Fleiri fréttir

Skólarnir byrjaðir

Fimmtán þúsund nemendur hófu nám í grunnskólum Reykjavíkur, í dag, og sexþúsund til viðbótar eru að byrja í leikskólum. Af þeim sem byrja í grunnskólum er fjórtánhundruð í fyrsta bekk.

Mýsla marði sigur

Kýrin Mýsla frá Efra-Ási í Hjaltadal bar sigur úr býtum á kúasýningunni Kýr 2005 sem haldin var í tengslum við Landbúnaðarsýninguna Fluguna í Skagafirði um helgina.

Hagyrðingar eru skrítið fólk

Hagyrðingar landsins bíða þess nú að laugardagurinn 3. september renni upp en þá halda þeir árlegt landsmót sitt. Mótið er haldið á Hótel Sögu að þessu sinni.

Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt

Samtök verslunar og þjónustu hafa fengið svar við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni er nautakjöt þaðan í lagi. Formaður samtakanna gagnrýnir landbúnaðarráðherra fyrir að banna innflutning. </font /></b />

Umsóknir eldra fólks streyma inn

Yfir 60 atvinnuumsóknir hafa borist til Húsasmiðjunnar eftir að fyrirtækið auglýsti eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa.

Tungl í ljóni gefur lit

Áhrifa fulls tungl á föstudag gætti enn á laugardag, segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. Fólk verður oft ergilegra daginn eftir fullt tungl, þegar vaxtarkrafturinn minnkar.

Hefur störf í vetur

Sigrún Stefánsdóttir, sem ráðin var dagskrárstjóri Rásar 2 og forstöðumaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins, tekur ekki til starfa fyrr en í fyrsta lagi 1. nóvember. Hún mun þó hefja störf fyrir áramót

Drengur tekinn með loftbyssu

Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af dreng í Þorlákshöfn sem hafði verið að skjóta úr loftbyssu á skylti og ljósastaura.<span style="mso-spacerun: yes">  </span>Ekki hafði orðið neitt tjón af.<span style="mso-spacerun: yes">  </span>Lögreglan skorar á foreldra barna að fylgjast vel með hvort börn þeirra hafi undir höndum loftbyssur og ef svo er að taka þær úr umferð og koma með því í veg fyrir slys sem annars gætu orðið ef slík leikföng eru í notkun innan um börn og unglinga.

Sex hundruð börn á biðlista

Sex hundruð börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum grunnskóla Reykjavíkurborgar vegna manneklu. Um níutíu starfsmenn á frístundaheimilunum, en starfrækt eru 32 frístundaheimili við jafnmarga grunnskóla í borginni.

Vill helst komast til Íslands

Yfirvöld í Texas-ríki í Bandaríkjunum hafa gefið Aroni Pálma Ágústssyni, sem hefur verið í stofufangelsi síðustu ár, heimild til skólagöngu. Ríkisstjóraembættið í Texas hefur enn ekki svarað beiðnum stuðningsmannahóps Arons um heimfararleyfi til Íslands, en sex vikur eru frá því að svörum var lofað. Aron Pálmi fékk fyrir helgi margumbeðna heimild til að stunda nám við háskóla í Texas.

Kjöt flutt inn frá nýsýktum svæðum

Um níutíu tonn af nautakjöti hafa verið flutt til Íslands frá ársbyrjun 2004, frá sjö löndum. Stór hluti kjötsins kemur frá löndum þar sem gin- og klaufaveikifaraldur hefur komið upp á síðustu árum.

Styrkir frá ESB

Þrjú íslensk verkefni fá samtals um 80 milljónir í styrk frá Leonardo Da Vinci-starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Sjö íslenskir aðilar sóttu um. Þeir sem fá styrkina eru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verslunarmannafélag Reykjavíkur.

Íbúðaverð hækkar enn

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar enn þótt veltan sé minni en undanfarið. Alls hækkaði verðið um 3,4 prósent í júlí. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka í gær. Einbýlishús og raðhús hækkuðu mest, eða um 3,9 prósent.

Ósamið við Gæslukonur

Ekki hafa enn verið gerðir starfslokasamningar við gæslukonur borgarinnar. Þær hafa nú farið fram á sambærileg réttindi og þau sem starfsmönnum Vélamiðstöðvarinnar voru tryggð við sölu hennar frá borginni á dögunum, en missi þeir störf sín vegna hagræðingar eiga þeir rétt á launum í þrjá mánuði umfram það sem kjarasamningar kveða á um. 

Fjórðungur fræðimanna óvirkur

Fjórðungur fræðimanna í fullu starfi við Háskóla Íslands eru nánast óvirkir í rannsóknum. Þetta kemur fram í úttekt um gæði rannsókna við skólann. Launakerfi fræðimanna er afkastahvetjandi og þeir hafa skyldu til að verja 43 prósentum af tíma sínum til rannsókna en engar lágmarkskröfur eru gerðar um árangur.

