Fleiri fréttir Stóreflis skúta í Reykjavíkurhöfn Stóreflis þrímastra seglskúta liggur nú í Reykjavíkurhöfn og hefur vakið mikla athygli vegfarenda. Um er að ræða úkraínskt skólaskip. 21.5.2005 00:01 Fullkomið samspil hests og manns Menn og hestar þreyttu svokallaða þolreið í heiðríkjunni og kuldanum í dag þegar um þrjátíu keppendur reyndu sig á reiðleiðinni frá Víðidal og upp í Laxnes í Mosfellsdal. Svona þolreið er keppnisíþrótt um allan heim og felst í því að ná hinu fullkomna samspili á milli hests og manns. 21.5.2005 00:01 Landsfundurinn hefst í dag Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag en á fundinum verður kosið til formanns eins og kunnugt er. Formannskjöri verður lýst klukkan tólf á morgun en á dagskránni í dag eru kosningar í ýmis embætti á fundinum og skýrslur ýmissa hópa, þ.á m. framtíðarhóps flokksins sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stýrði. 20.5.2005 00:01 Vill ekki rannsókn á atburðunum Islam Karimov, forseti Úsbekistan, er mótfallinn því að alþjóðastofnanir fari ofan í kjölinn á atburðum í borginni Andijan undanfarna daga. Að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna telur Karimov nóg að fjölmiðlafólk og starfsmenn alþjóðastofnana hafi fengið að heimsækja borgina á miðvikudaginn. 20.5.2005 00:01 Ekki kosið aftur um stjórnarskrána Hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins verður hún ekki lögð í dóm kjósenda á nýjan leik með breyttu sniði. Þetta segir Jean Claude Junker, forsætisráðherra Lúxemborgar og núverandi forseti Evrópusambandsins. 20.5.2005 00:01 KEA vill undirbúa stóriðju Stjórn KEA hvetur til þess að byrjað verði á göngum undir Vaðlaheiði og lýsir vilja til að taka þátt í undirbúningi að uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi. Þá áréttar stjórnin mikilvægi þess að samstarf verði á milli byggðarlaga um staðarval. 20.5.2005 00:01 Vopnahléið enn við lýði Leiðtogi Hamas-samtakanna segir að vopnahlé á milli Ísraels og Palestínu sé enn við lýði þrátt fyrir ofbeldi og árásir undanfarinna daga. Sem fyrr er ofbeldi á báða bóga réttlætt með því að hinn aðilinn hafi átt fyrsta leikinn. 20.5.2005 00:01 Alcan vísar ásökunum á bug Alcan í Straumsvík vísar á bug ásökunum um að ólöglega hafi verið staðið að uppsögnum fimm starfsmanna. Fyrirtækið segir að ákvæði kjarasamninga hafi ekki verið brotin. 20.5.2005 00:01 Lögregla leitar innbrotsþjófa Lögreglan leitar nú þess eða þeirra sem brutust inn í apótekið á Hellu í nótt. Rúða var brotin í apótekinu og skemmdir unnar þar. Ekki er ljóst hvort einhverju var stolið en þó er víst að það hafi ekki verið mikið. 20.5.2005 00:01 Þjóðin vill nýja stjórn Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði við setningu landsfundar flokksins í Egilshöll í dag að á skömmum tíma hefði Samfylkingin náð þeim trúnaði fólksins í landinu að verða annað stóra aflið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin vildi nýjar hugmyndir, nýjar lausnir og nýja landsstjórn. 20.5.2005 00:01 Flugmiði til Flórída á 12.000 kr. Flugfélagið Sterling, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga, ætlar að hefja flugferðir frá Kaupmannahöfn vestur um haf, eða til Miami og Orlando á Flórída, fyrir aðeins 1.100 danskar krónur aðra leið. Það samsvarar um tólf þúsund íslenskum krónum. 20.5.2005 00:01 Mannbjörg á Þistilfirði Mannbjörg varð þegar nítján tonna bátur frá Raufarhöfn, Hildur ÞH, sökk á Þistilfirði um hádegi í dag. Tveir menn voru um borð í bátnum en þeim var bjargað af áhöfn Gunnbjargar, björgunarskipi björgunarsveitarinnar Pólstjörnunnar á Raufarhöfn. 20.5.2005 00:01 Landbúnaðarráðherra til Noregs Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra verður í opinberri heimsókn í boði norska landbúnaðarráðherrans, Lars Sponheims, dagana 22.