Fleiri fréttir Málinu ekki lokið Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkinarinnar, segir að mörg veigamikil atriði önnur en meint vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi söluna á ríkisbönkunum séu enn óupplýst. Málinu sé síður en svo lokið. 14.6.2005 00:01 Hagnaðurinn á Hesteyri Ekki er óvarlegt að ætla að hagnaður Hesteyrar af fjárfestingu sinni í Keri hf. árið 2002 sé um fjögurra milljarða króna virði í dag. Hesteyri er eigandi fjórðungshlutar í VÍS sem er stór hluthafi í KB banka. Skinney-Þinganes á nú þriðjungshlut í Hesteyri. 14.6.2005 00:01 Ríkisendurskoðun meirihlutans Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir nauðsynlegt fyrir ríkisendurskoðun að hafa trúnað minnihlutans. Ríkisendurskoðun sem sé bara endurskoðun fyrir meirihlutann sé ekki trúverðug. 14.6.2005 00:01 Umræðan ekki skaðað Framsókn Valgerður Sverrisdóttir segir að umræðan um einkavæðingu ríkisbankanna og ásakanir um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar hafi hvorki skaðað flokkinn né ríkisstjórnina. Halldór hafi jafnsterka stöðu sem áður innan flokksins. Þau ræddu aldrei eignatengslin sín á milli. </font /></b /> 14.6.2005 00:01 Eiturefnakafarar í viðbragðsstöðu Búist er við Lagarfossi til Grundartanga á tíunda tímanum en tíu eiturefnakafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú í viðbragðsstöðu þar vegna ammóníaksleka sem varð um borð. 13.6.2005 00:01 Búist við úrskurði í dag Búist er við að ríkisendurskoðandi skili í dag úrskurði um hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var vanhæfur þegar ríkisbankarnir voru seldir. Þetta er vegna tengsla fyrirtækis í eigu ráðherrans og fjölskyldu hans við S-hópinn svokallaða en þau tengsl voru ekki gefin upp í byrjun ferlisins. 13.6.2005 00:01 Vara við álveri í Eyjafirði Samtök um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirði vara eindregið við þeirri stefnu stjórnvalda að einhæfa atvinnulíf þjóðarinnar með enn einu álveri, hugsanlega við Eyjafjörð. 13.6.2005 00:01 Gámurinn kominn á land Búið er að hífa ammóníaksgáminn úr Lagarfossi og á land í Grundartangahöfn. Tíu eiturefnakafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á staðnum til að tryggja öryggið. Breyting varð á vindáttinni sem gerði að verkum að slökkviliðið þurfti aðeins að breyta vinnulagi sínu við aðgerðina. 13.6.2005 00:01 Ný vefsíða tekin í notkun 13.6.2005 00:01 Skýlir sér á bak við embættismenn Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra skýla sér á bak við embættismenn og víkja sér undan pólitískri ábyrgð. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að málið sé að líkindum fallið um sjálft sig komist Ríkisendurskoðun að því að ráðherrann hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu bankanna. 13.6.2005 00:01 Aukning á iðrasýkingum í sumar Kampýlóbakter- og nóróveirusýkingar eiga eftir að aukast hér á landi eftir því sem líður á sumarið, að mati Haraldar Briem smitsjúkdómalæknis. Nóróveirusýkingar verða meðal annars þegar rotþrær fyllast og mengun kemst í neysluvatn. Þá eru miklar sýkingar um borð í skemmtiferðaskipum tengdar veirunni. 13.6.2005 00:01 Hvatt til samstarfs R-listans Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem hvatt er til viðræðna um endurnýjað samstarf í borgarstjórn undir merkjum Reykjavíkurlistans. 13.6.2005 00:01 Flugleiðir gefa 530 flugmiða Flugleiðir hafa gefið fimm hundruð og þrjátíu farþegum sem urðu fyrir óskemmtilegum töfum á flugi til og frá San Fransisco farmiða að eigin vali á flugleiðum félagsins. Tvö hundruð og sextíu manns héldu áleiðis til San Fransisco um þrjú leytið í nótt en tvö hundruð og sjötíu manns biðu þess ytra að komast í flug til Íslands. 