Fleiri fréttir Samkynhneigð pör öðlast sama rétt Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. 16.8.2005 00:01 Samlag utan greiðslumatskerfis Fetaostur frá mjólkursamlaginu Mjólku er væntanlegur í verslanir eftir þrjár til fjórar vikur. Skömmu síðar er von á jógúrt og fleiri ostum frá Mjólku, sem starfar fyrir utan greiðslumatskerfi landbúnaðarins. 16.8.2005 00:01 Samkynhneigðir megi ættleiða börn Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning frumvarps sem meðal annars veitir samkynhneigðum rétt til jafns við gagnkynhneigða til þess að ættleiða börn frá útlöndum og gangast undir tæknifrjóvganir. Stefnt er að því að frumvarpið verði tekið fyrir á haustþingi að sögn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. 16.8.2005 00:01 Yfirheyrslur og vettvangsrannsókn Rúmlega tvítugur maður er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið ungri Bandaríkjakonu að bana á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. 16.8.2005 00:01 Börn send heim af leikskólum Líkur eru á að senda þurfi börn heim af leikskólum í höfuðborginni strax í næstu viku vegna manneklu. Verst er ástandið í Grafarvogi og hittust leikskólastjórar þar á fundi í gærmorgun til þess að ræða málið. Boðað hefur verið til foreldrafunda í lok vikunnar og byrjun þeirrar næstu í nokkrum leikskólum þar sem ástandið er slæmt. 16.8.2005 00:01 Æfði köstun björgunarbáta Áhöfn TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, æfði sig á mánudag í að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni í Stakksfirði. 16.8.2005 00:01 Ferðamaður kom fram Þýskur ferðamaður sem saknað var frá því á þriðjudagskvöld kom fram heill á húfi í Rekavík laust fyrir klukkan þrjú í gær. 16.8.2005 00:01 Meint bókhaldsbrot vega þyngst Í Baugsmálinu er ákært fyrir fjörutíu töluliði en telja verður að ákæruliðirnir sem varða þyngstu refsinguna snúist um mun færri ákæruliði. Helstu lögbrotin varða brot gegn almennum hegningarlögum. 16.8.2005 00:01 Hagnaðist ekki persónulega Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. 16.8.2005 00:01 Ræða ráðningu framkvæmdastjóra Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga kemur saman klukkan 16.00 í dag til þess að ræða um væntanlegan arftaka Andra Teitssonar í stól framkvæmdastjóra KEA og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður félagsins, önnur mál ekki á dagskrá. 16.8.2005 00:01 Veiða síðustu hrefnuna í dag Í gær höfðu þrjátíu og átta hrefnur veiðst af þeim þrjátíu og níu sem heimilað var að veiða á þessari vertíð. Bræla var á öllum miðum í gær svo ekki var unnt að klára kvótann en hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði lýkur líklega vertíðinni í dag að sögn Gísla Víkingssonar sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. 16.8.2005 00:01 Rigning áfram Votviðrasamt var um allt land í gær. Þremenningarnir á myndinni klæddu sig vel til að verjast bleytunni. Það þurfa þeir að gera aftur í dag því samkvæmt veðurspá Sigurðar Ragnarssonar veðurfræðings heldur áfram að rigna í dag og næstu daga, rigningin verður þó skúrakenndari en í gær. 16.8.2005 00:01 Framtíð R-listans ræðst í kvöld Framtíð R-listans ræðst í kvöld á félagsfundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var síðasti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna haldinn og málið sent til flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Ekki eru taldar miklar líkur á að félagsfundur Vinstri - grænna samþykki að halda áfram í R-listanum heldur sé vilji til þess að hreyfingin bjóði fram í eigin nafni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 15.8.2005 00:01 Ásgeir fer ekki á þing Ásgeir Friðgeirsson mun ekki taka sæti á Alþingi á komandi þingi en hann var í fimmta sæti Samfylkingarinnar í Kraganum svokallaða og átti að leysa Guðmund Árna Stefánsson sem heldur til starfa í utanríkisþjónustunni. Sæti Ásgeirs tekur Valdimar L. Friðriksson. 15.8.2005 00:01 Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. 