Fleiri fréttir Fjölbreytt dagskrá um allt land á 17. júní Fjölbreytt dagskrá verður víða um land í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 17.6.2006 10:15 Karlmaður stunginn á veitingastað í miðbænum í nótt Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg um hálftvöleytið í nótt. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og liggur hann nú á gjörgæslu. 17.6.2006 10:00 17. júní undirbúinn í kvöld Það er óhætt að segja að það hafi verið blautt í miðbænum í kvöld þar sem verið var að undirbúa dagskrá morgundagsins, 17. júní. Hún hefst nú klukkan tíu þegar lagður verður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar og henni lýkur ekki fyrr en tíu í kvöld, meðal annars með tónleikum við Arnarhól. 16.6.2006 23:30 Óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til Forstöðumaður Heilsuverndar barna óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til í núverandi mynd ef starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg verður flutt í Mjóddina. Starfsmenn Heilsuverndarstöðvarinnar vilja að ríkið reyni að fá húsið aftur. 16.6.2006 23:15 Komst út úr logandi húsi sínu við illan Guðrún Guðmundsdóttir, íbúi að Hólmaseli í Flóahreppi, komst út úr brennandi húsi sínu við illan leik í gærkvöldi. Það var henni til happs að nágrannar hennar sáu eldinn og kom henni til bjargar. 16.6.2006 23:02 Vill að lífeyriskjör verði reiknuð upp til launa Formaður VR vill að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði með sambærilegum hætti og almennra launþega en að núverandi lífeyriskjör þeirra verði reiknuð upp til launa. Hann skorar á stjórnvöld að lýsa yfir vilja til breytinga á kerfinu. 16.6.2006 23:00 Fyrsta verkefni Félagsmálaráðherra í Íbúðarlánasjóði Magnús Stefánsson nýsettur félagsmálaráðherra opnaði nýja og notendavænni heimasíðu Íbúðarlánasjóðs með viðhöfn vopnaður tölvumús. Þetta var fyrsta opinbera verkefni Magnúsar í embætti félagsmálaráðherra. kvót Magnús gat þó ekki starldað lengi við í húsakynnum Íbúðarlánasjóðs en notaði þó heimsóknina til að kynna sér starfsemina sem þar er rekinn. Hann kvaðst þó ekki reiðubúinn svara neinum spurningum um framhald þessarar stofnunnar sem mikið hefur verið í umræðunni að undanfarinn misserri eða allt frá því að bankar hófu lánastarfsemi fyrir húsnæðiskaupum. 16.6.2006 21:46 Hafró varar við kræklingatínslu víða um land Hafrannsóknarstofnun varar fólk eindregið við því að tína sér krækling eða annan skelfisk til matar í Hvalfirði vegna gríðarlegs magns eiturþörunga í sjónum þar. Einnig er varað við því að tína skelfisk í nágrenni Stykkishólms og í Eyjafirði. 16.6.2006 21:39 Flugferðum fjölgað eftir vistaskiptin Flugferðum til Barcelona frá Íslandi verður fjölgað eftir kaupin á Eiði Smára. Barcelona-treyjur eru uppseldar í Reykjavík, en stórar sendingar eru á leiðinni. 16.6.2006 20:00 Svipta sig lífi vegna kjaraskerðinga Dæmi eru um að eldri borgarar úr röðum öryrkja svipti sig lífi vegna skyndilegra kjaraskerðinga. Formaður Öryrkjabandalagsins segir það algjört forgangsverkefni að koma í veg fyrir að öryrkjar missi tekjur á sextíu og sjö ára afmælisdaginn, enda verði ekki ódýrara að vera fatlaður þegar þeim aldri er náð. 16.6.2006 19:00 ASÍ heldur kröfum um lægra skattaþrep til streitu ASÍ vill ekki taka hugmyndir um lægra skattþrep út af borðinu í viðræðum þess við stjórnvöld um skattamál. Fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt breytingar á skattkerfinu óskynsamlegar og núverandi forsætisráðherra er ekki hlynntur breytingum. 16.6.2006 19:00 Hættumerki um offituvanda Sérfræðingur í barnalækningum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum segir offitu vera faraldur þar í landi. Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki fara sömu leið og Bandaríkjamenn þurfi þeir að staldra við, hættumerki séu á lofti. 16.6.2006 18:45 94% nýútskrifaðra 10. bekkinga ætlar beint í framhaldsskóla Framhaldsskólarnir eru nú hættir að taka við umsóknum fyrir komandi skólaár, alls bárust rúmlega 6.600 umsóknir nýnema, þar af 4.528 frá nýútskrifuðum tíundu-bekkingum. Það eru því rúm 94% árgangsins sem nú er að yfirgefa grunnskólana sem ætlar beint í framhaldsskóla. 16.6.2006 17:21 Nítján börn í lífshættu á hverjum degi Á hverjum degi eru 19 börn á Íslandi sett í lífshættu með því að láta þau sitja fyrir framan öryggispúða í bílum. Ný könnun á öryggi barna í bílum sýnir að 3 af hverjum 100 börnum eru ekki látin nota öryggisbúnað á leið í leikskólann. 16.6.2006 17:03 Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða 1,5 milljón króna í miskabætur Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. 16.6.2006 16:02 Varað við skelfiski úr Hvalfirði Hafrannsóknarstofnun varar við neyslu á skelfiski úr Hvalfirði sem er eitraður og getur valdið veikindum í fólki. 16.6.2006 15:56 Alelda rúta Rúta á leið um Sandskeið varð alelda um þrjúleytið í dag. Nokkrir farþegar voru í rútunni og sakaði engan þeirra. Slysið átti sér stað rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna og þurfti að loka fyrir umferð meðan lögreglan og slökkviliðið athafnaði sig á vettvangi. Búið er að opna aftur fyrir umferð. 16.6.2006 15:40 Hefur strax misst sætið sitt Einn sveitarstjórnarmanna N-listans í Djúpavogshreppi hefur misst nýfengið sæti sitt. Í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí voru fjórði maður N-lista og annar maður L-lista jafnir. Hlutkesti var kastað um sætið og fékk þá N-listinn sætið. L-listinn kærði úrslitin og komst kærunefnd að þeirri niðurstöðu í fyrradag, að eitt ógilt atkvæði hefði í raun og veru verið gilt og það atkvæði tilheyrði L-listanum. Sem þýðir að L-listinn fékk sinn annan mann inn. 16.6.2006 15:02 Betri GSM þjónusta í miðbænum á 17. júní Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í miðbæ Reykjavíkur fyrir hátíðarhöld á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM viðskiptavinum þar sem gera má ráð fyrir miklum fjölda gesta í tengslum við hátíðarhöld á svæðinu. 16.6.2006 14:15 Leiðbeinandi reglur um netnotkun barna á leið inn á heimilin Síminn og SAFT ætla að aðstoða foreldra við að setja börnum reglur um net- og símanotkun. Leiðbeiningaspjald er á leið inn á heimili grunnskólabarna á aldrinum 6-14 ára. SAFT, eða Samtök, fjölskylda og tækni, er verkefni á vegum Heimilis og skóla til að stuðla að vakningu hvað varðar örugga notkun barna og unglinga á Netinu og öðrum miðlum. SAFT varð til í þeim tilgangi að stuðla til öruggrar notkunar barna á miðlunum sem eru allt í kring um þau. 16.6.2006 14:15 Heilbrigðisráðherra tók á móti tugum undirskrifta Siv Friðsleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók á móti tugum undirskrifta frá starfsmönnum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í heilbrigðisráðuneytinu í morgun. Starfsmennirnir eru mótfallnir því að starfsemi heilsuverndarstöðvarinnar verði flutt í nýtt húsnæði í Mjódd. 16.6.2006 14:15 Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hófst í dag Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins,sem hófst í dag, ræðst væntanlega hvort tillaga Japana um að leyfa á ný hvalveiðar í atvinnuskyni, hlýtur meirihluta stuðning, eða ekki. 16.6.2006 14:00 Vill breytingu á lífeyriskjörum æðstu embættismanna Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, leggur til að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði reiknuð upp til launa, þannig að laun þeirra hækki en þeir greiði með sambærilegum hætti og aðrir í almenna lífeyrissjóði. 