Innlent

Lítill munur á verði gjaldeyris milli banka

Gjaldeyrir er dýrastur í Landsbankanum í Leifsstöð, þar sem gengið er einu prósenti hærra en í öðrum útibúum bankans. Í könnun Neytendasamtakanna á verði á gjaldeyri, kemur fram að almennt er lítill munur milli viðskiptabankanna og Forex. Aðeins er um 2,5 prósentustiga munur á hæsta og lægsta verði á gjaldeyri að jafnaði. Ef peningar eru teknir úr hraðbanka erlendis með debetkorti, leggst tveggja prósenta þóknun á útektina en 2,5 prósent ef tekið er út með kreditkorti. Engin aukaþóknun leggst hins vegar þegar greitt er með kreditkorti í verslunum í útlöndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×