Nítján börn í lífshættu á hverjum degi 16. júní 2006 17:03 MYND/Vísir Á hverjum degi eru nítján börn á Íslandi sett í lífshættu með því að láta þau sitja fyrir framan öryggispúða í bílum. Ný könnun á öryggi barna í bílum sýnir að þrjú af hverjum hundrað börnum eru ekki látin nota öryggisbúnað á leið í leikskólann. Árlega gerir Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg könnun á öryggi barna í bílum. Nú hafa verið birtar niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var í apríl en þá var öryggisbúnaður barna og notkun hans í bifreiðum kannaður við 68 leikskóla. Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu, segir könnunina vera gerða í ellefta sinn. Þegar ástandið var sem verst 1997 þá voru 32% barna laus í bílum en í ár voru þau 3,2%. Niðurstöður sýna einnig að 15% barna nota ekki fullnægjandi öryggisbúnað, það er að segja eru bara í bílbelti eða laus. Kristín segir börn á leikskólaaldri verða að vera í bílstólum eða á upphækkuðum púðum. Kristín segir það slá sig hversu mörg börn eru fyrir framan uppblásanlegan virkan öryggispúða, í ár voru þau nítján og það þýðir það að nítján börn á hverjum einasta degi eru í bráðri lífshættu og þetta séu skelfilegar tölur. Kristín segir ábyrgð foreldra mikla en börn þeirra sem ekki nota öryggisbúnað eru um 13% líklegri til að vera óspennt í bílnum. Foreldrar og forráðamenn gefa margar ástæður fyrir því að nota ekki öryggisbúnað fyrir börnin. Kristín segir foreldra oft skýla sér á bak við ástæður eins og að leiðin hafi verið stutt en það sé alls engin afsökun. Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Á hverjum degi eru nítján börn á Íslandi sett í lífshættu með því að láta þau sitja fyrir framan öryggispúða í bílum. Ný könnun á öryggi barna í bílum sýnir að þrjú af hverjum hundrað börnum eru ekki látin nota öryggisbúnað á leið í leikskólann. Árlega gerir Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg könnun á öryggi barna í bílum. Nú hafa verið birtar niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var í apríl en þá var öryggisbúnaður barna og notkun hans í bifreiðum kannaður við 68 leikskóla. Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu, segir könnunina vera gerða í ellefta sinn. Þegar ástandið var sem verst 1997 þá voru 32% barna laus í bílum en í ár voru þau 3,2%. Niðurstöður sýna einnig að 15% barna nota ekki fullnægjandi öryggisbúnað, það er að segja eru bara í bílbelti eða laus. Kristín segir börn á leikskólaaldri verða að vera í bílstólum eða á upphækkuðum púðum. Kristín segir það slá sig hversu mörg börn eru fyrir framan uppblásanlegan virkan öryggispúða, í ár voru þau nítján og það þýðir það að nítján börn á hverjum einasta degi eru í bráðri lífshættu og þetta séu skelfilegar tölur. Kristín segir ábyrgð foreldra mikla en börn þeirra sem ekki nota öryggisbúnað eru um 13% líklegri til að vera óspennt í bílnum. Foreldrar og forráðamenn gefa margar ástæður fyrir því að nota ekki öryggisbúnað fyrir börnin. Kristín segir foreldra oft skýla sér á bak við ástæður eins og að leiðin hafi verið stutt en það sé alls engin afsökun.
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira