Fleiri fréttir Aldrei fleiri komur í Kvennaathvarf Konum og börnum sem dvöldu í Kvennaathvarfinu fjölgaði á síðasta ári. 92 konur og 74 börn dvöldu í athvarfinu á síðasta ári, það er fjórum konum og nítján börnum meira en árið þar á undan. Komur í athvarfið voru fleiri á síðasta ári en nokkru sinni frá því það var opnað árið 1982. 5.1.2006 11:22 Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag 2004. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 16. janúar eða þar til niðurstaða hefur fengist í máli sem rekið er vegna ákvörðunar stjórnvalda um að framselja hann grískum yfirvöldum. 5.1.2006 11:05 Verðbólgan næstmest hérlendis Íslendingar bjuggu við næst mesta verðbólgu allra þjóða innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu og nokkurra helstu iðnríkja utan Evrópu á síðasta ári. Verðbólgan var aðeins hærri í Tyrklandi en lægri í 28 ríkjum. 5.1.2006 11:00 Víðast góð færð Vegir eru víðast hvar auðir en hálkublettir á stöku fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er komin snjóþekja á norðanverðu Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. 5.1.2006 10:57 Spá aukinni verðbólgu Verðbólga eykst og verður áfram yfir efri þolmörkum Seðlabankans og langt yfir verðbólgumarkmiði hans gangi spá Greiningardeildar Íslandsbanka um verðbólgu milli desember og janúar eftir. 5.1.2006 10:15 Tveir slösuðust í árekstri Ökumenn tveggja bíla slösuðust þegar bílarnir skullu saman í mótum Sæbrautar og Faxagötu um klukkan hálf tvö í nótt. Annar bíllinn stóð kyrr á rauðu ljósi þegar hinum var ekið aftan á hann á talsverðri ferð. Bílarnir stórskemmdust og þurfti að fjarlægja þá af vettvangi með kranabílum. 5.1.2006 10:00 Hringvegurinn opnaður á ný Hringvegurinn, sem lokaðist í gærkvöldi austan við Höfn í Hornafirði vegna vatnavaxta í Jökulsá í Lóni, var opnaður á ný á tíunda tímanum. Vatn flæddi yfir veginn í alla nótt, en þrátt fyrir það urðu þar óverulegar skemmdir. Vegageraðrmenn eru nú að aka möl í skörð, þar sem runnið hefur úr köntum. 5.1.2006 10:00 Búum við fimmta mesta frjálsræði í heimi Íslendingar búa við fimmta mesta efnahagsfrelsi allra þjóða heims samkvæmt nýrri úttekt The Heritage Foundation sem ár hvert metur hversu mikið frjálsræðið er í ríkjum heims. Það er mest í Hong Kong en minnst í Norður-Kóreu. 5.1.2006 09:56 Grunaðir um fjárdrátt Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gærluvarðhald, grunaðir um fjárdrátt af fyrirtækinu Og Vodafone, eftir að upp komst um falsaðar beiðnir í umferð á milli jóla og nýárs. 5.1.2006 09:32 Hópur Hornfirðinga kaupir hlut í CityStar Hópur Hornfirðinga hefur keypt tíu prósent hlutabréfa í flugfélaginu CityStar í Aberdeen í Scotlandi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Hornafjörður.is. Flugfélagið er í eigu Íslendinga og flýgur frá Aberdeen til Lundúna, Óslóar og Stafangurs og hefur einnig verið með leiguflug til Íslands. 5.1.2006 09:30 Átta prósenta aukning milli ára Gistinóttum á hótelum fjölgaði um rúm átta prósent frá nóvember 2004 til nóvember í fyrra samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gistinætur voru 57.400 talsins í nóvember í fyrra en 53 þúsund árinu áður. 5.1.2006 09:04 Þungatakmarkanir á vegum víða um land Vegagerðin hefur gripið til þess að setja þungatakmarkanir á vegi víða um land vegna aurbleytu á vegum, sem ekki hafa bundið slitlag, og til að hlífa slitlaginu, þar sem það er. Í hlýindunum hefur klaki í vegunum bráðnað og er hætt við skemmdum þar sem þungum bílum er ekið um við þær aðstæður. 5.1.2006 09:00 Jókst um 30 prósent milli ára Íbúðaverð á Akureyri hækkaði um 12,5 prósent á síðasta ári samkvæmt samantekt Fasteignamats ríkisins á kaupsamningum síðasta árs. Meðalíbúðaverðið fór úr 12,5 milljónum króna í fjórtán milljónir og seldum íbúðum fjölgaði um þrjátíu prósent milli ára. 5.1.2006 08:30 Tólf kíló af ruslpósti Safnast þegar saman kemur, segir orðtakið og það á við þó með óvenjulegum hætti sé, þegar ruslpóstinum sem kemur inn um dyralúgur landsmanna er safnað saman. Því komst Ísfirðingurinn Linda Pétursdóttir að þegar hún safnaði og vigtaði ruslpósti síðasta árs, samanlagt tæpum tólf kílóum. 5.1.2006 08:15 Erlent flutningaskip tók niðri skammt frá Viðey Erlent flutningaskip, Irena Artica, tók niðri skammt frá Viðey, þegar það var að sigla út úr Sundahöfn í gærkvöldi. Því var snúið aftur til hafnar þar sem kafarar könnuðu skemmdir. Þær reyndust ekki alvarlegar og ollu ekki leka. Tildrög íhappsins liggja ekki fyrir en hafnsögumaður var um borð þegar atvikið varð. 5.1.2006 07:45 Hringvegurinn lokaður austan Hornafjarðar Hringvegurinn hefur verið lokaður austan við Hornafjörð síðan í gærkvöldi vegna vatnavaxta í Jökulsá í Lóni. Hún flæðir enn yfir veginn en samkvæmt athugun vegagerðarmanna fyrir stundu virðist vegurinn ekki hafa rofnað. Aðstæður verða kannaðar nánar með birtingu og þá verður jafnvel hægt að helypa einhverri umferð á veginn á ný. 5.1.2006 07:15 Bæjarstjóri Seltjarnarness gefur starfsmönnum gjafabréf án samþykkis Þrjátíu leikskólastarfsmenn á Seltjarnarnesi fengu gjafabréf í Kringlunni upp á 20 þúsund krónur að gjöf frá bæjaryfirvöldum um áramótin. Bæjarstjóri Seltjarnarness gaf vilyrði fyrir gjöfinni án samráðs við fjárhags- og launanefnd bæjarins. Hann hefur einnig gefið vilyrði fyrir því að allir 300 starfsmenn bæjarins fái sams konar gjafabréf. 4.1.2006 22:12 Lítil ástæða til að óttast hringormasmit í sushi Hringormasmit er eitthvað sem líklega enginn vill greinast með en þeir geta leitað í mannslíkamann eftir neyslu á hráum og hálfhráum fiski. Sushineytendur ættu þó ekki að þurfa að óttast þrátt fyrir að hrár fiskur sé megin uppistaðan í þessu japanska góðgæti. 4.1.2006 22:04 Mikil óvissa ríkir um starfssemi leikskóla í Kópavogi vegna uppsagna starfsfólks Mikil óvissa ríkir um starfsemi leikskólanna í Kópavogi vegna uppsagna starfsfólks. Forráðamenn foreldrafélaganna í bænum funduðu í kvöld vegna málsins og segja kjarabætur nauðsynlegar til að halda starfsfólkinu í vinnu. Jóhanna Þorsteinsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í bænum, segir launahækkun starfsfólksins ekki vera lausn á þeirri stöðu sem komin er upp. 4.1.2006 21:56 Aldrei aðgerðir gegn friðsamlegum mótmælum Samband ungra sjálfstæðismanna skorar á ríkisstjórnina að grípa aldrei framar til aðgerða gegn friðsamlegum mótmælum. Í ályktuninni er sérstaklega vísað til viðbragða ríkisstjórnarinnar við komu Falun-gong liða hingað til lands sumarið 2002. 4.1.2006 20:41 Vilja sambærileg laun og í Reykjavík Samfylkingin í Kópavogi vill að strax verði rætt við starfsfólk leikskólanna í Kópavogi og þeim tryggð sambærileg kjör og á leikskólum Reykjavíkur. 4.1.2006 20:36 Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki grunnlífeyri Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Í rauninni segir hann slíkan sparnað þann besta sem völ sé á og það sé andstætt vilja löggjafans að skerða hann. 4.1.2006 19:45 Stjórnarmenn í SPH yfirheyrðir Stjórnarmenn í Sparisjóði Hafnarfjarðar voru fyrirvaralaust færðir til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra í gær með hótun um handtöku. Stjórnarmennirnir hafa réttarstöðu grunaðra í lögreglurannsókn sem beinist að því hvort hegningarlög og lög um fjármálafyrirtæki hafi verið brotin í tengslum við valdatöku nýrra aðila í sparisjóðnum síðastliðið vor. Brotin varða allt að eins árs fangelsi. 4.1.2006 18:45 Rafmagn ódýrast á Húsavík Orkuverð lækkaði mest hjá Orkuveitu Húsavíkur nú um áramótin og er nú ódýrast að kaupa raforku þaðan. Þrátt fyrir að Orkuveita Reykjavíkur hafi ekki lækkað raforkuverð nú um áramótin er næstódýrast að kaupa raforku þaðan. 4.1.2006 18:30 Baugsmál ekki ástæða skipulagsbreytinga Dómsmálaráðherra segir frávísun þrjátíu og tveggja ákæruliða í Baugsmálinu ekki vera kveikjuna að tillögu um nýja skiptingu ákæruvaldsins. Og óánægju bæjarstjóra Kópavogs og Hafnarfjarðar um sameiginlegt lögregluumdæmi á höfuðborgarsvæðinu segir hann vera á misskilningi byggða. 4.1.2006 18:28 Forsætisráðherra fór að lögum Umboðsmaður Alþingis hefur skilað inn álit sínu vegna kvörtunar Braga Guðbrandssonar á þeirri ákvörðun forsætisráðherra að skipa Ingibjörgu Rafnar í embætti umboðsmanns barna. 4.1.2006 18:07 Hettusótt herjar á ungmenni Hettusótt herjar á fólk sem er um og rétt yfir tvítugt. Þetta fólk var ekki bólusett gegn óværunni, sem getur valdið ófrjósemi hjá körlum og þróast í heilahimnubólgu. Bent skal á að fólk á þessum aldri getur fengið ókeypis bólusetningu á heilsugæslustöðvum. 4.1.2006 17:32 Hópuppsagnir starfsmanna leikskóla Kópavogs Rúmlega þrjátíu starfsmenn á leikskólum Kópavogs hafa sagt upp í dag og í gær. Um er að ræða hvoru tveggja faglærða og ófaglærða starfsmenn. Á leikskólanum Núpi sögðu fimmtán af þeim þrjátíu starfsmönnum sem þar eru á launaskrá upp störfum í gær. Foreldrar barna á leikskólum bæjarins munu funda í kvöld vegna málsins. 4.1.2006 17:04 Norðurlandaráð styrkir bútasaum Norðurlandaráð hefur ákveðið að styðja þá sem hafa hug á að halda norrænt bútasaumsmót um 150.000 danskar krónur sem samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Þannig vill ráðið styrkja norrænt samstarf þeirra sem vilja dreifa þekkingu og kynna sér bútasaum með norrænu móti. 4.1.2006 15:45 Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Nanoq lokið Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Íslenskrar útivistar, sem rak verslunina Nanoq í Kringlunni, er lokið. Verslunin var lýst gjaldþrota árið 2002 en þá höfðu heildsalar ekki fengið greitt fyrir vörur að verðmæti á annað hundrað milljónir króna. Sextíu manns misstu vinnuna við gjaldþrotið. 4.1.2006 15:26 Landsmenn verða 300 þúsund fyrr en áætlað var Landsmenn verða líklega 300 þúsund fyrr en áætlað var í fyrstu samkvæmt upplýsingum á mannfjöldadeild Hagstofunnar. Samkvæmt mannfjöldaklukku stofnunarinnar sem finna má á heimasíðu hennar vantar 77 einstaklinga upp á að svo verði. 4.1.2006 15:03 Fæðingamet á Akranesi Fleiri börn fæddust á Sjúkrahúsi Akraness á síðasta ári en nokkru sinni fyrr á einu og sama árinu. 227 börn fæddust á fæðingardeild sjúkrahússins í fyrra að því er Skessuhorn greinir frá en fyrra met var frá árinu 1973 þegar 226 börn komu í heiminn á fæðingardeildinni. 4.1.2006 14:15 Oddi verður Kvos Allar eignir Prentsmiðjunnar Odda og dótturfélaga hennar hafa verið færðar yfir í nýtt félag, Kvos hf. Engar breytingar verða á eignarhaldi samstæðunnar og Þorgeir Baldursson verður áfram forstjóri. 4.1.2006 14:12 Íslandsbanki greiði þrotabúi 4,5 milljónir Íslandsbanki verður að greiða þrotabúi Kaldabergs ehf. hálfa fimmtu milljón króna auk dráttarvaxta og 400 þúsund króna í málkostnað. Upphæðina fékk Íslandsbanki greidda upp í skuldir skömmu áður en fyrirtækið varð gjaldþrota og þær þóttu brjóta gegn lögum um jafnræði lánadrottna. 4.1.2006 14:04 Fagna frestun framkvæmda Íbúasamtökin Betri byggð fagna því að framkvæmdum á miðsvæði Álftaness verði frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar í vor. Forystumenn samtakanna þakka Álftnesingum góðar viðtökur í undirskriftasöfnun sem fram fór á aðventunni og segja að þrír af hverjum fjórum íbúum sem var leitað til hafi skráð sig á listann. 4.1.2006 13:47 Ekki búið að taka afstöðu til beiðni Neytendasamtaka Ekki er búið að taka afstöðu til beiðni formanns Neytendasamtakanna um að samtökin fái aðild að nefnd sem forsætisráðherra hyggst skipa til að kanna ástæður hás matvælaverðs og leiðir til að lækka það. Formaður Neytendasamtakanna skrifaði forsætisráðherra bréf þar að lútandi en ráðherra sagði í áramótaávarpi sínu að í nefndinni yrðu fulltrúar stjórnvalda, bænda og aðila vinnumarkaðarins. 4.1.2006 13:45 Hækka gjöld frístundaheimila Reykjavíkurborg hefur ákvðeðið að hækka gjald vegna þjónustu frístundaheimilanna frá og með 1. febrúar næstkomandi. Grunngjaldið fer úr 7.150 krónum í 7.500 krónur sem er fimm prósenta hækkun. Sú breyting hefur líka verið gerð að sett hefur verið á sérstakt gjald fyrir þjónustu frístundaheimilanna þá daga sem ekki eru hefðbundnir skóladagar krónur 800. Ennfremur hæækar gjald fyrir síðdegishressingu í heimilunum, fer úr 2.000 krónum í 2.100 krónur. 4.1.2006 13:33 Konráð Vestlendingur ársins Konráð Andrésson, stjórnarformaður og stofnandi Loftorku í Borgarnesi er Vestlendingur ársins 2005 að mati lesenda Skessuhorns en alls voru um 40 manns tilnefndir. 4.1.2006 13:30 Sorpa hættir að greiða út skilagjald Sorpa hefur ákveðið að hætta að gefa út tékka þegar flöskum og dósum er skilað inn. Á heimasíðu Sorpu er ástæðan fyrir þessum breytingum sögð vera að það kosti allt að 300 krónur að leysa út tékka í banka og því sé betra fyrir viðskiptavini að fá upphæðina fyrir dósirnar og flöskurnar greidda beint inn á debet kortið. 4.1.2006 13:15 Fagnar átaki gegn sjóræningjaveiðum Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, fagnar átaki yfirvalda gegn sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg og vonast til að hægt verði að fá fleiri ríki til að taka þátt í átaki gegn veiðunum. 4.1.2006 13:11 Mun færri kaupsamningar í desember í fyrra en árið 2004 620 kaupsamningum um fasteignir var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í desember samanborið við 735 samninga í nóvember og 1.078 á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríksins. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þetta bendi til þess mikið hafi róast til á markaðinum og að fólk hafi frestað íbúðakaupum um jólin. 4.1.2006 13:00 Þingmaður í loðnuleit Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, er farinn út á sjó að leita að loðnu. Hann fór í loðnuleit sem afleysingaháseti á nótaskipinu Víkingi AK 100 frá Akranesi í gær, skömmu eftir að skipinu var rennt úr slippnum í Reykjavík. 4.1.2006 12:53 Umferðarljósin óvirk fram í næstu viku Umferðarljósin á Fífuhvammsvegi í Kópavogi, við Reykjanesbrautina, verða að líkindum óvirk fram í næstu viku vegna umferðarslyss þar í gærkvöldi, þar sem varastykki í stýribúnað ljósanna er ekki til í landinu. 4.1.2006 12:45 Meint lögbrot vegna stofnfjárkaupa rannsökuð Lögreglurannsókn er hafin á meintum lögbrotum við kaup á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar í fyrrasumar. Rannsóknin hófst í kjölfarið á tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem gerði athugasemdir við að upplýsingum kunni að hafa verið haldið leyndum eða að rangar upplýsingar hafi verið gefnar. 4.1.2006 12:26 Starfslokasamningar hljóti samþykki hluthafa Stjórnum fyrirtækja verður gert skylt að leggja starfslokasamninga undir hluthafafund nái væntanlegt frumvarp Samfylkingarþingmanna um breytingar á hlutafélagalögum fram að ganga. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þar með yrðu það ekki fámennar klíkur sem tækju ákvarðanir um slíka samninga heldur raunverulegir hluthafar í viðkomandi fyrirtækjum. 4.1.2006 11:54 Sjá næstu 50 fréttir
Aldrei fleiri komur í Kvennaathvarf Konum og börnum sem dvöldu í Kvennaathvarfinu fjölgaði á síðasta ári. 92 konur og 74 börn dvöldu í athvarfinu á síðasta ári, það er fjórum konum og nítján börnum meira en árið þar á undan. Komur í athvarfið voru fleiri á síðasta ári en nokkru sinni frá því það var opnað árið 1982. 5.1.2006 11:22
Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag 2004. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 16. janúar eða þar til niðurstaða hefur fengist í máli sem rekið er vegna ákvörðunar stjórnvalda um að framselja hann grískum yfirvöldum. 5.1.2006 11:05
Verðbólgan næstmest hérlendis Íslendingar bjuggu við næst mesta verðbólgu allra þjóða innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu og nokkurra helstu iðnríkja utan Evrópu á síðasta ári. Verðbólgan var aðeins hærri í Tyrklandi en lægri í 28 ríkjum. 5.1.2006 11:00
Víðast góð færð Vegir eru víðast hvar auðir en hálkublettir á stöku fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er komin snjóþekja á norðanverðu Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. 5.1.2006 10:57
Spá aukinni verðbólgu Verðbólga eykst og verður áfram yfir efri þolmörkum Seðlabankans og langt yfir verðbólgumarkmiði hans gangi spá Greiningardeildar Íslandsbanka um verðbólgu milli desember og janúar eftir. 5.1.2006 10:15
Tveir slösuðust í árekstri Ökumenn tveggja bíla slösuðust þegar bílarnir skullu saman í mótum Sæbrautar og Faxagötu um klukkan hálf tvö í nótt. Annar bíllinn stóð kyrr á rauðu ljósi þegar hinum var ekið aftan á hann á talsverðri ferð. Bílarnir stórskemmdust og þurfti að fjarlægja þá af vettvangi með kranabílum. 5.1.2006 10:00
Hringvegurinn opnaður á ný Hringvegurinn, sem lokaðist í gærkvöldi austan við Höfn í Hornafirði vegna vatnavaxta í Jökulsá í Lóni, var opnaður á ný á tíunda tímanum. Vatn flæddi yfir veginn í alla nótt, en þrátt fyrir það urðu þar óverulegar skemmdir. Vegageraðrmenn eru nú að aka möl í skörð, þar sem runnið hefur úr köntum. 5.1.2006 10:00
Búum við fimmta mesta frjálsræði í heimi Íslendingar búa við fimmta mesta efnahagsfrelsi allra þjóða heims samkvæmt nýrri úttekt The Heritage Foundation sem ár hvert metur hversu mikið frjálsræðið er í ríkjum heims. Það er mest í Hong Kong en minnst í Norður-Kóreu. 5.1.2006 09:56
Grunaðir um fjárdrátt Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gærluvarðhald, grunaðir um fjárdrátt af fyrirtækinu Og Vodafone, eftir að upp komst um falsaðar beiðnir í umferð á milli jóla og nýárs. 5.1.2006 09:32
Hópur Hornfirðinga kaupir hlut í CityStar Hópur Hornfirðinga hefur keypt tíu prósent hlutabréfa í flugfélaginu CityStar í Aberdeen í Scotlandi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Hornafjörður.is. Flugfélagið er í eigu Íslendinga og flýgur frá Aberdeen til Lundúna, Óslóar og Stafangurs og hefur einnig verið með leiguflug til Íslands. 5.1.2006 09:30
Átta prósenta aukning milli ára Gistinóttum á hótelum fjölgaði um rúm átta prósent frá nóvember 2004 til nóvember í fyrra samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gistinætur voru 57.400 talsins í nóvember í fyrra en 53 þúsund árinu áður. 5.1.2006 09:04
Þungatakmarkanir á vegum víða um land Vegagerðin hefur gripið til þess að setja þungatakmarkanir á vegi víða um land vegna aurbleytu á vegum, sem ekki hafa bundið slitlag, og til að hlífa slitlaginu, þar sem það er. Í hlýindunum hefur klaki í vegunum bráðnað og er hætt við skemmdum þar sem þungum bílum er ekið um við þær aðstæður. 5.1.2006 09:00
Jókst um 30 prósent milli ára Íbúðaverð á Akureyri hækkaði um 12,5 prósent á síðasta ári samkvæmt samantekt Fasteignamats ríkisins á kaupsamningum síðasta árs. Meðalíbúðaverðið fór úr 12,5 milljónum króna í fjórtán milljónir og seldum íbúðum fjölgaði um þrjátíu prósent milli ára. 5.1.2006 08:30
Tólf kíló af ruslpósti Safnast þegar saman kemur, segir orðtakið og það á við þó með óvenjulegum hætti sé, þegar ruslpóstinum sem kemur inn um dyralúgur landsmanna er safnað saman. Því komst Ísfirðingurinn Linda Pétursdóttir að þegar hún safnaði og vigtaði ruslpósti síðasta árs, samanlagt tæpum tólf kílóum. 5.1.2006 08:15
Erlent flutningaskip tók niðri skammt frá Viðey Erlent flutningaskip, Irena Artica, tók niðri skammt frá Viðey, þegar það var að sigla út úr Sundahöfn í gærkvöldi. Því var snúið aftur til hafnar þar sem kafarar könnuðu skemmdir. Þær reyndust ekki alvarlegar og ollu ekki leka. Tildrög íhappsins liggja ekki fyrir en hafnsögumaður var um borð þegar atvikið varð. 5.1.2006 07:45
Hringvegurinn lokaður austan Hornafjarðar Hringvegurinn hefur verið lokaður austan við Hornafjörð síðan í gærkvöldi vegna vatnavaxta í Jökulsá í Lóni. Hún flæðir enn yfir veginn en samkvæmt athugun vegagerðarmanna fyrir stundu virðist vegurinn ekki hafa rofnað. Aðstæður verða kannaðar nánar með birtingu og þá verður jafnvel hægt að helypa einhverri umferð á veginn á ný. 5.1.2006 07:15
Bæjarstjóri Seltjarnarness gefur starfsmönnum gjafabréf án samþykkis Þrjátíu leikskólastarfsmenn á Seltjarnarnesi fengu gjafabréf í Kringlunni upp á 20 þúsund krónur að gjöf frá bæjaryfirvöldum um áramótin. Bæjarstjóri Seltjarnarness gaf vilyrði fyrir gjöfinni án samráðs við fjárhags- og launanefnd bæjarins. Hann hefur einnig gefið vilyrði fyrir því að allir 300 starfsmenn bæjarins fái sams konar gjafabréf. 4.1.2006 22:12
Lítil ástæða til að óttast hringormasmit í sushi Hringormasmit er eitthvað sem líklega enginn vill greinast með en þeir geta leitað í mannslíkamann eftir neyslu á hráum og hálfhráum fiski. Sushineytendur ættu þó ekki að þurfa að óttast þrátt fyrir að hrár fiskur sé megin uppistaðan í þessu japanska góðgæti. 4.1.2006 22:04
Mikil óvissa ríkir um starfssemi leikskóla í Kópavogi vegna uppsagna starfsfólks Mikil óvissa ríkir um starfsemi leikskólanna í Kópavogi vegna uppsagna starfsfólks. Forráðamenn foreldrafélaganna í bænum funduðu í kvöld vegna málsins og segja kjarabætur nauðsynlegar til að halda starfsfólkinu í vinnu. Jóhanna Þorsteinsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í bænum, segir launahækkun starfsfólksins ekki vera lausn á þeirri stöðu sem komin er upp. 4.1.2006 21:56
Aldrei aðgerðir gegn friðsamlegum mótmælum Samband ungra sjálfstæðismanna skorar á ríkisstjórnina að grípa aldrei framar til aðgerða gegn friðsamlegum mótmælum. Í ályktuninni er sérstaklega vísað til viðbragða ríkisstjórnarinnar við komu Falun-gong liða hingað til lands sumarið 2002. 4.1.2006 20:41
Vilja sambærileg laun og í Reykjavík Samfylkingin í Kópavogi vill að strax verði rætt við starfsfólk leikskólanna í Kópavogi og þeim tryggð sambærileg kjör og á leikskólum Reykjavíkur. 4.1.2006 20:36
Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki grunnlífeyri Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Í rauninni segir hann slíkan sparnað þann besta sem völ sé á og það sé andstætt vilja löggjafans að skerða hann. 4.1.2006 19:45
Stjórnarmenn í SPH yfirheyrðir Stjórnarmenn í Sparisjóði Hafnarfjarðar voru fyrirvaralaust færðir til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra í gær með hótun um handtöku. Stjórnarmennirnir hafa réttarstöðu grunaðra í lögreglurannsókn sem beinist að því hvort hegningarlög og lög um fjármálafyrirtæki hafi verið brotin í tengslum við valdatöku nýrra aðila í sparisjóðnum síðastliðið vor. Brotin varða allt að eins árs fangelsi. 4.1.2006 18:45
Rafmagn ódýrast á Húsavík Orkuverð lækkaði mest hjá Orkuveitu Húsavíkur nú um áramótin og er nú ódýrast að kaupa raforku þaðan. Þrátt fyrir að Orkuveita Reykjavíkur hafi ekki lækkað raforkuverð nú um áramótin er næstódýrast að kaupa raforku þaðan. 4.1.2006 18:30
Baugsmál ekki ástæða skipulagsbreytinga Dómsmálaráðherra segir frávísun þrjátíu og tveggja ákæruliða í Baugsmálinu ekki vera kveikjuna að tillögu um nýja skiptingu ákæruvaldsins. Og óánægju bæjarstjóra Kópavogs og Hafnarfjarðar um sameiginlegt lögregluumdæmi á höfuðborgarsvæðinu segir hann vera á misskilningi byggða. 4.1.2006 18:28
Forsætisráðherra fór að lögum Umboðsmaður Alþingis hefur skilað inn álit sínu vegna kvörtunar Braga Guðbrandssonar á þeirri ákvörðun forsætisráðherra að skipa Ingibjörgu Rafnar í embætti umboðsmanns barna. 4.1.2006 18:07
Hettusótt herjar á ungmenni Hettusótt herjar á fólk sem er um og rétt yfir tvítugt. Þetta fólk var ekki bólusett gegn óværunni, sem getur valdið ófrjósemi hjá körlum og þróast í heilahimnubólgu. Bent skal á að fólk á þessum aldri getur fengið ókeypis bólusetningu á heilsugæslustöðvum. 4.1.2006 17:32
Hópuppsagnir starfsmanna leikskóla Kópavogs Rúmlega þrjátíu starfsmenn á leikskólum Kópavogs hafa sagt upp í dag og í gær. Um er að ræða hvoru tveggja faglærða og ófaglærða starfsmenn. Á leikskólanum Núpi sögðu fimmtán af þeim þrjátíu starfsmönnum sem þar eru á launaskrá upp störfum í gær. Foreldrar barna á leikskólum bæjarins munu funda í kvöld vegna málsins. 4.1.2006 17:04
Norðurlandaráð styrkir bútasaum Norðurlandaráð hefur ákveðið að styðja þá sem hafa hug á að halda norrænt bútasaumsmót um 150.000 danskar krónur sem samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Þannig vill ráðið styrkja norrænt samstarf þeirra sem vilja dreifa þekkingu og kynna sér bútasaum með norrænu móti. 4.1.2006 15:45
Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Nanoq lokið Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Íslenskrar útivistar, sem rak verslunina Nanoq í Kringlunni, er lokið. Verslunin var lýst gjaldþrota árið 2002 en þá höfðu heildsalar ekki fengið greitt fyrir vörur að verðmæti á annað hundrað milljónir króna. Sextíu manns misstu vinnuna við gjaldþrotið. 4.1.2006 15:26
Landsmenn verða 300 þúsund fyrr en áætlað var Landsmenn verða líklega 300 þúsund fyrr en áætlað var í fyrstu samkvæmt upplýsingum á mannfjöldadeild Hagstofunnar. Samkvæmt mannfjöldaklukku stofnunarinnar sem finna má á heimasíðu hennar vantar 77 einstaklinga upp á að svo verði. 4.1.2006 15:03
Fæðingamet á Akranesi Fleiri börn fæddust á Sjúkrahúsi Akraness á síðasta ári en nokkru sinni fyrr á einu og sama árinu. 227 börn fæddust á fæðingardeild sjúkrahússins í fyrra að því er Skessuhorn greinir frá en fyrra met var frá árinu 1973 þegar 226 börn komu í heiminn á fæðingardeildinni. 4.1.2006 14:15
Oddi verður Kvos Allar eignir Prentsmiðjunnar Odda og dótturfélaga hennar hafa verið færðar yfir í nýtt félag, Kvos hf. Engar breytingar verða á eignarhaldi samstæðunnar og Þorgeir Baldursson verður áfram forstjóri. 4.1.2006 14:12
Íslandsbanki greiði þrotabúi 4,5 milljónir Íslandsbanki verður að greiða þrotabúi Kaldabergs ehf. hálfa fimmtu milljón króna auk dráttarvaxta og 400 þúsund króna í málkostnað. Upphæðina fékk Íslandsbanki greidda upp í skuldir skömmu áður en fyrirtækið varð gjaldþrota og þær þóttu brjóta gegn lögum um jafnræði lánadrottna. 4.1.2006 14:04
Fagna frestun framkvæmda Íbúasamtökin Betri byggð fagna því að framkvæmdum á miðsvæði Álftaness verði frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar í vor. Forystumenn samtakanna þakka Álftnesingum góðar viðtökur í undirskriftasöfnun sem fram fór á aðventunni og segja að þrír af hverjum fjórum íbúum sem var leitað til hafi skráð sig á listann. 4.1.2006 13:47
Ekki búið að taka afstöðu til beiðni Neytendasamtaka Ekki er búið að taka afstöðu til beiðni formanns Neytendasamtakanna um að samtökin fái aðild að nefnd sem forsætisráðherra hyggst skipa til að kanna ástæður hás matvælaverðs og leiðir til að lækka það. Formaður Neytendasamtakanna skrifaði forsætisráðherra bréf þar að lútandi en ráðherra sagði í áramótaávarpi sínu að í nefndinni yrðu fulltrúar stjórnvalda, bænda og aðila vinnumarkaðarins. 4.1.2006 13:45
Hækka gjöld frístundaheimila Reykjavíkurborg hefur ákvðeðið að hækka gjald vegna þjónustu frístundaheimilanna frá og með 1. febrúar næstkomandi. Grunngjaldið fer úr 7.150 krónum í 7.500 krónur sem er fimm prósenta hækkun. Sú breyting hefur líka verið gerð að sett hefur verið á sérstakt gjald fyrir þjónustu frístundaheimilanna þá daga sem ekki eru hefðbundnir skóladagar krónur 800. Ennfremur hæækar gjald fyrir síðdegishressingu í heimilunum, fer úr 2.000 krónum í 2.100 krónur. 4.1.2006 13:33
Konráð Vestlendingur ársins Konráð Andrésson, stjórnarformaður og stofnandi Loftorku í Borgarnesi er Vestlendingur ársins 2005 að mati lesenda Skessuhorns en alls voru um 40 manns tilnefndir. 4.1.2006 13:30
Sorpa hættir að greiða út skilagjald Sorpa hefur ákveðið að hætta að gefa út tékka þegar flöskum og dósum er skilað inn. Á heimasíðu Sorpu er ástæðan fyrir þessum breytingum sögð vera að það kosti allt að 300 krónur að leysa út tékka í banka og því sé betra fyrir viðskiptavini að fá upphæðina fyrir dósirnar og flöskurnar greidda beint inn á debet kortið. 4.1.2006 13:15
Fagnar átaki gegn sjóræningjaveiðum Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, fagnar átaki yfirvalda gegn sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg og vonast til að hægt verði að fá fleiri ríki til að taka þátt í átaki gegn veiðunum. 4.1.2006 13:11
Mun færri kaupsamningar í desember í fyrra en árið 2004 620 kaupsamningum um fasteignir var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í desember samanborið við 735 samninga í nóvember og 1.078 á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríksins. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þetta bendi til þess mikið hafi róast til á markaðinum og að fólk hafi frestað íbúðakaupum um jólin. 4.1.2006 13:00
Þingmaður í loðnuleit Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, er farinn út á sjó að leita að loðnu. Hann fór í loðnuleit sem afleysingaháseti á nótaskipinu Víkingi AK 100 frá Akranesi í gær, skömmu eftir að skipinu var rennt úr slippnum í Reykjavík. 4.1.2006 12:53
Umferðarljósin óvirk fram í næstu viku Umferðarljósin á Fífuhvammsvegi í Kópavogi, við Reykjanesbrautina, verða að líkindum óvirk fram í næstu viku vegna umferðarslyss þar í gærkvöldi, þar sem varastykki í stýribúnað ljósanna er ekki til í landinu. 4.1.2006 12:45
Meint lögbrot vegna stofnfjárkaupa rannsökuð Lögreglurannsókn er hafin á meintum lögbrotum við kaup á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar í fyrrasumar. Rannsóknin hófst í kjölfarið á tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem gerði athugasemdir við að upplýsingum kunni að hafa verið haldið leyndum eða að rangar upplýsingar hafi verið gefnar. 4.1.2006 12:26
Starfslokasamningar hljóti samþykki hluthafa Stjórnum fyrirtækja verður gert skylt að leggja starfslokasamninga undir hluthafafund nái væntanlegt frumvarp Samfylkingarþingmanna um breytingar á hlutafélagalögum fram að ganga. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þar með yrðu það ekki fámennar klíkur sem tækju ákvarðanir um slíka samninga heldur raunverulegir hluthafar í viðkomandi fyrirtækjum. 4.1.2006 11:54