Fleiri fréttir Afgreiðslugjöld hjá Útlendingastofnun Útlendingastofnun krefst nú gjalda fyrir afgreiðslu leyfa frá stofnuninni og má gera ráð fyrir að gjaldtakan færi stofnuninni vel yfir hundrað milljónir króna í tekjur á ársgrundvelli. 29.6.2006 06:45 Brást strax við mengunarslysi 29.6.2006 06:45 Líkamsárás á unga stúlku Maður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af líkamsárás á unga stúlku í fyrra. 29.6.2006 06:30 Varnarliðsþotur ógna fuglum Þrjár þotur varnarliðsins flugu meðfram Látrabjargi í gærmorgun að sögn Gísla Kristjánssonar, sem á jörð þar í grenndinni og var með ferðahóp við bjargið þegar atburðurinn átti sér stað. "Hávaðinn var gífurlegur enda magnast hann upp í bjarginu og svartfuglinn fælist og þúsundir eggja skolast í sjóinn þegar hann fer í slíku ofboði," segir hann. 29.6.2006 06:15 Lamdi leigubílstjóra í andlitið 29.6.2006 06:00 Sprunga komin í fjöreggið Frystihúsi HB-Granda á Akranesi verður lokað í fimm vikur í sumar og frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði verður lokað í þrjár vikur. Á Skaganum er þegar búið að loka og verður opnað aftur í lok júlí. 29.6.2006 05:45 Kynferðisbrot gegn stúlkum Karlmaður var í gær dæmdur, í Héraðsdómi Reykjaness, í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað nuddað kynfæri stúlknanna innan klæða þeirra, en stúlkurnar voru sex og átta ára þegar atvikið átti sér stað. 29.6.2006 05:45 Hesthús gera gæfumuninn Vikuna 16.-22. júní var fleiri kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en Reykjavík samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins (FMR). Þetta mun vera einsdæmi. Alls var 93 kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en tuttugu færri í Reykjavík. 29.6.2006 05:15 Svefnpokaplássin hagstæð Nú þegar sumarið er komið leggja margar fjölskyldur land undir fót og ferðast um Ísland 29.6.2006 05:15 Framkvæmdir skornar niður Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta útboðum og framkvæmdum hins opinbera það sem af er 2006 og 2007 nær ekki til framkvæmda sem hafnar eru. 29.6.2006 05:00 Fagnar 120 ára afmæli í ár Landsbanki Íslands fagnar 120 ára afmæli sínu á laugardag með dagskrá á fjórtán stöðum víðsvegar um land. 29.6.2006 04:45 Skíðaferðir í beinu flugi Skíðaferðir eru alltaf vinsælar hjá Íslendingum á veturna og nú hafa Heimsferðir hafið sölu á skíðaferðum til Salzburg í Austurríki. Ferðirnar eru í janúar og febrúar og er flogið í beinu flugi til Salzburg að morgni og komið út um hádegi. Í ár er boðið upp á þá nýjung að skíðaunnendur geta nú valið um að dvelja í 9, 12, eða 14 daga. 29.6.2006 04:45 Búið að veiða ellefu dýr 29.6.2006 04:30 Bæjarstjórinn heldur áfram 29.6.2006 04:30 Stjórn Tryggingastofnunar kölluð saman Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Tryggingastofnunar, segir milljónafjársvik þjónustufulltrúa hjá Tryggingaststofnun, einsdæmi í 70 ára sögu stofnunarinnar. Hann segir að stjórn Tryggingastofnunar verði kölluð til fundar á næstu dögum vegna málsins. 28.6.2006 22:15 Starfshópur um Laugaveg Meirihluti skipulagsráðs Reykjavíkurborgar mun skipa starfshóp til að vinna að verndun og viðhaldi Laugavegarins sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu Reykjavíkur. 28.6.2006 21:54 Ástin er engin tilviljun Ástin er engin tilviljun. Það er að minnsta kosti niðurstaða sænskrar rannsóknar. 28.6.2006 21:41 Fjarðabyggð kannar réttarstöðu sína Einn er enn á gjörgæslu eftir mengunarslysið í sundlauginni á Eskifirði í gær. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir réttarstöðu bæjarfélagsins verða kannaða ítarlega. 28.6.2006 21:38 Krefst þess að viðskiptavinir verði upplýstir um samheitalyf Lyfjafræðingafélag Íslands segir ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga almennt út frá verðkönnun ASÍ sem náði aðeins til fárra lyfja. Félagið segir lyfjabúðir hafa verklagsreglur sem kveða á um að lyfjafræðingar skuli bjóða fólki upp á samheitalyf, þar sem þau séu ódýrari kostur en með sömu virkni og lyf sem læknir hefur ávísað. Siv Friðleifsdóttir sendi í dag bréf til Lyfjastofnunar þar sem þess er krafist að stofnunin ítreki við lyfsala að starfsfólk þeirra upplýsi viðskiptavini um samheitalyf þegar þau eru í boði. 28.6.2006 21:23 Vörur rangt verðmerktar Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. 