Innlent

Enginn slasaðist þegar vörubíll valt í Hveradalabrekku

Vörubíll valt á hliðina í Hveradalabrekku í nágrenni skíðaskálans í Hveradölum á öðrum tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en loka þurfti tveimur akreinum til austurs um tíma vegna slyssins og kalla þurfti til kranabíl til að koma vörubílnum á hjólin á ný. Ekki er enn vitað um orsakir þess að bíllinn valt en lögregla vinnur að rannsókn málsins. Nokkur hálka og skafrenningur var á þessum slóðum þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×