Fleiri fréttir Meðalverð um 30 milljónir Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku nam 5,4 milljörðum króna og var upphæð hvers þinglýsts kaupsamnings 30,2 milljónir að meðaltali sem er metupphæð. 20.11.2005 07:15 Kvótinn seldur til að fjármagna kaupin Forstjóri Brims neitar því að eigendur selji aflaheimildir til þess að fjármagna kaupin á félaginu. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að undanfarin tvö ár hafi 22 þúsund þorskígildistonn ekki nýst á Akureyri. 20.11.2005 07:00 Haraldur Ólason í fyrsta sæti 20.11.2005 07:00 Haraldur Þór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í dag. Haraldur hlaut 921 atkvæði í 1. sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Rósa Guðbjartsdóttir varð í þriðja sæti en hún hlaut 783 í 1.-3. sæti og flest atkvæði allra. 19.11.2005 23:05 Haraldur Þór efstur í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason hefur forystu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þegar ríflega helmingur atkvæða, eða þúsund, hafa verið talin. Haraldur Þór hefur fengið 505 atkvæði í fyrsta sæti en keppninautur hans um annað sætið, Valgerður Sigurðardóttir, hefur fengið 453 atkæði í 1. - 2. sæti. 19.11.2005 21:09 Kjörsókn sögð góð í prófkjöri í Hafnarfirði Prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fer senn að ljúka og hefur kjörsókn verið góð samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Um klukkan fimm höfðu um 1300 manns neytt atkvæðisréttar síns og eru þar með talin utankjörfundaratkvæði. 19.11.2005 18:15 Íhugar að sækjast eftir fyrsta sæti Óskar Bergsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, íhugar að gefa kost á sér í efsta sæti á lista framsóknarmanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en prófkjör flokksins fer fram snemma á næsta ári. Í samtali við NFS sagði Óskar að fjölmargir hefðu komið að máli sig og hvatt hann til að gefa kost á sér, en Óskar starfaði innan Reykjavíkurlistans á árunum 1994-2002. 19.11.2005 17:04 Árásarmaður af skemmtistað gaf sig fram Maðurinn sem réðst á annan mann og skar hann illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt gaf sig fram við lögreglu um hádegisbil í dag. Maðurinn braut glas og lagði til fórnalambsins sem fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. 19.11.2005 16:17 Utanríkisráðherra opnaði listahátíð í Köln Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði listahátíðina "Islandbilder" í Köln í gær. Um er að ræða stærstu og fjölbreyttustu kynningu á íslenskri nútímalist og menningu sem fram hefur farið í Þýskalandi. Kynningin, sem stendur fram í janúar, nær til myndlistar, ljósmyndunar, kvikmynda, bókmennta, tónlistar og hönnunar en rúmlega 100 íslenskir listamenn eru í Köln og kynna verk sín. 19.11.2005 15:45 Handtekinn vegna fíkniefnasölu Lögreglan í Keflavík handtók í gærkvöld mann sem grunaður var um sölu fíkniefna. Við húsleit á heimili hans fundust um 170 grömm af hassi og þá fundust 3 grömm af sams konar fíkniefnum í bifreið mannsins. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja þessi fíkniefni. Málið telst upplýst og var maðurinn frjáls ferða sinna að yfirheyrslu lokinni. 19.11.2005 15:15 Íbúð og stigagangur fylltust af reyk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á þriðja tímanum vegna hugsanlegs elds í fjölbýlishúsi í vesturbænum. Þegar slökkvilið mætti á vettvang kom í ljós að pottur hafi gleymst á eldavél í einni íbúð hússins. Bæði íbúðin og stigagangur hússins fylltust af reyk en engum varð meint af. Verið er að reykræsta húsið. 19.11.2005 15:07 Blóðbankinn verðlaunaður fyrir góða íslensku Blóðbankinn hlaut í dag verðlaun fyrir góða íslenska auglýsingu á Málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem fram fór í Hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun. Auglýsingin „Ert þú gæðablóð?"