Innlent

Hringvegurinn opnaður á ný

Frá Höfn í Hornafirði.
Frá Höfn í Hornafirði.

Hringvegurinn, sem lokaðist í gærkvöldi austan við Höfn í Hornafirði vegna vatnavaxta í Jökulsá í Lóni, var opnaður á ný á tíunda tímanum. Vatn flæddi yfir veginn í alla nótt, en þrátt fyrir það urðu þar óverulegar skemmdir. Vegageraðrmenn eru nú að aka möl í skörð, þar sem runnið hefur úr köntum.

Þrátt fyrir hlýindin og úrkomuna suðaustanlands í gærkvöldi var ekkert grjóthrun í Hvalnesskriðum, eins og búist hafði verið við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×