28.6.2006 21:15 Varðhald framlengt vegna skotárásar Varðhald yfir þremur mönnum, sem grunaðir eru um að hafa skotið á hús í Hafnarfirði úr haglabyssu og kastað bensínsprengju inn um sama glugga, var framlengt til 4. júlí í dag. Fólk var innandyra þegar árásin var gerð. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði miðar rannsókn málsins vel. 28.6.2006 20:57 Landsvirkjun íhugar áfrýjun vegna kröfu um umhverfismat við Þjórsárver Landsvirkjun mun á næstunni skoða hvort dómi héraðsdóms um að hluti framkvæmda við Þjórsárver þurfi að fara í umhverfismat, verði áfrýjað. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið og Landsvirkjun af kröfum Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri um að úrskurður Jóns Kristjánssonar setts umhverfisráðherra vegna Þjórsárvera verði felldur úr gildi í heild sinni. Hins vegar féllst héraðsdómur á þá kröfu að framkvæmdir við setlón norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurður í Þjórsárlón þyrftu að fara í umhverfismat, og felldi þar með úr gildi úrskurð Jóns um það slíkt þyrfti ekki. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar er verið að skoða málið þar innanhúss. Skoðað verður hvort að ráðist verður í mat á umhverfisáhrifum þess hlutra framkvæmdarinnar sem dómur héraðsdóms kveður á um. Einnig verður skoðað hvort að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað til Hæstaréttar, en ákvörðun um það ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna. En það koma auðvitað fleiri að málinu, íslenska ríkið og svo stefnendur. Að sögn Katrínar Theódórsdóttur lögmanns Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri hafa umbjóðendur hennar ekki tekið afstöðu til þess hvort dómi héraðsdóms verði áfrýjað. Hún bendir á að sá þáttur úrskurðar setts umhverfisráðherra sem héraðsdómur felldi úr gildi hafi verið hvað mikilvægastur og að menn vonist til að leiði til þess að hætt verði við framkvæmdirnar alfarið. 28.6.2006 20:50 Bæjarstjórastaða í Grundarfirði eftirsótt Tuttugu og þrjár umsóknir hafa borist um stöðu bæjarstjóra í Grundarfirði en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þetta kemur fram á héraðsfréttavefnum Skessuhorni. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í vor með þriggja atkvæða mun og ætlar hann að ráða bæjarstjóra í stað Bjargar Ágústsdóttur sem gegnt hefur starfinu um árabil. 28.6.2006 20:38 Samingar opinberra starfsmanna túlkaðir þröngt Það verður aldrei aftur látið viðgangast, ef BSRB fær því mögulega komið við, að bandalagið eigi ekki aðild að endurskoðun kjarasamninga. Þetta segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, eftir fund bandalagsins, Kennarasambands Íslands og Bandalags háskólamanna með samninganefnd fjármálaráðuneytisins í dag. Þar var farið yfir forsendur fyrir endurskoðun á kjarasamningum hjá opinberum starfsmönnum eftir að nýgerða samninga á almennum vinnumarkaði. Ögmundur segir fjármálaráðuneytið túlka endurskoðunarákvæði í samningum opinberra starfsmanna þröngt en eftir eigi að fara nákvæmlega til hverra endurskoðunin nái. Það sé í höndum aðildarfélaga BSRB en það sem snúi að félagsmönnum almennt verði á borði bandalagsins. 28.6.2006 20:35 Stakk föður sinn í kviðinn Hæstiréttur staðfesti í dag framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa stungið föður sinn hnífi í á veitingastað við Laugaveg aðfararnótt 17. júní. Höfðu þeir feðgar deilt sem lyktaði með því að sonurinn stakk föður sinn í kviðinni þannig að hann hlaut lífshættulega áverka og var um tíma á gjörgæslu. Skal ungi maðurin sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. ágúst. 28.6.2006 20:31 12 ára stúlka bjargaði haferni frá drukknun Tólf ára Grundfirðingur sýndi mikið snarræði þegar hún handsamaði haförn sem féll í Kirkjufellslónið skammt fyrir innan Grundarfjörð. Má segja að hún hafi bjargað konungi fulganna frá drukknun. Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára Grundfirðingur var í gærkvöldi ein á ferð á hesti sínum við Kirkjufellslón skammt frá heimabæ hennar. Á ferð sinni sá hún haförn, konung fuglanna, falla af himnum og ofan í lónið. Sigurbjörg beið ekki boðanna heldur synti á eftir erninum og dró hann í land. Hún vafði svo vesti sínu utan um hann og fór með hann út á veg þar sem hún beið í tvo tíma eftir hjálp. Örninn er nú kominn í Húsdýragarðinn til aðhlynningar en ljóst er að löng bið verður á því að hann fái að fara aftur út í frelsið enda er hann mjög lemstraður. kvót segir Tómas Ó. Guðmundsson forstöðumaður Húsdýra- og fjölskyldugarðsins en hann áréttaði einnig að þó stúlkan hefði sýnt mikla dirfsku við björgunina væri ekkert grín að lenda í arnarklóm enda launaði fuglinn Sigurbjörgu björunina með því að grípa um hana þéttingsfast með klónum. Sigurbjörg virðist þó ekki reiðari en svo að í samtali við NFS sagði hún að ætlunin væri að heimsækja fuglinn eins fljótt og hún gæti en hér má sjá tilvonandi heimkynni hans. Sigurbjörg sagði einnig að hún væri búin að gefa honum fuglinum nafn, það er Sigurörn. 28.6.2006 20:23 Einn enn á gjörgæslu vegna klórgasmengunar Einn er enn á gjörgæslu eftir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði í gær. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir réttarstöðu bæjarfélagsins verða kannaða ítarlega. 28.6.2006 18:45 Segir úrskurð ekki í samræmi við fyrri úrskurð samkeppnisyfirvalda Forstjóri Dagsbrúnar undrast úrskurð Samkeppniseftirlitsins, sem hefur úrskurðað að samruni félagsins við afþreyingarfyrirtækið Senu sé ólöglegur. Hann segir úrskurðinn ekki í samræmi við fyrri úrskurð samkeppnisyfirvalda. Úrskurðinum verður áfrýjað til áfýjunarnefndar samkeppnismála. 28.6.2006 17:20 Lítill munur á verði gjaldeyris milli banka Gjaldeyrir er dýrastur í Landsbankanum í Leifsstöð, þar sem gengið er einu prósenti hærra en í öðrum útibúum bankans. Í könnun Neytendasamtakanna á verði á gjaldeyri, kemur fram að almennt er lítill munur milli viðskiptabankanna og Forex. Aðeins er um 2,5 prósentustiga munur á hæsta og lægsta verði á gjaldeyri að jafnaði. Ef peningar eru teknir úr hraðbanka erlendis með debetkorti, leggst tveggja prósenta þóknun á útektina en 2,5 prósent ef tekið er út með kreditkorti. Engin aukaþóknun leggst hins vegar þegar greitt er með kreditkorti í verslunum í útlöndum. 28.6.2006 16:30 Ríkið sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af skaðabótakröfu konu á þrítugsaldri. Konan varð fyrir líkamstjóni á heimili sínu árið 2002. Fyrrum sambýlismaður hennar braust inn í íbúð hennar og svo inn í svefnherbergi hennar. Í átökum milli þeirra skall hún í gólfið og brotnaði bátsbein í hönd hennar. Tjón hennar hefur verið metið til 20% örorku. Maðurinn var þó ekki dæmdur fyrir líkamsárás og því taldi dómurinn ríkið ekki bótaskylt. 28.6.2006 16:18 300.000 króna sekt fyrir endurtekin umferðarlagabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann um fertugt í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot, þjófnað og rof á skilorði. Maðurinn var í nóvember árið 2004 dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað og var dómurinn skilorðsbundinn í þrjú ár. Brotin fólust í margendurteknum umferðarlagabrotum þar sem hann keyrði undir áhrifum slævandi lyfja þannig að hann var ófær um að stjórna bifreiðinni. Þrjú þessara atvika áttu sér stað á sex dögum í september á síðasta ári. 28.6.2006 16:00 Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hefur skilað sér Enginn hefur látist í umferðarslysi á Reykjanesbraut frá því hluti hennar var tvöföldaður og minna er um hraðakstur. Ökumenn haga sér öðruvísi í umferðinni á Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík. 28.6.2006 15:45 Sjö mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur telpum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur telpum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað nuddað kynfæri tveggja stúlkna, um 6 ára og 8 ára, innan klæða þeirra. Brotin áttu sér stað á heimilum telpnanna og í bíl mannsins. Maðurinn játaði brot sín. Sálfræðingur sem haft hefur stúlkurnar í meðferð bar fyrir dómi að sú yngri væri að mestu búin að jafna sig eftir brotin en sú eldri þyrfti frekari meðferðar við. Stúlkunum voru dæmdar bætur, þeirri eldri 250 þúsund krónur og þeirri yngri 150 þúsund auk þess sem ákærða var gert að greiða sakarkostnað, um hálfa milljón. 28.6.2006 15:30 Mikil uppbygging á Hvanneyri Aðsókn í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stóreykst. Á næsta skólaári verða nemendur um 300 og er ljóst að Nemendagarðar skólans munu yfirfyllast. Stjórn Nemendagarðanna hefur því ákveðið að fara út í framkvæmdir og stefnt er að rúmlega tvöföldun leigurýma á næstu tveimur árum. Fjárfestingarkostnaður vegna nýs húsnæðis á staðnum verður á annan milljarð króna næstu 2-3 ár. 28.6.2006 14:15 Afhentu staðgenglum ráðherra áskorun Háskólamenntaðir starfsmenn hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra afhentu í morgun staðgenglum fjármála- og félagsmálaráðherra áskorun um að tryggja nægilegt fjármagn svo hægt sé að ganga til samninga við gerð stofnanasamninga milli BHM og svæðiskrifstofanna. 