15.8.2005 00:01 Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. 15.8.2005 00:01 Kona myrt á varnarliðssvæði Tvítug varnarliðskona var myrt á varnarsvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli á miðnætti í nótt. Varnarliðsmaður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Íslensk kona er í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Hún er talin hafa verið vitni að verknaðinum og getað gefið mikilvægar upplýsingar. 15.8.2005 00:01 80% sátt við næsta yfirmann sinn Tæplega áttatíu prósent félagsmanna í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur eru sátt við næsta yfirmann sinn og finnst hann vera sanngjarn við starfsfólk. Kannanir VR á vinnumarkaði leiða þetta í ljóst. Í frétt á heimasíðu VR segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við þá þróun sem verið hafi á vinnumarkaði á síðustu árum. Hinn mjúki og mannlegi stjórnandi hafi nú í auknum mæli tekið við stjórnartaumunum af hinum harða og fjarlæga yfirmanni. 15.8.2005 00:01 Víkurfréttir 25 ára Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir á Suðurnesjum fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli, en fyrsta eintak blaðsins leit dagsins ljós þann 14. ágúst 1980. Fyrstu tvö árin var blaðið gefið út af prentsmiðjunni Grágás en í byrjun ársins 1983 var blaðið selt og frá þeim tíma hefur Víkurfréttum, sem kemur út vikulega, verið dreift frítt inn á heimili á Suðurnesjum. 15.8.2005 00:01 Vilja kosningar um álversstækkun Vinstri - grænir í Hafnarfirði vilja halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík og stefna að því að standa fyrir undirskriftarsöfnun vegna þessa. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í í Hafnarfirði í gærkvöldi. 15.8.2005 00:01 Viðar ráðinn framkvæmdastjóri RA Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar hefur ráðið Viðar Hreinsson bókmenntafræðing framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur við starfinu 1. september næstkomandi af Ernu Indriðadóttur sem hverfur til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ReykjavíkurAkademíunni. 15.8.2005 00:01 Sölubann vegna gerlamengunar Salmonella, saurkólígerlar og E.coli gerlar hafa fundist í sýnum sem tekin hafa verið úr kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti frá Tælandi sem seld hafa verið hér á landi um hríð. 15.8.2005 00:01 Ginntar hingað á fölskum forsendum "Mér var tjáð að ég hefði dágóðan tíma til að skoða landið og fengi minn frítíma en þegar til kom stóð ekki neitt sem hún sagði," segir Sabrina Maurus, ein hinna þýsku stúlkna sem hingað voru fengnar til vinnu að tilstuðlan þýskra eigenda Cafe Margret á Breiðdalsvík fyrr í sumar. 15.8.2005 00:01 Neytendasamtök taka undir með FÍB Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. 15.8.2005 00:01 Tókst ekki að leggja Friðrik Önnu Þorsteinsdóttur tókst ekki að leggja Frikðrik Ólafsson stórmeistara að velli á afmælisfjöltefli Skáksambands Íslands í gær. Anna, sem er níræð, var elst þeirra sem tóku þátt í fjölteflinu. Yngsti þátttakandinn var þriggja ára telpa. Leikar fóru þannig að Friðrik vann nítján skákir, gerði sex jafntefli en tapaði engri. 15.8.2005 00:01 Atvinnulífið fram yfir þingsæti Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. 15.8.2005 00:01 Blæs á sögusagnir um klofning Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. 15.8.2005 00:01 Aflaverðmæti komið í 280 milljónir Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. 15.8.2005 00:01 Vill ljúka róðri á Menningarnótt Hringferð Kjartans Haukssonar á árabát um landið fer senn að ljúka. Hann er nú staddur á Stokkseyri þar sem hann bíður eftir lygnari sjó en hann stefnir ótrauður á að ná til höfuðborgarinnar fyrir Menningarnótt. 15.8.2005 00:01 Útskrifaður af gjörgæslu í dag Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðukaustur í Fljótsdal í gærmorgun útskrifast af gjörgæslu í dag. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var grunaður um ölvun við akstur. 15.8.2005 00:01 Enn í öndunarvél eftir bílslys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. 15.8.2005 00:01 Styrktur til rannsókna á ufsa Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur veitt Hlyni Ármannssyni líffræðingi hálfrar milljónar króna styrk til framhaldsnáms í fiskifræði. Í tilkynningu frá LÍÚ segir að um sé að ræða árlegan styrk sem veittur hafi verið í fyrsta sinn árið 1998. Styrkurinn er ætlaður náttúrufræðingum sem hafa lokið eða eru að ljúka grunnnámi í háskóla og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. 15.8.2005 00:01 Taka undir áskorun FÍB Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. 15.8.2005 00:01 Virði útivistarreglur á pysjutíma Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. 15.8.2005 00:01 Konu sleppt eftir yfirheyrslur Íslenskri konu, sem yfirheyrð var hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna morðsins á tvítugri varnarliðskonu á miðnætti í nótt, hefur verið sleppt. Talið var að hún hefði verið vitni að verknaðinum, sem var framinn á svæði varnarliðsins, og var hún þess vegna færð til yfirheyrslu. Varnarliðsmaður sem grunaður er um verknaðinn er enn í haldi herlögreglunnar. 15.8.2005 00:01 Vélamiðstöðin seld Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna. 15.8.2005 00:01 Fjallkjóaunga komið á legg Fjallkjói hefur komið upp unga hér á landi í fyrsta sinn svo vitað sé, eftir því sem fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Fullorðinn fjallkjói sást í júní á Mývatnsheiði og stuttu fyrir helgi á sama stað sáust að minnsta kosti tveir fullorðnir fjallkjóar og nýlega fleygur fjallkjóaungi í för með þeim. Fjallkjóinn er svo kallaður umferðarfugl sem fer hér um vor og haust á leið til og frá varpheimkynnum sínum á Norðaustur-Grænlandi. 15.8.2005 00:01 Kláruðust á fimm tímum Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. 15.8.2005 00:01 Konan var myrt með hnífi Hnífur var notaður sem morðvopn að sögn heimilda fréttastofu þegar varnarliðsmaður myrti tvítuga varnarliðskonu á miðnætti í nótt. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Áverka var að finna á hnakka konunnar en ekki er víst hvort þeir hafi leitt dauða hennar, segir á vef <em>Víkurfrétta</em>. 15.8.2005 00:01 Framleiðsla minnkar milli ára Framleiðsla mjólkur í júlí á þessu ári var minni en í fyrra samkvæmt uppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mjólkurframleiðslan í júlí var 9 milljónir lítra en í júlí í fyrra var hún 9,6 milljónir lítra. Sama var upp á teningnum í júní og þar sem verðlagsárið endar 31. ágúst má telja harla ólíklegt að kúabændur nái að framleiða alla þá mjólk sem óskað hefur verið eftir til kaupa. 15.8.2005 00:01 Minningarathöfn vegna fósturláta Árleg minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bænhúsi við Fossvogskirkju í Reykjavík á miðvikudaginn klukkan fjögur. Sjúkrahúsprestar Landspítala - háskólasjúkrahúss sjá um athöfnina í samvinnu við starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma en athöfnin er öllum opin. 15.8.2005 00:01 Sauðfé sækir í garða á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast við að reka rollur úr bæjarlandinu. Á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjóflóðavarnargarðinum og inni í Tunguskógi, bæjarbúum til mikils ama. Hafa lögreglu borist margar kvartanir vegna þessa en eigendurnir fjárins vísa á bæjaryfirvöld sem ábyrgðaraðila þar sem bærinn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar. 15.8.2005 00:01 Undirbúningur málsóknar hafinn Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. 15.8.2005 00:01 Tvítug varnarliðskona myrt Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. 15.8.2005 00:01 Leiðbeinandi hraði á hringveginum Skilti sem sýna leiðbeinandi hraða hverju sinni eru komin upp á hringveginum. Sett verða upp fleiri skilti næsta sumar en til stendur að koma upp slíkum skiltum á stofnvegum að sögn Gunnar Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra. 15.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Samkynhneigð pör öðlast sama rétt Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. 16.8.2005 00:01
