Innlent

Helmingur reiðhjóla ólöglegur

Tæplega helmingur allra nýrra reiðhjóla, sem seld eru í verslunum á höfuðborgarsvæðinu, er ólöglegur, samkvæmt athugun sem Brautin, bindindisfélag ökumanna, hefur gert á sölu reiðhjóla. Í úttektinni voru einungis stærstu hjólreiðaverslanirnar athugaðar. Í ljós kom að nær engin verslun var með allan þann búnað sem skylt er að hafa á reiðhjóli en oftast vantaði keðjuhlíf, glitmerki, bjöllu og lás. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Brautinni að það valdi mestum áhyggjum að 11 prósent reiðhjóla séu með ófullnægjandi hemlunarbúnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×