16.6.2006 13:09 NATO kemur ekki að málinu nema viðræður sigli í strand NATO mun ekki taka á varnarmálum Íslands nema viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna sigli í strand. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun í kjölfar fundar Jaap De Hoop Schaffer, framkvæmdastjóra NATO, með Geir Haarde forsætisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. 16.6.2006 12:41 Svikahrappar safna fé Borið hefur á því að svikahrappar hafa undanfarið hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp og sagst munu koma heim til fólks og sækja féð. Fólk er beðið að tortryggja þá sem stunda þessi vinnubrögð því hið rétta er að fjársöfnun Fjölskylduhjálpar fer öll í gegnum banka og það er einungis BM-ráðgjöf sem safnar fé fyrir Fjölskylduhjálp með sölu geisladiska. 16.6.2006 10:00 5 útlendingar festu jeppa sinn Fimm útlendingar festu jeppa sinn við Alftárkróka, á leiðinni í milli Húsafells og Arnarvatnsheiðar í nótt, og kölluðu eftir hjálp. 16.6.2006 09:45 Hjólað í kringum Ísland Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland. 16.6.2006 09:30 Phoenix selur dótturfyrirtæki Phoenix fjárfestingar hafa selt dótturfyrirtæki sitt, Laugarakur, sem hefur séð um rúmlega 70% byggingarframkvæmda í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ. Kaupverðið er trúnaðarmál en lauslegt mat er að fullklárað húsnæðið verði um 12 milljarða króna virði. 16.6.2006 09:15 Bíl ekið inn í búð Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um það í nótt að bíl hefði verið ekið inn í búð. Við nánari athugun kom í ljós að famendi bíls var kominn inn í húsgagnaverslun við Hafnargötu og höfðu tvær stórar rúður brotnað. Ökumaður, sem hafði misst stjórn á bílnum þegar hann ók út úr hringtorgi, slapp ómeiddur og sömuleiðis farþegar hans. 16.6.2006 08:15 Óléttar konur sagðar í hættu vegna lokana Ljósmæðrafélag Íslands telur að lokanir eða sameiningar fæðingardeilda geti ógnað öryggi þungaðra kvenna og vill að Landspítalinn hætti við áformin. 16.6.2006 08:00 Kostaði meira en hálfa milljón að laga skemmdir Kostnaður vegna skemmda sem unnar voru á verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg í fyrra nemur yfir hálfri milljón króna. Grímur Þórisson, formaður húsfélagsins, segir ástandið hafa versnað eftir að verslun 10-11 kom í húsið. Verslunin sé opin fram á 16.6.2006 07:45 Fóðrar hunda sína á hauslausum hestum Hundar í Flekkudal við Meðalfellsvatn eru fóðraðir á hesthræjum sem látin eru liggja undir berum himni dögum saman. Mjög óvenjulegt, segir dýralæknir. 16.6.2006 07:45 Ríkisstjórnin skoði hvað gert verði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin sé nú að fara yfir það hvernig hún geti brugðist við til að draga úr verðbólgu í landinu. Landbúnaðarráðuneytið komi að því eins og önnur ráðuneyti en hann vill ekki tilgreina til hvaða ráða landbúnaðarráðuneytið geti gripið. 16.6.2006 07:45 Ríkisstjórnin vill hækka barnabætur Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögur verkalýðshreyfingarinnar um hækkun barnabóta og breyta á vaxtabótakerfinu í samræmi við fasteignamarkaðinn. Fráfarandi forsætisráðherra segir að skattleysismörkin verði hækkuð verulega. 