Fleiri fréttir Aflaverðmæti eykst um nærri tíu prósent Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæplega fjóra milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Aflaverðmætið var um 46 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins en aukningin milli ára nemur nærri tíu prósentum. 23.10.2006 10:48 Glitnir spáir 7,4% verðbólgu Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í nóvember og að verðbólga á ársgrundvelli verði þá 7,4%. Að mati sérfræðinga Glitnis byggist hækkunin að mestu leyti á hækkuðu fasteignaverði en lítils háttar hækkun á matarverði leggur einnig til hækkunar neysluvísitölunnar. 23.10.2006 10:03 Stefán nýr aðalendurskoðandi Seðlabankans Stefán Svavarsson var nýverið ráðinn í starf aðalendurskoðanda Seðlabanka Íslands og hefur hann störf 1. nóvember næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá bankanaum að Stefán hafi undanfarið gegnt dósentsstöðu við Háskólann í Reykjavík en hann var áður dósent við Háskóla Íslands. 23.10.2006 10:00 Varnarsamningurinn inn bakdyramegin Össur Skarphéðinsson sagði í þætti Silfri Egils í dag Sjálfstæðismenn lauma varnarsamningnum inn bakdyramegin. Hann deildi hart á að kjörnir einstaklingar á þingi fái ekki að ræða innihald samningsins. Þá sagði Össur klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins ótrúlegan í ljósi tímasetningar rétt fyrir prófkjör. 22.10.2006 19:00 Meintur læknadópsali sýknaður Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað mann af ákæru fyrir brot gegn lyfjalögum, en maðurinn var afhjúpaður af fréttaskýringaþættinum Kompási fyrir ólöglega sölu á svokölluðu læknadópi. Í þætti Kompáss sem sýndur var seint á síðasta ári voru tvær tálbeitur notaðar til þess að kaupa lyf hjá ákærða en þátturinn fjallaði um hversu auðvelt er að nálgast læknadóp á Íslandi. 22.10.2006 18:37 Hrefnuveiðmenn í startholunum Hvalur níu fór aftur út til veiða í dag. Hrefnuveiðimenn hyggja einnig á veiðar, Njörður strax um miðja vikuna og aðrir nokkurum dögum síðar. 22.10.2006 18:08 SUS á móti ríkisrekstri og leyniþjónustu 22.10.2006 17:46 Ekkert vandamál að selja hvalkjötið 22.10.2006 16:39 Ögmundur Jónasson skammar Jón Baldvin vegna njósnamáls Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, er harðorður í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar, á heimasíðu sinni, vegna framkomu hans við Svavar Gestsson, meðan Jón Baldvin var utanríkisráðherra. 22.10.2006 15:01 Lögreglan í Reykjavík vissi af hlerunum Pétur Gunnarsson blaðamaður sem var lögreglumaður fyrir tuttugu árum, segir að á þeim tíma hafi lögreglan í Reykjavík vitað af hlerunum úr símstöð í húsi lögreglunnar. Þetta kom fram í þættinum Silfri Egils nú í hádeginu, en þar sagði Pétur: “Það vissu allir að það var símstöð í húsinu sem var í umsjá útlendingaeftirlitsins og fíkniefnalögreglunnar." 22.10.2006 14:51 Íslendingar sýna alþjóðasamfélaginu fingurinn Með því að draga dauða langreyði á land í Hvalfirði sýna Íslendingar alþjóðasamfélaginu fingurinn. Þannig metur Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu stöðuna. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök segja blóð flæða í íslensku sjávarmáli. 22.10.2006 12:26 Aukin misskipting og möguleg gjaldtaka Skert þjónusta til innflytjenda getur leitt til aukinnar misskiptingar í samfélaginu. Þetta segir Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, en borgarstjórn ákvað í vikunni að skerða fjárframlög til hússins um rúmlega þriðjung. Alþjóðahús veitir bæði almenna og sérhæfða ráðgjöf til innflytjenda, en á vegum hússins er meðal annars lögfræðingur í fullu starfi. 