Hafró varar við kræklingatínslu víða um land 16. júní 2006 21:39 Hafrannsóknarstofnun varar fólk eindregið við því að tína sér krækling eða annan skelfisk til matar í Hvalfirði vegna gríðarlegs magns eiturþörunga í sjónum þar. Einnig er varað við því að tína skelfisk í nágrenni Stykkishólms og í Eyjafirði. Magn eitraðra skoruþörunga af dinophysis-ættkvísl mælist nú hátt í 24 þúsund frumur í lítra af sjó í Hvalfirði. Viðmiðunarmörk eru 500 frumur í lítra af sjó og sýna mælingarnar nú því rúmlega 47-falt hættumagn. Hafsteinn Guðfinnsson, sérfræðingur hjá vistfræðisviði Hafrannsóknastofnunar segir óvenjulegt að sjá svona mikið magn þörunganna svo snemma sumars, þeir komi yfirleitt frekar fram seinna sumars. Hann segir ekki ljóst hvaða ástæður liggi að baki en segir þó líklegast að þetta komi til vegna utanaðkomandi aðstæðna, svo sem lagskiptingar sjávar eða góðs næringarframboðs fyrir þörungana. Hann telur ólíklegt að mengun eða hlýnun sjávar valdi fjölgun eiturþörunganna. Hafrannsóknastofnun mun fylgjast með magni eiturþörunga í Hvalfirði sem og á Breiðafirði og Eyjafirði. Á heimasíðu hafrannsóknastofnunar er tengill þar sem hægt er að fylgast með niðurstöðum og því hvenær verður hægt að borða skelfiskinn aftur. Hafsteinn segir ekki hægt að treysta þumalputtareglunni um að öruggt sé að tína skelfisk í mánuðum sem hafa R í nafni sínu, því í fyrra hafi eiturþörungar mælst yfir hættustigi langt fram í desember. Það er því vissara að aðgæta heimasíðuna hafro.is áður en farið er á kræklingafjöru. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun varar fólk eindregið við því að tína sér krækling eða annan skelfisk til matar í Hvalfirði vegna gríðarlegs magns eiturþörunga í sjónum þar. Einnig er varað við því að tína skelfisk í nágrenni Stykkishólms og í Eyjafirði. Magn eitraðra skoruþörunga af dinophysis-ættkvísl mælist nú hátt í 24 þúsund frumur í lítra af sjó í Hvalfirði. Viðmiðunarmörk eru 500 frumur í lítra af sjó og sýna mælingarnar nú því rúmlega 47-falt hættumagn. Hafsteinn Guðfinnsson, sérfræðingur hjá vistfræðisviði Hafrannsóknastofnunar segir óvenjulegt að sjá svona mikið magn þörunganna svo snemma sumars, þeir komi yfirleitt frekar fram seinna sumars. Hann segir ekki ljóst hvaða ástæður liggi að baki en segir þó líklegast að þetta komi til vegna utanaðkomandi aðstæðna, svo sem lagskiptingar sjávar eða góðs næringarframboðs fyrir þörungana. Hann telur ólíklegt að mengun eða hlýnun sjávar valdi fjölgun eiturþörunganna. Hafrannsóknastofnun mun fylgjast með magni eiturþörunga í Hvalfirði sem og á Breiðafirði og Eyjafirði. Á heimasíðu hafrannsóknastofnunar er tengill þar sem hægt er að fylgast með niðurstöðum og því hvenær verður hægt að borða skelfiskinn aftur. Hafsteinn segir ekki hægt að treysta þumalputtareglunni um að öruggt sé að tína skelfisk í mánuðum sem hafa R í nafni sínu, því í fyrra hafi eiturþörungar mælst yfir hættustigi langt fram í desember. Það er því vissara að aðgæta heimasíðuna hafro.is áður en farið er á kræklingafjöru.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira