Innlent

Mikil uppbygging á Hvanneyri

Ágúst Sigurðsson rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri
Ágúst Sigurðsson rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri MYND/Gunnar V. Andrésson

Aðsókn í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stóreykst. Á næsta skólaári verða nemendur um 300 og er ljóst að Nemendagarðar skólans munu yfirfyllast. Stjórn Nemendagarðanna hefur því ákveðið að fara út í framkvæmdir og stefnt er að rúmlega tvöföldun leigurýma á næstu tveimur árum. Fjárfestingarkostnaður vegna nýs húsnæðis á staðnum verður á annan milljarð króna næstu 2-3 ár.

Mestur hluti nemenda við Landbúnaðarháskólann er fjölskyldufólk og því er ljóst að fjölga verður dagvistunarrýmum í Borgarbyggð. Íbúar á Hvanneyri hafa undanfarin ár verið 300-400 talsins en Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, reiknar með að nemendur skólans verði orðnir um 500 eftir fimm ár. Þannig mun íbúafjöldi Hvanneyrarstaðar líklega tvöfaldast á næstu fimm árum.

Þetta kemur fram á Vesturlandsvefnum Skessuhorni, www.skessuhorn.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×