22.10.2006 10:59 Kosið um stækkun Panama skipaskurðarins Kjósendur í Panama ákveða í dag hvort Panama skipaskurðurinn verði stækkaður. Um væri að ræða stærstu framvkæmdir sem ráðist hefur verið í á skurðinum, sem byggður var fyrir 92 árum. 22.10.2006 09:49 Sex nýir áfangastaðir hjá Iceland Express Flugfélagið Iceland Express hefur ákveðið að fjölga áfangastöðum sínum úr átta í fjórtán en næsta sumar munu þeir bjóða flug til París, Basel, Eindhoven, Billund, Bergen og Ósló. Áfram verður flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Alicante, Berlínar, Frankfurt, Friedrichshafen, Gautaborgar og Stokkhólms. 21.10.2006 21:04 Fimmtán gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingar í Rvk Frestur til að tilkynna um framboð í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor rann út fyrr í dag. Fimmtán gáfu kost á sér. 21.10.2006 20:53 Hellisheiðavirkjun vígð Hellisheiðarvirkjun var vígð í dag að viðstöddu fjölmenni. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni fram til ársins 2025. 21.10.2006 19:15 Rektor vill auka sjálfsaflafé HÍ Háskóli Íslands brautskráði í dag 380 kandídata við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Kristín Ingólfsdóttir rektor segist vilja auka sjálfsaflafé skólans. Heildarfjöldi brautskráðra nemenda frá Háskóla Íslands er þá rúmlega 1,600 á þessu ári, þar af ríflega 100 úr mastersnámi og 13 sem ljúka doktorsprófi. 21.10.2006 19:10 Ekki við Samfylkingu að sakast Engin ástæða er til að óttast að skráningar hafi ekki borist kjörstjórn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, að mati Helenar Karlsdóttur, formanns stjórnarinnar. Í fréttum NFS í gærkvöldi gagnrýndi Benedikt Sigurðarson kjörstjórnina harðlega og sagði klúður hafa orðið í rafrænni skráningu nýrra flokksmanna. Helena sagði, í samtali við fréttastofu í dag, að fullyrðingar Benedikts væru rangar. Búið væri að rannsaka málið gaumgæfilega og að klúðrið, sem Benedikt nefnir svo, megi rekja til einstaklinganna sjálfra en ekki til heimasíðu flokksins. Helena segir að frambjóðendum hafi verið boðið að skila inn athugasemdum og nú sé búið að taka tillit til þeirra ábendinga. 21.10.2006 19:00 Segir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins standa fyrir ógeðfelldri aðför að Birni Geir H. Haarde forsætisráðherra segir pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir ógeðfelldri aðför að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vegna hleranamálsins svokallaða. Hann segir að óprúttnir menn reyni að koma höggi á Björn meðan hann standi í erfiðri prófkjörsbaráttu. Geir H. Harde ræddi þessi mál meðal annars á fundi í Valhöll í morgun. Hann neitar því alfarið að ekki hafi ríkt fullur trúnaður milli hans og Björns Bjarnasonar og það sé einfaldlega valdabarátta í flokknum. 21.10.2006 18:45 Samningur um uppbyggingu Rýmisins Tryggingamiðstöðin og Leikfélag Akureyrar hafa gert samning um uppbyggingu nýjasta sýningarsviðs LA sem nefnt er Rýmið. Margir þekkja Rýmið betur undir nafninu Dynheimar eða Lón en það stendur við Hafnarstræti 73 á Akureyri. Síðast var húsnæðið notað undir menningarstöð ungs fólks eða þegar hún fluttist í Brekkuskóla fékk Leikfélag Akureyrar afnot af húsnæðinu. 21.10.2006 17:15 Rann eina 50 metra niður fjallið Tólf ára drengur datt og rann eina fimmtíu metra niður hlíðar Esjunnar. Drengurinn slasaðist á fæti og er töluvert kvalinn en slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn eru á leið til hans sem og bráðatæknir slökkviliðsins og er gert ráð fyrir að þeir komi á slysstað innan skamms. Slysið varð utan í Þverfellshorni, í töluverðri hæð, á almennri gönguleið. 21.10.2006 17:00 Fyrsti vetrardagur í dag Í dag er fyrsti vetrardagur og þótt lítið sé um snjó á suð-vestur horni landsins þá er ekki svo um allt land. Á vef Bæjarins besta er skemmtileg mynd af börnum að leik í snjó og á myndinni má sjá myndarlegan snjókarl en fyrsti snjórinn féll á Ísafirði fyrir rúmri viku. 21.10.2006 16:03 Nýtt fjarskiptafyrirtæki mun reka öryggis- og neyðarþjónustu Gengið hefur verið rá samkomulagi við 112 hf um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis. Öryggisfjarskipti ehf. sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.Uppsetning kerfisins á að vera lokið næsta vor og munu allir helstu viðbragðsaðilar lýst yfir vilja til að nota kerfið. Öryggisfjarskipti ehf. er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf á einnig hlut í því og annast rekstur þess. 21.10.2006 16:00 Sækja slasað barn á Esjuna Tólf ára barn datt á Esjunni og meiddi sig á fæti og er neyðarsveit slökkviliðsins á leið á staðinn til aðstoðar barninu. Ekki er vitað hve alvarlegt slysið er en búið er að kalla út björgunarsveitir. Slysið átti sér stað utan í Þverfellshorni en þar er almenn gönguleið. Barnið er í talsverðri hæð og gerir slökkviliðið ráð fyrir því að það muni taka nokkurn tíma að koma því til hjálpar. Ekki er vitað að svo stöddu hvort barnið var í fylgd fullorðinna. 21.10.2006 15:40 Grundvöllur að sókn skólans í fremstu röð Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við útskrift 380 kandídata í dag að vísindasamstarf kennara og vísindamanna í öllum deildum og stofnunum skólans við erlenda skóla og vísindamenn í fremstu röð væri fjársjóður sem skólinn myndi grundvalla á sókn sína á næstu árum. Innan Háskólans eru vísindamenn í samstarfi um á annað hundrað alþjóðleg verkefni með mörgum af fremstu háskóla- og vísindastofnunum í heiminum. 21.10.2006 15:15 Uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956 minnst Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er nú á leið til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í viðburðum til minngar um uppreisnina í Ungverjalandi fyrir fimmtíu árum. Dagskráin hefst á morgun og mun standa fram á mánudag og munu margir helstu þjóðarleiðtogar heims taka þátt. 21.10.2006 14:45 Kynna umferðaröryggismál Í dag býður umferðarstofa upp á frítt mat á aksturshæfni ökumanna undir leiðsögn prófdómara. Hjá Frumherja á Hesthálsi er búið að koma upp tækjum og þrautum fyrir alla fjölskylduna og þar verða kynnt ýmis mál er tengjast öryggi í umferðinni. 21.10.2006 14:30 Fyrsti hvalurinn veiddur Áhöfnin á Hval níu hefur fangað væna langreyði úti fyrir Snæfellsnesi og hefur sett stefnuna á Hvalfjörð. Birtuskilyrði hafa gert hvalföngurum erfitt fyrir og einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forsjóra Hvals, er búist við að skipið komi að bryggju í Hvalfirði í fyrramálið gangi allt að óskum. 21.10.2006 14:12 Lítið sem ekkert samræmi Ekki virðist vera samræmi milli þess hve margir stúdentar útskrifast á landsbyggðinni og hve margir þeirra stunda háskólanám. Að þessari niðurstöðu kemst Þóroddur Bjarnason prófessonr við Háskólann á Akureyri en hann hefur borið saman skiptingu fjárveitinga þessa fjárlagaárs á háskólastigi til heilsársnema. 21.10.2006 14:00 Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant Úttekt Neytendastofu á tæplega fimm hundruð verkstæðum, víðs vegar um landið, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði er víða ábótavant. Athugasemdir voru gerðar við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í yfir níutíu og eitt prósent tilvika. 21.10.2006 13:30 Ávinningur olíusamráðsins lítill sem enginn Dómkvaddir matsmenn í máli Kers gegn Samkeppnisyfirvöldum telja hugsanlegt að ávinningur olíufélaganna af ólöglegu samráði hafi verið lítill eða enginn. Samkeppnisyfirvöld hafi gefið sér rangar forsendur við útreikninga sína. 21.10.2006 13:15 Hafa enn ekki veitt hval Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim þremur dögum sem liðnir eru frá því skipið lét úr höfn. Birtuskilyrði gera hvalföngurum erfitt fyrir. Þeir segjast finna hval, keyra á eftir honum en missa þá birtuna. Þeir hafi þó séð allar hugsanlegar tegundir úti fyrir Vestfjörðum í gær, en nú eru þeir út af Snæfellsjökli. Einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu en það segja hvalfangarar að sé ósköp eðlilegt eftir að hann hafi staðið í sautján ár. Ferðin hafi í raun gengið furðuvel. 21.10.2006 12:30 Vændi er þjóðarskömm segir biskup Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands segir hnattvæddan klámiðnað staðreynd á Íslandi og að mansal teygi anga sína hingað til lands. Vitnast hafi að menn kaupi ungar stúlkur frá fátækum löndum og haldi þeim hér eins og þrælum. Það sé þjóðarskömm. Þetta var meðal þess sem biskup gerði að umtalsefni við setningu Kirkjuþings í morgun. 21.10.2006 12:00 Lenti á hvolfi inn í garði Rétt eftir miðnætti varð harður tveggja bíla árekstur í íbúðarhverfi í vesturbæ Kópavogs, með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt og lenti á þakinu inni í garði. Engan sakaði og ekki leikur grunur á ölvun, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af staðnum með kranabíl. 21.10.2006 11:30 Nóbelsverðlaunahafi hlýtur heiðursdoktorsnafnbót Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands í dag. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Colubia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Hann hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. 21.10.2006 11:15 Ólafsfell kaupir hlut í Árvakri Eignarhaldsfélagið Ólafsfell, sem er félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur keypt 8 prósenta hlut í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Fyrir á Ólafsfell 82 prósenta hlut í Eddu útgáfu sem er stærsta bókaútgáfa landsins. 21.10.2006 11:00 Harður árekstur á Suðurlandsvegi Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. 21.10.2006 10:45 Leitað að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í gærkvöldi. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 21.10.2006 10:15 Kviknaði í dóti og fötum Eldur kviknaði í dóti og fötum í kjallaraíbúð í Skaftahlíð snemma í morgun. Húsráðandi hafði ráðið niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn, en reykræsta þurfti íbúðina. Ekki er ljóst hvað olli eldinum. 21.10.2006 09:58 Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls Eitt fíkniefnamál kom upp í Keflavík í nótt þegar bifreið var stöðvuð og kallaði lögreglan til sérsveit Ríkislögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Tveir voru í bílnum og voru þeir í annarlegu ástandi. Í beinu framhaldi var gerð húsleit á heimili þeirra, en þar voru tveir til viðbótar handteknir. 21.10.2006 09:52 Nóbelsverðlaunahafi heiðursdoktor frá HÍ Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands á morgun. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Mundell hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Auk hans hljóta tveir aðrir heiðursdoktorsnafnbót. Það eru Assar Lindbeck, prófessor við alþjóðahagfræðideild Háskólans í Stokkhólmi, og Kristján Sæmundsson, vísindamaður á sviði jarðfræði Íslands, eldfjallafræði og jarðhita. 20.10.2006 23:06 Harður árekstur Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í kvöld. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild virðist við fyrstu skoðun að maðurinn hafi ekki hlotið lífshættulega áverka. 20.10.2006 22:13 Rjúpnaskyttu leitað í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í kvöld. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Maðurinn fannst heill á húfi á níunda tímanum í kvöld. 20.10.2006 21:33 Kolmunnastofninn nýttur umfram afrakstursgetu Síðustu ár hefur mjög góð nýliðun verið í kolmunnastofninn, sem stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygningarstofninn stækkaði í rúmar 7 milljónir tonna árið 2003, en hefur farið minnkandi síðan. 20.10.2006 21:00 Útbreiðsla loðnustofnsins líklega breyst Líklegt er að útbreiðsla loðnustofnsins hafi breyst með breyttum umhverfisskilyrðum undanfarin ár, en hin síðustu ár hefur ekki tekist að mæla fjölda eins og tveggja ára ungloðnu að hausti og því hefur ekki verið unnt að gera tillögur um leyfilegan hámarksafla árið eftir. 20.10.2006 20:41 Sjá næstu 50 fréttir
Aflaverðmæti eykst um nærri tíu prósent Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæplega fjóra milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Aflaverðmætið var um 46 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins en aukningin milli ára nemur nærri tíu prósentum. 23.10.2006 10:48
Glitnir spáir 7,4% verðbólgu Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í nóvember og að verðbólga á ársgrundvelli verði þá 7,4%. Að mati sérfræðinga Glitnis byggist hækkunin að mestu leyti á hækkuðu fasteignaverði en lítils háttar hækkun á matarverði leggur einnig til hækkunar neysluvísitölunnar. 23.10.2006 10:03
Stefán nýr aðalendurskoðandi Seðlabankans Stefán Svavarsson var nýverið ráðinn í starf aðalendurskoðanda Seðlabanka Íslands og hefur hann störf 1. nóvember næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá bankanaum að Stefán hafi undanfarið gegnt dósentsstöðu við Háskólann í Reykjavík en hann var áður dósent við Háskóla Íslands. 23.10.2006 10:00
Varnarsamningurinn inn bakdyramegin Össur Skarphéðinsson sagði í þætti Silfri Egils í dag Sjálfstæðismenn lauma varnarsamningnum inn bakdyramegin. Hann deildi hart á að kjörnir einstaklingar á þingi fái ekki að ræða innihald samningsins. Þá sagði Össur klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins ótrúlegan í ljósi tímasetningar rétt fyrir prófkjör. 22.10.2006 19:00
Meintur læknadópsali sýknaður Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað mann af ákæru fyrir brot gegn lyfjalögum, en maðurinn var afhjúpaður af fréttaskýringaþættinum Kompási fyrir ólöglega sölu á svokölluðu læknadópi. Í þætti Kompáss sem sýndur var seint á síðasta ári voru tvær tálbeitur notaðar til þess að kaupa lyf hjá ákærða en þátturinn fjallaði um hversu auðvelt er að nálgast læknadóp á Íslandi. 22.10.2006 18:37
Hrefnuveiðmenn í startholunum Hvalur níu fór aftur út til veiða í dag. Hrefnuveiðimenn hyggja einnig á veiðar, Njörður strax um miðja vikuna og aðrir nokkurum dögum síðar. 22.10.2006 18:08
Ögmundur Jónasson skammar Jón Baldvin vegna njósnamáls Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, er harðorður í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar, á heimasíðu sinni, vegna framkomu hans við Svavar Gestsson, meðan Jón Baldvin var utanríkisráðherra. 22.10.2006 15:01
Lögreglan í Reykjavík vissi af hlerunum Pétur Gunnarsson blaðamaður sem var lögreglumaður fyrir tuttugu árum, segir að á þeim tíma hafi lögreglan í Reykjavík vitað af hlerunum úr símstöð í húsi lögreglunnar. Þetta kom fram í þættinum Silfri Egils nú í hádeginu, en þar sagði Pétur: “Það vissu allir að það var símstöð í húsinu sem var í umsjá útlendingaeftirlitsins og fíkniefnalögreglunnar." 22.10.2006 14:51
Íslendingar sýna alþjóðasamfélaginu fingurinn Með því að draga dauða langreyði á land í Hvalfirði sýna Íslendingar alþjóðasamfélaginu fingurinn. Þannig metur Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu stöðuna. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök segja blóð flæða í íslensku sjávarmáli. 22.10.2006 12:26
Aukin misskipting og möguleg gjaldtaka Skert þjónusta til innflytjenda getur leitt til aukinnar misskiptingar í samfélaginu. Þetta segir Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, en borgarstjórn ákvað í vikunni að skerða fjárframlög til hússins um rúmlega þriðjung. Alþjóðahús veitir bæði almenna og sérhæfða ráðgjöf til innflytjenda, en á vegum hússins er meðal annars lögfræðingur í fullu starfi. 22.10.2006 10:59
Kosið um stækkun Panama skipaskurðarins Kjósendur í Panama ákveða í dag hvort Panama skipaskurðurinn verði stækkaður. Um væri að ræða stærstu framvkæmdir sem ráðist hefur verið í á skurðinum, sem byggður var fyrir 92 árum. 22.10.2006 09:49
