Fleiri fréttir

Sandstormur í Írak

Gríðarlegur sandstormur geisar í Írak og hamlar skyggni sem nú er einungis tveir til þrír metrar. Götur í Bagdad eru að mestu leyti mannlausar og sjúkrahús eru að fyllast af sjúklingum sem eiga við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma að stríða.

Hús fyrir fuglaskoðara á Reykhólum

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði er sagt frá því að verið sé að reisa fuglaskoðunarhús við Langavatn í Reykhólahreppi. Það er sveitarfélagið sem stendur að byggingu hússins með styrk frá Ferðamálaráði.

Höfn við túnfót móður sinnar

"Þetta er svona eins og bílastæðið okkar við húsið hennar mömmu," segir Sveinn Lyngmo byggingatæknifræðingur sem hefur hannað höfn við Höfðaströnd við Ísafarðardjúp ásamt sex bræðrum sínum. Sveinn segir þá flesta hafa lagt hönd á plóg.

Hvalhræ á reki í Faxaflóa

"Það er alveg klárt að þetta eru fituleifar og innyfli úr veiddri hrefnu," segir Viðar Helgason, leiðsögumaður á hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni, en í síðasta mánuði hafa hvalaskoðunarmenn rekist á tvö hvalahræ um það bil tveimur mílum utan við innsiglinguna í Reykjavík.

Íslenskir auðmenn kaupa á Spáni

Íslenskir fjárfestar hafa keypt land á Spáni fyrir rúma átta milljarða króna. Á svæðinu verður reist glæsihótel og íbúðarhús fyrir ríka Evrópubúa. Um er að ræða tvær milljónir fermetra lands í Murcia héraði á suð-austur Spáni í nágrenni en ferðamannastaðarins La Manga.

Sátt þrátt fyrir ónæði og tafir

Framkvæmdir við Laugaveg milli Barónsstígs og Snorrabrautar hófust í gær og verður gatan í kjölfarið lokuð um þriggja mánaða skeið. Framkvæmdastjóri hárgreiðslustofunnar Tony&Guy fagnar því að lífgað sé upp á götuna þó það kosti tafir og ónæði meðan á framkvæmdum stendur.

Launaþak hefur áhrif á fáa

Launaþak Fæðingarorlofssjóðs hefur áhrif á rúmlega fjögur prósent umsækjenda, að því er fram kemur í fréttum Tryggingastofnunar ríkisins.

Neitun KEA veldur vonbrigðum

"Samfélagið gerir auknar kröfur um samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og vonbrigði þegar atvinnulífið fylgir ekki með," segir Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.

Óstundvísin á sér langa sögu

Icelandair hefur svo mánuðum skiptir verið með óstundvísustu flugfélögum Evrópu. Upplýsingafulltrúinn segir félagið hins vegar vera í mjög góðum málum.

Árni nýtur stuðnings þingflokksins

Þingflokkur Framsóknarflokksins er fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sama réttar til ættleiðinga og tæknifrjóvgana og aðrir. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill, líkt og dómsmálaráðherra, ekki tjá sig um málið.

Lögum fylgt við starfslok Andra

Það er ekkert hægt að gera ef menn gera starfslokasamning af fúsum og frjálsum vilja í stað þess að fara í fæðingarorlof. Fyrirtæki sem meina feðrum að fara í fæðingarorlof myndu vart ráða konu á barneignaraldri til starfa.

Skýrar reglur um greftrun ungbarna

Mjög skýrar reglur eru á Íslandi um hvað er gert við fóstur og börn sem fæðast andvana. Ekki eru taldar neinar líkur á að þær reglur séu brotnar, eins og gert var á sjúkrahúsi í París.

Barnatælari á rauðum bíl

Lögreglan í Kópavogi rannsakar hvort barnaníðingur hafi reynt að tæla þrjá unga drengi út í bíl til sín í Smáralindinni á föstudaginn. Hringt var í almenningssíma í verslunarmiðstöðinni og drengjunum lofað sælgæti ef þeir kæmu út í rauðan bíl á bílastæðinu. Þetta er þriðja sinn á síðustu tíu mánuðum þar sem rauður bíll kemur við sögu í slíkum málum.

Fyrri gröf Egils fundin?

Jessie Byock, prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, leggur áherslu á að vinna þeirra í Mosfellsdalnum beinist ekki að því að finna gröf Egils Skallagrímssonar. Uppgröfturinn í Mosfellsdal hefur staðið í mörg ár og kirkjan á Hrísbrú er sjötti staðurinn sem þeir grafa á.

Húsvagnar þurfa sérstaka tryggingu

Það er algengur misskilningur að kaskótrygging bíls bæti tjón sem verður á húsvagni við óhapp líkt og í ofsaveðrinu í gær. Sérstaka kaskótryggingu þarf fyrir húsvagna.