“ er hluti af samstarfi Og Vodafone og Blóðbankans. 19.11.2005 15:00 Anna fagnar framboði Björns Inga Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fagnar því að Björn Ingi Hrafnsson skuli bjóða sig fram til forystu fyrir Framsóknarflokkinn í borginni, en hún hefur sjálf lýst því yfir að hún stefni á efsta sæti hjá flokknum fyrir kosningar í vor. Anna segist enn fremur vona að fleiri bjóði sig fram og það skapist áhugi og stemmning fyrir prófkjöri framsóknarmanna á næsta ári. 19.11.2005 14:37 Björn Ingi vill leiða framsóknarmenn í borginni Björn Ingi Hrafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tilkynnti fyrir stundu í beinni útsendingu á NFS að hann hygðist sækjast eftir að leiða lista framsóknarmanna í borginni. 19.11.2005 14:15 Samið um sjúkraflutninga á Akureyri Skrifað var undir tvo samninga um sjúkraflutninga í slökkvistöðinni á Akureyri í morgun. Annars vegar var um að ræða samning við Mýflug um rekstur sjúkraflugs á norðursvæði næstu fimm árin, en það tekur nú til Vestfjarða, Norðurlands og Austfjarða. Hins vegar var gengið frá samningi við Akureyrarbæ um sjúkraflutninga á svæði heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri til næstu fjögurra ára. 19.11.2005 13:30 Fjölgað mikið í sjálfstæðisfélaginu í Hafnarfirði fyrir prófkjör Búist er við harðri baráttu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar á næsta ári sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason og Valgerður Sigurðardóttur bjóða sig fram til fyrsta sætis en alls slást 16 frambjóðendur um átta efstu sætin á lista sjálfstæðismanna. 19.11.2005 12:45 Eldur í gardínum út frá sprittkerti Lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsi á Seltjarnarnesi í gærkvöld en þar hafði kviknað í gardínum út frá sprittkerti. Betur fór en á horfðist og höfðu íbúar í húsinu að mestu náð að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eins og gefur að skilja eyðilögðust gardínurnar og þá skemmdust gluggakarmarnir eitthvað auk þess sem nokkurt sót var í íbúðinni. 19.11.2005 12:30 Flytja úr landi ef ekkert breytist Íslensk hátæknifyrirtæki munu flytja starfsemi sína úr landi í stórum stíl ef ekkert verður að gert. Aðstæður hér á landi til reksturs slíkra fyrirtækja eru afar slæmar, meðal annars vegan sveiflna á gengi krónunnar. Þetta segir formaður Samtaka sprotafyrirtækja. 19.11.2005 12:15 Grunaður um að hafa hjólað ölvaður Til kasta lögreglu kom í heldur óvenjulegu máli í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þar rákust saman maður á reiðhjóli og bíll við Hverfisgötuna án þess þó að alvarleg slys yrðu á fólki en bíll og hjól skemmdust eitthvað. 19.11.2005 11:45 Lét ófriðlega fyrir utan partí í Grafarvogi Lögreglan í Reykjavík var kölluð að húsi í Grafavogi á miðnætti í gær en þar fór fram unglingapartí. Foreldrar veisluhaldarans voru ekki heima og fór partíið úr böndunum þegar maður vopnaður felgulykli og hnífi fór að berja á húsinu þar sem honum var vörnuð innganga í partíið. 19.11.2005 11:15 Þrjú afbrigði tölvuvírusar í dreifingu Að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum svokallaða eru nú í dreifingu á Netinu með tölvupósti. Ormurinn verður virkur við að móttakandi opnar sýkt viðhengi. 19.11.2005 10:45 Skorinn illa á háls á skemmtistað Ráðist var á mann og hann skorinn illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt. Árásarmaðurinn hafði brotið glas og lagði til mannsins en hann fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og voru saumuð tuttugu spor í hálsinn á honum en hann mun þó ekki vera í lífshættu. 19.11.2005 10:30 Harka hlaupin í prófkjörið Nokkur harka er hlaupin í slaginn um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason segir mótframbjóðanda sinn, Valgerði Sigurðardóttur, tengjast gömlu ættarveldi í hafnfirskri pólitík, Mathiesen-ættinni, og finnst tími kominn fyrir nýtt blóð í forystu. 