Sex nýir áfangastaðir hjá Iceland Express Flugfélagið Iceland Express hefur ákveðið að fjölga áfangastöðum sínum úr átta í fjórtán en næsta sumar munu þeir bjóða flug til París, Basel, Eindhoven, Billund, Bergen og Ósló. Áfram verður flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Alicante, Berlínar, Frankfurt, Friedrichshafen, Gautaborgar og Stokkhólms. 21.10.2006 21:04
Fimmtán gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingar í Rvk Frestur til að tilkynna um framboð í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor rann út fyrr í dag. Fimmtán gáfu kost á sér. 21.10.2006 20:53
Hellisheiðavirkjun vígð Hellisheiðarvirkjun var vígð í dag að viðstöddu fjölmenni. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni fram til ársins 2025. 21.10.2006 19:15
Rektor vill auka sjálfsaflafé HÍ Háskóli Íslands brautskráði í dag 380 kandídata við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Kristín Ingólfsdóttir rektor segist vilja auka sjálfsaflafé skólans. Heildarfjöldi brautskráðra nemenda frá Háskóla Íslands er þá rúmlega 1,600 á þessu ári, þar af ríflega 100 úr mastersnámi og 13 sem ljúka doktorsprófi. 21.10.2006 19:10
Ekki við Samfylkingu að sakast Engin ástæða er til að óttast að skráningar hafi ekki borist kjörstjórn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, að mati Helenar Karlsdóttur, formanns stjórnarinnar. Í fréttum NFS í gærkvöldi gagnrýndi Benedikt Sigurðarson kjörstjórnina harðlega og sagði klúður hafa orðið í rafrænni skráningu nýrra flokksmanna. Helena sagði, í samtali við fréttastofu í dag, að fullyrðingar Benedikts væru rangar. Búið væri að rannsaka málið gaumgæfilega og að klúðrið, sem Benedikt nefnir svo, megi rekja til einstaklinganna sjálfra en ekki til heimasíðu flokksins. Helena segir að frambjóðendum hafi verið boðið að skila inn athugasemdum og nú sé búið að taka tillit til þeirra ábendinga. 21.10.2006 19:00
Segir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins standa fyrir ógeðfelldri aðför að Birni Geir H. Haarde forsætisráðherra segir pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir ógeðfelldri aðför að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vegna hleranamálsins svokallaða. Hann segir að óprúttnir menn reyni að koma höggi á Björn meðan hann standi í erfiðri prófkjörsbaráttu. Geir H. Harde ræddi þessi mál meðal annars á fundi í Valhöll í morgun. Hann neitar því alfarið að ekki hafi ríkt fullur trúnaður milli hans og Björns Bjarnasonar og það sé einfaldlega valdabarátta í flokknum. 21.10.2006 18:45
Samningur um uppbyggingu Rýmisins Tryggingamiðstöðin og Leikfélag Akureyrar hafa gert samning um uppbyggingu nýjasta sýningarsviðs LA sem nefnt er Rýmið. Margir þekkja Rýmið betur undir nafninu Dynheimar eða Lón en það stendur við Hafnarstræti 73 á Akureyri. Síðast var húsnæðið notað undir menningarstöð ungs fólks eða þegar hún fluttist í Brekkuskóla fékk Leikfélag Akureyrar afnot af húsnæðinu. 21.10.2006 17:15
Rann eina 50 metra niður fjallið Tólf ára drengur datt og rann eina fimmtíu metra niður hlíðar Esjunnar. Drengurinn slasaðist á fæti og er töluvert kvalinn en slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn eru á leið til hans sem og bráðatæknir slökkviliðsins og er gert ráð fyrir að þeir komi á slysstað innan skamms. Slysið varð utan í Þverfellshorni, í töluverðri hæð, á almennri gönguleið. 21.10.2006 17:00
Fyrsti vetrardagur í dag Í dag er fyrsti vetrardagur og þótt lítið sé um snjó á suð-vestur horni landsins þá er ekki svo um allt land. Á vef Bæjarins besta er skemmtileg mynd af börnum að leik í snjó og á myndinni má sjá myndarlegan snjókarl en fyrsti snjórinn féll á Ísafirði fyrir rúmri viku. 21.10.2006 16:03
Nýtt fjarskiptafyrirtæki mun reka öryggis- og neyðarþjónustu Gengið hefur verið rá samkomulagi við 112 hf um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis. Öryggisfjarskipti ehf. sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.Uppsetning kerfisins á að vera lokið næsta vor og munu allir helstu viðbragðsaðilar lýst yfir vilja til að nota kerfið. Öryggisfjarskipti ehf. er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf á einnig hlut í því og annast rekstur þess. 21.10.2006 16:00
Sækja slasað barn á Esjuna Tólf ára barn datt á Esjunni og meiddi sig á fæti og er neyðarsveit slökkviliðsins á leið á staðinn til aðstoðar barninu. Ekki er vitað hve alvarlegt slysið er en búið er að kalla út björgunarsveitir. Slysið átti sér stað utan í Þverfellshorni en þar er almenn gönguleið. Barnið er í talsverðri hæð og gerir slökkviliðið ráð fyrir því að það muni taka nokkurn tíma að koma því til hjálpar. Ekki er vitað að svo stöddu hvort barnið var í fylgd fullorðinna. 21.10.2006 15:40
Grundvöllur að sókn skólans í fremstu röð Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við útskrift 380 kandídata í dag að vísindasamstarf kennara og vísindamanna í öllum deildum og stofnunum skólans við erlenda skóla og vísindamenn í fremstu röð væri fjársjóður sem skólinn myndi grundvalla á sókn sína á næstu árum. Innan Háskólans eru vísindamenn í samstarfi um á annað hundrað alþjóðleg verkefni með mörgum af fremstu háskóla- og vísindastofnunum í heiminum. 21.10.2006 15:15
Uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956 minnst Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er nú á leið til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í viðburðum til minngar um uppreisnina í Ungverjalandi fyrir fimmtíu árum. Dagskráin hefst á morgun og mun standa fram á mánudag og munu margir helstu þjóðarleiðtogar heims taka þátt. 21.10.2006 14:45
Kynna umferðaröryggismál Í dag býður umferðarstofa upp á frítt mat á aksturshæfni ökumanna undir leiðsögn prófdómara. Hjá Frumherja á Hesthálsi er búið að koma upp tækjum og þrautum fyrir alla fjölskylduna og þar verða kynnt ýmis mál er tengjast öryggi í umferðinni. 21.10.2006 14:30
Fyrsti hvalurinn veiddur Áhöfnin á Hval níu hefur fangað væna langreyði úti fyrir Snæfellsnesi og hefur sett stefnuna á Hvalfjörð. Birtuskilyrði hafa gert hvalföngurum erfitt fyrir og einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forsjóra Hvals, er búist við að skipið komi að bryggju í Hvalfirði í fyrramálið gangi allt að óskum. 21.10.2006 14:12
Lítið sem ekkert samræmi Ekki virðist vera samræmi milli þess hve margir stúdentar útskrifast á landsbyggðinni og hve margir þeirra stunda háskólanám. Að þessari niðurstöðu kemst Þóroddur Bjarnason prófessonr við Háskólann á Akureyri en hann hefur borið saman skiptingu fjárveitinga þessa fjárlagaárs á háskólastigi til heilsársnema. 21.10.2006 14:00
Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant Úttekt Neytendastofu á tæplega fimm hundruð verkstæðum, víðs vegar um landið, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði er víða ábótavant. Athugasemdir voru gerðar við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í yfir níutíu og eitt prósent tilvika. 21.10.2006 13:30
Ávinningur olíusamráðsins lítill sem enginn Dómkvaddir matsmenn í máli Kers gegn Samkeppnisyfirvöldum telja hugsanlegt að ávinningur olíufélaganna af ólöglegu samráði hafi verið lítill eða enginn. Samkeppnisyfirvöld hafi gefið sér rangar forsendur við útreikninga sína. 21.10.2006 13:15
Hafa enn ekki veitt hval Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim þremur dögum sem liðnir eru frá því skipið lét úr höfn. Birtuskilyrði gera hvalföngurum erfitt fyrir. Þeir segjast finna hval, keyra á eftir honum en missa þá birtuna. Þeir hafi þó séð allar hugsanlegar tegundir úti fyrir Vestfjörðum í gær, en nú eru þeir út af Snæfellsjökli. Einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu en það segja hvalfangarar að sé ósköp eðlilegt eftir að hann hafi staðið í sautján ár. Ferðin hafi í raun gengið furðuvel. 21.10.2006 12:30
