Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða 1,5 milljón króna í miskabætur 16. júní 2006 16:02 Mynd/Valli Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur höfðaði mál gegn ristjórum DV og 365 prentmiðlum ehf. vegna tólf ummæla um hann og staf hans sem birtust í blaðinu frá mars til október árið 2005. Hann krafðist þess fyrir dómi að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk, auk þess sem hann fór fram á 20 milljónir kóna í miskabætur og greiðslu málskostnaðar að fullu. Ummælin snerta flest meint klögumál á hendur Gunnari og meinta vanhæfni hans í starfi. Samkvæmt vitnisburði Garðars Baldvinssonar, fyrrverandi formanns Félags ábyrgra feðra, hafði félaginu borist fjölmargar kvartanir undan störfum Gunnars á þann hátt að hann hafi dregið taum mæðra í forræðisdeilum. Samkvæmt vitnisburði ritstjóra DV byggði umfjöllun blaðsins meðal annars á upplýsingum frá Félagi ábyrgra feðra. Jónas og Mikael sögðu fyrir dómi að öll ummælin hafi verið innan leyfilegra tjáningar fjölmiðils um málefni sem skipta almenning máli að fá upplýsingar um. Allar fullyrðingarnar í umræddum fréttum væru studdar heimildum og segðu frá því sem raunverulega gerðist. Öll ummælin voru dæmd dauð og ómerk að frátöldum ummælunum „...Ólafur hefur leitað til þriggja annarra sérfræðinga sem allir hafna mati Gunnars" og „...endaði með allsherjarslagsmálum á biðstofu Gunnars." 365 Prentmiðlar ehf. voru sýknaðir af kröfum Gunnars. Þá voru Jónas og Mikael sýknaðir af refsikröfu hans en þeim er gert að greiða honum eina og hálfa milljón króna í miskabætur eins og áður segir. Þá féllst dómurinn á kröfu Gunnars um að forsendur og niðurstöður dómsins yrðu birtar í 1. eð 2. tölublaði eftir að dómur félli. Jónas og Mikael greiða óskipt 200 þúsund krónur vegna kostnaðar við birtingu dómsins sem og 740 þúsund í málskostnað. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur höfðaði mál gegn ristjórum DV og 365 prentmiðlum ehf. vegna tólf ummæla um hann og staf hans sem birtust í blaðinu frá mars til október árið 2005. Hann krafðist þess fyrir dómi að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk, auk þess sem hann fór fram á 20 milljónir kóna í miskabætur og greiðslu málskostnaðar að fullu. Ummælin snerta flest meint klögumál á hendur Gunnari og meinta vanhæfni hans í starfi. Samkvæmt vitnisburði Garðars Baldvinssonar, fyrrverandi formanns Félags ábyrgra feðra, hafði félaginu borist fjölmargar kvartanir undan störfum Gunnars á þann hátt að hann hafi dregið taum mæðra í forræðisdeilum. Samkvæmt vitnisburði ritstjóra DV byggði umfjöllun blaðsins meðal annars á upplýsingum frá Félagi ábyrgra feðra. Jónas og Mikael sögðu fyrir dómi að öll ummælin hafi verið innan leyfilegra tjáningar fjölmiðils um málefni sem skipta almenning máli að fá upplýsingar um. Allar fullyrðingarnar í umræddum fréttum væru studdar heimildum og segðu frá því sem raunverulega gerðist. Öll ummælin voru dæmd dauð og ómerk að frátöldum ummælunum „...Ólafur hefur leitað til þriggja annarra sérfræðinga sem allir hafna mati Gunnars" og „...endaði með allsherjarslagsmálum á biðstofu Gunnars." 365 Prentmiðlar ehf. voru sýknaðir af kröfum Gunnars. Þá voru Jónas og Mikael sýknaðir af refsikröfu hans en þeim er gert að greiða honum eina og hálfa milljón króna í miskabætur eins og áður segir. Þá féllst dómurinn á kröfu Gunnars um að forsendur og niðurstöður dómsins yrðu birtar í 1. eð 2. tölublaði eftir að dómur félli. Jónas og Mikael greiða óskipt 200 þúsund krónur vegna kostnaðar við birtingu dómsins sem og 740 þúsund í málskostnað.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira