Innlent

Átta prósenta aukning milli ára

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um rúm átta prósent frá nóvember 2004 til nóvember í fyrra samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gistinætur voru 57.400 talsins í nóvember í fyrra en 53 þúsund árinu áður.

Gistinóttum fjölgaði um allt land en hlutfallslega mest á Suðurlandi þar sem aukningin nam 42 prósentum. Minnst var aukningin á Norðurlandi, aðeins tvö prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×