Vændi er þjóðarskömm segir biskup Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands segir hnattvæddan klámiðnað staðreynd á Íslandi og að mansal teygi anga sína hingað til lands. Vitnast hafi að menn kaupi ungar stúlkur frá fátækum löndum og haldi þeim hér eins og þrælum. Það sé þjóðarskömm. Þetta var meðal þess sem biskup gerði að umtalsefni við setningu Kirkjuþings í morgun. 21.10.2006 12:00
Lenti á hvolfi inn í garði Rétt eftir miðnætti varð harður tveggja bíla árekstur í íbúðarhverfi í vesturbæ Kópavogs, með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt og lenti á þakinu inni í garði. Engan sakaði og ekki leikur grunur á ölvun, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af staðnum með kranabíl. 21.10.2006 11:30
Nóbelsverðlaunahafi hlýtur heiðursdoktorsnafnbót Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands í dag. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Colubia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Hann hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. 21.10.2006 11:15
Ólafsfell kaupir hlut í Árvakri Eignarhaldsfélagið Ólafsfell, sem er félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur keypt 8 prósenta hlut í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Fyrir á Ólafsfell 82 prósenta hlut í Eddu útgáfu sem er stærsta bókaútgáfa landsins. 21.10.2006 11:00
Harður árekstur á Suðurlandsvegi Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. 21.10.2006 10:45
Leitað að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í gærkvöldi. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 21.10.2006 10:15
Kviknaði í dóti og fötum Eldur kviknaði í dóti og fötum í kjallaraíbúð í Skaftahlíð snemma í morgun. Húsráðandi hafði ráðið niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn, en reykræsta þurfti íbúðina. Ekki er ljóst hvað olli eldinum. 21.10.2006 09:58
Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls Eitt fíkniefnamál kom upp í Keflavík í nótt þegar bifreið var stöðvuð og kallaði lögreglan til sérsveit Ríkislögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Tveir voru í bílnum og voru þeir í annarlegu ástandi. Í beinu framhaldi var gerð húsleit á heimili þeirra, en þar voru tveir til viðbótar handteknir. 21.10.2006 09:52
Nóbelsverðlaunahafi heiðursdoktor frá HÍ Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands á morgun. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Mundell hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Auk hans hljóta tveir aðrir heiðursdoktorsnafnbót. Það eru Assar Lindbeck, prófessor við alþjóðahagfræðideild Háskólans í Stokkhólmi, og Kristján Sæmundsson, vísindamaður á sviði jarðfræði Íslands, eldfjallafræði og jarðhita. 20.10.2006 23:06
Harður árekstur Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í kvöld. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild virðist við fyrstu skoðun að maðurinn hafi ekki hlotið lífshættulega áverka. 20.10.2006 22:13
Rjúpnaskyttu leitað í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í kvöld. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Maðurinn fannst heill á húfi á níunda tímanum í kvöld. 20.10.2006 21:33
Kolmunnastofninn nýttur umfram afrakstursgetu Síðustu ár hefur mjög góð nýliðun verið í kolmunnastofninn, sem stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygningarstofninn stækkaði í rúmar 7 milljónir tonna árið 2003, en hefur farið minnkandi síðan. 20.10.2006 21:00
Útbreiðsla loðnustofnsins líklega breyst Líklegt er að útbreiðsla loðnustofnsins hafi breyst með breyttum umhverfisskilyrðum undanfarin ár, en hin síðustu ár hefur ekki tekist að mæla fjölda eins og tveggja ára ungloðnu að hausti og því hefur ekki verið unnt að gera tillögur um leyfilegan hámarksafla árið eftir. 20.10.2006 20:41