16.6.2006 07:45 Tveggja og hálfs árs fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri, Stefán Hjaltested Ófeigsson, var í gær dæmdur í Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Staðfestir Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 16.6.2006 07:30 Lyfsalar buðu ekki upp á ódýrari lyf Aðeins fjögur apótek buðu í verðkönnun ASÍ upp á ódýrara samheitalyf eins og reglur kveða á um. Munur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun er allt að 69 prósent. Lyfsalar standa sig ekki nógu vel segir aðstoðarlandlæknir. 16.6.2006 07:30 Bóluefni vegna heimsfaraldurs Norrænir heilbrigðisráðherrar eru sammála um að vinna áfram að því að framleitt verði sameiginlegt bóluefni vegna hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu. Þessi niðurstaða kom fram á ráðherrafundi í Noregi sem stóð dagana 11. til 13. júní. 16.6.2006 07:30 Allir bátarnir enn í höfn Hvalveiðitímabilið þetta árið hófst í fyrradag en vegna talsverðrar brælu á miðunum, hélt enginn hvalveiðibátanna út til veiða á miðin. 16.6.2006 07:30 Eitt karlavígi á eftir að falla Valgerður Sverrisdóttir tók við utanríkisráðuneytinu í gær af Geir H. Haarde og er því fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún lét þau orð falla að nú væri forsætisráðuneytið eina ósigraða karlavígið. 16.6.2006 07:30 Vísitala íbúðaverðs lækkar í fyrsta sinn síðan í desember Vísitala íbúðaverðs lækkaði örlítið í maímánuði eða um 0,2 prósent. Þetta kom fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Verð á fjölbýli lækkaði meira á milli mánaða en verð á sérbýli. Þetta er fyrsta lækkun fasteignavísitölu síðan í desember síðastliðnum en vísitalan hækkaði talsvert á fyrstu mánuðum ársins. Þetta gæti táknað kólnun fasteignamarkaðarins að mati sérfræðinga bankans en þó ber að varast að draga of miklar ályktanir af lækkuninni núna, því sveiflur eru talsverðar á milli mánaða á fasteignamarkaðinum. 16.6.2006 07:30 Áætlanir sagðar hafa staðist Samdráttur í þjónustu og lokun þjónustustofnana Varnarliðsins á Miðnesheiði gengur samkvæmt áætlun, að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Varnarliðsins. Lokanir stofnana hófust í byrjun maí og hefur meðal annars háskólaútibúi, sérverslunum og miðbylgjuútvarpi verið lokað. 16.6.2006 07:15 Brunar á Akranesi og í Húsavík Eldur var kveiktur í rusli við olíubirgðastöð Olís á Akranesi í gærkvöldi og munaði minnstu að hann næði í tunnu með eldfimu efni með ófyrirséðum afleiðingum. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir það en brennuvargurinn er ófundinn. Um svipað leyti kviknaði í íbúðarhúsi úr timbri á Húsavík þegar unnið var að viðgerðum þar. Slökkviliðið slökkti þar á augabragði. 16.6.2006 07:15 Ofsaakstur á sæbraut Glæfraakstur ölvaðs ökumanns endaði úti í móa á Laugarnesinu í Reykjavík laust fyrir miðnætti, en þá hafði hann nýverið ekið utan í þrjá bíla og hundsað stöðvunarmerki lögreglu. Vegfarendur tilkynntu lögreglu um háskalegt ökulag mannsins en þegar hún ætlaði að hafa afskipti af honum á Sæbraut jók hann hraðann og ók til vesturs. Þar sem Sæbrautin sveigir til vinstri á Laugarnesinu missti maðurinn stjórn á bílnum, enda gatan rennblaut, svo hann þeyttist út af. Maðurinn og tveir farþegar sluppu ómeiddir. 16.6.2006 07:15 Stóriðjustefnan heldur áfram Nýr iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, segir komu sína í ráðuneytið ekki marka stefnubreytingu í málefnum stóriðju. "Það er unnið af mikilli varúð. Það má ekki dæma stóriðjustefnuna eftir mestu og stærstu framkvæmdum Íslandssögunnar, sem standa nú yfir. Við þurfum að horfa á þetta yfir lengri tíma." 16.6.2006 07:00 Braut nef eftir rifrildi á Dalvík Tæplega nítján ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á Dalvík í október síðastliðnum. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í fyrradag. 16.6.2006 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fjölbreytt dagskrá um allt land á 17. júní Fjölbreytt dagskrá verður víða um land í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 17.6.2006 10:15