Samlag utan greiðslumatskerfis Fetaostur frá mjólkursamlaginu Mjólku er væntanlegur í verslanir eftir þrjár til fjórar vikur. Skömmu síðar er von á jógúrt og fleiri ostum frá Mjólku, sem starfar fyrir utan greiðslumatskerfi landbúnaðarins. 16.8.2005 00:01
Samkynhneigðir megi ættleiða börn Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning frumvarps sem meðal annars veitir samkynhneigðum rétt til jafns við gagnkynhneigða til þess að ættleiða börn frá útlöndum og gangast undir tæknifrjóvganir. Stefnt er að því að frumvarpið verði tekið fyrir á haustþingi að sögn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. 16.8.2005 00:01
Yfirheyrslur og vettvangsrannsókn Rúmlega tvítugur maður er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið ungri Bandaríkjakonu að bana á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. 16.8.2005 00:01
Börn send heim af leikskólum Líkur eru á að senda þurfi börn heim af leikskólum í höfuðborginni strax í næstu viku vegna manneklu. Verst er ástandið í Grafarvogi og hittust leikskólastjórar þar á fundi í gærmorgun til þess að ræða málið. Boðað hefur verið til foreldrafunda í lok vikunnar og byrjun þeirrar næstu í nokkrum leikskólum þar sem ástandið er slæmt. 16.8.2005 00:01
Æfði köstun björgunarbáta Áhöfn TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, æfði sig á mánudag í að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni í Stakksfirði. 16.8.2005 00:01
Ferðamaður kom fram Þýskur ferðamaður sem saknað var frá því á þriðjudagskvöld kom fram heill á húfi í Rekavík laust fyrir klukkan þrjú í gær. 16.8.2005 00:01
Meint bókhaldsbrot vega þyngst Í Baugsmálinu er ákært fyrir fjörutíu töluliði en telja verður að ákæruliðirnir sem varða þyngstu refsinguna snúist um mun færri ákæruliði. Helstu lögbrotin varða brot gegn almennum hegningarlögum. 16.8.2005 00:01
Hagnaðist ekki persónulega Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. 16.8.2005 00:01
Ræða ráðningu framkvæmdastjóra Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga kemur saman klukkan 16.00 í dag til þess að ræða um væntanlegan arftaka Andra Teitssonar í stól framkvæmdastjóra KEA og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður félagsins, önnur mál ekki á dagskrá. 16.8.2005 00:01
Veiða síðustu hrefnuna í dag Í gær höfðu þrjátíu og átta hrefnur veiðst af þeim þrjátíu og níu sem heimilað var að veiða á þessari vertíð. Bræla var á öllum miðum í gær svo ekki var unnt að klára kvótann en hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði lýkur líklega vertíðinni í dag að sögn Gísla Víkingssonar sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. 16.8.2005 00:01
Rigning áfram Votviðrasamt var um allt land í gær. Þremenningarnir á myndinni klæddu sig vel til að verjast bleytunni. Það þurfa þeir að gera aftur í dag því samkvæmt veðurspá Sigurðar Ragnarssonar veðurfræðings heldur áfram að rigna í dag og næstu daga, rigningin verður þó skúrakenndari en í gær. 16.8.2005 00:01
Framtíð R-listans ræðst í kvöld Framtíð R-listans ræðst í kvöld á félagsfundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var síðasti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna haldinn og málið sent til flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Ekki eru taldar miklar líkur á að félagsfundur Vinstri - grænna samþykki að halda áfram í R-listanum heldur sé vilji til þess að hreyfingin bjóði fram í eigin nafni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 15.8.2005 00:01
Ásgeir fer ekki á þing Ásgeir Friðgeirsson mun ekki taka sæti á Alþingi á komandi þingi en hann var í fimmta sæti Samfylkingarinnar í Kraganum svokallaða og átti að leysa Guðmund Árna Stefánsson sem heldur til starfa í utanríkisþjónustunni. Sæti Ásgeirs tekur Valdimar L. Friðriksson. 15.8.2005 00:01
Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. 15.8.2005 00:01
Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. 15.8.2005 00:01
Kona myrt á varnarliðssvæði Tvítug varnarliðskona var myrt á varnarsvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli á miðnætti í nótt. Varnarliðsmaður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Íslensk kona er í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Hún er talin hafa verið vitni að verknaðinum og getað gefið mikilvægar upplýsingar. 15.8.2005 00:01
80% sátt við næsta yfirmann sinn Tæplega áttatíu prósent félagsmanna í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur eru sátt við næsta yfirmann sinn og finnst hann vera sanngjarn við starfsfólk. Kannanir VR á vinnumarkaði leiða þetta í ljóst. Í frétt á heimasíðu VR segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við þá þróun sem verið hafi á vinnumarkaði á síðustu árum. Hinn mjúki og mannlegi stjórnandi hafi nú í auknum mæli tekið við stjórnartaumunum af hinum harða og fjarlæga yfirmanni. 15.8.2005 00:01
Víkurfréttir 25 ára Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir á Suðurnesjum fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli, en fyrsta eintak blaðsins leit dagsins ljós þann 14. ágúst 1980. Fyrstu tvö árin var blaðið gefið út af prentsmiðjunni Grágás en í byrjun ársins 1983 var blaðið selt og frá þeim tíma hefur Víkurfréttum, sem kemur út vikulega, verið dreift frítt inn á heimili á Suðurnesjum. 15.8.2005 00:01
Vilja kosningar um álversstækkun Vinstri - grænir í Hafnarfirði vilja halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík og stefna að því að standa fyrir undirskriftarsöfnun vegna þessa. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í í Hafnarfirði í gærkvöldi. 15.8.2005 00:01
Viðar ráðinn framkvæmdastjóri RA Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar hefur ráðið Viðar Hreinsson bókmenntafræðing framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur við starfinu 1. september næstkomandi af Ernu Indriðadóttur sem hverfur til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ReykjavíkurAkademíunni. 15.8.2005 00:01
Sölubann vegna gerlamengunar Salmonella, saurkólígerlar og E.coli gerlar hafa fundist í sýnum sem tekin hafa verið úr kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti frá Tælandi sem seld hafa verið hér á landi um hríð. 15.8.2005 00:01
Ginntar hingað á fölskum forsendum "Mér var tjáð að ég hefði dágóðan tíma til að skoða landið og fengi minn frítíma en þegar til kom stóð ekki neitt sem hún sagði," segir Sabrina Maurus, ein hinna þýsku stúlkna sem hingað voru fengnar til vinnu að tilstuðlan þýskra eigenda Cafe Margret á Breiðdalsvík fyrr í sumar. 15.8.2005 00:01
Neytendasamtök taka undir með FÍB Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. 15.8.2005 00:01
Tókst ekki að leggja Friðrik Önnu Þorsteinsdóttur tókst ekki að leggja Frikðrik Ólafsson stórmeistara að velli á afmælisfjöltefli Skáksambands Íslands í gær. Anna, sem er níræð, var elst þeirra sem tóku þátt í fjölteflinu. Yngsti þátttakandinn var þriggja ára telpa. Leikar fóru þannig að Friðrik vann nítján skákir, gerði sex jafntefli en tapaði engri. 15.8.2005 00:01
Atvinnulífið fram yfir þingsæti Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. 15.8.2005 00:01
Blæs á sögusagnir um klofning Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. 15.8.2005 00:01
Aflaverðmæti komið í 280 milljónir Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. 15.8.2005 00:01
Vill ljúka róðri á Menningarnótt Hringferð Kjartans Haukssonar á árabát um landið fer senn að ljúka. Hann er nú staddur á Stokkseyri þar sem hann bíður eftir lygnari sjó en hann stefnir ótrauður á að ná til höfuðborgarinnar fyrir Menningarnótt. 15.8.2005 00:01
Útskrifaður af gjörgæslu í dag Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðukaustur í Fljótsdal í gærmorgun útskrifast af gjörgæslu í dag. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var grunaður um ölvun við akstur. 15.8.2005 00:01