28.6.2006 14:00 Sýknaður af að hafa ráðist á stúlku Karlmaður var sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist á stúlku í bíl sínum, snúa upp á hönd hennar, skella henni í malbik og kýla hana í magann. Maðurinn var vinur móður stúlkunnar. Stúlkan ber að hann hafi ráðist á hana og þvingað hana inn í bíl sinn. Maðurinn ber hins vegar að hann hafi farið til að ræða við stúlkuna þar sem móðir hennar hafi lýst áhyggjum sínum af henni við manninn um morguninn. Hann hafi ekki þvingað stúlkuna inn í bíl sinn en hún hafi ekki viljað tala við hann og hafið að skaða sjálfa sig og síðar hann. Framburður ákærða þótti sannfærandi og sjálfum sér samkvæmur en framburður stúlkunnar óljós á köflum. Dómi fannst því ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sekt mannsins. 28.6.2006 13:30 Ragnar vill að Björn víki sæti við meðferð beiðninnar Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður ætlar að krefjast þess að Björn Bjarnason víki sæti sem dómsmálaráðherra við meðferð óskar Ragnars um aðgang að gögnum um hleranir á tímum kalda stríðsins. 28.6.2006 13:30 Ferjulægi í Bakkafjöru til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar Ferjulægi í Bakkafjöru verður tekið í notkun árið 2010 ef tillögur Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra ná fram að ganga. Siglingatími milli lands og eyja verður þá aðeins um hálftími. Sturla kynnti tillögur sínar á ríkisstjórnarfundi í gær. 28.6.2006 13:15 Deilur um aðgerðir gegn mávum Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar ætlar að koma á aðgerðum til að fækka sílamávum í borginni. Fulltrúar minnihlutans segja fyrirhugaðar aðgerðir örvæntingarfulla tilraun til að láta eftir sér taka við stjórnarskiptin. Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs Reykjavíkur segir kvartanir vegna varfugla hafa verið það margar úr öllum borgarhlutum að það væri ábyrgðaleysi að bregast ekki skjótt við. 28.6.2006 13:00 Fjölbreytt eignarhald í fjölmiðlum Stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins eignaðist hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, í Matador íslenska viðskiptalífsins í gær. Í sama snúningi eignaðist FL Group, sem á í útgáfufélagi Fréttablaðsins, hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins. 28.6.2006 12:45 Öryggisreglum í sundlauginni ábótavant Líðan þeirra sem urðu fyrir eitrun í klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði í gær er eftir atvikum. Vinnueftirlitið segir öryggisreglum í sundlauginni hafa verið ábótavant. 28.6.2006 12:30 Samruni Dagsbrúnar og Senu ólögmætur Samkeppniseftirlitið tilkynnti Dagsbrún í gærkvöld að samruni þess fyrirtækis og Senu væri ólögmætur og yrði ógiltur. Virðist helst vísað til markaðsráðandi stöðu Dagsbrúnar á áskriftarsjónvarpsmarkaði. Stjórn Dagsbrúnar ætlar ekki að una þessum úrskurði og mun, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar nú laust fyrir hádegi, skjóta málinu til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sena var áður afþreyingarsvið Skífunnar og rekur meðal annars verslanir með tónlistarefni og tölvuleiki ásamt kvikmyndahúsum. Dagsbrún rekur meðal annars sjónvarpsstöðina NFS. 28.6.2006 11:59 Bilaður bátur í togi Bátur bilaði suðvestur af Stafnnesi í morgun. Bátur svipaður að stærð var rétt hjá en til að flýta fyrir þar sem farið var að kula náðist í stærri bát sem nú er kominn með þann bilaða í tog á leið til Sandgerðis. Þeir eru líklega rétt ókomnir. 28.6.2006 11:56 Starfsmenn svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra ósáttir við kjör sín Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og afhentu yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. 28.6.2006 11:15 Konan sveik út úr tryggingum með hjálp sonar síns, tengdadóttur og 20 annarra Konan sem er sökuð um að hafa svikið 75 milljónir út úr Tryggingastofnun er á fimmtugsaldri og hafði unnið sem þjónustufulltrúi í Þjónustumiðstöð stofnunarinnar í yfir 20 ár. Sonur konunnar og tengdadóttir sitja einnig í gæsluvarðhaldi. Alls tengjast um 20 manns málinu sem gæti verið eitt stærsta tryggingasvindl Íslandssögunnar. 28.6.2006 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Afgreiðslugjöld hjá Útlendingastofnun Útlendingastofnun krefst nú gjalda fyrir afgreiðslu leyfa frá stofnuninni og má gera ráð fyrir að gjaldtakan færi stofnuninni vel yfir hundrað milljónir króna í tekjur á ársgrundvelli. 29.6.2006 06:45