Karlmaður stunginn á veitingastað í miðbænum í nótt Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg um hálftvöleytið í nótt. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og liggur hann nú á gjörgæslu. 17.6.2006 10:00
17. júní undirbúinn í kvöld Það er óhætt að segja að það hafi verið blautt í miðbænum í kvöld þar sem verið var að undirbúa dagskrá morgundagsins, 17. júní. Hún hefst nú klukkan tíu þegar lagður verður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar og henni lýkur ekki fyrr en tíu í kvöld, meðal annars með tónleikum við Arnarhól. 16.6.2006 23:30
Óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til Forstöðumaður Heilsuverndar barna óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til í núverandi mynd ef starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg verður flutt í Mjóddina. Starfsmenn Heilsuverndarstöðvarinnar vilja að ríkið reyni að fá húsið aftur. 16.6.2006 23:15
Komst út úr logandi húsi sínu við illan Guðrún Guðmundsdóttir, íbúi að Hólmaseli í Flóahreppi, komst út úr brennandi húsi sínu við illan leik í gærkvöldi. Það var henni til happs að nágrannar hennar sáu eldinn og kom henni til bjargar. 16.6.2006 23:02
Vill að lífeyriskjör verði reiknuð upp til launa Formaður VR vill að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði með sambærilegum hætti og almennra launþega en að núverandi lífeyriskjör þeirra verði reiknuð upp til launa. Hann skorar á stjórnvöld að lýsa yfir vilja til breytinga á kerfinu. 16.6.2006 23:00
Fyrsta verkefni Félagsmálaráðherra í Íbúðarlánasjóði Magnús Stefánsson nýsettur félagsmálaráðherra opnaði nýja og notendavænni heimasíðu Íbúðarlánasjóðs með viðhöfn vopnaður tölvumús. Þetta var fyrsta opinbera verkefni Magnúsar í embætti félagsmálaráðherra. kvót Magnús gat þó ekki starldað lengi við í húsakynnum Íbúðarlánasjóðs en notaði þó heimsóknina til að kynna sér starfsemina sem þar er rekinn. Hann kvaðst þó ekki reiðubúinn svara neinum spurningum um framhald þessarar stofnunnar sem mikið hefur verið í umræðunni að undanfarinn misserri eða allt frá því að bankar hófu lánastarfsemi fyrir húsnæðiskaupum. 16.6.2006 21:46
Hafró varar við kræklingatínslu víða um land Hafrannsóknarstofnun varar fólk eindregið við því að tína sér krækling eða annan skelfisk til matar í Hvalfirði vegna gríðarlegs magns eiturþörunga í sjónum þar. Einnig er varað við því að tína skelfisk í nágrenni Stykkishólms og í Eyjafirði. 16.6.2006 21:39
Flugferðum fjölgað eftir vistaskiptin Flugferðum til Barcelona frá Íslandi verður fjölgað eftir kaupin á Eiði Smára. Barcelona-treyjur eru uppseldar í Reykjavík, en stórar sendingar eru á leiðinni. 16.6.2006 20:00
Svipta sig lífi vegna kjaraskerðinga Dæmi eru um að eldri borgarar úr röðum öryrkja svipti sig lífi vegna skyndilegra kjaraskerðinga. Formaður Öryrkjabandalagsins segir það algjört forgangsverkefni að koma í veg fyrir að öryrkjar missi tekjur á sextíu og sjö ára afmælisdaginn, enda verði ekki ódýrara að vera fatlaður þegar þeim aldri er náð. 16.6.2006 19:00
ASÍ heldur kröfum um lægra skattaþrep til streitu ASÍ vill ekki taka hugmyndir um lægra skattþrep út af borðinu í viðræðum þess við stjórnvöld um skattamál. Fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt breytingar á skattkerfinu óskynsamlegar og núverandi forsætisráðherra er ekki hlynntur breytingum. 16.6.2006 19:00
