Innlent

Bæjarstjórinn heldur áfram

Jónmundur Guðmarsson var ráðinn bæjarstjóri Seltjarnarness á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Seltjarnarness sem fór fram um miðjan mánuðinn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en Jónmundur var einnig bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili.

Forseti bæjarstjórnar er Ásgerður Halldórsdóttir en hún skipaði annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og Sigrún Edda Jónsdóttir, þriðji maður á lista flokksins, er fyrsti varaforseti bæjarstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×