13.6.2005 00:01 Athugasemdir vegna sameiningar Skólastjórnendur leik- og grunnskóla Vestmanneyjarbæjar gera alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð bæjarstjórnarmanna vegna sameiningar leikskólanna og grunnskólanna undir eina yfirstjórn á næsta ári. 13.6.2005 00:01 Vörubifreið ók á tíu ára telpu Vörubifreið ók á tíu ára telpu á hjóli á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar á þriðja tímanum í dag. Stúlkan var að hjóla yfir á grænu en bifreiðin að taka hægri beygju þegar slysið varð. Telpan var flutt á slysadeild með slæman skurð á lærinu en talið var að hún gæti verið mjaðmagrindarbrotin. 13.6.2005 00:01 Fluttu inn 130 g og 1000 töflur Héraðsdómur Reykjaness dæmdi sex ungmenni, fimm karla og eina konu, til fangavistar í dag fyrir aðild að innflutningi á eitt þúsund amfetamíntöflum og rúmlega 130 grömmum af kókaíni. Efnin voru keypt í Rotterdam og flutt til landsins með Íslandspósti, falin inni í vaxkertum. 13.6.2005 00:01 Blaðamannafundur klukkan 17 Blaðamannafundur hefur verið boðaður í ráðherrabústaðnum klukkan fimm þar sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ætlar að skýra frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna. 13.6.2005 00:01 Rignir líklega um helgina Þó að margir fagni regnleysinu þá eru þurrkar farnir að valda vandræðum í landbúnaði um allt land. Ólafur Dýrmundsson, ráðgjafi hjá Bændasamtökunum, segir að ef ekki fari fljótlega að rigna þá gæti það valdið skaða í úthaga og ekki síður á túnum. 13.6.2005 00:01 Halldór ekki vanhæfur Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Hagsmunir hans við söluna hafi reyndar verið óverulegir miðað við umfang viðskiptanna og því hefði hann ekki talist vanhæfur, hefði hann séð um söluna. 13.6.2005 00:01 Þrettán akreinar á kafla Framkvæmdir við breikkun gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru nýhafnar og hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins væntanlega ekki farið varhluta af þeim í gær. 13.6.2005 00:01 Grunur um nauðgun í heimahúsi Grunur er uppi um nauðgun í heimahúsi í Keflavík um helgina. Lögreglu var tilkynnt um málið um hádegi í gær en fólkið sem á í hlut er um tvítugt. Víkurfréttir greina frá þessu og segja að búist hafi verið við að kæra yrði lögð fram í dag. 13.6.2005 00:01 Flaggað í hálfa við álráðstefnu Þjóðfánar blöktu í hálfa stöng utan við ráðstefnu um áliðnað á Nordica-hótelinu síðdegis. Ekki var það þó skipuleggjendum ráðstefnunnar sem fannst þetta viðeigandi heldur náttúruvinum sem stóðu fyrir mótmælum á fundarstað. 13.6.2005 00:01 Ný samtök gegn álveri í Eyjafirði Samtök um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirðinum voru stofnuð á fjölmennum fundi á Akureyri þann 28. maí síðastliðinn. <font face="Helv"></font> 13.6.2005 00:01 Vill fyrirbyggja málverkafalsanir Viktor Smári Sæmundsson, forvörður, fékk á síðasta föstudag 400.000 króna styrk frá Rannsóknarsjóði Listasafns Háskóla Íslands til að vinna sjálfstætt að söfnun og rannsóknum á höfundarmerkingum frumherja íslenskrar myndlistar. 13.6.2005 00:01 Landsvirkjun býður tvö verk út Landsvirkjun óskaði í gær eftir tilboðum í tvær stórframkvæmdir vegna Kárahnúkavirkjunar. Annað verkefnið er gröftur og gangagerð vegna botnrásar við Jökulsá í Fljótsdal vegna væntanlegrar Ufsarstíflu. Þau göng eiga að vera 57 metra löng og sjö metra breið.<font face="Helv"></font> 13.6.2005 00:01 Útgjöld vaxa hraðar en tekjur Þjóðarútgjöld Íslendinga, sem eru samanlögð einkaneysla hér á landi og fjárfestingar, hafa vaxið um 11,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra þótt landsframleiðsla hafi ekki vaxið nema um 2,9 prósent á sama tíma. Útgjöldin hafa því aukist meira en tekjurnar. 