Fleiri fréttir Fasteignafélagið Stoðir gera stórviðskipti í Kaupmannahöfn Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme á eignum sem staðsettar eru miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Kaupin eru með stærstu fasteignaviðskiptum í Danmörku á undanförnum árum. 6.1.2006 13:00 Enn finnst engin loðna við landið Enn finnst engin loðna við landið og eru loðnuskipin fimm, sem tóku þátt í skipulagðri leit Hafrannsóknastofnunar, búin að leita árangurslaust á sínum svæðum og eru á landleið. 6.1.2006 12:27 Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2% Góðir dagar hafa verið á hlutabréfamarkaði nú í upphafi árs samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2% það sem af er ári. Af þeim 15 félögum sem mynda vísitöluna hafa þrettán hækkað, eitt staðið í stað og eitt lækkað. Mest hefur gengi bréfa í Actavis hækkað eða um 8,4%. Fast á hæla þess fylgja síðan Straumur-Burðarás, Bakkavör, Marel og Íslandsbanki. Hækkanirnar í upphafi vikunnar voru einkum í bönkunum en síðan hafa önnur félög einnig hækkað. 6.1.2006 12:08 Rúmlega fjórðungur fer í kirkjugarð 3-5 sinnum á ári Rúmlega tuttugu og sjö prósent þjóðarinnar fara í kirkjugarð þrisvar til fimm sinnum á ári. Og meira en helmingur landsmanna telur að eitthvað taki við eftir dauðann. 6.1.2006 11:44 SFR undirritar samning við Faxaflóahafnir Fyrsti sjálfstæði kjarasamningur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf. var undirritaður í gær, 5. janúar 2006 í fundarsal hafnarstjórnar. Samningurinn er í öllum meginatriðum sambærilegur nýgerðum kjarasamningi félagsins við Reykjavíkurborg. 6.1.2006 11:00 Heilbrigðisráðherra gerir samning um 600 biðlistaaðgerðir Heilbrigðismálaráðherra hefur gert samning við fjórar heilbrigðisstofnanir um tæplega sex hundruð svokallaðar biðlistaaðgerðir á árinu. Samningurinn er gerður til að stytta biðtíma sjúklinga sem bíða eftir tilteknum læknisaðgerðum og stofnanirnar sem í hlut eiga eru Landspítali - sjúkrahús, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og Heilbrigðisstofnunin Akranesi. Flestar aðgerðirnar eru svokallaðar augnsteinaaðgerðir og fjölgar þeim á árinu um 500 frá því sem gera mátti ráð fyrir í reglulegri starfsemi viðkomandi stofnunar. 6.1.2006 10:30 Ólíklegt að kveikt verði í brennum í kvöld Ólíklegt er talið að kveikt verði í þrettándabrennum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi í kvöld vegna yfirvofandi storms á suðvesturhorninu. Þegar hefur verið ákveðið að fresta þrettándagleði í Grafarvogi en endanleg ákvörðun um aðra staði verður tekin eftir hádegi. 6.1.2006 10:22 Mannfall í mótmælum gegn atvinnuástandinu í Írak Tveir létust og tuttugu og fjórir særðust í óeirðum í bænum Nasiriyah í Írak í gær. Hundruð manna gengu um götur bæjarins og mótmæltu atvinnuástandinu í landinu en þar er atvinnuleysi allverulegt. Mótmælin fóru úr böndunum og til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu sem reyndi að róa lýðinn. 6.1.2006 09:45 Jólatré fjarlægð við lóðamörk 7. - 13. janúar Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu fjarlægja jólatré sem sett hafa verið út fyrir lóðamörk dagana frá og með morgundeginum og til 13. janúar. Eftir að átakinu lýkur geta íbúar losað sig við jólatré á gámastöðvar Sorpu. 6.1.2006 09:30 Skora á stjórnvöld að stofna til íslenskrar alþjóðlegrar skipaskrár Aðalfundur Vélstjórafélags Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að stofna hið fyrsta til íslenskrar alþjóðlegrar skipaskrár með tilheyrandi hliðarráðstöfunum. Ísland er eina landið innan Evrópu sem ekkert hefur gert til þess að tryggja að héðan séu gerð út kaupskip með íslenskum áhöfnum þrátt fyrir þá staðreynd íslensk þjóð á allt sitt undir öflugum siglingum að og frá landinu. Áframhaldandi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessu máli mun hafa þær afleiðingar að innan fárra ára mun áratuga þekking og reynsla farmanna heyra sögunni til. 6.1.2006 09:30 Umboðsmaður ver ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra Umboðsmaður alþingis hefur svarað kvörtun lögreglumanns sem kvartaði yfir ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra um skipun yfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins á Seyðisfirði. Í kvörtuninni var því haldið fram að ákvörðun ráðherra hefði farið gegn bæði jafnræðisreglu stjórnarskrár og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga auk þess sem því var haldið fram að rökstuðningur ráðherra hefði ekki verið í samræmi við efni stjórnsýslulaga. 