Innlent

Tekur upp hljóð úr geimnum

Íslenski verkfræðingurinn Eggert Guðmundsson starfar á dansk-bandarísku vísindastöðinni Kellyville á Grænlandi við það að taka upp hljóð frá himingeimnum. Hljóðin eru síðan rannsökuð af hernaðarlegum og borgaralegum sérfræðingum í Bandaríkjunum. "Við hlustum á og tökum á móti hljóðum af öllum gerðum. Það er margt sérstakt sem berst til jarðar en hvað það er veit ég ekki," sagði Eggert í samtali við Aftenposten fyrir nokkru. Á vísindastöðinni sem er uppi í fjöllum nokkra kílómetra frá Kangerlussuaq, eða Söndre Strömfjord, þar sem Bandaríkjamenn höfðu eitt sinn herflugvöll, eru hljóðin tekin upp. Einnig er fylgst með ósonlaginu, allt skráð niður í sambandi við hljóð, ljós og ósonlag og svo eru teknar myndir af ljósi. Eggert hefur búið á Grænlandi í tæp átta ár. Hann fluttist þangað og starfað hjá dönsku veðurstofunni strax eftir að námi lauk í Danmörku. Hann hefur nú starfað sem stöðvar- og tæknistjóri í Kellyvylle í þrjú ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×