13.6.2005 00:01 Kominn yfir Húnaflóa Hringróðurinn kringum Ísland sóttist vel yfir helgina. Kjartan lagði af stað frá Reykjafirði á föstudaginn og fór þá í einni lotu fram að Kaldbaksvík, alls 35 sjómílur. 13.6.2005 00:01 Verst settir fá enga hjálp Skilyrði geta komið í veg fyrir að ávinningur af skuldaniðurfellingu margra af fátækustu ríkja heims komist til þeirra sem mest þurfa á að halda. "Skilyrði um stjórnhætti, baráttu gegn spillingu og þróun í lýðræðisátt útiloka mörg fátækustu landanna," sagði Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar í Hádegisútvarpi Talstöðvarinnar í gær. 13.6.2005 00:01 Skipuleggjendur kölluðu á lögreglu Mótmæli sem náttúruverndarsamtökin Náttúruvaktin stóðu fyrir fyrir utan Nordica hótel í gær vöktu litla hrifningu skipuleggjenda alþjóðlegrar álráðstefnu sem þar fer fram. Fór nærvera um tíu mótmælenda svo mjög fyrir brjóstið á þeim að þess var krafist að lögregla yrði kölluð til. 13.6.2005 00:01 Þungir dómar í fíkniefnamáli Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. 13.6.2005 00:01 Lambakjötið gæti klárast "Það íslenska lambakjöt sem er í verslunum í dag má segja að sé ekki fyrsta flokks og flestar vænustu steikurnar uppseldar," segir Jóhann Ólafsson, fulltrúi hjá Bændasamtökunum. Nú er grillvertíð landsmanna að sönnu hafin og léleg birgðastaða lambakjöts veldur því að hætta er á að kjötið klárist áður en nýslátrað kemur aftur á markaðinn. 13.6.2005 00:01 Komið í veg fyrir leka Fjölmennt lið slökkviliðs og lögreglu var í viðbragðsstöðu þegar Lagarfoss, leiguskip Eimskipafélagsins, lagðist að bryggju við Grundartanga í gærmorgun. Ekkert frekara tjón var þó vegna ammóníaksleka í skipinu eins og óttast var. 13.6.2005 00:01 Hæfi Halldórs ekki á dagskrá Formaður fjárlaganefndar ætlar ekki að taka skýrslu ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til umræðu á fundi nefndarinnar á morgun. Stjórnarandstaðan segir skjóta skökku við að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna sjálfur. 13.6.2005 00:01 Varúðarráðstafanir á Grundartanga Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar á Grundartanga í morgun þegar Lagarfoss lagðist þar að bryggju eftir að ammóníakleki varð um borð. Talið er að fjögur hundruð og fimmtíu lítrar af efninu hafi lekið úr tanki í flutningagámi. 13.6.2005 00:01 Ekki hægt að tryggja sig Ekki er hægt að tryggja sig gegn tjóni vegna veggjatítlna hjá tryggingafélögunum og stendur ekki til að bæta þar úr. Þeir eigendur timburhúsa sem fá þessa óboðnu gesti geta þannig staðið uppi með verðlausa húseign. 13.6.2005 00:01 Vörubíl ekið á stúlku Vörubíl var ekið á tíu ára stúlku á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar laust eftir hádegið í gær. 13.6.2005 00:01 Halldór ekki vanhæfur Halldór Ásgrímsson áréttar það að hann hafi ekkert haft með rekstur Skinneyjar-Þinganess að gera þegar félagið gerðist óbeinn aðili að S-hópnum í aðdragandanum að Búnaðarbankasölunni. Ríkisendurskoðandi segir Halldór ekki hafa verið vanhæfan til að fjalla um málið.</font /> 13.6.2005 00:01 Skóflustunga að nýrri álmu við ME Fyrsta skóflustunga að nýrri álmu við Menntaskólann á Egilsstöðum var tekin í dag. Hún mun bylta starfi skólans og stórbæta aðstöðu þar. 13.6.2005 00:01 Valgerður ber alla ábyrgð Ríkisendurskoðandi segir að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu Búnaðarbankans árið 2002 þrátt fyrir óbein eignatengsl við kaupendur bankans, S-hópinn. Ríkisendurskoðandi segir ábyrgðina á bankasölunni alfarið á höndum Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra. </font /></b /> 13.6.2005 00:01 Þeistareykir og Landsvirkjun semja Stjórn Þeistareykja hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Landsvirkjun um orkuöflun fyrir álver á Norð-Austurlandi. 