6.1.2006 09:15 Auka umsvif í flugrekstri á norðurslóðum Íslenskir fjárfestar hafa enn aukið umsvif sín í flugrekstri á norðurslóðum eftir að KB banki eignaðist rúm sex prósent í finnska flugfélaginu Finnair í fyrradag. 6.1.2006 09:00 Féll af bifhjóli og viðbeinsbrotnaði Ökumaður bifhjóls viðbeinsbrotnaði og hlaut fleiri meiðsl þegar hann féll af hjóli sínu á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis á Akureyri í gærkvöldi. Slysið var með þeim hætti að hann óttaðist að ökumaður bíls, sem kom á móti, ætlaði að beygja þvert fyrir hann. Hann nauð hemlaði því hjólinu en við það féll hann í götuna. 6.1.2006 08:45 Fjögur fíkniefnamál í Hafnarfirði og Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu upp í sameiginlegu átaki lögreglunnar í Hafnarfirði og í Kópavogi í gærkvöldi og í nótt og var lagt hald á hass, anfetamín og kókaín. Fjórir menn voru handteknir í aðgerðunum en sleppt undir morgun að yfirheyrslum loknum. Auk þessa var einn maður handtekinn í Keflavík í nótt með fíkniefni í fórum sínum. 6.1.2006 08:15 Breska þingið endurskoðar eiturlyfjaflokkun kannabisefna Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að endurskoða flokkun á kannabis. Kannabis hefur var lengst af flokkað í B flokki en var ekki hvað síst fyrir þrýsting frá lögreglunni, sett í C flokk fyrir nokkrum árum. Fari kannabis aftur í B flokk þýðir það þyngri viðurlög við neyslu og sölu þess. Breytingunni var ætlað að beina kröftum og eftirliti lögreglunnar að harðari eiturlyfjum eins og heróíni og krakki. Heimavarnarráðherra Bretlands, Charles Clark, hefur skipað endurskoðun á þessari ákvörðun þar sem nýjar rannsóknir sýna að kannbis hafi mun meiri áhrif á geðheilsu neytenda en áður hefur verið talið. 6.1.2006 07:53 Fundu loðnu út af Héraðsflóa Skipverjar á hafrannsóknaskipinu Árna Friðirkssyni fundu loðnu út af Héraðsflóa í nótt en langt er síðan nokkur loðna hefur fundist hér við land. Að sögn Sveins Sveinbjörnssonar leiðangursstjóra,virðist þetta þó vera lítil torfa og hin loðnuskipin fimm, sem taka þátt í skipulegri leit, hafa ekkert fundið eftir því sem best er vitað. 6.1.2006 07:45 Framboðslisti Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar samþykktur Vinstri grænir í Reykjavík samþykktu framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor á félagsfundi sem haldinn var nú í kvöld. Í efsti sex sæti er raðað samkvæmt úrslitum prófkjörs sem haldið var í haust, fyrir utan fimmta sætið sem féll í skaut Gríms Atlasonar í prófkjörinu en hann kaus að taka ekki sætið. Efstu sæti listans eru því þannig skipuð að Svandís Svavarsdóttir leiðir listann, í öðru sæti Árni Þór Sigurðsson, þriðja sæti Þorleifur Gunnlaugsson, í því fjórða Sóley Tómasdóttir, Hermann Valsson í fimmta og Ugla Egilsdóttir í sjötta. 6.1.2006 07:30 Sterling sakað um brot á dönskum samkeppnislögum Dönsk samkeppnisyfirvöld segja Lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, brjóta lög. Sterling innheimtir of há gjöld af flugmiðum sem keyptir eru með greiðslukortum. Kaupi viðskiptavinur flugmiða á tvö-hundruð og sextíu danskrar krónur getur hann þurft að borga þrjátíu krónur í kostnað sé borgað með ákveðnum kreditkortum eins og Diners Club eða American Express og tíu krónur borgi hann með Master Card eða Visa. Svo há gjöld innheimta kreditkortafyrirtækin ekki og Sterling tekur mismuninn og það segja dönsk samkeppnisyfirvöld vera ólöglegt. 6.1.2006 06:36 Gengið frá lista VG fyrir borgarstjórnarkosningar Hermann Valsson íþróttakennari skipar 5.sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til borgarstjórnarkosninga í vor. Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri leiðir listann. Tillaga uppstillingarnefndar um skipan á lista VG fyrir kosningarnar í vor var samþykkt á almennum félagsfundi nú í kvöld. 5.1.2006 22:29 Árni segir göng kosta sextán milljarða Áætlun tveggja norskra sérfræðinga gerir ráð fyrir að göng á milli lands og Eyja kosti um sextán milljarða króna. Árni Johnsen og félagar hans í hópi sem stóð að úttekt á gangagerð kynntu niðurstöður hennar á fundi í dag. 5.1.2006 22:21 Tónleikar gegn stóriðjuframkvæmdum Heimsþekktir tónlistarmenn, íslenskir og erlendir, koma fram til styrktar íslenskri náttúru í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið. Með tónleikunum sem bera yfirskriftina "Er þjóðin að verða náttúrulaus?" vill hópurinn og listamennirnir sem þar koma fram vekja athygli á einstakri innanlands sem utan á náttúru Íslands og þeirri hættu sem að henni steðjar vegna stóriðjuframkvæmda. 