Innlent

Fagnar 120 ára afmæli í ár

AFmælið kynnt María Björk Óskarsdóttir, Björgólfur Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson kynna afmælisdagskrána.
AFmælið kynnt María Björk Óskarsdóttir, Björgólfur Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson kynna afmælisdagskrána.

Landsbanki Íslands fagnar 120 ára afmæli sínu á laugardag með dagskrá á fjórtán stöðum víðsvegar um land.

"Það var tekin ákvörðun hjá bankaráði að minnast þessara tímamóta með veglegum hætti og munum við gera það í heilt ár, en upphaf afmælisársins og hápunkturinn verður núna á laugar­daginn," segir María Björk Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisnefndar bankans.

Landsbankinn er elsti banki landsins og tók fyrst til starfa í Bakarabrekku í Reykjavík sem síðar var nefnd Bankastræti eftir honum. Í tilefni afmælisins kemur út söguannáll Landsbankans sem Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur hefur tekið saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×