Líkamsárás á unga stúlku Maður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af líkamsárás á unga stúlku í fyrra. 29.6.2006 06:30
Varnarliðsþotur ógna fuglum Þrjár þotur varnarliðsins flugu meðfram Látrabjargi í gærmorgun að sögn Gísla Kristjánssonar, sem á jörð þar í grenndinni og var með ferðahóp við bjargið þegar atburðurinn átti sér stað. "Hávaðinn var gífurlegur enda magnast hann upp í bjarginu og svartfuglinn fælist og þúsundir eggja skolast í sjóinn þegar hann fer í slíku ofboði," segir hann. 29.6.2006 06:15
Sprunga komin í fjöreggið Frystihúsi HB-Granda á Akranesi verður lokað í fimm vikur í sumar og frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði verður lokað í þrjár vikur. Á Skaganum er þegar búið að loka og verður opnað aftur í lok júlí. 29.6.2006 05:45
Kynferðisbrot gegn stúlkum Karlmaður var í gær dæmdur, í Héraðsdómi Reykjaness, í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað nuddað kynfæri stúlknanna innan klæða þeirra, en stúlkurnar voru sex og átta ára þegar atvikið átti sér stað. 29.6.2006 05:45
Hesthús gera gæfumuninn Vikuna 16.-22. júní var fleiri kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en Reykjavík samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins (FMR). Þetta mun vera einsdæmi. Alls var 93 kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en tuttugu færri í Reykjavík. 29.6.2006 05:15
Svefnpokaplássin hagstæð Nú þegar sumarið er komið leggja margar fjölskyldur land undir fót og ferðast um Ísland 29.6.2006 05:15
Framkvæmdir skornar niður Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta útboðum og framkvæmdum hins opinbera það sem af er 2006 og 2007 nær ekki til framkvæmda sem hafnar eru. 29.6.2006 05:00
Fagnar 120 ára afmæli í ár Landsbanki Íslands fagnar 120 ára afmæli sínu á laugardag með dagskrá á fjórtán stöðum víðsvegar um land. 29.6.2006 04:45
Skíðaferðir í beinu flugi Skíðaferðir eru alltaf vinsælar hjá Íslendingum á veturna og nú hafa Heimsferðir hafið sölu á skíðaferðum til Salzburg í Austurríki. Ferðirnar eru í janúar og febrúar og er flogið í beinu flugi til Salzburg að morgni og komið út um hádegi. Í ár er boðið upp á þá nýjung að skíðaunnendur geta nú valið um að dvelja í 9, 12, eða 14 daga. 29.6.2006 04:45
Stjórn Tryggingastofnunar kölluð saman Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Tryggingastofnunar, segir milljónafjársvik þjónustufulltrúa hjá Tryggingaststofnun, einsdæmi í 70 ára sögu stofnunarinnar. Hann segir að stjórn Tryggingastofnunar verði kölluð til fundar á næstu dögum vegna málsins. 28.6.2006 22:15
Starfshópur um Laugaveg Meirihluti skipulagsráðs Reykjavíkurborgar mun skipa starfshóp til að vinna að verndun og viðhaldi Laugavegarins sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu Reykjavíkur. 28.6.2006 21:54
Ástin er engin tilviljun Ástin er engin tilviljun. Það er að minnsta kosti niðurstaða sænskrar rannsóknar. 28.6.2006 21:41
Fjarðabyggð kannar réttarstöðu sína Einn er enn á gjörgæslu eftir mengunarslysið í sundlauginni á Eskifirði í gær. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir réttarstöðu bæjarfélagsins verða kannaða ítarlega. 28.6.2006 21:38
Krefst þess að viðskiptavinir verði upplýstir um samheitalyf Lyfjafræðingafélag Íslands segir ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga almennt út frá verðkönnun ASÍ sem náði aðeins til fárra lyfja. Félagið segir lyfjabúðir hafa verklagsreglur sem kveða á um að lyfjafræðingar skuli bjóða fólki upp á samheitalyf, þar sem þau séu ódýrari kostur en með sömu virkni og lyf sem læknir hefur ávísað. Siv Friðleifsdóttir sendi í dag bréf til Lyfjastofnunar þar sem þess er krafist að stofnunin ítreki við lyfsala að starfsfólk þeirra upplýsi viðskiptavini um samheitalyf þegar þau eru í boði. 28.6.2006 21:23
Vörur rangt verðmerktar Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. 28.6.2006 21:15