5.1.2006 22:20 Takmarkaðir vöruflutningar víða um land vegna hláku Vöruflutningar um helstu samgönguleiðir landsins, þar á meðal á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hafa verið takmarkaðir vegna aurbleytu og hættu á slitlagsskemmdum. Hver trukkur verður að skerða farm sinn um allt að fimm tonn í hverri ferð. 5.1.2006 22:17 Rúmlega helmingur Íslendinga trúir því að eitthvað taki við eftir dauðann Rúmlega helmingur Íslendinga trúir því að eitthvað taki við eftir dauðann án þess að geta útskýrt það frekar. Þetta kemur fram í könnun sem unnin var af IMG gallup fyrir Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma í febrúar og mars árið 2004. Alls töldu 458 aðspurðra í könnuninni eða 55,9%, að eitthvað taki við eftir dauðanna en enginn geti vitað hvað það sé. 5.1.2006 21:42 Brot á leikreglum segir bæjarfulltrúi Það á að umbuna starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar með einhverju öðru en gjafakorti í Kringlunni. Þetta segir oddviti minnihlutans í bæjarstjórn en bæjarstjóri hefur upp á sitt einsdæmi gefið vilyrði fyrir því að allir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar, 300 að tölu, fái gjafakort að upphæð tuttugu þúsund krónur. Brot á leikreglum, segir fulltrúi minnihlutans. 5.1.2006 21:29 Starfslokasamningar þurfa ekki að vera einkamál fyrirtækja Starfslokasamningar þurfa ekki að vera einkamál fyrirtækja sem slíka samninga gera eða æðstu stjórnenda þeirra, segir viðskiptasiðfræðingur við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að almenningur geti gert kröfu um að fyrirtæki sem skipta miklu máli í samfélaginu borgi starfsmönnum sínum laun í takt við hefðir og venjur í samfélaginu en snúi ella baki við fyrirækinu. 5.1.2006 21:26 Bifhjólamaður slasaðist nokkuð þegar hann féll í götuna Bifhjólamaður slasaðist nokkuð þegar hann reyndi að koma í veg fyrir árekstur við bíl innanbæjar á Akureyri um sexleitið. Slysið varð með þeim hætti að tvö bifhjól komu akandi eftir Glerárgötu og mætti bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður fyrra bifhjólsins hélt að ökumaður bílsins ætlaði að beygja í veg fyrir hjólið og inn Þórunnarstræti svo hann hemlaði á hjólinu og féll í götuna. 5.1.2006 21:20 Laun kvenna lægri í öllum atvinnugreinum Árslaun karla eru hærri en árslaun kvenna í öllum þeim atvinnugreinum sem athugaðar voru í launasamanburði sem gerður var í tæplega 30 Evrópulöndum. Þær atvinnugreinar sem skoðaðar voru eru iðnaður, byggingastarfsemi og mannvirkjagerð og verslunar- og viðgerðarþjónusta. 5.1.2006 21:08 Matvælaverð myndi lækka ef Ísland gengi í ESB Matvælaverð á Íslandi myndi lækka ef gengið yrði í Evrópusambandið. Eins væri hægt að lækka matvöruverð með því að afnema tolla og fjarlægja viðskiptahöft af innfluttum matvælum. Þetta segir aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. 5.1.2006 20:51 Ný lyfta bíður Jólin hafa ekki verið mjallahvít og óvenjuleg hlýindi um land allt í upphafi ársins hafa ekki lofað góðu fyrir skíðamenn. Ekkert var skíðafærið í Bláfjöllum snemma í morgun enda rigndi þar eins og hellt væri úr fötu eða þar til allt í einu, eins og hendi væri veifað, að allt fór á bólakaf í jólasnjó. 5.1.2006 19:42 Ekkert saknæmt átti sér stað Krufningu á fólkinu sem fannst látið í húsi við Frakkastíg á milli jóla og nýárs er lokið. Engir áverkar fundust og er ekkert saknæmt því talið hafa átt sér stað. 5.1.2006 19:40 Staðsetning álvers á Norðurlandi skýrist 1. mars Ákvörðun um hvar álver verður staðsett á Norðurlandi verður tekin fyrir 1. mars næstkomandi. Samtímis þarf Alcoa að svara því hvort það vilji taka að sér framkvæmdina eða gefa verkefnið frá sér. 5.1.2006 19:33 Heilbrigðismálaráðherra gerir gjöfum sínum skil Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur, fyrstur allra ráðamanna, svarað fyrirspurn sem Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, sendu æðstu ráðamönnum þjóðarinnar 8. desember. Ráðherran tók við þremur gjöfum á árinu. 5.1.2006 19:19 Meirihlutinn í Kópavogi boðar til funda til að finna lausn á vandamálum leiksskólanna Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða fulltrúum starfsmanna á leikskólum, formönnum foreldrafélaga og fulltrúum leiksskólakennara í Leiksskólum Kópavogs til viðræðna um ástandið í leiksskólum bæjarins. Ráðgert er að funda með með fulltrúum hvers hóps fyrir sig á morgun og á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu meirihlutans í Kópavogi. 