Litríkt grænmeti

Fjólublátt grænmeti gæti vafalaust vakið lukku yngri sem eldri neytenda en það er meðal nýjunga sem íslenskir garðyrkjubændur bjóða upp á í ár.

Annarleg ástand tefur yfirheyrslu

Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.

Sáu tilræðismann á myndavél

Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga.

F-listinn vill Löngusker

"Við teljum að það sé hagsmunamál jafnt fyrir landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið að það sé flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og við erum því alfarið á móti því að flytja hann til Keflavíkur," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Honum finnst koma til greina að byggja nýjan flugvöll á landfyllingu á Lönguskerjum.

Engin aðför gegn Vilhjálmi

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fullyrðir að valdamiklir menn geri harða atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Atlögu sem beinist að því að koma ungum sjónvarpsmanni fram fyrir Vilhjálm. Sjónvarpsmaðurinn ungi, Gísli Marteinn Baldursson, segir þetta alrangt.

Fullkominn staður til rannsókna

Háskóli Íslands hefur um árabil, ásamt Flugmálastjórn Íslands, haft frumkvæði að rannsóknum á flugumferðarstjórnun og meðal annars þróað hugbúnað fyrir hermi, sem nýtist við ýmis konar prófanir.

Vill auka samvinnu þjóðanna

Vakslav Klaus, forseti Tékklands, segir Ísland og Tékkland eiga margt sameiginlegt og vonast til að efnahagsleg og pólitísk samskipti ríkjanna verði aukin í framtíðinni. Opinber heimsókn hans hingað til lands hófst í dag.

Fornleifar á Hólum í Hjaltadal

Gullþræðir, perlur, steinar úr plómum og hvalspæni er meðal þess sem hefur fundist í fornleifauppgreftri á Hólum í Hjaltadal. Uppgreftrinum í ár er lokið en við tekur viðamikil rannsóknarvinna.

Akstursbann ekki komið í gildi

Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir trúlega ekki enn hægt að beita ökumenn viðurlögum sem stelast til að aka eftir nýjum akreinum sérmerktum Strætó í Reykjavík. "En það gerist um leið og lögreglan er búin að auglýsa þetta," segir hann og telur þá úrvinnslu hljóta að vera á næsta leiti, enda allt annað til reiðu.

Forsetinn kynnti sér orkusöguna

Václav Klaus, forseti Tékklands, byrjar daginn í dag á því að funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra áður en haldið verður til Nesjavallavirkjunar og Þingvalla klukkan tíu.Opinber heimsókn Klaus og eiginkonu hans, frú Liviu Klausová, hófst í gærmorgun með hátíðlegri athöfn á Bessastöðum.

Óttast um framtíð líknardeildar

Stjórn íbúasamtaka Vesturbæjar Kópavogs vill meiri umræður um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi íbúabyggðar á Kársnesi og á Kópavogstúni. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á morgun. Bærinn segir vel staðið að kynningu.

Bannað að flytja inn frá Taílandi

Umhverfisráðuneytið hefur tímabundið bannað innflutning á ákveðnum tegundum fersks og frosin grænmetis frá Taílandi. Um er að ræða nokkrar ferskar kryddjurtir, bananalauf, bambuslauf, rætur og aspas. Ákvörðunin kemur í kjölfar salmonellumengunar í vörunum.

Missti stjórn á blautum vegi

Mildi þykir að fólk slapp lítið meitt eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Reykjanesbraut nokkru fyrir klukkan þrjú í gær. Fólksbifreiðin fór nánast í tvennt við áreksturinn. Bílnum ók ung kona og í aftursæti var þriggja mánaða gamalt barn.

Fundarboð í Garðasókn

Sóknarnefndar Garðasóknar hefur samþykkt einróma að boða til aðalsafnaðarfundar Garðasóknar þriðjudaginn 30. ágúst í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

Vopnaburður hefur aukist í borginn

Tvö stóralvarleg hnífstungumál komu upp um helgina. Á laugardagsmorgun var ungur maður myrtur í íbúðarhúsi við Hverfisgötu en fyrir snarræði lögreglumanna hélt maður sem stunginn var í bakið miðbænum lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni færist það í aukana að menn séu handteknir með eggvopn.

Stunginn tvisvar í bakið í bænum

Maður um tvítugt var stunginn tveimur stungum með hnífi í bakið í nótt og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en talið er að önnur hnífsstungan hafi lent á lunganu sem féll saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar og fannst hann með hjálp vitna og eftirlitsmyndavéla í miðbænum.

Kveikti í herbergi með rakettu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað tvisvar út í nótt vegna bruna. Í fyrra skiptið kom upp eldur í svefnherbergi í Vesturbænum þar sem maður var að fikta með skiparakettu. Svo óheppilega vildi til að hún sprakk í svefnherberginu og við það kviknaði í rúmfötum. Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni.