19.11.2005 10:08 Heimilislausir á Íslandi Milli 45 og 55 manns eru heimilislausir á hverjum tíma í Reykjavík. Þessir einstaklingar eru flestir einhleypir karlmenn milli þrítugs og fimmtugs. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu samráðshóps um heimilislausa sem gefin var út á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Flestir heimilislausra eru öryrkjar og eiga við stórfelld heilsuvandamál að stríða ásamt áfengis- og vímuefnavanda. Þá eru vísbendingar um að stór hluti þeirra eigi einnig við geðræn vandamál að stríða. 19.11.2005 10:00 Langtímaskuldir Hafnarfjarðar lækka Langtímaskuldir Hafnarfjarðar hafa lækkað um 1,5 milljarða króna samkvæmt níu mánaða uppgjöri sem lagt var fram í bæjarráði í vikunni. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins, segir í tilkynningu, en fyrstu níu mánuði ársins er 683 milljóna króna afgangur af rekstri bæjarins, en það er sagt umtalsvert betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. 19.11.2005 08:15 Mál Litháa í Félagsdóm Samiðn höfðar mál fyrir Félagsdómi og telur Litháa á of lágum launum. Þetta er í fyrsta mál starfsmanna erlendra starfsmannaleiga fyrir dóminum. 19.11.2005 08:15 Lögmaður í hálfs árs fangelsi Hæstiréttur mildaði um tvo mánuði refsingu lögmanns sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í ársbyrjun í átta mánaða fangelsi. Fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir konu sem ákærð var með lögmanninum fyrir skilasvik var óbreyttur. 19.11.2005 07:45 Fá sömu eingreiðslu og aðrir Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og atvinnulausir fái um 26 þúsund króna eingreiðslu í desember líkt og um samdist á almenna vinnumarkaðnum fyrr í vikunni. 19.11.2005 07:00 Verður fyrir heyrnarskaða Heilsa Erlendar rannsóknir benda til að heyrnarskaði sé orðinn algengur meðal ungmenna sem nota hjómflutningstækin Ipod eða mp3-spilara að jafnaði. Hljóðstyrkur í mörgum slíkum tækjum getur náð 135 desibelum og algengt er að ungmenni hlusti á háum styrk. Jafnast það á við að standa við hliðina á þotuhreyfli en reglur Vinnueftirlitsins kveða á um að sé hávaði á vinnustað meiri en 85 desibel skuli starfsmenn nota eyrnahlífar. 19.11.2005 06:45 Lögmaður dæmdur fyrir auðgunarbrot Hæstiréttur hefur dæmt lögmann, sem fundinn var sekur um auðgunarbrot, til sex mánaðar fangelsisvistar. Lögmaðurinn gerði fjárnám í fasteign konu á grundvelli tryggingarvíxils að fjárhæð fimm milljónir króna, þótt krafan væri mun lægri. Hann hagræddi dagsetningum á ýmsum plöggum, svo það liti út fyrir að kröfurnar væru frá fyrri tíma og gerðist þar með sekur um að aðstoða konuna við svikin. 18.11.2005 22:30 Vandi heimilislausra ræddur á Alþingi í dag Um fimmtíu manns eru heimilislausir á Íslandi, samkvæmt nýrri skýrslu sem félagsmálráðherra kynnti á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir lausn vera í sjónmáli fyrir um tuttugu hinna heimilislausu, og að unnið sé að lausn alls vandans. 18.11.2005 22:07 Sjávarsíki í miðbæ Akureyrar Miðbæ Akureyrar verður umbylt á næstu árum í því augnamiði að laða fólk og fyrirtæki í hjarta bæjarins. Miðbærinn mun fá evrópskt yfirbragð en mesta breytingin er fólgin í sjávarsíki sem liggja mun frá Akureyrarpolli í miðbæinn. 18.11.2005 22:00 Orkuveita Reykjavíkur fær vottun umhverfisstjórnunarkerfis Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, afhenti fulltrúum Orkuveitunnar í gær viðurkenningarskjal um vottun umhverfisstjórnunarkerfisins ISO 14001 hjá fyrirtækinu, en það er fyrsta orkufyrirtækið hérlendis sem starfar samkvæmt þessu umhverfisstjórnunarkerfi. Orkuveita Reykjavíkur hefur það að markmiði sínu að nýting auðlinda sé eins nærri því að vera sjálfbær og kostur er og gefur árlega út umhverfisskýrslu með lykiltölum um atriði sem tengjast umhverfismálum. 18.11.2005 21:47 Alvöru fréttaskýringaþáttur Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum. 18.11.2005 21:33 Greiddu fyrir Brim með leigu veiðiheimilda Kaupin Guðmundar Kristjánsson útgerðarmanns á útgerðarfélaginu Brimi í ársbyrjun 2004 voru fjármögnuð með því að leigja og selja burt veiðiheimildir í sameign þjóðarinnar segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar. 18.11.2005 21:20 Nokkuð greiðfært um Alþingi í hjólastól Aðgengi fatlaðra um Alþingishúsið er ótrúlega gott, þótt enn megi bæta um betur, segir eini þingmaðurinn sem er í hjólastól. 18.11.2005 21:00 Íbúasamtök vilja Sundabraut á öðrum stað Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafa gagnrýnt borgaryfirvöld harðlega fyrir skort á samráði við íbúa um málefni Sundabrautar og fyrir að setja íbúum afarkosti um skipulag. Gagnrýni íbúa kemur formanni skipulagsnefndar borgarinnar á óvart, samráð hafi verið haft og enn liggi engin ákvörðun fyrir. 18.11.2005 21:00 Aukinn alheimsáhugi á dularfullri starfsemi CIA Athygli umheimsins beinist í sífellt vaxandi mæli að dularfullri starfsemi CIA. Engin svör berast hins vegar frá bandarískum stjórnvöldum. 18.11.2005 20:30 Kvenfélög selja handsaumaðar dúkkur Kvenfélög um land allt hafa handsaumað átta hundruð dúkkur sem gleðja eiga börn á Íslandi og í Gíneu-Bissá sem er eitt fátækasta ríki á jörðu. Dúkkurnar eiga ekki bara að gleðja börn þessa fátæka lands heldur einnig hjálpa þeim að brjótast til mennta. 18.11.2005 19:30 Stærsta orðabók Íslandssögunnar komin út Stóra orðabókin, tímamótaverk í útgáfu orðabóka, hefur litið dagsins ljós. Bókin veitir einstaka leiðsögn um orðaval í ræðu og riti og gefur jafnframt skýra mynd af íslenskum orðaforða og innra samhengi. 18.11.2005 19:04 Brotist inn í grunnskóla og leikskóla Brotist var inn í grunnskóla og leikskóla á Kjalarnesi síðustu nótt. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn í Klébergsskóla. Hann hafði kastað stórum steini í gegnum rúðu til að komast inn og fært muni úr skólanum í bíl sinn. Lagt var hald á bílinn og þýfi. 18.11.2005 18:25 Aðeins helmingur þingmanna mætti til Eyja Ekki voru nema fimmtíu prósent heimtur í heimsókn Suðurkjördæmisþingmanna til Vestmannaeyja því aðeins fimm þingmenn mættu, að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Þeir sem komu eru Kjartan Ólafsson, Hjálmar Árnason, Magnús Þór Hafsteinsson, Lúðvík Bergvinsson og Guðjón Hjörleifsson. 18.11.2005 18:15 Nýr samningur um sjúkraflug á Akureyri Á morgun mun Jón Kristjánsson ráðherra undirrita samning um sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri milli Slökkviliðs Akureyrar og Heilbrigðisráðuneytisins. Í samningnum er gert ráð fyrir aukinni þjónustu vegna sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri þ.e tveir mannaðir sjúkrabílar allan sólarhringinn. 18.11.2005 17:45 Langbesta afkoma FL-Group til þessa Hagnaður FL Group fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmir 8 milljarðar króna, samanborið við 3,4 milljarða króna hagnað á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins tæpir 6,6 milljarðar króna, samanborið við 2,8 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Afkoman er í samræmi við tilkynningu félagsins frá 23. október síðastliðnum. 18.11.2005 17:34 Mannréttindaskrifstofa vill rannsókn á fangaflugi Mannréttindaskrifstofa Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fréttum um að flugvélar sem notaðar eru til leynilegra fangaflutninga hafi farið um íslenska lofthelgi og haft Ísland sem viðkomustað á leið sinni til landa þar sem pyndingum er beitt við yfirheyrslur. Hið algera bann við pyndingum og illri meðferð í þjóðarétti felur einnig í sér algert bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta er á að hann verði pyndaður eða látinn sæta grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð. 18.11.2005 17:15 Sjá næstu 50 fréttir