Hættumerki um offituvanda Sérfræðingur í barnalækningum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum segir offitu vera faraldur þar í landi. Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki fara sömu leið og Bandaríkjamenn þurfi þeir að staldra við, hættumerki séu á lofti. 16.6.2006 18:45
94% nýútskrifaðra 10. bekkinga ætlar beint í framhaldsskóla Framhaldsskólarnir eru nú hættir að taka við umsóknum fyrir komandi skólaár, alls bárust rúmlega 6.600 umsóknir nýnema, þar af 4.528 frá nýútskrifuðum tíundu-bekkingum. Það eru því rúm 94% árgangsins sem nú er að yfirgefa grunnskólana sem ætlar beint í framhaldsskóla. 16.6.2006 17:21
Nítján börn í lífshættu á hverjum degi Á hverjum degi eru 19 börn á Íslandi sett í lífshættu með því að láta þau sitja fyrir framan öryggispúða í bílum. Ný könnun á öryggi barna í bílum sýnir að 3 af hverjum 100 börnum eru ekki látin nota öryggisbúnað á leið í leikskólann. 16.6.2006 17:03
Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða 1,5 milljón króna í miskabætur Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. 16.6.2006 16:02
Varað við skelfiski úr Hvalfirði Hafrannsóknarstofnun varar við neyslu á skelfiski úr Hvalfirði sem er eitraður og getur valdið veikindum í fólki. 16.6.2006 15:56
Alelda rúta Rúta á leið um Sandskeið varð alelda um þrjúleytið í dag. Nokkrir farþegar voru í rútunni og sakaði engan þeirra. Slysið átti sér stað rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna og þurfti að loka fyrir umferð meðan lögreglan og slökkviliðið athafnaði sig á vettvangi. Búið er að opna aftur fyrir umferð. 16.6.2006 15:40
Hefur strax misst sætið sitt Einn sveitarstjórnarmanna N-listans í Djúpavogshreppi hefur misst nýfengið sæti sitt. Í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí voru fjórði maður N-lista og annar maður L-lista jafnir. Hlutkesti var kastað um sætið og fékk þá N-listinn sætið. L-listinn kærði úrslitin og komst kærunefnd að þeirri niðurstöðu í fyrradag, að eitt ógilt atkvæði hefði í raun og veru verið gilt og það atkvæði tilheyrði L-listanum. Sem þýðir að L-listinn fékk sinn annan mann inn. 16.6.2006 15:02
Betri GSM þjónusta í miðbænum á 17. júní Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í miðbæ Reykjavíkur fyrir hátíðarhöld á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM viðskiptavinum þar sem gera má ráð fyrir miklum fjölda gesta í tengslum við hátíðarhöld á svæðinu. 16.6.2006 14:15
Leiðbeinandi reglur um netnotkun barna á leið inn á heimilin Síminn og SAFT ætla að aðstoða foreldra við að setja börnum reglur um net- og símanotkun. Leiðbeiningaspjald er á leið inn á heimili grunnskólabarna á aldrinum 6-14 ára. SAFT, eða Samtök, fjölskylda og tækni, er verkefni á vegum Heimilis og skóla til að stuðla að vakningu hvað varðar örugga notkun barna og unglinga á Netinu og öðrum miðlum. SAFT varð til í þeim tilgangi að stuðla til öruggrar notkunar barna á miðlunum sem eru allt í kring um þau. 16.6.2006 14:15
Heilbrigðisráðherra tók á móti tugum undirskrifta Siv Friðsleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók á móti tugum undirskrifta frá starfsmönnum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í heilbrigðisráðuneytinu í morgun. Starfsmennirnir eru mótfallnir því að starfsemi heilsuverndarstöðvarinnar verði flutt í nýtt húsnæði í Mjódd. 16.6.2006 14:15
Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hófst í dag Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins,sem hófst í dag, ræðst væntanlega hvort tillaga Japana um að leyfa á ný hvalveiðar í atvinnuskyni, hlýtur meirihluta stuðning, eða ekki. 16.6.2006 14:00