13.6.2005 00:01 Rætt um staðsetningu álvers Fulltrúar frá Akureyrarbæ, Húsavíkurbæ og Sveitarfélaginu Skagafirði áttu í gær fund í Reykjavík með starfsmönnum Fjárfestingastofu og Alcoa varðandi staðsetningu nýs álvers á Norðurlandi. 13.6.2005 00:01 Ógnaði fólki með skrúfjárni Úlpuklæddur maður framdi rán á bensínafgreiðslustöð Olís í Hamraborg í Kópavogi laust eftir klukkan fimm í gærdag. Ógnaði hann tveimur starfsmönnum stöðvarinnar með skrúfjárni áður en hann hvarf brott með sölu dagsins. 13.6.2005 00:01 Eldur í Breiðholti Eldur kviknaði í viftu í eldhúsi í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi 138 í Breiðholti um miðjan dag á sunnudag. 13.6.2005 00:01 Á 187 km hraða á Reykjanesi Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ í nótt. Fjórir voru kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók var á 187 kílómetra hraða. Tvívegis var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu. Í annað skiptið var það vegna stúlku sem sparkaði í bíl þar fyrir utan eftir að hafa verið vísað út. 12.6.2005 00:01 Ekið á unga stúlku í Kvennahlaupi Ekið var á níu ára stúlku sem þátt tók í Kvennahlaupinu í gær. Stúlkan hljóp í veg fyrir bíl á mótum Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar og var bílnum ekið á rólegum hraða að sögn lögreglu. Stúlkan var flutt á slysadeild og er talið að hún sé fótbrotin. Á átjánda þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupinu í gær og var hlaupið á 90 stöðum á landinu. 12.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Málinu ekki lokið Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkinarinnar, segir að mörg veigamikil atriði önnur en meint vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi söluna á ríkisbönkunum séu enn óupplýst. Málinu sé síður en svo lokið. 14.6.2005 00:01
Hagnaðurinn á Hesteyri Ekki er óvarlegt að ætla að hagnaður Hesteyrar af fjárfestingu sinni í Keri hf. árið 2002 sé um fjögurra milljarða króna virði í dag. Hesteyri er eigandi fjórðungshlutar í VÍS sem er stór hluthafi í KB banka. Skinney-Þinganes á nú þriðjungshlut í Hesteyri. 14.6.2005 00:01
Ríkisendurskoðun meirihlutans Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir nauðsynlegt fyrir ríkisendurskoðun að hafa trúnað minnihlutans. Ríkisendurskoðun sem sé bara endurskoðun fyrir meirihlutann sé ekki trúverðug. 14.6.2005 00:01
Umræðan ekki skaðað Framsókn Valgerður Sverrisdóttir segir að umræðan um einkavæðingu ríkisbankanna og ásakanir um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar hafi hvorki skaðað flokkinn né ríkisstjórnina. Halldór hafi jafnsterka stöðu sem áður innan flokksins. Þau ræddu aldrei eignatengslin sín á milli. </font /></b /> 14.6.2005 00:01
Eiturefnakafarar í viðbragðsstöðu Búist er við Lagarfossi til Grundartanga á tíunda tímanum en tíu eiturefnakafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú í viðbragðsstöðu þar vegna ammóníaksleka sem varð um borð. 13.6.2005 00:01
Búist við úrskurði í dag Búist er við að ríkisendurskoðandi skili í dag úrskurði um hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var vanhæfur þegar ríkisbankarnir voru seldir. Þetta er vegna tengsla fyrirtækis í eigu ráðherrans og fjölskyldu hans við S-hópinn svokallaða en þau tengsl voru ekki gefin upp í byrjun ferlisins. 13.6.2005 00:01
Vara við álveri í Eyjafirði Samtök um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirði vara eindregið við þeirri stefnu stjórnvalda að einhæfa atvinnulíf þjóðarinnar með enn einu álveri, hugsanlega við Eyjafjörð. 13.6.2005 00:01
Gámurinn kominn á land Búið er að hífa ammóníaksgáminn úr Lagarfossi og á land í Grundartangahöfn. Tíu eiturefnakafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á staðnum til að tryggja öryggið. Breyting varð á vindáttinni sem gerði að verkum að slökkviliðið þurfti aðeins að breyta vinnulagi sínu við aðgerðina. 13.6.2005 00:01
Skýlir sér á bak við embættismenn Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra skýla sér á bak við embættismenn og víkja sér undan pólitískri ábyrgð. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að málið sé að líkindum fallið um sjálft sig komist Ríkisendurskoðun að því að ráðherrann hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu bankanna. 13.6.2005 00:01
Aukning á iðrasýkingum í sumar Kampýlóbakter- og nóróveirusýkingar eiga eftir að aukast hér á landi eftir því sem líður á sumarið, að mati Haraldar Briem smitsjúkdómalæknis. Nóróveirusýkingar verða meðal annars þegar rotþrær fyllast og mengun kemst í neysluvatn. Þá eru miklar sýkingar um borð í skemmtiferðaskipum tengdar veirunni. 13.6.2005 00:01
Hvatt til samstarfs R-listans Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem hvatt er til viðræðna um endurnýjað samstarf í borgarstjórn undir merkjum Reykjavíkurlistans. 13.6.2005 00:01
Flugleiðir gefa 530 flugmiða Flugleiðir hafa gefið fimm hundruð og þrjátíu farþegum sem urðu fyrir óskemmtilegum töfum á flugi til og frá San Fransisco farmiða að eigin vali á flugleiðum félagsins. Tvö hundruð og sextíu manns héldu áleiðis til San Fransisco um þrjú leytið í nótt en tvö hundruð og sjötíu manns biðu þess ytra að komast í flug til Íslands. 13.6.2005 00:01
Athugasemdir vegna sameiningar Skólastjórnendur leik- og grunnskóla Vestmanneyjarbæjar gera alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð bæjarstjórnarmanna vegna sameiningar leikskólanna og grunnskólanna undir eina yfirstjórn á næsta ári. 13.6.2005 00:01
Vörubifreið ók á tíu ára telpu Vörubifreið ók á tíu ára telpu á hjóli á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar á þriðja tímanum í dag. Stúlkan var að hjóla yfir á grænu en bifreiðin að taka hægri beygju þegar slysið varð. Telpan var flutt á slysadeild með slæman skurð á lærinu en talið var að hún gæti verið mjaðmagrindarbrotin. 13.6.2005 00:01
Fluttu inn 130 g og 1000 töflur Héraðsdómur Reykjaness dæmdi sex ungmenni, fimm karla og eina konu, til fangavistar í dag fyrir aðild að innflutningi á eitt þúsund amfetamíntöflum og rúmlega 130 grömmum af kókaíni. Efnin voru keypt í Rotterdam og flutt til landsins með Íslandspósti, falin inni í vaxkertum. 13.6.2005 00:01
Blaðamannafundur klukkan 17 Blaðamannafundur hefur verið boðaður í ráðherrabústaðnum klukkan fimm þar sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ætlar að skýra frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna. 13.6.2005 00:01
Rignir líklega um helgina Þó að margir fagni regnleysinu þá eru þurrkar farnir að valda vandræðum í landbúnaði um allt land. Ólafur Dýrmundsson, ráðgjafi hjá Bændasamtökunum, segir að ef ekki fari fljótlega að rigna þá gæti það valdið skaða í úthaga og ekki síður á túnum. 13.6.2005 00:01
Halldór ekki vanhæfur Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Hagsmunir hans við söluna hafi reyndar verið óverulegir miðað við umfang viðskiptanna og því hefði hann ekki talist vanhæfur, hefði hann séð um söluna. 13.6.2005 00:01