Enn í öndunarvél eftir bílslys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. 15.8.2005 00:01
Styrktur til rannsókna á ufsa Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur veitt Hlyni Ármannssyni líffræðingi hálfrar milljónar króna styrk til framhaldsnáms í fiskifræði. Í tilkynningu frá LÍÚ segir að um sé að ræða árlegan styrk sem veittur hafi verið í fyrsta sinn árið 1998. Styrkurinn er ætlaður náttúrufræðingum sem hafa lokið eða eru að ljúka grunnnámi í háskóla og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. 15.8.2005 00:01
Taka undir áskorun FÍB Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. 15.8.2005 00:01
Virði útivistarreglur á pysjutíma Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. 15.8.2005 00:01
Konu sleppt eftir yfirheyrslur Íslenskri konu, sem yfirheyrð var hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna morðsins á tvítugri varnarliðskonu á miðnætti í nótt, hefur verið sleppt. Talið var að hún hefði verið vitni að verknaðinum, sem var framinn á svæði varnarliðsins, og var hún þess vegna færð til yfirheyrslu. Varnarliðsmaður sem grunaður er um verknaðinn er enn í haldi herlögreglunnar. 15.8.2005 00:01
Vélamiðstöðin seld Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna. 15.8.2005 00:01
Fjallkjóaunga komið á legg Fjallkjói hefur komið upp unga hér á landi í fyrsta sinn svo vitað sé, eftir því sem fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Fullorðinn fjallkjói sást í júní á Mývatnsheiði og stuttu fyrir helgi á sama stað sáust að minnsta kosti tveir fullorðnir fjallkjóar og nýlega fleygur fjallkjóaungi í för með þeim. Fjallkjóinn er svo kallaður umferðarfugl sem fer hér um vor og haust á leið til og frá varpheimkynnum sínum á Norðaustur-Grænlandi. 15.8.2005 00:01
Kláruðust á fimm tímum Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. 15.8.2005 00:01
Konan var myrt með hnífi Hnífur var notaður sem morðvopn að sögn heimilda fréttastofu þegar varnarliðsmaður myrti tvítuga varnarliðskonu á miðnætti í nótt. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Áverka var að finna á hnakka konunnar en ekki er víst hvort þeir hafi leitt dauða hennar, segir á vef <em>Víkurfrétta</em>. 15.8.2005 00:01
Framleiðsla minnkar milli ára Framleiðsla mjólkur í júlí á þessu ári var minni en í fyrra samkvæmt uppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mjólkurframleiðslan í júlí var 9 milljónir lítra en í júlí í fyrra var hún 9,6 milljónir lítra. Sama var upp á teningnum í júní og þar sem verðlagsárið endar 31. ágúst má telja harla ólíklegt að kúabændur nái að framleiða alla þá mjólk sem óskað hefur verið eftir til kaupa. 15.8.2005 00:01
Minningarathöfn vegna fósturláta Árleg minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bænhúsi við Fossvogskirkju í Reykjavík á miðvikudaginn klukkan fjögur. Sjúkrahúsprestar Landspítala - háskólasjúkrahúss sjá um athöfnina í samvinnu við starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma en athöfnin er öllum opin. 15.8.2005 00:01
Sauðfé sækir í garða á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast við að reka rollur úr bæjarlandinu. Á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjóflóðavarnargarðinum og inni í Tunguskógi, bæjarbúum til mikils ama. Hafa lögreglu borist margar kvartanir vegna þessa en eigendurnir fjárins vísa á bæjaryfirvöld sem ábyrgðaraðila þar sem bærinn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar. 15.8.2005 00:01
Undirbúningur málsóknar hafinn Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. 15.8.2005 00:01
Tvítug varnarliðskona myrt Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. 15.8.2005 00:01
Leiðbeinandi hraði á hringveginum Skilti sem sýna leiðbeinandi hraða hverju sinni eru komin upp á hringveginum. Sett verða upp fleiri skilti næsta sumar en til stendur að koma upp slíkum skiltum á stofnvegum að sögn Gunnar Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra. 15.8.2005 00:01