Vill breytingu á lífeyriskjörum æðstu embættismanna Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, leggur til að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði reiknuð upp til launa, þannig að laun þeirra hækki en þeir greiði með sambærilegum hætti og aðrir í almenna lífeyrissjóði. 16.6.2006 13:09
NATO kemur ekki að málinu nema viðræður sigli í strand NATO mun ekki taka á varnarmálum Íslands nema viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna sigli í strand. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun í kjölfar fundar Jaap De Hoop Schaffer, framkvæmdastjóra NATO, með Geir Haarde forsætisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. 16.6.2006 12:41
Svikahrappar safna fé Borið hefur á því að svikahrappar hafa undanfarið hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp og sagst munu koma heim til fólks og sækja féð. Fólk er beðið að tortryggja þá sem stunda þessi vinnubrögð því hið rétta er að fjársöfnun Fjölskylduhjálpar fer öll í gegnum banka og það er einungis BM-ráðgjöf sem safnar fé fyrir Fjölskylduhjálp með sölu geisladiska. 16.6.2006 10:00
5 útlendingar festu jeppa sinn Fimm útlendingar festu jeppa sinn við Alftárkróka, á leiðinni í milli Húsafells og Arnarvatnsheiðar í nótt, og kölluðu eftir hjálp. 16.6.2006 09:45
Hjólað í kringum Ísland Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland. 16.6.2006 09:30
Phoenix selur dótturfyrirtæki Phoenix fjárfestingar hafa selt dótturfyrirtæki sitt, Laugarakur, sem hefur séð um rúmlega 70% byggingarframkvæmda í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ. Kaupverðið er trúnaðarmál en lauslegt mat er að fullklárað húsnæðið verði um 12 milljarða króna virði. 16.6.2006 09:15
Bíl ekið inn í búð Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um það í nótt að bíl hefði verið ekið inn í búð. Við nánari athugun kom í ljós að famendi bíls var kominn inn í húsgagnaverslun við Hafnargötu og höfðu tvær stórar rúður brotnað. Ökumaður, sem hafði misst stjórn á bílnum þegar hann ók út úr hringtorgi, slapp ómeiddur og sömuleiðis farþegar hans. 16.6.2006 08:15
Óléttar konur sagðar í hættu vegna lokana Ljósmæðrafélag Íslands telur að lokanir eða sameiningar fæðingardeilda geti ógnað öryggi þungaðra kvenna og vill að Landspítalinn hætti við áformin. 16.6.2006 08:00
Kostaði meira en hálfa milljón að laga skemmdir Kostnaður vegna skemmda sem unnar voru á verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg í fyrra nemur yfir hálfri milljón króna. Grímur Þórisson, formaður húsfélagsins, segir ástandið hafa versnað eftir að verslun 10-11 kom í húsið. Verslunin sé opin fram á 16.6.2006 07:45
Fóðrar hunda sína á hauslausum hestum Hundar í Flekkudal við Meðalfellsvatn eru fóðraðir á hesthræjum sem látin eru liggja undir berum himni dögum saman. Mjög óvenjulegt, segir dýralæknir. 16.6.2006 07:45
Ríkisstjórnin skoði hvað gert verði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin sé nú að fara yfir það hvernig hún geti brugðist við til að draga úr verðbólgu í landinu. Landbúnaðarráðuneytið komi að því eins og önnur ráðuneyti en hann vill ekki tilgreina til hvaða ráða landbúnaðarráðuneytið geti gripið. 16.6.2006 07:45
Ríkisstjórnin vill hækka barnabætur Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögur verkalýðshreyfingarinnar um hækkun barnabóta og breyta á vaxtabótakerfinu í samræmi við fasteignamarkaðinn. Fráfarandi forsætisráðherra segir að skattleysismörkin verði hækkuð verulega. 16.6.2006 07:45
Tveggja og hálfs árs fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri, Stefán Hjaltested Ófeigsson, var í gær dæmdur í Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Staðfestir Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 16.6.2006 07:30