Meðalverð um 30 milljónir Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku nam 5,4 milljörðum króna og var upphæð hvers þinglýsts kaupsamnings 30,2 milljónir að meðaltali sem er metupphæð. 20.11.2005 07:15
Kvótinn seldur til að fjármagna kaupin Forstjóri Brims neitar því að eigendur selji aflaheimildir til þess að fjármagna kaupin á félaginu. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að undanfarin tvö ár hafi 22 þúsund þorskígildistonn ekki nýst á Akureyri. 20.11.2005 07:00
Haraldur Þór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í dag. Haraldur hlaut 921 atkvæði í 1. sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Rósa Guðbjartsdóttir varð í þriðja sæti en hún hlaut 783 í 1.-3. sæti og flest atkvæði allra. 19.11.2005 23:05
Haraldur Þór efstur í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason hefur forystu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þegar ríflega helmingur atkvæða, eða þúsund, hafa verið talin. Haraldur Þór hefur fengið 505 atkvæði í fyrsta sæti en keppninautur hans um annað sætið, Valgerður Sigurðardóttir, hefur fengið 453 atkæði í 1. - 2. sæti. 19.11.2005 21:09
Kjörsókn sögð góð í prófkjöri í Hafnarfirði Prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fer senn að ljúka og hefur kjörsókn verið góð samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Um klukkan fimm höfðu um 1300 manns neytt atkvæðisréttar síns og eru þar með talin utankjörfundaratkvæði. 19.11.2005 18:15
Íhugar að sækjast eftir fyrsta sæti Óskar Bergsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, íhugar að gefa kost á sér í efsta sæti á lista framsóknarmanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en prófkjör flokksins fer fram snemma á næsta ári. Í samtali við NFS sagði Óskar að fjölmargir hefðu komið að máli sig og hvatt hann til að gefa kost á sér, en Óskar starfaði innan Reykjavíkurlistans á árunum 1994-2002. 19.11.2005 17:04
Árásarmaður af skemmtistað gaf sig fram Maðurinn sem réðst á annan mann og skar hann illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt gaf sig fram við lögreglu um hádegisbil í dag. Maðurinn braut glas og lagði til fórnalambsins sem fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. 19.11.2005 16:17
Utanríkisráðherra opnaði listahátíð í Köln Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði listahátíðina "Islandbilder" í Köln í gær. Um er að ræða stærstu og fjölbreyttustu kynningu á íslenskri nútímalist og menningu sem fram hefur farið í Þýskalandi. Kynningin, sem stendur fram í janúar, nær til myndlistar, ljósmyndunar, kvikmynda, bókmennta, tónlistar og hönnunar en rúmlega 100 íslenskir listamenn eru í Köln og kynna verk sín. 19.11.2005 15:45
Handtekinn vegna fíkniefnasölu Lögreglan í Keflavík handtók í gærkvöld mann sem grunaður var um sölu fíkniefna. Við húsleit á heimili hans fundust um 170 grömm af hassi og þá fundust 3 grömm af sams konar fíkniefnum í bifreið mannsins. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja þessi fíkniefni. Málið telst upplýst og var maðurinn frjáls ferða sinna að yfirheyrslu lokinni. 19.11.2005 15:15
Íbúð og stigagangur fylltust af reyk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á þriðja tímanum vegna hugsanlegs elds í fjölbýlishúsi í vesturbænum. Þegar slökkvilið mætti á vettvang kom í ljós að pottur hafi gleymst á eldavél í einni íbúð hússins. Bæði íbúðin og stigagangur hússins fylltust af reyk en engum varð meint af. Verið er að reykræsta húsið. 19.11.2005 15:07
Blóðbankinn verðlaunaður fyrir góða íslensku Blóðbankinn hlaut í dag verðlaun fyrir góða íslenska auglýsingu á Málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem fram fór í Hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun. Auglýsingin „Ert þú gæðablóð?"“ er hluti af samstarfi Og Vodafone og Blóðbankans. 19.11.2005 15:00