Varðhald framlengt vegna skotárásar Varðhald yfir þremur mönnum, sem grunaðir eru um að hafa skotið á hús í Hafnarfirði úr haglabyssu og kastað bensínsprengju inn um sama glugga, var framlengt til 4. júlí í dag. Fólk var innandyra þegar árásin var gerð. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði miðar rannsókn málsins vel. 28.6.2006 20:57
Landsvirkjun íhugar áfrýjun vegna kröfu um umhverfismat við Þjórsárver Landsvirkjun mun á næstunni skoða hvort dómi héraðsdóms um að hluti framkvæmda við Þjórsárver þurfi að fara í umhverfismat, verði áfrýjað. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið og Landsvirkjun af kröfum Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri um að úrskurður Jóns Kristjánssonar setts umhverfisráðherra vegna Þjórsárvera verði felldur úr gildi í heild sinni. Hins vegar féllst héraðsdómur á þá kröfu að framkvæmdir við setlón norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurður í Þjórsárlón þyrftu að fara í umhverfismat, og felldi þar með úr gildi úrskurð Jóns um það slíkt þyrfti ekki. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar er verið að skoða málið þar innanhúss. Skoðað verður hvort að ráðist verður í mat á umhverfisáhrifum þess hlutra framkvæmdarinnar sem dómur héraðsdóms kveður á um. Einnig verður skoðað hvort að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað til Hæstaréttar, en ákvörðun um það ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna. En það koma auðvitað fleiri að málinu, íslenska ríkið og svo stefnendur. Að sögn Katrínar Theódórsdóttur lögmanns Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri hafa umbjóðendur hennar ekki tekið afstöðu til þess hvort dómi héraðsdóms verði áfrýjað. Hún bendir á að sá þáttur úrskurðar setts umhverfisráðherra sem héraðsdómur felldi úr gildi hafi verið hvað mikilvægastur og að menn vonist til að leiði til þess að hætt verði við framkvæmdirnar alfarið. 28.6.2006 20:50
Bæjarstjórastaða í Grundarfirði eftirsótt Tuttugu og þrjár umsóknir hafa borist um stöðu bæjarstjóra í Grundarfirði en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þetta kemur fram á héraðsfréttavefnum Skessuhorni. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í vor með þriggja atkvæða mun og ætlar hann að ráða bæjarstjóra í stað Bjargar Ágústsdóttur sem gegnt hefur starfinu um árabil. 28.6.2006 20:38
Samingar opinberra starfsmanna túlkaðir þröngt Það verður aldrei aftur látið viðgangast, ef BSRB fær því mögulega komið við, að bandalagið eigi ekki aðild að endurskoðun kjarasamninga. Þetta segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, eftir fund bandalagsins, Kennarasambands Íslands og Bandalags háskólamanna með samninganefnd fjármálaráðuneytisins í dag. Þar var farið yfir forsendur fyrir endurskoðun á kjarasamningum hjá opinberum starfsmönnum eftir að nýgerða samninga á almennum vinnumarkaði. Ögmundur segir fjármálaráðuneytið túlka endurskoðunarákvæði í samningum opinberra starfsmanna þröngt en eftir eigi að fara nákvæmlega til hverra endurskoðunin nái. Það sé í höndum aðildarfélaga BSRB en það sem snúi að félagsmönnum almennt verði á borði bandalagsins. 28.6.2006 20:35
Stakk föður sinn í kviðinn Hæstiréttur staðfesti í dag framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa stungið föður sinn hnífi í á veitingastað við Laugaveg aðfararnótt 17. júní. Höfðu þeir feðgar deilt sem lyktaði með því að sonurinn stakk föður sinn í kviðinni þannig að hann hlaut lífshættulega áverka og var um tíma á gjörgæslu. Skal ungi maðurin sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. ágúst. 28.6.2006 20:31
12 ára stúlka bjargaði haferni frá drukknun Tólf ára Grundfirðingur sýndi mikið snarræði þegar hún handsamaði haförn sem féll í Kirkjufellslónið skammt fyrir innan Grundarfjörð. Má segja að hún hafi bjargað konungi fulganna frá drukknun. Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára Grundfirðingur var í gærkvöldi ein á ferð á hesti sínum við Kirkjufellslón skammt frá heimabæ hennar. Á ferð sinni sá hún haförn, konung fuglanna, falla af himnum og ofan í lónið. Sigurbjörg beið ekki boðanna heldur synti á eftir erninum og dró hann í land. Hún vafði svo vesti sínu utan um hann og fór með hann út á veg þar sem hún beið í tvo tíma eftir hjálp. Örninn er nú kominn í Húsdýragarðinn til aðhlynningar en ljóst er að löng bið verður á því að hann fái að fara aftur út í frelsið enda er hann mjög lemstraður. kvót segir Tómas Ó. Guðmundsson forstöðumaður Húsdýra- og fjölskyldugarðsins en hann áréttaði einnig að þó stúlkan hefði sýnt mikla dirfsku við björgunina væri ekkert grín að lenda í arnarklóm enda launaði fuglinn Sigurbjörgu björunina með því að grípa um hana þéttingsfast með klónum. Sigurbjörg virðist þó ekki reiðari en svo að í samtali við NFS sagði hún að ætlunin væri að heimsækja fuglinn eins fljótt og hún gæti en hér má sjá tilvonandi heimkynni hans. Sigurbjörg sagði einnig að hún væri búin að gefa honum fuglinum nafn, það er Sigurörn. 28.6.2006 20:23