Lyfsalar buðu ekki upp á ódýrari lyf Aðeins fjögur apótek buðu í verðkönnun ASÍ upp á ódýrara samheitalyf eins og reglur kveða á um. Munur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun er allt að 69 prósent. Lyfsalar standa sig ekki nógu vel segir aðstoðarlandlæknir. 16.6.2006 07:30
Bóluefni vegna heimsfaraldurs Norrænir heilbrigðisráðherrar eru sammála um að vinna áfram að því að framleitt verði sameiginlegt bóluefni vegna hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu. Þessi niðurstaða kom fram á ráðherrafundi í Noregi sem stóð dagana 11. til 13. júní. 16.6.2006 07:30
Allir bátarnir enn í höfn Hvalveiðitímabilið þetta árið hófst í fyrradag en vegna talsverðrar brælu á miðunum, hélt enginn hvalveiðibátanna út til veiða á miðin. 16.6.2006 07:30
Eitt karlavígi á eftir að falla Valgerður Sverrisdóttir tók við utanríkisráðuneytinu í gær af Geir H. Haarde og er því fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún lét þau orð falla að nú væri forsætisráðuneytið eina ósigraða karlavígið. 16.6.2006 07:30
Vísitala íbúðaverðs lækkar í fyrsta sinn síðan í desember Vísitala íbúðaverðs lækkaði örlítið í maímánuði eða um 0,2 prósent. Þetta kom fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Verð á fjölbýli lækkaði meira á milli mánaða en verð á sérbýli. Þetta er fyrsta lækkun fasteignavísitölu síðan í desember síðastliðnum en vísitalan hækkaði talsvert á fyrstu mánuðum ársins. Þetta gæti táknað kólnun fasteignamarkaðarins að mati sérfræðinga bankans en þó ber að varast að draga of miklar ályktanir af lækkuninni núna, því sveiflur eru talsverðar á milli mánaða á fasteignamarkaðinum. 16.6.2006 07:30
Áætlanir sagðar hafa staðist Samdráttur í þjónustu og lokun þjónustustofnana Varnarliðsins á Miðnesheiði gengur samkvæmt áætlun, að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Varnarliðsins. Lokanir stofnana hófust í byrjun maí og hefur meðal annars háskólaútibúi, sérverslunum og miðbylgjuútvarpi verið lokað. 16.6.2006 07:15
Brunar á Akranesi og í Húsavík Eldur var kveiktur í rusli við olíubirgðastöð Olís á Akranesi í gærkvöldi og munaði minnstu að hann næði í tunnu með eldfimu efni með ófyrirséðum afleiðingum. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir það en brennuvargurinn er ófundinn. Um svipað leyti kviknaði í íbúðarhúsi úr timbri á Húsavík þegar unnið var að viðgerðum þar. Slökkviliðið slökkti þar á augabragði. 16.6.2006 07:15
Ofsaakstur á sæbraut Glæfraakstur ölvaðs ökumanns endaði úti í móa á Laugarnesinu í Reykjavík laust fyrir miðnætti, en þá hafði hann nýverið ekið utan í þrjá bíla og hundsað stöðvunarmerki lögreglu. Vegfarendur tilkynntu lögreglu um háskalegt ökulag mannsins en þegar hún ætlaði að hafa afskipti af honum á Sæbraut jók hann hraðann og ók til vesturs. Þar sem Sæbrautin sveigir til vinstri á Laugarnesinu missti maðurinn stjórn á bílnum, enda gatan rennblaut, svo hann þeyttist út af. Maðurinn og tveir farþegar sluppu ómeiddir. 16.6.2006 07:15
Stóriðjustefnan heldur áfram Nýr iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, segir komu sína í ráðuneytið ekki marka stefnubreytingu í málefnum stóriðju. "Það er unnið af mikilli varúð. Það má ekki dæma stóriðjustefnuna eftir mestu og stærstu framkvæmdum Íslandssögunnar, sem standa nú yfir. Við þurfum að horfa á þetta yfir lengri tíma." 16.6.2006 07:00
Braut nef eftir rifrildi á Dalvík Tæplega nítján ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á Dalvík í október síðastliðnum. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í fyrradag. 16.6.2006 07:00