5.1.2006 18:29 Óánægja um ráðningu framkvæmdarstjóra Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur Magnús Ólafs Hansson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur til eins árs í stað Ólafs Kristjánssonar. Tveir bæjarfulltrúar í Bolungarvík, Soffía Vagnsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, og Ragna Jóhanna Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lýstu yfir undrun sinni á því að staðan hafi ekki verið auglýst opinberlega. 5.1.2006 18:18 40% utan nýbyggingarsvæða 40% nýbyggðra íbúða í Reykjavík eru á þéttingarsvæðum. Af 5.150 íbúðum, sem fullgerðar voru í Reykjavík á árunum 1996-2004, voru 2.025 á þéttingarsvæðum, það er að segja utan nýbyggingarsvæðanna austast í borginni. 5.1.2006 18:09 Enn mikið vatn á hringveginum við Jökulsá í lóni Enn rennur talsvert mikið vatn yfir hringveginn vestan vð Jökulsá í Lóni á Suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að aka með gát um þessa leið. Hálka er á Hellisheiði og Þrengslum og þá eru einnig hálkublettir á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. 5.1.2006 18:05 Boða til opins fundar vegna stöðu leikskólamála Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi óskuðu eftir því að bæjarstjórnarflokkar í Kópavogi byðu foreldrum og starfsmönnum leikskóla til fundar þar sem farið yrði yfir stöðu leikskólamála. Forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogu lýstu því yfir í dag að ekki væri vilji hjá þeim til að taka þátt í slíkum fundi að sögn bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. 5.1.2006 17:58 Laun á Íslandi há samanborið við önnur Evrópulönd Árslaun á Íslandi eru há samanborið við önnur Evrópulönd. Þetta kemur fram í alþjóðlegum samanburði á launum sem gerður var undir forystu Evrópsku hagstofunnar. Þegar tillit er tekið til verðlags færist Ísland hins vegar nokkuð neðar á listann. 5.1.2006 17:45 Eldur kom upp í bíl á bensínstöð Eldur kom upp í bíl á bensínstöð Shell á Höfða í dag. Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út en engin hætta var á ferð þar sem um lítill eld var að ræða. Engin hætta skapaðist því vegna eldsins sem greiðlega gekk að slökkva. 5.1.2006 17:26 Lífeyrissjóður Norðurlands og Lífeyrissjóður Austurlands hyggja á sameiningu Stjórnir Lífeyrissjóðs Norðurlands og lífeyrissjóðs Austurlands hafa undirritað viljayfirlýsingu um að athuga möguelika á sameiningu sjóðanna. Markmið sameiningarinnar er að auka hagkvæmni í rekstri, bæta áhættudreyfingu og ávöxtun eigna og hámarka með þeim hætti lífeyrisréttindi sem sameinaður sjóður getur veitt sjóðsfélögum sínum. 5.1.2006 17:13 Enginn slasaðist þegar vörubíll valt í Hveradalabrekku Vörubíll valt á hliðina í Hveradalabrekku í nágrenni skíðaskálans í Hveradölum á öðrum tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en loka þurfti tveimur akreinum til austurs um tíma vegna slyssins og kalla þurfti til kranabíl til að koma vörubílnum á hjólin á ný. 5.1.2006 16:34 Þrjú menningarverkefni tilnefnd til Eyrarrósinnar Þrjú menningarverklefni á landsbyggðinni eru í ár tilnefnd til Eyrarrósarinnar en það eru Jöklasýningin á Höfn í Hornafirði, Kórastefna við Mývatn og LungA - listahátíð ungs fólks, Austurlandi. Þetta er í annað sinn sem Eyrarrósin verður afhent, en verðlaunin verða afhent á Bessastöðum 13. janúar næstkomandi. Verkefnin þrjú voru tilnefnd úr hópi fjölmargra umsækjenda. 5.1.2006 16:22 Umboðsmaður alþingis gerir ekki athugasemdir Umboðsmaður alþingis gerir ekki athugasemdir við skipun yfirlögregluþjóns við embætti sýslumanns á Seyðisfirði í svari sínu við kvörtun lögreglumanns sem lagði inn kvörtun yfir ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra um skipum yfrirlögregluþjóns við embættið. 5.1.2006 16:14 Salan á Iceland Express að fara í gang Salan á Iceland Express er fyrst nú að fara í gang. KB banki annast sölu fyrirtæksins og eru menn þar nú farnir að útbúa útboðsgögn sem verða til á næstu tveimur til þremur vikunum. 5.1.2006 16:04 Borgarráðsfulltrúi F-listans vill afnema fargjald í strætó Ólafur F. Magnússon, borgarráðsfulltrúi F-Listans, mun leggja fram á ný tillögur sínar um niðurfellingu strætófargjalda á borgarstjórnarfundi 17. janúar næstkomandi. Í ljósi þess að nýting á almenningssamgangna hefur dregist saman telur F-listinn nauðsynlegt að koma á hugarfarsbreytingu varðandi nýtingu almenningssamgangna. 5.1.2006 15:24 Sjá næstu 50 fréttir
Fasteignafélagið Stoðir gera stórviðskipti í Kaupmannahöfn Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme á eignum sem staðsettar eru miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Kaupin eru með stærstu fasteignaviðskiptum í Danmörku á undanförnum árum. 6.1.2006 13:00
Enn finnst engin loðna við landið Enn finnst engin loðna við landið og eru loðnuskipin fimm, sem tóku þátt í skipulagðri leit Hafrannsóknastofnunar, búin að leita árangurslaust á sínum svæðum og eru á landleið. 6.1.2006 12:27
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2% Góðir dagar hafa verið á hlutabréfamarkaði nú í upphafi árs samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2% það sem af er ári. Af þeim 15 félögum sem mynda vísitöluna hafa þrettán hækkað, eitt staðið í stað og eitt lækkað. Mest hefur gengi bréfa í Actavis hækkað eða um 8,4%. Fast á hæla þess fylgja síðan Straumur-Burðarás, Bakkavör, Marel og Íslandsbanki. Hækkanirnar í upphafi vikunnar voru einkum í bönkunum en síðan hafa önnur félög einnig hækkað. 6.1.2006 12:08
Rúmlega fjórðungur fer í kirkjugarð 3-5 sinnum á ári Rúmlega tuttugu og sjö prósent þjóðarinnar fara í kirkjugarð þrisvar til fimm sinnum á ári. Og meira en helmingur landsmanna telur að eitthvað taki við eftir dauðann. 6.1.2006 11:44
SFR undirritar samning við Faxaflóahafnir Fyrsti sjálfstæði kjarasamningur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf. var undirritaður í gær, 5. janúar 2006 í fundarsal hafnarstjórnar. Samningurinn er í öllum meginatriðum sambærilegur nýgerðum kjarasamningi félagsins við Reykjavíkurborg. 6.1.2006 11:00
Heilbrigðisráðherra gerir samning um 600 biðlistaaðgerðir Heilbrigðismálaráðherra hefur gert samning við fjórar heilbrigðisstofnanir um tæplega sex hundruð svokallaðar biðlistaaðgerðir á árinu. Samningurinn er gerður til að stytta biðtíma sjúklinga sem bíða eftir tilteknum læknisaðgerðum og stofnanirnar sem í hlut eiga eru Landspítali - sjúkrahús, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og Heilbrigðisstofnunin Akranesi. Flestar aðgerðirnar eru svokallaðar augnsteinaaðgerðir og fjölgar þeim á árinu um 500 frá því sem gera mátti ráð fyrir í reglulegri starfsemi viðkomandi stofnunar. 6.1.2006 10:30
Ólíklegt að kveikt verði í brennum í kvöld Ólíklegt er talið að kveikt verði í þrettándabrennum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi í kvöld vegna yfirvofandi storms á suðvesturhorninu. Þegar hefur verið ákveðið að fresta þrettándagleði í Grafarvogi en endanleg ákvörðun um aðra staði verður tekin eftir hádegi. 6.1.2006 10:22
Mannfall í mótmælum gegn atvinnuástandinu í Írak Tveir létust og tuttugu og fjórir særðust í óeirðum í bænum Nasiriyah í Írak í gær. Hundruð manna gengu um götur bæjarins og mótmæltu atvinnuástandinu í landinu en þar er atvinnuleysi allverulegt. Mótmælin fóru úr böndunum og til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu sem reyndi að róa lýðinn. 6.1.2006 09:45
Jólatré fjarlægð við lóðamörk 7. - 13. janúar Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu fjarlægja jólatré sem sett hafa verið út fyrir lóðamörk dagana frá og með morgundeginum og til 13. janúar. Eftir að átakinu lýkur geta íbúar losað sig við jólatré á gámastöðvar Sorpu. 6.1.2006 09:30
Skora á stjórnvöld að stofna til íslenskrar alþjóðlegrar skipaskrár Aðalfundur Vélstjórafélags Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að stofna hið fyrsta til íslenskrar alþjóðlegrar skipaskrár með tilheyrandi hliðarráðstöfunum. Ísland er eina landið innan Evrópu sem ekkert hefur gert til þess að tryggja að héðan séu gerð út kaupskip með íslenskum áhöfnum þrátt fyrir þá staðreynd íslensk þjóð á allt sitt undir öflugum siglingum að og frá landinu. Áframhaldandi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessu máli mun hafa þær afleiðingar að innan fárra ára mun áratuga þekking og reynsla farmanna heyra sögunni til. 6.1.2006 09:30
Umboðsmaður ver ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra Umboðsmaður alþingis hefur svarað kvörtun lögreglumanns sem kvartaði yfir ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra um skipun yfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins á Seyðisfirði. Í kvörtuninni var því haldið fram að ákvörðun ráðherra hefði farið gegn bæði jafnræðisreglu stjórnarskrár og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga auk þess sem því var haldið fram að rökstuðningur ráðherra hefði ekki verið í samræmi við efni stjórnsýslulaga. 6.1.2006 09:15