Þrír slösuðust á Reykjanesbraut

Þrennt var flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut við Straum á fimmta tímanum í nótt en fólkið er ekki alvarlega slasað. Bílarnir komur hvor úr sinni áttinni og rákust saman og eru þeir gjörónýtir. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur.

Kominn af gjörgæsludeild

Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er kominn af gjörgæsludeild en liggur áfram á Landspítalanum í Fossvogi. Hann hefur beðið fréttastofuna að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu á slysstað, lögreglumanna, sjúkraflutningamanna og vegfarenda, auk þeirra sem hafa annast hann á sjúkrahúsinu.

Mannlausan bát rak upp í Aðalvík

Mannlausan bát rak upp í fjöru í Aðalvík í Ísafjarðardjúpi í nótt. Legufæri bátsins slitnaði með þeim afleiðingum að hann rak upp í fjöruna. Báturinn er talsvert skemmdur en björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er á leið á vettvang ásamt björgunarmönnum.

Tvö fíkniefnamál á Akureyri

Tvö fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Piltur um tvítugt var stöðvaður við venjubundið eftirlit á bíl sínum og fannst lítilræði af kannabisefnum í bílnum. Piltinum var sleppt eftir yfirheyrslur. Þá var ekið á ljósastaur á Akureyri í nótt og fannst lítilræði af kannabisefnum á ökumanninum. Enginn slasaðist við áreksturinn.

Bitinn í nefið í slagsmálum

Maður var bitinn í nefið á Hafnargötunni í Keflavík í nótt. Tveimur mönnum hafði orðið sundurorða og slógust þeir í kjölfarið. Maðurinn sem var bitinn var fluttur á slysadeild og þurfti að sauma nokkur spor í nef hans. Hann hefur ekki enn kært árásina. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur.

Fjórum sleppt eftir yfirheyrslur

Þremur piltum og stúlku sem urðu vitni að morðinu á Hverfisgötu í gærkvöldi var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Fjórði maðurinn var handtekinn í gærkvöldi þar sem talið var að hann gæti varpað frekari ljósi á atburðinn og verður hann yfirheyrður í dag. Hinn grunaði var í gær dæmdur í tíu daga gæsluvarðhald. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni hvort hinn grunaði hafi játað verknaðinn.

Á gjörgæslu eftir hnífsstungu

Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni.

Hafna tillögu um Löngusker

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafna því sem þeir kalla málamiðlunartillögu um að færa Reykjavíkurflugvöll út á Löngusker í Skerjafirði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér vegna umræðu um hugsanlegan flutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni.

Full þjónusta hjá Strætó á morgun

Strætó mun veita fulla þjónustu í nýju leiðakerfi frá og með morgundeginum, en fresta þurfti tímabundið akstri á svokölluðum stofnleiðum á tíu mínútna fresti á álagstímum á virkum dögum vegna skorts á starfsfólki. Nú hafa forsvarsmenn Strætós ráðið bót á þessum vanda og mannað allar vaktir þannig að ekið verður á stofnleiðunum á tíu mínútna fresti frá klukkan sjö til hálfníu á morgnana og hálffjögur til sex í eftirmiðdaginn frá og með morgundeginum.

Segist hafa heimild til gjaldtöku

Lögreglan á Seyðisfirði segir einhliða fréttir hafa borist af máli tengdu gjaldtöku lögreglustjórans á Seyðisfirði af dansleik í tengslum við LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Í tilkynningu á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að DV og fréttastofa RUV hafi fjallað um málið þar sem haft hafi verið eftir bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar og látið að því liggja að engin heimild hafi verið til slíkrar gjaldtöku m.a. vegna þess að ekki hafi verið um útihátið að ræða.

Ungt fólk fái tækifæri í kosningum

Samband ungra framsóknarmanna hvetur flokksmenn um allt land að leggja áherslu á sem öflugasta aðkomu ungra að framboðum á vegum flokksins í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Í tilkynningu frá SUF segir að ungt fólk í Framsóknarflokknum sé tilbúið að taka að sér ábyrgðarmikið starf við að byggja upp flokkinn til framtíðar og standa að hugsjónum flokksmanna.

Úr öndunarvél eftir hnífsstungu

Piltur um tvítug sem var stunginn tvívegis í bakið í Hafnarstræti í miðborginni í nótt er enn á gjörgæsludeild en þó ekki lengur í öndunarvél. Við stungurnar féll annað lungað í honum saman og var hann um tíma í lífshættu en það varð honum til lífs hversu fljótt honum var komið undir læknishendur.

Tugþúsundir í bænum allan daginn

Talið er að um 90 þúsund manns hafi fylgst með flugeldasýningunni í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Menningarhátíðin yfir daginn gekk mjög vel og voru tugþúsundir manna í miðborginni frá morgni til kvölds.

Sjá næstu 50 fréttir