Einn enn á gjörgæslu vegna klórgasmengunar Einn er enn á gjörgæslu eftir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði í gær. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir réttarstöðu bæjarfélagsins verða kannaða ítarlega. 28.6.2006 18:45
Segir úrskurð ekki í samræmi við fyrri úrskurð samkeppnisyfirvalda Forstjóri Dagsbrúnar undrast úrskurð Samkeppniseftirlitsins, sem hefur úrskurðað að samruni félagsins við afþreyingarfyrirtækið Senu sé ólöglegur. Hann segir úrskurðinn ekki í samræmi við fyrri úrskurð samkeppnisyfirvalda. Úrskurðinum verður áfrýjað til áfýjunarnefndar samkeppnismála. 28.6.2006 17:20
Lítill munur á verði gjaldeyris milli banka Gjaldeyrir er dýrastur í Landsbankanum í Leifsstöð, þar sem gengið er einu prósenti hærra en í öðrum útibúum bankans. Í könnun Neytendasamtakanna á verði á gjaldeyri, kemur fram að almennt er lítill munur milli viðskiptabankanna og Forex. Aðeins er um 2,5 prósentustiga munur á hæsta og lægsta verði á gjaldeyri að jafnaði. Ef peningar eru teknir úr hraðbanka erlendis með debetkorti, leggst tveggja prósenta þóknun á útektina en 2,5 prósent ef tekið er út með kreditkorti. Engin aukaþóknun leggst hins vegar þegar greitt er með kreditkorti í verslunum í útlöndum. 28.6.2006 16:30
Ríkið sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af skaðabótakröfu konu á þrítugsaldri. Konan varð fyrir líkamstjóni á heimili sínu árið 2002. Fyrrum sambýlismaður hennar braust inn í íbúð hennar og svo inn í svefnherbergi hennar. Í átökum milli þeirra skall hún í gólfið og brotnaði bátsbein í hönd hennar. Tjón hennar hefur verið metið til 20% örorku. Maðurinn var þó ekki dæmdur fyrir líkamsárás og því taldi dómurinn ríkið ekki bótaskylt. 28.6.2006 16:18
300.000 króna sekt fyrir endurtekin umferðarlagabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann um fertugt í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot, þjófnað og rof á skilorði. Maðurinn var í nóvember árið 2004 dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað og var dómurinn skilorðsbundinn í þrjú ár. Brotin fólust í margendurteknum umferðarlagabrotum þar sem hann keyrði undir áhrifum slævandi lyfja þannig að hann var ófær um að stjórna bifreiðinni. Þrjú þessara atvika áttu sér stað á sex dögum í september á síðasta ári. 28.6.2006 16:00
Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hefur skilað sér Enginn hefur látist í umferðarslysi á Reykjanesbraut frá því hluti hennar var tvöföldaður og minna er um hraðakstur. Ökumenn haga sér öðruvísi í umferðinni á Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík. 28.6.2006 15:45
Sjö mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur telpum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur telpum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað nuddað kynfæri tveggja stúlkna, um 6 ára og 8 ára, innan klæða þeirra. Brotin áttu sér stað á heimilum telpnanna og í bíl mannsins. Maðurinn játaði brot sín. Sálfræðingur sem haft hefur stúlkurnar í meðferð bar fyrir dómi að sú yngri væri að mestu búin að jafna sig eftir brotin en sú eldri þyrfti frekari meðferðar við. Stúlkunum voru dæmdar bætur, þeirri eldri 250 þúsund krónur og þeirri yngri 150 þúsund auk þess sem ákærða var gert að greiða sakarkostnað, um hálfa milljón. 28.6.2006 15:30
Mikil uppbygging á Hvanneyri Aðsókn í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stóreykst. Á næsta skólaári verða nemendur um 300 og er ljóst að Nemendagarðar skólans munu yfirfyllast. Stjórn Nemendagarðanna hefur því ákveðið að fara út í framkvæmdir og stefnt er að rúmlega tvöföldun leigurýma á næstu tveimur árum. Fjárfestingarkostnaður vegna nýs húsnæðis á staðnum verður á annan milljarð króna næstu 2-3 ár. 28.6.2006 14:15
Afhentu staðgenglum ráðherra áskorun Háskólamenntaðir starfsmenn hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra afhentu í morgun staðgenglum fjármála- og félagsmálaráðherra áskorun um að tryggja nægilegt fjármagn svo hægt sé að ganga til samninga við gerð stofnanasamninga milli BHM og svæðiskrifstofanna. 28.6.2006 14:00
Sýknaður af að hafa ráðist á stúlku Karlmaður var sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist á stúlku í bíl sínum, snúa upp á hönd hennar, skella henni í malbik og kýla hana í magann. Maðurinn var vinur móður stúlkunnar. Stúlkan ber að hann hafi ráðist á hana og þvingað hana inn í bíl sinn. Maðurinn ber hins vegar að hann hafi farið til að ræða við stúlkuna þar sem móðir hennar hafi lýst áhyggjum sínum af henni við manninn um morguninn. Hann hafi ekki þvingað stúlkuna inn í bíl sinn en hún hafi ekki viljað tala við hann og hafið að skaða sjálfa sig og síðar hann. Framburður ákærða þótti sannfærandi og sjálfum sér samkvæmur en framburður stúlkunnar óljós á köflum. Dómi fannst því ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sekt mannsins. 28.6.2006 13:30
Ragnar vill að Björn víki sæti við meðferð beiðninnar Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður ætlar að krefjast þess að Björn Bjarnason víki sæti sem dómsmálaráðherra við meðferð óskar Ragnars um aðgang að gögnum um hleranir á tímum kalda stríðsins. 28.6.2006 13:30
Ferjulægi í Bakkafjöru til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar Ferjulægi í Bakkafjöru verður tekið í notkun árið 2010 ef tillögur Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra ná fram að ganga. Siglingatími milli lands og eyja verður þá aðeins um hálftími. Sturla kynnti tillögur sínar á ríkisstjórnarfundi í gær. 28.6.2006 13:15
Deilur um aðgerðir gegn mávum Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar ætlar að koma á aðgerðum til að fækka sílamávum í borginni. Fulltrúar minnihlutans segja fyrirhugaðar aðgerðir örvæntingarfulla tilraun til að láta eftir sér taka við stjórnarskiptin. Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs Reykjavíkur segir kvartanir vegna varfugla hafa verið það margar úr öllum borgarhlutum að það væri ábyrgðaleysi að bregast ekki skjótt við. 28.6.2006 13:00
Fjölbreytt eignarhald í fjölmiðlum Stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins eignaðist hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, í Matador íslenska viðskiptalífsins í gær. Í sama snúningi eignaðist FL Group, sem á í útgáfufélagi Fréttablaðsins, hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins. 28.6.2006 12:45
Öryggisreglum í sundlauginni ábótavant Líðan þeirra sem urðu fyrir eitrun í klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði í gær er eftir atvikum. Vinnueftirlitið segir öryggisreglum í sundlauginni hafa verið ábótavant. 28.6.2006 12:30
Samruni Dagsbrúnar og Senu ólögmætur Samkeppniseftirlitið tilkynnti Dagsbrún í gærkvöld að samruni þess fyrirtækis og Senu væri ólögmætur og yrði ógiltur. Virðist helst vísað til markaðsráðandi stöðu Dagsbrúnar á áskriftarsjónvarpsmarkaði. Stjórn Dagsbrúnar ætlar ekki að una þessum úrskurði og mun, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar nú laust fyrir hádegi, skjóta málinu til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sena var áður afþreyingarsvið Skífunnar og rekur meðal annars verslanir með tónlistarefni og tölvuleiki ásamt kvikmyndahúsum. Dagsbrún rekur meðal annars sjónvarpsstöðina NFS. 28.6.2006 11:59
Bilaður bátur í togi Bátur bilaði suðvestur af Stafnnesi í morgun. Bátur svipaður að stærð var rétt hjá en til að flýta fyrir þar sem farið var að kula náðist í stærri bát sem nú er kominn með þann bilaða í tog á leið til Sandgerðis. Þeir eru líklega rétt ókomnir. 28.6.2006 11:56
Starfsmenn svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra ósáttir við kjör sín Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og afhentu yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. 28.6.2006 11:15
Konan sveik út úr tryggingum með hjálp sonar síns, tengdadóttur og 20 annarra Konan sem er sökuð um að hafa svikið 75 milljónir út úr Tryggingastofnun er á fimmtugsaldri og hafði unnið sem þjónustufulltrúi í Þjónustumiðstöð stofnunarinnar í yfir 20 ár. Sonur konunnar og tengdadóttir sitja einnig í gæsluvarðhaldi. Alls tengjast um 20 manns málinu sem gæti verið eitt stærsta tryggingasvindl Íslandssögunnar. 28.6.2006 11:00