Minnisvarði afhjúpaður

Minnisvarði um fórnarlömbin sex sem létust af völdum flugslyssins í Skerjafirði var afhjúpaður í gærkvöld.  Þá voru liðin fimm ár frá slysinu, en vélin flutti farþega frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Rollur við Reykjanesbraut

Sex kindur sáust á beit í mosavöxnu hrauninu við Reykjanesbrautina á dögunum. Þetta er í þriðja skiptið í sumar sem lögreglunni í Keflavík berast kvartanir vegna þessa. Kindurnar virtust ekkert kippa sér upp við umferðina.

Kosið í 61 sveitarfélagi

Sveitarfélögum landsins fækkar um 54 ef allar sameiningartillögur verða samþykktar í atkvæðagreiðslu 8. október. Þá verður kosið um tillögur um að sameina samtals 61 sveitarfélag í sextán.

Sérleyfisleiðir boðnar út

Ríkiskaup hafa boðið út sérleyfisleiðir vegna áætlunar- og skólaaksturs á árunum 2006 til 2008. Alls er um að ræða fjörutíu sérleyfisleiðir um allt land og er þetta í fyrsta skipti sem allar sérleyfisleiðirnar eru boðnar út.

Getur brugðið til beggja vona

Viðræðunefnd um R-lista kemur saman í dag en á fundi hennar kann framtíð Reykjavíkurlistans að ráðast.

Fá skrifleg loforð um stuðning

Á fimmta tug ríkja hafa veitt íslenskum stjórnvöldum skrifleg loforð um stuðning við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árið 2008, en kjörið gildir fyrir setu í ráðinu árið 2009 og 2010. Flest eru þau í hópi ríkja sem Ísland hefur stofnað stjórnmálasamband við á undanförnum misserum.

Hætta á auknum skattsvikum

Samtök verslunar og þjónustu segja of mikla lækkun virðisaukaskatts geta stuðlað að skattsvikum. Pétur H. Blöndal segir að lækkun virðisaukaskatts á matvæli sé ekki til að draga úr offituvandanum hér á landi.

Fengu 5.000 krónur í laun á viku

Fulltrúar frá stéttarfélagi Vökuls á Hornafirði höfðu fyrir nokkru afskipti af störfum fjögurra þýskra stúlkna sem unnu á kaffihúsi á Breiðdalsvík á mun lægri töxtum en íslenskir kjarasamningar segja til um. Hættu stúlkurnar allar störfum í kjölfarið.

Reyndi að lokka drengi til sín

Karlmaður er sagður hafa reynt að ginna þrjá drengi sem voru á leið í bíó í Smáralind fyrir helgi inn í bíl til sín. Enn sem komið er hefur engin kæra borist lögreglu en öryggisverðir í Smáralind tilkynntu um atvikið. Maðurinn mun hafa hringt í símasjálfsala sem drengirnir svöruðu og lofað þeim sælgæti kæmu þeir út í bíl til sín.

Vilja framhaldsskóla í Borgarnes

Bæjarstjórn Borgarbyggðar stefnir að því að funda með rektor Háskólans á Bifröst og skólastjóra Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um möguleika á að koma upp framhaldsskóla í Borgarnesi. Málið er á byrjunarstigi en þó hefur hugmyndin verið rædd við einhverja þingmenn kjördæmisins.

Féll úr rennibraut og tannbrotnaði

Rúmlega ársgamall drengur datt á höfuðið úr rennibraut í barnagæslu Sporthússins á dögunum. "Það brotnaði í honum tönn og hann marðist einnig á höfðinu," segir móðir hans. "Ég brýndi það sérstaklega fyrir gæslustúlkunum að hann mætti ekki vera einn í rennibrautinni.

Ekki einhugur í stjórn KEA

Ekki var einhugur í stjórn KEA um þá skoðun að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður var á annarri skoðun og lét bóka það á fundi stjórnarinnar. Þórhallur Hermannsson varastjórnarmaður tók undir bókun hennar.

Geta haft ADSL hjá öðrum

Mörg netþjónustufyrirtæki geta boðið þeim sem vilja tengjast enska boltanum ADSL-tengingu á net Símans. "Ég tel að það sé vísvitandi verið að kynna þetta á röngum forsendum til þess að tryggja það að viðskiptavinir flytji sig yfir til Símans," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður INTER og framkvæmdastjóri Hringiðunnar.

Ferðast til Pakistans

Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu á morgun efna til táknræns hlaups, göngu eða hjólreiða í tilefni tíu ára afmælis skólans. Ætlunin er að ferðast til Pakistans í óeiginlegri merkingu, en markmiðið er að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan.

Sjá næstu 50 fréttir