Innlent

Búum við fimmta mesta frjálsræði í heimi

Í húsnæði Kauphallarinnar.
Í húsnæði Kauphallarinnar. MYND/Valli

Íslendingar búa við fimmta mesta efnahagsfrelsi allra þjóða heims samkvæmt nýrri úttekt The Heritage Foundation sem ár hvert metur hversu mikið frjálsræðið er í ríkjum heims. Það er mest í Hong Kong en minnst í Norður-Kóreu.

Íslendingar búa við mest frjálræði allra Norðurlandaþjóða. Danir eru í áttunda sæti, Finnar því þrettánda, Svíar eru í 20. sæti og Norðmenn skipa þrítugasta sætið.

Tíu efstu ríki á lista The Heritage Foundation

1. Hong Kong

2. Singapore

3. Írland

4. Lúxemborg

5. - 6. Ísland

5. - 6. Bretland

7. Eistland

8. Danmörk

9. - 11. Ástralía

9. - 11. Bandaríkin

9. - 11. Nýja Sjáland

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×