Innlent

Heilbrigðismálaráðherra gerir gjöfum sínum skil

Mynd/GVA
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur fyrstur allra ráðamanna, svarað fyrirspurn sem Ungir jafnaðarmenn sendu æðstu ráðamönnum þjóðarinnar 8. desember. Fyrirspurnin varðaði gjafir sem ráðherran hafi fengið árið 2005 og verðmæti þeirra.  Ráðherran tók við þremur gjöfum á árinu. Ein þeirra var bók um kínverska tónlist og postulínshana sem ráðherra fékk að gjöf þegar hann heimsótti heilbrigðisráðuneyti kínverska alþýðulýðveldisins. Áætlað verðmæti gjafarinnar er 3000 krónur. Þá tók ráðherra við lítilli bambuskörfu að gjöf frá japönskum prófessor í öldrunarmálum, en ráðuneytið greiddi götu mannsins fyrir nokkrum árum. Áætlað verðmæti bambuskörfunnar er 1.500 krónur. Ráðherran fékk aðeins eina persónulega gjöf á síðasta ári en það eru mólitir, óþæfðir ullarsokkar sem þingkonur úr öllum flokkum færðu ráðherra að gjöf. Verðmæti sokkanna er ekki vitað en þeir eru líklega handprjónaðir. Sokkarnir eru sagðir hafa mikið persónulegt gildi fyrir ráðherra enda gefnir af góðum hug. Gjafir sem færast ráðherra eru hafði til skrauts, geymdir á bókasafni eða komið fyrir geymslu. Ráðherra tók ekki við fleiri gjöfum frá fyrirtækjum, hagsmunaaðilum eða einstaklingum á árinu 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×