Auka umsvif í flugrekstri á norðurslóðum Íslenskir fjárfestar hafa enn aukið umsvif sín í flugrekstri á norðurslóðum eftir að KB banki eignaðist rúm sex prósent í finnska flugfélaginu Finnair í fyrradag. 6.1.2006 09:00
Féll af bifhjóli og viðbeinsbrotnaði Ökumaður bifhjóls viðbeinsbrotnaði og hlaut fleiri meiðsl þegar hann féll af hjóli sínu á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis á Akureyri í gærkvöldi. Slysið var með þeim hætti að hann óttaðist að ökumaður bíls, sem kom á móti, ætlaði að beygja þvert fyrir hann. Hann nauð hemlaði því hjólinu en við það féll hann í götuna. 6.1.2006 08:45
Fjögur fíkniefnamál í Hafnarfirði og Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu upp í sameiginlegu átaki lögreglunnar í Hafnarfirði og í Kópavogi í gærkvöldi og í nótt og var lagt hald á hass, anfetamín og kókaín. Fjórir menn voru handteknir í aðgerðunum en sleppt undir morgun að yfirheyrslum loknum. Auk þessa var einn maður handtekinn í Keflavík í nótt með fíkniefni í fórum sínum. 6.1.2006 08:15
Breska þingið endurskoðar eiturlyfjaflokkun kannabisefna Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að endurskoða flokkun á kannabis. Kannabis hefur var lengst af flokkað í B flokki en var ekki hvað síst fyrir þrýsting frá lögreglunni, sett í C flokk fyrir nokkrum árum. Fari kannabis aftur í B flokk þýðir það þyngri viðurlög við neyslu og sölu þess. Breytingunni var ætlað að beina kröftum og eftirliti lögreglunnar að harðari eiturlyfjum eins og heróíni og krakki. Heimavarnarráðherra Bretlands, Charles Clark, hefur skipað endurskoðun á þessari ákvörðun þar sem nýjar rannsóknir sýna að kannbis hafi mun meiri áhrif á geðheilsu neytenda en áður hefur verið talið. 6.1.2006 07:53
Fundu loðnu út af Héraðsflóa Skipverjar á hafrannsóknaskipinu Árna Friðirkssyni fundu loðnu út af Héraðsflóa í nótt en langt er síðan nokkur loðna hefur fundist hér við land. Að sögn Sveins Sveinbjörnssonar leiðangursstjóra,virðist þetta þó vera lítil torfa og hin loðnuskipin fimm, sem taka þátt í skipulegri leit, hafa ekkert fundið eftir því sem best er vitað. 6.1.2006 07:45
Framboðslisti Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar samþykktur Vinstri grænir í Reykjavík samþykktu framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor á félagsfundi sem haldinn var nú í kvöld. Í efsti sex sæti er raðað samkvæmt úrslitum prófkjörs sem haldið var í haust, fyrir utan fimmta sætið sem féll í skaut Gríms Atlasonar í prófkjörinu en hann kaus að taka ekki sætið. Efstu sæti listans eru því þannig skipuð að Svandís Svavarsdóttir leiðir listann, í öðru sæti Árni Þór Sigurðsson, þriðja sæti Þorleifur Gunnlaugsson, í því fjórða Sóley Tómasdóttir, Hermann Valsson í fimmta og Ugla Egilsdóttir í sjötta. 6.1.2006 07:30
Sterling sakað um brot á dönskum samkeppnislögum Dönsk samkeppnisyfirvöld segja Lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, brjóta lög. Sterling innheimtir of há gjöld af flugmiðum sem keyptir eru með greiðslukortum. Kaupi viðskiptavinur flugmiða á tvö-hundruð og sextíu danskrar krónur getur hann þurft að borga þrjátíu krónur í kostnað sé borgað með ákveðnum kreditkortum eins og Diners Club eða American Express og tíu krónur borgi hann með Master Card eða Visa. Svo há gjöld innheimta kreditkortafyrirtækin ekki og Sterling tekur mismuninn og það segja dönsk samkeppnisyfirvöld vera ólöglegt. 6.1.2006 06:36
Gengið frá lista VG fyrir borgarstjórnarkosningar Hermann Valsson íþróttakennari skipar 5.sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til borgarstjórnarkosninga í vor. Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri leiðir listann. Tillaga uppstillingarnefndar um skipan á lista VG fyrir kosningarnar í vor var samþykkt á almennum félagsfundi nú í kvöld. 5.1.2006 22:29
Árni segir göng kosta sextán milljarða Áætlun tveggja norskra sérfræðinga gerir ráð fyrir að göng á milli lands og Eyja kosti um sextán milljarða króna. Árni Johnsen og félagar hans í hópi sem stóð að úttekt á gangagerð kynntu niðurstöður hennar á fundi í dag. 5.1.2006 22:21
Tónleikar gegn stóriðjuframkvæmdum Heimsþekktir tónlistarmenn, íslenskir og erlendir, koma fram til styrktar íslenskri náttúru í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið. Með tónleikunum sem bera yfirskriftina "Er þjóðin að verða náttúrulaus?" vill hópurinn og listamennirnir sem þar koma fram vekja athygli á einstakri innanlands sem utan á náttúru Íslands og þeirri hættu sem að henni steðjar vegna stóriðjuframkvæmda. 5.1.2006 22:20
Takmarkaðir vöruflutningar víða um land vegna hláku Vöruflutningar um helstu samgönguleiðir landsins, þar á meðal á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hafa verið takmarkaðir vegna aurbleytu og hættu á slitlagsskemmdum. Hver trukkur verður að skerða farm sinn um allt að fimm tonn í hverri ferð. 5.1.2006 22:17
Rúmlega helmingur Íslendinga trúir því að eitthvað taki við eftir dauðann Rúmlega helmingur Íslendinga trúir því að eitthvað taki við eftir dauðann án þess að geta útskýrt það frekar. Þetta kemur fram í könnun sem unnin var af IMG gallup fyrir Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma í febrúar og mars árið 2004. Alls töldu 458 aðspurðra í könnuninni eða 55,9%, að eitthvað taki við eftir dauðanna en enginn geti vitað hvað það sé. 5.1.2006 21:42
Brot á leikreglum segir bæjarfulltrúi Það á að umbuna starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar með einhverju öðru en gjafakorti í Kringlunni. Þetta segir oddviti minnihlutans í bæjarstjórn en bæjarstjóri hefur upp á sitt einsdæmi gefið vilyrði fyrir því að allir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar, 300 að tölu, fái gjafakort að upphæð tuttugu þúsund krónur. Brot á leikreglum, segir fulltrúi minnihlutans. 5.1.2006 21:29
Starfslokasamningar þurfa ekki að vera einkamál fyrirtækja Starfslokasamningar þurfa ekki að vera einkamál fyrirtækja sem slíka samninga gera eða æðstu stjórnenda þeirra, segir viðskiptasiðfræðingur við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að almenningur geti gert kröfu um að fyrirtæki sem skipta miklu máli í samfélaginu borgi starfsmönnum sínum laun í takt við hefðir og venjur í samfélaginu en snúi ella baki við fyrirækinu. 5.1.2006 21:26
Bifhjólamaður slasaðist nokkuð þegar hann féll í götuna Bifhjólamaður slasaðist nokkuð þegar hann reyndi að koma í veg fyrir árekstur við bíl innanbæjar á Akureyri um sexleitið. Slysið varð með þeim hætti að tvö bifhjól komu akandi eftir Glerárgötu og mætti bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður fyrra bifhjólsins hélt að ökumaður bílsins ætlaði að beygja í veg fyrir hjólið og inn Þórunnarstræti svo hann hemlaði á hjólinu og féll í götuna. 5.1.2006 21:20
Laun kvenna lægri í öllum atvinnugreinum Árslaun karla eru hærri en árslaun kvenna í öllum þeim atvinnugreinum sem athugaðar voru í launasamanburði sem gerður var í tæplega 30 Evrópulöndum. Þær atvinnugreinar sem skoðaðar voru eru iðnaður, byggingastarfsemi og mannvirkjagerð og verslunar- og viðgerðarþjónusta. 5.1.2006 21:08
Matvælaverð myndi lækka ef Ísland gengi í ESB Matvælaverð á Íslandi myndi lækka ef gengið yrði í Evrópusambandið. Eins væri hægt að lækka matvöruverð með því að afnema tolla og fjarlægja viðskiptahöft af innfluttum matvælum. Þetta segir aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. 5.1.2006 20:51
Ný lyfta bíður Jólin hafa ekki verið mjallahvít og óvenjuleg hlýindi um land allt í upphafi ársins hafa ekki lofað góðu fyrir skíðamenn. Ekkert var skíðafærið í Bláfjöllum snemma í morgun enda rigndi þar eins og hellt væri úr fötu eða þar til allt í einu, eins og hendi væri veifað, að allt fór á bólakaf í jólasnjó. 5.1.2006 19:42
Ekkert saknæmt átti sér stað Krufningu á fólkinu sem fannst látið í húsi við Frakkastíg á milli jóla og nýárs er lokið. Engir áverkar fundust og er ekkert saknæmt því talið hafa átt sér stað. 5.1.2006 19:40
Staðsetning álvers á Norðurlandi skýrist 1. mars Ákvörðun um hvar álver verður staðsett á Norðurlandi verður tekin fyrir 1. mars næstkomandi. Samtímis þarf Alcoa að svara því hvort það vilji taka að sér framkvæmdina eða gefa verkefnið frá sér. 5.1.2006 19:33
Heilbrigðismálaráðherra gerir gjöfum sínum skil Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur, fyrstur allra ráðamanna, svarað fyrirspurn sem Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, sendu æðstu ráðamönnum þjóðarinnar 8. desember. Ráðherran tók við þremur gjöfum á árinu. 5.1.2006 19:19
Meirihlutinn í Kópavogi boðar til funda til að finna lausn á vandamálum leiksskólanna Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða fulltrúum starfsmanna á leikskólum, formönnum foreldrafélaga og fulltrúum leiksskólakennara í Leiksskólum Kópavogs til viðræðna um ástandið í leiksskólum bæjarins. Ráðgert er að funda með með fulltrúum hvers hóps fyrir sig á morgun og á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu meirihlutans í Kópavogi. 5.1.2006 18:29
