Innlent

Boða til opins fundar vegna stöðu leikskólamála

Leikskólinn Dalur er einn þeirra leikskóla þar sem starfsmenn hafa sagt upp störfum.
Leikskólinn Dalur er einn þeirra leikskóla þar sem starfsmenn hafa sagt upp störfum. Mynd/Vilhelm
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi óskuðu eftir því að bæjarstjórnarflokkar í Kópavogi byðu foreldrum og starfsmönnum leikskóla til fundar þar sem farið yrði yfir stöðu leikskólamála. Forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogu lýstu því yfir í dag að ekki væri vilji hjá þeim til að taka þátt í slíkum fundi að sögn bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lýsa yfir vonbrigðum með þá afstöðu en hafa ákveðið að boða til opins fundar með foreldrum og starfsmönnum leikskóla í Kópavogi næstkomandi mánudag. Fundurinn verður haldinn klukkan 20:00 að Hamraborg 11, 3. hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×