Þrettán akreinar á kafla Framkvæmdir við breikkun gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru nýhafnar og hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins væntanlega ekki farið varhluta af þeim í gær. 13.6.2005 00:01
Grunur um nauðgun í heimahúsi Grunur er uppi um nauðgun í heimahúsi í Keflavík um helgina. Lögreglu var tilkynnt um málið um hádegi í gær en fólkið sem á í hlut er um tvítugt. Víkurfréttir greina frá þessu og segja að búist hafi verið við að kæra yrði lögð fram í dag. 13.6.2005 00:01
Flaggað í hálfa við álráðstefnu Þjóðfánar blöktu í hálfa stöng utan við ráðstefnu um áliðnað á Nordica-hótelinu síðdegis. Ekki var það þó skipuleggjendum ráðstefnunnar sem fannst þetta viðeigandi heldur náttúruvinum sem stóðu fyrir mótmælum á fundarstað. 13.6.2005 00:01
Ný samtök gegn álveri í Eyjafirði Samtök um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirðinum voru stofnuð á fjölmennum fundi á Akureyri þann 28. maí síðastliðinn. <font face="Helv"></font> 13.6.2005 00:01
Vill fyrirbyggja málverkafalsanir Viktor Smári Sæmundsson, forvörður, fékk á síðasta föstudag 400.000 króna styrk frá Rannsóknarsjóði Listasafns Háskóla Íslands til að vinna sjálfstætt að söfnun og rannsóknum á höfundarmerkingum frumherja íslenskrar myndlistar. 13.6.2005 00:01
Landsvirkjun býður tvö verk út Landsvirkjun óskaði í gær eftir tilboðum í tvær stórframkvæmdir vegna Kárahnúkavirkjunar. Annað verkefnið er gröftur og gangagerð vegna botnrásar við Jökulsá í Fljótsdal vegna væntanlegrar Ufsarstíflu. Þau göng eiga að vera 57 metra löng og sjö metra breið.<font face="Helv"></font> 13.6.2005 00:01
Útgjöld vaxa hraðar en tekjur Þjóðarútgjöld Íslendinga, sem eru samanlögð einkaneysla hér á landi og fjárfestingar, hafa vaxið um 11,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra þótt landsframleiðsla hafi ekki vaxið nema um 2,9 prósent á sama tíma. Útgjöldin hafa því aukist meira en tekjurnar. 13.6.2005 00:01
Kominn yfir Húnaflóa Hringróðurinn kringum Ísland sóttist vel yfir helgina. Kjartan lagði af stað frá Reykjafirði á föstudaginn og fór þá í einni lotu fram að Kaldbaksvík, alls 35 sjómílur. 13.6.2005 00:01
Verst settir fá enga hjálp Skilyrði geta komið í veg fyrir að ávinningur af skuldaniðurfellingu margra af fátækustu ríkja heims komist til þeirra sem mest þurfa á að halda. "Skilyrði um stjórnhætti, baráttu gegn spillingu og þróun í lýðræðisátt útiloka mörg fátækustu landanna," sagði Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar í Hádegisútvarpi Talstöðvarinnar í gær. 13.6.2005 00:01
Skipuleggjendur kölluðu á lögreglu Mótmæli sem náttúruverndarsamtökin Náttúruvaktin stóðu fyrir fyrir utan Nordica hótel í gær vöktu litla hrifningu skipuleggjenda alþjóðlegrar álráðstefnu sem þar fer fram. Fór nærvera um tíu mótmælenda svo mjög fyrir brjóstið á þeim að þess var krafist að lögregla yrði kölluð til. 13.6.2005 00:01
Þungir dómar í fíkniefnamáli Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. 13.6.2005 00:01
Lambakjötið gæti klárast "Það íslenska lambakjöt sem er í verslunum í dag má segja að sé ekki fyrsta flokks og flestar vænustu steikurnar uppseldar," segir Jóhann Ólafsson, fulltrúi hjá Bændasamtökunum. Nú er grillvertíð landsmanna að sönnu hafin og léleg birgðastaða lambakjöts veldur því að hætta er á að kjötið klárist áður en nýslátrað kemur aftur á markaðinn. 13.6.2005 00:01
Komið í veg fyrir leka Fjölmennt lið slökkviliðs og lögreglu var í viðbragðsstöðu þegar Lagarfoss, leiguskip Eimskipafélagsins, lagðist að bryggju við Grundartanga í gærmorgun. Ekkert frekara tjón var þó vegna ammóníaksleka í skipinu eins og óttast var. 13.6.2005 00:01