Óánægja um ráðningu framkvæmdarstjóra Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur Magnús Ólafs Hansson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur til eins árs í stað Ólafs Kristjánssonar. Tveir bæjarfulltrúar í Bolungarvík, Soffía Vagnsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, og Ragna Jóhanna Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lýstu yfir undrun sinni á því að staðan hafi ekki verið auglýst opinberlega. 5.1.2006 18:18
40% utan nýbyggingarsvæða 40% nýbyggðra íbúða í Reykjavík eru á þéttingarsvæðum. Af 5.150 íbúðum, sem fullgerðar voru í Reykjavík á árunum 1996-2004, voru 2.025 á þéttingarsvæðum, það er að segja utan nýbyggingarsvæðanna austast í borginni. 5.1.2006 18:09
Enn mikið vatn á hringveginum við Jökulsá í lóni Enn rennur talsvert mikið vatn yfir hringveginn vestan vð Jökulsá í Lóni á Suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að aka með gát um þessa leið. Hálka er á Hellisheiði og Þrengslum og þá eru einnig hálkublettir á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. 5.1.2006 18:05
Boða til opins fundar vegna stöðu leikskólamála Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi óskuðu eftir því að bæjarstjórnarflokkar í Kópavogi byðu foreldrum og starfsmönnum leikskóla til fundar þar sem farið yrði yfir stöðu leikskólamála. Forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogu lýstu því yfir í dag að ekki væri vilji hjá þeim til að taka þátt í slíkum fundi að sögn bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. 5.1.2006 17:58
Laun á Íslandi há samanborið við önnur Evrópulönd Árslaun á Íslandi eru há samanborið við önnur Evrópulönd. Þetta kemur fram í alþjóðlegum samanburði á launum sem gerður var undir forystu Evrópsku hagstofunnar. Þegar tillit er tekið til verðlags færist Ísland hins vegar nokkuð neðar á listann. 5.1.2006 17:45
Eldur kom upp í bíl á bensínstöð Eldur kom upp í bíl á bensínstöð Shell á Höfða í dag. Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út en engin hætta var á ferð þar sem um lítill eld var að ræða. Engin hætta skapaðist því vegna eldsins sem greiðlega gekk að slökkva. 5.1.2006 17:26
Lífeyrissjóður Norðurlands og Lífeyrissjóður Austurlands hyggja á sameiningu Stjórnir Lífeyrissjóðs Norðurlands og lífeyrissjóðs Austurlands hafa undirritað viljayfirlýsingu um að athuga möguelika á sameiningu sjóðanna. Markmið sameiningarinnar er að auka hagkvæmni í rekstri, bæta áhættudreyfingu og ávöxtun eigna og hámarka með þeim hætti lífeyrisréttindi sem sameinaður sjóður getur veitt sjóðsfélögum sínum. 5.1.2006 17:13
Enginn slasaðist þegar vörubíll valt í Hveradalabrekku Vörubíll valt á hliðina í Hveradalabrekku í nágrenni skíðaskálans í Hveradölum á öðrum tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en loka þurfti tveimur akreinum til austurs um tíma vegna slyssins og kalla þurfti til kranabíl til að koma vörubílnum á hjólin á ný. 5.1.2006 16:34
Þrjú menningarverkefni tilnefnd til Eyrarrósinnar Þrjú menningarverklefni á landsbyggðinni eru í ár tilnefnd til Eyrarrósarinnar en það eru Jöklasýningin á Höfn í Hornafirði, Kórastefna við Mývatn og LungA - listahátíð ungs fólks, Austurlandi. Þetta er í annað sinn sem Eyrarrósin verður afhent, en verðlaunin verða afhent á Bessastöðum 13. janúar næstkomandi. Verkefnin þrjú voru tilnefnd úr hópi fjölmargra umsækjenda. 5.1.2006 16:22
Umboðsmaður alþingis gerir ekki athugasemdir Umboðsmaður alþingis gerir ekki athugasemdir við skipun yfirlögregluþjóns við embætti sýslumanns á Seyðisfirði í svari sínu við kvörtun lögreglumanns sem lagði inn kvörtun yfir ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra um skipum yfrirlögregluþjóns við embættið. 5.1.2006 16:14
Salan á Iceland Express að fara í gang Salan á Iceland Express er fyrst nú að fara í gang. KB banki annast sölu fyrirtæksins og eru menn þar nú farnir að útbúa útboðsgögn sem verða til á næstu tveimur til þremur vikunum. 5.1.2006 16:04
Borgarráðsfulltrúi F-listans vill afnema fargjald í strætó Ólafur F. Magnússon, borgarráðsfulltrúi F-Listans, mun leggja fram á ný tillögur sínar um niðurfellingu strætófargjalda á borgarstjórnarfundi 17. janúar næstkomandi. Í ljósi þess að nýting á almenningssamgangna hefur dregist saman telur F-listinn nauðsynlegt að koma á hugarfarsbreytingu varðandi nýtingu almenningssamgangna. 5.1.2006 15:24