Anna fagnar framboði Björns Inga Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fagnar því að Björn Ingi Hrafnsson skuli bjóða sig fram til forystu fyrir Framsóknarflokkinn í borginni, en hún hefur sjálf lýst því yfir að hún stefni á efsta sæti hjá flokknum fyrir kosningar í vor. Anna segist enn fremur vona að fleiri bjóði sig fram og það skapist áhugi og stemmning fyrir prófkjöri framsóknarmanna á næsta ári. 19.11.2005 14:37
Björn Ingi vill leiða framsóknarmenn í borginni Björn Ingi Hrafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tilkynnti fyrir stundu í beinni útsendingu á NFS að hann hygðist sækjast eftir að leiða lista framsóknarmanna í borginni. 19.11.2005 14:15
Samið um sjúkraflutninga á Akureyri Skrifað var undir tvo samninga um sjúkraflutninga í slökkvistöðinni á Akureyri í morgun. Annars vegar var um að ræða samning við Mýflug um rekstur sjúkraflugs á norðursvæði næstu fimm árin, en það tekur nú til Vestfjarða, Norðurlands og Austfjarða. Hins vegar var gengið frá samningi við Akureyrarbæ um sjúkraflutninga á svæði heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri til næstu fjögurra ára. 19.11.2005 13:30
Fjölgað mikið í sjálfstæðisfélaginu í Hafnarfirði fyrir prófkjör Búist er við harðri baráttu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar á næsta ári sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason og Valgerður Sigurðardóttur bjóða sig fram til fyrsta sætis en alls slást 16 frambjóðendur um átta efstu sætin á lista sjálfstæðismanna. 19.11.2005 12:45
Eldur í gardínum út frá sprittkerti Lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsi á Seltjarnarnesi í gærkvöld en þar hafði kviknað í gardínum út frá sprittkerti. Betur fór en á horfðist og höfðu íbúar í húsinu að mestu náð að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eins og gefur að skilja eyðilögðust gardínurnar og þá skemmdust gluggakarmarnir eitthvað auk þess sem nokkurt sót var í íbúðinni. 19.11.2005 12:30
Flytja úr landi ef ekkert breytist Íslensk hátæknifyrirtæki munu flytja starfsemi sína úr landi í stórum stíl ef ekkert verður að gert. Aðstæður hér á landi til reksturs slíkra fyrirtækja eru afar slæmar, meðal annars vegan sveiflna á gengi krónunnar. Þetta segir formaður Samtaka sprotafyrirtækja. 19.11.2005 12:15
Grunaður um að hafa hjólað ölvaður Til kasta lögreglu kom í heldur óvenjulegu máli í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þar rákust saman maður á reiðhjóli og bíll við Hverfisgötuna án þess þó að alvarleg slys yrðu á fólki en bíll og hjól skemmdust eitthvað. 19.11.2005 11:45
Lét ófriðlega fyrir utan partí í Grafarvogi Lögreglan í Reykjavík var kölluð að húsi í Grafavogi á miðnætti í gær en þar fór fram unglingapartí. Foreldrar veisluhaldarans voru ekki heima og fór partíið úr böndunum þegar maður vopnaður felgulykli og hnífi fór að berja á húsinu þar sem honum var vörnuð innganga í partíið. 19.11.2005 11:15
Þrjú afbrigði tölvuvírusar í dreifingu Að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum svokallaða eru nú í dreifingu á Netinu með tölvupósti. Ormurinn verður virkur við að móttakandi opnar sýkt viðhengi. 19.11.2005 10:45
Skorinn illa á háls á skemmtistað Ráðist var á mann og hann skorinn illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt. Árásarmaðurinn hafði brotið glas og lagði til mannsins en hann fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og voru saumuð tuttugu spor í hálsinn á honum en hann mun þó ekki vera í lífshættu. 19.11.2005 10:30
Harka hlaupin í prófkjörið Nokkur harka er hlaupin í slaginn um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason segir mótframbjóðanda sinn, Valgerði Sigurðardóttur, tengjast gömlu ættarveldi í hafnfirskri pólitík, Mathiesen-ættinni, og finnst tími kominn fyrir nýtt blóð í forystu. 19.11.2005 10:08
Heimilislausir á Íslandi Milli 45 og 55 manns eru heimilislausir á hverjum tíma í Reykjavík. Þessir einstaklingar eru flestir einhleypir karlmenn milli þrítugs og fimmtugs. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu samráðshóps um heimilislausa sem gefin var út á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Flestir heimilislausra eru öryrkjar og eiga við stórfelld heilsuvandamál að stríða ásamt áfengis- og vímuefnavanda. Þá eru vísbendingar um að stór hluti þeirra eigi einnig við geðræn vandamál að stríða. 19.11.2005 10:00
Langtímaskuldir Hafnarfjarðar lækka Langtímaskuldir Hafnarfjarðar hafa lækkað um 1,5 milljarða króna samkvæmt níu mánaða uppgjöri sem lagt var fram í bæjarráði í vikunni. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins, segir í tilkynningu, en fyrstu níu mánuði ársins er 683 milljóna króna afgangur af rekstri bæjarins, en það er sagt umtalsvert betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. 19.11.2005 08:15
Mál Litháa í Félagsdóm Samiðn höfðar mál fyrir Félagsdómi og telur Litháa á of lágum launum. Þetta er í fyrsta mál starfsmanna erlendra starfsmannaleiga fyrir dóminum. 19.11.2005 08:15
Lögmaður í hálfs árs fangelsi Hæstiréttur mildaði um tvo mánuði refsingu lögmanns sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í ársbyrjun í átta mánaða fangelsi. Fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir konu sem ákærð var með lögmanninum fyrir skilasvik var óbreyttur. 19.11.2005 07:45
Fá sömu eingreiðslu og aðrir Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og atvinnulausir fái um 26 þúsund króna eingreiðslu í desember líkt og um samdist á almenna vinnumarkaðnum fyrr í vikunni. 19.11.2005 07:00
Verður fyrir heyrnarskaða Heilsa Erlendar rannsóknir benda til að heyrnarskaði sé orðinn algengur meðal ungmenna sem nota hjómflutningstækin Ipod eða mp3-spilara að jafnaði. Hljóðstyrkur í mörgum slíkum tækjum getur náð 135 desibelum og algengt er að ungmenni hlusti á háum styrk. Jafnast það á við að standa við hliðina á þotuhreyfli en reglur Vinnueftirlitsins kveða á um að sé hávaði á vinnustað meiri en 85 desibel skuli starfsmenn nota eyrnahlífar. 19.11.2005 06:45
Lögmaður dæmdur fyrir auðgunarbrot Hæstiréttur hefur dæmt lögmann, sem fundinn var sekur um auðgunarbrot, til sex mánaðar fangelsisvistar. Lögmaðurinn gerði fjárnám í fasteign konu á grundvelli tryggingarvíxils að fjárhæð fimm milljónir króna, þótt krafan væri mun lægri. Hann hagræddi dagsetningum á ýmsum plöggum, svo það liti út fyrir að kröfurnar væru frá fyrri tíma og gerðist þar með sekur um að aðstoða konuna við svikin. 18.11.2005 22:30
Vandi heimilislausra ræddur á Alþingi í dag Um fimmtíu manns eru heimilislausir á Íslandi, samkvæmt nýrri skýrslu sem félagsmálráðherra kynnti á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir lausn vera í sjónmáli fyrir um tuttugu hinna heimilislausu, og að unnið sé að lausn alls vandans. 18.11.2005 22:07
Sjávarsíki í miðbæ Akureyrar Miðbæ Akureyrar verður umbylt á næstu árum í því augnamiði að laða fólk og fyrirtæki í hjarta bæjarins. Miðbærinn mun fá evrópskt yfirbragð en mesta breytingin er fólgin í sjávarsíki sem liggja mun frá Akureyrarpolli í miðbæinn. 18.11.2005 22:00
Orkuveita Reykjavíkur fær vottun umhverfisstjórnunarkerfis Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, afhenti fulltrúum Orkuveitunnar í gær viðurkenningarskjal um vottun umhverfisstjórnunarkerfisins ISO 14001 hjá fyrirtækinu, en það er fyrsta orkufyrirtækið hérlendis sem starfar samkvæmt þessu umhverfisstjórnunarkerfi. Orkuveita Reykjavíkur hefur það að markmiði sínu að nýting auðlinda sé eins nærri því að vera sjálfbær og kostur er og gefur árlega út umhverfisskýrslu með lykiltölum um atriði sem tengjast umhverfismálum. 18.11.2005 21:47