Hæfi Halldórs ekki á dagskrá Formaður fjárlaganefndar ætlar ekki að taka skýrslu ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til umræðu á fundi nefndarinnar á morgun. Stjórnarandstaðan segir skjóta skökku við að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna sjálfur. 13.6.2005 00:01
Varúðarráðstafanir á Grundartanga Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar á Grundartanga í morgun þegar Lagarfoss lagðist þar að bryggju eftir að ammóníakleki varð um borð. Talið er að fjögur hundruð og fimmtíu lítrar af efninu hafi lekið úr tanki í flutningagámi. 13.6.2005 00:01
Ekki hægt að tryggja sig Ekki er hægt að tryggja sig gegn tjóni vegna veggjatítlna hjá tryggingafélögunum og stendur ekki til að bæta þar úr. Þeir eigendur timburhúsa sem fá þessa óboðnu gesti geta þannig staðið uppi með verðlausa húseign. 13.6.2005 00:01
Vörubíl ekið á stúlku Vörubíl var ekið á tíu ára stúlku á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar laust eftir hádegið í gær. 13.6.2005 00:01
Halldór ekki vanhæfur Halldór Ásgrímsson áréttar það að hann hafi ekkert haft með rekstur Skinneyjar-Þinganess að gera þegar félagið gerðist óbeinn aðili að S-hópnum í aðdragandanum að Búnaðarbankasölunni. Ríkisendurskoðandi segir Halldór ekki hafa verið vanhæfan til að fjalla um málið.</font /> 13.6.2005 00:01
Skóflustunga að nýrri álmu við ME Fyrsta skóflustunga að nýrri álmu við Menntaskólann á Egilsstöðum var tekin í dag. Hún mun bylta starfi skólans og stórbæta aðstöðu þar. 13.6.2005 00:01
Valgerður ber alla ábyrgð Ríkisendurskoðandi segir að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu Búnaðarbankans árið 2002 þrátt fyrir óbein eignatengsl við kaupendur bankans, S-hópinn. Ríkisendurskoðandi segir ábyrgðina á bankasölunni alfarið á höndum Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra. </font /></b /> 13.6.2005 00:01
Þeistareykir og Landsvirkjun semja Stjórn Þeistareykja hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Landsvirkjun um orkuöflun fyrir álver á Norð-Austurlandi. 13.6.2005 00:01
Rætt um staðsetningu álvers Fulltrúar frá Akureyrarbæ, Húsavíkurbæ og Sveitarfélaginu Skagafirði áttu í gær fund í Reykjavík með starfsmönnum Fjárfestingastofu og Alcoa varðandi staðsetningu nýs álvers á Norðurlandi. 13.6.2005 00:01
Ógnaði fólki með skrúfjárni Úlpuklæddur maður framdi rán á bensínafgreiðslustöð Olís í Hamraborg í Kópavogi laust eftir klukkan fimm í gærdag. Ógnaði hann tveimur starfsmönnum stöðvarinnar með skrúfjárni áður en hann hvarf brott með sölu dagsins. 13.6.2005 00:01
Eldur í Breiðholti Eldur kviknaði í viftu í eldhúsi í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi 138 í Breiðholti um miðjan dag á sunnudag. 13.6.2005 00:01
Á 187 km hraða á Reykjanesi Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ í nótt. Fjórir voru kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók var á 187 kílómetra hraða. Tvívegis var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu. Í annað skiptið var það vegna stúlku sem sparkaði í bíl þar fyrir utan eftir að hafa verið vísað út. 12.6.2005 00:01
Ekið á unga stúlku í Kvennahlaupi Ekið var á níu ára stúlku sem þátt tók í Kvennahlaupinu í gær. Stúlkan hljóp í veg fyrir bíl á mótum Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar og var bílnum ekið á rólegum hraða að sögn lögreglu. Stúlkan var flutt á slysadeild og er talið að hún sé fótbrotin. Á átjánda þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupinu í gær og var hlaupið á 90 stöðum á landinu. 12.6.2005 00:01
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent