Innlent

Búið að veiða ellefu dýr

Nú hafa verið veiddar ellefu hrefnur af þeim fimmtíu sem má veiða samkvæmt Alþjóðahvalveiðiráðinu, en veiðitímabilið hófst þann 13. júní síðastliðinn og stendur til fjórða ágúst. Í byrjun gengu veiðarnar hægt vegna leiðinlegs veðurs en nú hefur ræst úr og vonast er til að það náist að klára kvótann.

Að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna eru þrír bátar að veiðum núna, en sá fjórði mun bætast við á næstunni. Hann segir að vel gangi að veiða núna en að hrefnurnar séu nokkuð magrari en í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×