Innlent

Kostnaður meiri en tekjurnar

Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare er kostnaður við hvalveiðar í vísindaskyni mun meiri en þær tekjur sem hafa mætti af sölu afurðanna. Reynslan af markaðssetningu á Íslandi, Noregi og Japan gefi til kynna að neytendamarkaður fyrir hvalkjöt sé lítill og fari minnkandi, segir einnig í skýrslunni. Erfitt yrði að finna nægilegan útflutningsmarkað við afnám hvalveiðibannsins ef gildandi takmarkanir á verslun með hvalaafurðir á alþjóðavettvangi héldust. Ekki er þó tekin afstaða til þess í skýrslunni hvort markaðsaðstæður fyrir sölu hvalkjöts gætu hugsanlega orðið vænlegar í framtíðinni. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtakanna, segir ekki vera hægt að draga almennar ályktanir um arðsemi hvalveiða af skýrslunni. "Við töldum engu að síður nauðsynlegt að gerð yrði heildarúttekt á því hvernig staðan er í dag." Náttúruverndarsamtökin telja að hvalaskoðun sé hagkvæmari kostur fyrir Íslendinga en hvalveiðar. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, gaf ekki mikið fyrir skýrsluna. "Um leið og þú sérð hverjir standa að skýrslunni veistu niðurstöðurnar fyrirfram. Þeir eru einfaldlega á móti hvalveiðum. Skýrsla frá þessum aðilum getur aldrei orðið hlutlaus umfjöllun," Kristján bendir til marks um það á, að tilgangur vísindaveiða sé fyrst og fremst að vita hvað hrefnurnar séu að éta, en sala á kjötinu sé algjört aukaatriði. Gunnar Jóhannsson, sem veitt hefur hrefnu undanfarin ár, segir margt við skýrsluna að athuga. Hann segir enga markaðssetningu hafa verið í gangi á Íslandi. "Við höfum lagt áherslu á að selja ekki allt það kjöt sem höfum í einu, heldur viljum við geta boðið upp á það allt árið. Við erum með viðskiptamenn sem hafa keypt af okkur kjöt aftur og aftur," Gunnar bendir einnig á að síðustu ár hafi aðeins verið seld hrefna, en mun fleiri tegundir hvala hafi verið veiddar forðum. Gunnar vildi einnig vekja athygli á því að skýrslan sé gefin út á



Fleiri fréttir

Sjá meira


×