósiðlegt og ruddalegt athæfi með því að taka fjórar myndir af henni á meðan hún svaf í nærbuxum og bol einum fata.

Dæmdur fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginkonu

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára fyrir að hafa ráðist inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og beitt hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum maðurinn hafi komið að heimilinu og viljað fá barn þeirra sem þau deildu um forræði yfir. Því hafi konan neitað og við það hafi maðurinn orðið reiður og meðal annars tekið hana kverkataki.

Samfellt net virkjana og verksmiðja

Samfellt net virkjana og verksmiðja verður frá Keflavík að Landmannalaugum ef ráðist verður í fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá, segir Ómar Ragnarsson. Önnur og mikilvægari svæði séu hins vegar í hættu og náttúruverndarmenn þurfi að forgangsraða.

Segir hrikta í stoðum kerfisins vegna innflytjendamála

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir hrikta í stoðum kerfisins sem sé ekki tilbúið að taka við auknum fjölda innflytjenda. Hún segir stjórnmálamenn ekki þora að lýsa skoðunum sínum um vanda af málum innflytjenda af ótta við að fá stimpil kynþáttafordóma, sem hefði áhrif á vinsældir og niðurstöðu prófkjöra.

Rannsaka hnífsstunguna sem tilraun til manndráps

Lögreglan á Húsavík ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manni, sem stakk konu og karlmann með fjaðurhnífi í heimahúsi á Húsavík í gærkvöldi, og ógnaði lögreglumönnum. Konan liggur á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri og er málið rannsakað sem tilraun til manndráps.

Ung kona lést og tveir veikir eftir að hafa tekið inn e-töflur

Lögreglan í Reykjavík vill vara sérstaklega við notkun e-taflna en aðfaranótt laugardags lést ung kona sem hafði tekið inn e-töflu. Talið er að hún hafi keypt e-töflu af óþekktum aðila, sennilega á föstudagskvöld. Þá voru tveir ungir menn fluttir alvarlega veikir á sjúkrahús á sunnudagsmorgun. Þeir höfðu sömuleiðis tekið inn e-töflur.

Vegir opna á ný

Lögreglan á Egilsstöðum hefur opnað alla vegi, sem voru lokaðir fyrr í dag, á ný. Veður hefur gengið niður en er þó enn það slæmt að ekki er mælt með að fólk sé á ferli að óþörfu.

Nýjar reglur um handfarangur

Nýjar reglur um handfarangur í millilandaflugi taka gildi á morgun en þar með verður ekki hægt að vera með vökva í handfarangri nema í þar til gerðum plastpokum.

Ekstrablaðið sendir fjármálaráðherra bréf

Blaðamenn Ekstrablaðsins danska hafa sent Árna Mathiesen fjármálaráðherra bréf þar sem hann er spurður um tengsl íslenskra kaupsýslumanna við skúffufyrirtæki á Bresku jómfrúaeyjum. Hann hefur ekki svarað.

Fjölskyldu bjargað úr grjótroki

Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis.

Tveimur skipum bjargað af strandstað

Rúmlega tvöhundruð tonna bátur og skuttogari slitnuðu frá bryggju í Hafnarfirði í morgun og rak út á höfnina. Ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á skipunum en hafsögumönnum og björgunarsveitarmönnum tókst að draga skipin af strandstað og koma þeim aftur að bryggju.

Litlu munaði í baráttunni um fyrsta sætið

Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, varð í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, eftir spennandi kosningavöku í gærkvöldi og skaust þar með upp fyrir þrjá sitjandi þingmenn. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir urðu í öðru og þriðja sæti en Valdimar Leó Friðriksson náði ekki kjöri í fyrstu átta sætin.

Segir Frjálslynda kynda undir kynþáttafordómum

Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Hún segir að skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi og spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt.

Maður sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir þann þriðja nóvember síðastliðinn, Kristófer Örn Sigurðsson, er fundinn. Hann fannst nú rétt undir kvöld.

Vinstri grænir aflýsa kjördæmisþingi vegna veðurs

Vinstri grænir ætluðu sér að halda kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi í Dalabúð í Búðardal í dag. Þar átti að taka ákvörðun um hvernig staðið yrði að uppröðun á framboðslista í Vinstri grænna í kjördæminu. Aðeins félagar svæðisfélaganna hafa þar atkvæðisrétt.

Steinunni Valdísi hryllir við skoðunum þingmanns Frjálslynda flokksins

Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi. Hún spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt.

Ikkemut komið af strandstað

Hafsögumönnum og björgunarsveitamönnum í Hafnarfirði tókst að draga grænlenska draugaskipið Ikkemut af strandstað rúmlega þrjú í dag.

Veður á Austurlandi versnar enn

Lögreglan á Egilsstöðum skýrði frá því í dag að vegurinn á Möðrudalsöræfum væri lokaður vegna veðurs, sem og leiðin frá Egilsstöðum til Mývatns. Veginum á Sandvíkurheiði, sem liggur milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar, hefur einnig verið lokað.

Millilandaflug hefst á ný

Millilandaflug á að hefjast á ný klukkan eitt í dag. Þetta kemur fram á vef Keflavíkurflugvallar.

Tvö skip slitnuðu frá bryggju í Hafnafjarðarhöfn

Rúmlega tvöhundruð tonna bátur og skuttogari slitnuðu frá bryggju í Hafnarfirði í morgun og rak út á höfnina. Ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á skipunum en hafsögumönnum og björgunarsveitarmönnum tókst að draga minna skipið af strandstað á ellefta tímanum.

Gunnar Svavarsson leiðir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi eftir 2. talningu

Nýjar tölur um dreifingu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi voru að berast frá formanni kjörstjórnar Halldóri S. Guðmundssyni. Hafa atkvæði fallið þannig að Gunnar Svavarsson hefur hlotið 683 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 1.137 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 1.258 atkvæði í 1.-3. sæti.

Sjá næstu 50 fréttir