Alvöru fréttaskýringaþáttur Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum. 18.11.2005 21:33
Greiddu fyrir Brim með leigu veiðiheimilda Kaupin Guðmundar Kristjánsson útgerðarmanns á útgerðarfélaginu Brimi í ársbyrjun 2004 voru fjármögnuð með því að leigja og selja burt veiðiheimildir í sameign þjóðarinnar segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar. 18.11.2005 21:20
Nokkuð greiðfært um Alþingi í hjólastól Aðgengi fatlaðra um Alþingishúsið er ótrúlega gott, þótt enn megi bæta um betur, segir eini þingmaðurinn sem er í hjólastól. 18.11.2005 21:00
Íbúasamtök vilja Sundabraut á öðrum stað Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafa gagnrýnt borgaryfirvöld harðlega fyrir skort á samráði við íbúa um málefni Sundabrautar og fyrir að setja íbúum afarkosti um skipulag. Gagnrýni íbúa kemur formanni skipulagsnefndar borgarinnar á óvart, samráð hafi verið haft og enn liggi engin ákvörðun fyrir. 18.11.2005 21:00
Aukinn alheimsáhugi á dularfullri starfsemi CIA Athygli umheimsins beinist í sífellt vaxandi mæli að dularfullri starfsemi CIA. Engin svör berast hins vegar frá bandarískum stjórnvöldum. 18.11.2005 20:30
Kvenfélög selja handsaumaðar dúkkur Kvenfélög um land allt hafa handsaumað átta hundruð dúkkur sem gleðja eiga börn á Íslandi og í Gíneu-Bissá sem er eitt fátækasta ríki á jörðu. Dúkkurnar eiga ekki bara að gleðja börn þessa fátæka lands heldur einnig hjálpa þeim að brjótast til mennta. 18.11.2005 19:30
Stærsta orðabók Íslandssögunnar komin út Stóra orðabókin, tímamótaverk í útgáfu orðabóka, hefur litið dagsins ljós. Bókin veitir einstaka leiðsögn um orðaval í ræðu og riti og gefur jafnframt skýra mynd af íslenskum orðaforða og innra samhengi. 18.11.2005 19:04
Brotist inn í grunnskóla og leikskóla Brotist var inn í grunnskóla og leikskóla á Kjalarnesi síðustu nótt. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn í Klébergsskóla. Hann hafði kastað stórum steini í gegnum rúðu til að komast inn og fært muni úr skólanum í bíl sinn. Lagt var hald á bílinn og þýfi. 18.11.2005 18:25
Aðeins helmingur þingmanna mætti til Eyja Ekki voru nema fimmtíu prósent heimtur í heimsókn Suðurkjördæmisþingmanna til Vestmannaeyja því aðeins fimm þingmenn mættu, að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Þeir sem komu eru Kjartan Ólafsson, Hjálmar Árnason, Magnús Þór Hafsteinsson, Lúðvík Bergvinsson og Guðjón Hjörleifsson. 18.11.2005 18:15
Nýr samningur um sjúkraflug á Akureyri Á morgun mun Jón Kristjánsson ráðherra undirrita samning um sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri milli Slökkviliðs Akureyrar og Heilbrigðisráðuneytisins. Í samningnum er gert ráð fyrir aukinni þjónustu vegna sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri þ.e tveir mannaðir sjúkrabílar allan sólarhringinn. 18.11.2005 17:45
Langbesta afkoma FL-Group til þessa Hagnaður FL Group fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmir 8 milljarðar króna, samanborið við 3,4 milljarða króna hagnað á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins tæpir 6,6 milljarðar króna, samanborið við 2,8 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Afkoman er í samræmi við tilkynningu félagsins frá 23. október síðastliðnum. 18.11.2005 17:34
Mannréttindaskrifstofa vill rannsókn á fangaflugi Mannréttindaskrifstofa Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fréttum um að flugvélar sem notaðar eru til leynilegra fangaflutninga hafi farið um íslenska lofthelgi og haft Ísland sem viðkomustað á leið sinni til landa þar sem pyndingum er beitt við yfirheyrslur. Hið algera bann við pyndingum og illri meðferð í þjóðarétti felur einnig í sér algert bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta er á að hann verði pyndaður eða látinn sæta grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð. 18.11.2005 17:15