-24. maí í Hörðalandi í Noregi. Í ferðinni verður lögð áhersla á að kynna nýsköpun í landbúnaði en norska ríkisstjórnin hefur nú um nokkurt skeið verið með sérstakt átaksverkefni til að efla atvinnu og byggð í sveitahéruðum. 20.5.2005 00:01 Gáfu báta til hamfarasvæðanna Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær hefur gefið fjóra báta ásamt veiðarfærum til fiskimannafjölskyldna í Andra Pradesh héraði á Indlandi. Á þeim slóðum misstu þúsundir aleigu sína í flóðbylgjunni sem reið yfir Indlandshaf annan dag jóla. 20.5.2005 00:01 Ákærður fyrir árás á lögreglumenn Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum manni fyrir eignaspjöll, hótanir, brot gegn valdstjórninni og sérstaklega hættulega líkamsárás á heimili sínu 6. júní í fyrra. Þegar lögregla hafði afskipti af hinum ákærða í kjölfar atvika þann dag lagði hann einu sinni með hnífi til eins lögreglumanns og tvívegis til annars lögreglumanns. 20.5.2005 00:01 Rannsókn stendur enn yfir Rannsókn stendur enn yfir á máli þriggja ungra kínverskra stúlkna sem voru stöðvaðar við komu til landsins ásamt kínverskum manni og fylgdarmanni frá Singapúr. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, eru öll skref í málinu tekin í samráði við barnaverndaryfirvöld en í ljós kom við yfirheyrslur að stúlkurnar væru undir lögaldri. 20.5.2005 00:01 Eldur í húsi við Rauðarárstíg Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna elds í húsi á horni Rauðarárstígs og Njálsgötu. Ekki er vitað hvort fólk sé í húsinu. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu logar eldur út um þakglugga hússins. 20.5.2005 00:01 Enginn sagður í húsinu Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu eftir að tilkynnt var um eld í þakíbúð skammt frá gatnamótum Rauðarárstígs og Njálsgötu. Að sögn slökkviliðsins logar töluverður eldur út um glugga íbúðarinnar. Enginn er sagður vera í húsinu. 20.5.2005 00:01 93 milljónir úr Pokasjóði Níutíu og þremur milljónum króna var úthlutað til einstaklinga og félaga úr Pokasjóði við athöfn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Peningunum verður varið til margvíslegra verkefna á sviði umhverfismála, mannúðar- og heilbrigðismála, menningar og lista og íþrótta og útivistar. 20.5.2005 00:01 Dró sér fé af kirkjureikningum Fyrrverandi afleysingastarfsmaður íslensku kirkjunnar í Ósló hefur viðurkennt að hafa dregið sér umtalsvert fé af reikningum safnaðarins. Hann segir ástæðuna vera spilafíkn. Tveir starfsmenn safnaðarins hafa sagt af sér vegna málsins. 20.5.2005 00:01 Búist við sigri Ingibjargar Búist er við því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beri sigurorð af sitjandi formanni, Össuri Skarphéðinssyni, í formannskosningu Samfylkingarinnar. Úrslit verða kynnt á hádegi í dag á landsfundi flokksins. Talið er að þrír muni gefa kost á sér í varaformanninn, Ágúst Ólafur Ágústsson, Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson. </font /></b /> 20.5.2005 00:01 Samfylkingin vanbúin síðast Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Samfylkingin hafi farið vanbúin í kosningabaráttuna fyrir síðustu kosningar, stefnuvinnu hafi ekki verið gefinn nægur gaumur. Samfylkinguna hafi því skort trúverðugleika. Hún leggur til stofnun skuggaráðuneyta. </font /></b /> 20.5.2005 00:01 Veittu 93 milljóna króna styrki Rauði kross Íslands fékk hæsta styrkinn þegar Pokasjóður úthlutaði styrkjum til 109 samtaka. Samtals námu styrkirnir 93 milljónum króna og fékk Rauði krossinn fimm milljónir vegna hamfaranna í Asíu í desember. 20.5.2005 00:01 Leggjum niður allar deilur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir sáttum fylkinga innan flokksins að loknum formannsslagnum. Tímabilið fram að næstu kosningum verði hið mikilvægasta í sögu flokksins. Flokkurinn ætli sér að verða stærsti flokkurinn í næstu kosningum. </font /></b /> 20.5.2005 00:01 Kosið um flugvöll á landsfundi Lagt er til við landsfund Samfylkingar að Reykjavíkurflugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni í áföngum og verði farinn þaðan ekki síðar en árið 2010. Jafnframt er lagt til að byggður verði nýr flugvöllur í jaðri höfuðborgarsvæðisins, ekki lengra en tuttugu kílómetra frá Alþingishúsinu í loftlínu. 20.5.2005 00:01 Spurning um reynslu og bakgrunn "Ég tel mig hafa þá reynslu, þekkingu og getu sem þarf til að takast á við þetta verkefni. Ég tel að hún muni nýtast mjög vel," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður, sem hefur gefið kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingar. 20.5.2005 00:01 Kviknaði tvisvar í á sama stað Útkall barst til slökkviliðsins í Reykjavík klukkan 16:36 vegna bruna á horni Njálsgötu og Rauðarárstígs.Íbúar að Njálsgötu 112 létu vita af eldinum. Skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi var svo aftur tilkynnt um eld á sama stað. 20.5.2005 00:01 Kosningar gætu eflt Samfylkinguna Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag að þúsundir hefðu gengið til liðs við Samfylkinguna vegna formannskosninganna. Kosningarnar gætu því markað tímamót og eflt flokkinn til langframa. 20.5.2005 00:01 Tveir samningar undirritaðir Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur undirritað tvo samstarfssamninga á sviði umhverfismála við kínversk yfirvöld. Samningarnir eru á sviði jarðskjálftavár og umhverfisverndar og koma í kjölfar tveggja funda sem Sigríður átti í Kína. 20.5.2005 00:01 Gætu unnið náið saman Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að pólitísk framtíð þess sem verður undir í formannskjöri Samfylkingarinnar ráðist meðal annars af því hversu afgerandi úrslitin verða. Ef það verður mjótt á mununum gæti orðið um nánari samvinnu að ræða. Hann segir litla þátttöku í kosningunum skýrast af því að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka en kæri sig um. 20.5.2005 00:01 Tveimur mönnum bjargað Mannbjörg varð þegar Hildur ÞH-38 sökk á Þistilfirði um 7 sjómílur austsuðaustur af Raufarhöfn. Tveir skipverjar höfðu komist í björgunarbát og var síðan bjargað um borð í björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Gunnbjörgu frá Raufarhöfn. Vaktstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning frá flugstjórn um að flugvél hefði tilkynnt um neyðarsendingar kl: 12:43. 20.5.2005 00:01 Lög um stofnfrumurannsóknir vantar Tekist hefur að búa til einstaklingsmiðaðar stofnfrumur sem þýðir að í framtíðinni gætu sjúklingar pantað sérsniða líffærahluta. Hér á landi hefur ekki farið fram stefnumótun um rannsóknir á stofnfrumum og sem stendur væri ólöglegt að fylgja rannsókn sem þessari eftir. 20.5.2005 00:01 Karlar fá margfalt fleiri punkta Karlar fá fleiri refsipunkta og valda fleiri alvarlegum slysum en konur. Þó telja þeir sig mun betri ökumenn.Nýleg rannsókn segir þó engan mun á kynjunum þegar kemur að ökuleikni. 20.5.2005 00:01 Hraðakstur á Suðvesturlandi Lögreglan á Suðvesturlandi hefur orð á því að ökumenn séu farnir að fara fullgeyst nú þegar sumarið er gengið í garð. Lögreglan í Kópavogi stöðvaði 10 ökumenn í gær og í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan tvöfalt fleiri í fyrradag 20.5.2005 00:01 Æðra stjórnvald stjórni ekki Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. 20.5.2005 00:01 Aldrei fleiri áskrifendur Áskrifendur Stöðvar tvö komust í um 42 þúsund talsins í nýliðinni viku og hafa aldrei verið fleiri í sögu stöðvarinnar. 20.5.2005 00:01 Afmælis kosningaréttar minnst „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í <em>Kvennablaðinu</em> um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin níutíu ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 20.5.2005 00:01 Fjárdráttarmál hjá söfnuði í Ósló Tveir starfsmenn íslenska safnaðarins í Ósló hafa sagt af sér vegna fjárdráttar sem afleysingastarfsmaður hans varð uppvís að. Maðurinn segir ástæðu fjádráttarins vera spilafíkn, að því er Stöð tvö greindi frá. 20.5.2005 00:01 Vélarvana við Garðskaga Vélarvana snekkja var dregin til hafnar í Sandgerði í gærkvöldi. Báturinn er hollenskur, um 250 og nefnist Daphne, en hann var að sögn tilkynningaskyldunnar á leið til Grænlands og þaðan til Bandaríkjanna. 20.5.2005 00:01 GT verktakar sýknaðir Héraðsdómur Austurlands sýknaði í gær GT verktaka ehf. af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Var það niðurstaða dómsins að Lettar sem fyrirtækið réð til að sinna störfum við fólksflutninga á Kárahnjúkasvæðinu hefðu ekki þurft atvinnuleyfi hér á landi. 20.5.2005 00:01 Færeyskur kútter til Norðfjarðar Færeyski kútterinn Jóhanna TG 326 er væntanlegur til Norðfjarðar á sjómannadaginn að sögn færeyska blaðsins Norðlýsið. Jóhanna TG er einn þeirra færeysku kúttera sem sigldu á stríðsárunum með fisk milli Íslands og Skotlands. 20.5.2005 00:01 Samstarf eflt við Gæsluna Á fimmta landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem hófst á Akureyri í gær, var undirritaður nýr samstarfssamningur félagsins og Landhelgisgæslunnar. Samninginn undirritaði einnig Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en báðir samningsaðilar heyra undir ráðuneyti hans. 20.5.2005 00:01 Dómstólar eiga síðasta orðið Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins segir að dómstólar eigi síðasta orðið í ættleiðingarmáli Lilju Sæmundsdóttur. Hann segir réttindi barnsins, öryggi og hamingju í fyrirrúmi í ákvarðanatöku ráðuneytisins hverju sinni. </font /></b /> 20.5.2005 00:01 Stórslysi forðað fyrir tveim árum Litlu munaði að stórslys yrði þegar tvær erlendar flugvélar stefndu hvor á aðra í sömu flughæð vestur af landinu, en íslenskur flugumferðarstjóri kom til bjargar. Atvikið átti sér stað 1. ágúst árið 2003. Vélarnar voru fjögurra hreyfla þota frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways og Piper-einkaflugvél. 19.5.2005 00:01 Strandaði um stund við Faxasker Betur fór en á horfðist þegar ísfisktogarinn Smáey VE 144 strandaði við Faxasker norðan við Heimaey á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um strandið frá Vaktstöð siglinga og Neyðarlínunni og að Smáey hefði losnað af strandstað og væri á leið til hafnar. Björgunarbáturinn var Þór kallaður út í öryggisskyni en hann þurfti þó ekki að aðstoða. 19.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stóreflis skúta í Reykjavíkurhöfn Stóreflis þrímastra seglskúta liggur nú í Reykjavíkurhöfn og hefur vakið mikla athygli vegfarenda. Um er að ræða úkraínskt skólaskip. 21.5.2005 00:01
Fullkomið samspil hests og manns Menn og hestar þreyttu svokallaða þolreið í heiðríkjunni og kuldanum í dag þegar um þrjátíu keppendur reyndu sig á reiðleiðinni frá Víðidal og upp í Laxnes í Mosfellsdal. Svona þolreið er keppnisíþrótt um allan heim og felst í því að ná hinu fullkomna samspili á milli hests og manns. 21.5.2005 00:01
Landsfundurinn hefst í dag Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag en á fundinum verður kosið til formanns eins og kunnugt er. Formannskjöri verður lýst klukkan tólf á morgun en á dagskránni í dag eru kosningar í ýmis embætti á fundinum og skýrslur ýmissa hópa, þ.á m. framtíðarhóps flokksins sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stýrði. 20.5.2005 00:01
Vill ekki rannsókn á atburðunum Islam Karimov, forseti Úsbekistan, er mótfallinn því að alþjóðastofnanir fari ofan í kjölinn á atburðum í borginni Andijan undanfarna daga. Að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna telur Karimov nóg að fjölmiðlafólk og starfsmenn alþjóðastofnana hafi fengið að heimsækja borgina á miðvikudaginn. 20.5.2005 00:01
Ekki kosið aftur um stjórnarskrána Hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins verður hún ekki lögð í dóm kjósenda á nýjan leik með breyttu sniði. Þetta segir Jean Claude Junker, forsætisráðherra Lúxemborgar og núverandi forseti Evrópusambandsins. 20.5.2005 00:01
KEA vill undirbúa stóriðju Stjórn KEA hvetur til þess að byrjað verði á göngum undir Vaðlaheiði og lýsir vilja til að taka þátt í undirbúningi að uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi. Þá áréttar stjórnin mikilvægi þess að samstarf verði á milli byggðarlaga um staðarval. 20.5.2005 00:01
Vopnahléið enn við lýði Leiðtogi Hamas-samtakanna segir að vopnahlé á milli Ísraels og Palestínu sé enn við lýði þrátt fyrir ofbeldi og árásir undanfarinna daga. Sem fyrr er ofbeldi á báða bóga réttlætt með því að hinn aðilinn hafi átt fyrsta leikinn. 20.5.2005 00:01
Alcan vísar ásökunum á bug Alcan í Straumsvík vísar á bug ásökunum um að ólöglega hafi verið staðið að uppsögnum fimm starfsmanna. Fyrirtækið segir að ákvæði kjarasamninga hafi ekki verið brotin. 20.5.2005 00:01
Lögregla leitar innbrotsþjófa Lögreglan leitar nú þess eða þeirra sem brutust inn í apótekið á Hellu í nótt. Rúða var brotin í apótekinu og skemmdir unnar þar. Ekki er ljóst hvort einhverju var stolið en þó er víst að það hafi ekki verið mikið. 20.5.2005 00:01
Þjóðin vill nýja stjórn Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði við setningu landsfundar flokksins í Egilshöll í dag að á skömmum tíma hefði Samfylkingin náð þeim trúnaði fólksins í landinu að verða annað stóra aflið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin vildi nýjar hugmyndir, nýjar lausnir og nýja landsstjórn. 20.5.2005 00:01
Flugmiði til Flórída á 12.000 kr. Flugfélagið Sterling, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga, ætlar að hefja flugferðir frá Kaupmannahöfn vestur um haf, eða til Miami og Orlando á Flórída, fyrir aðeins 1.100 danskar krónur aðra leið. Það samsvarar um tólf þúsund íslenskum krónum. 20.5.2005 00:01
Mannbjörg á Þistilfirði Mannbjörg varð þegar nítján tonna bátur frá Raufarhöfn, Hildur ÞH, sökk á Þistilfirði um hádegi í dag. Tveir menn voru um borð í bátnum en þeim var bjargað af áhöfn Gunnbjargar, björgunarskipi björgunarsveitarinnar Pólstjörnunnar á Raufarhöfn. 20.5.2005 00:01
Landbúnaðarráðherra til Noregs Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra verður í opinberri heimsókn í boði norska landbúnaðarráðherrans, Lars Sponheims, dagana 22.-24. maí í Hörðalandi í Noregi. Í ferðinni verður lögð áhersla á að kynna nýsköpun í landbúnaði en norska ríkisstjórnin hefur nú um nokkurt skeið verið með sérstakt átaksverkefni til að efla atvinnu og byggð í sveitahéruðum. 20.5.2005 00:01
Gáfu báta til hamfarasvæðanna Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær hefur gefið fjóra báta ásamt veiðarfærum til fiskimannafjölskyldna í Andra Pradesh héraði á Indlandi. Á þeim slóðum misstu þúsundir aleigu sína í flóðbylgjunni sem reið yfir Indlandshaf annan dag jóla. 20.5.2005 00:01
Ákærður fyrir árás á lögreglumenn Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum manni fyrir eignaspjöll, hótanir, brot gegn valdstjórninni og sérstaklega hættulega líkamsárás á heimili sínu 6. júní í fyrra. Þegar lögregla hafði afskipti af hinum ákærða í kjölfar atvika þann dag lagði hann einu sinni með hnífi til eins lögreglumanns og tvívegis til annars lögreglumanns. 20.5.2005 00:01
Rannsókn stendur enn yfir Rannsókn stendur enn yfir á máli þriggja ungra kínverskra stúlkna sem voru stöðvaðar við komu til landsins ásamt kínverskum manni og fylgdarmanni frá Singapúr. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, eru öll skref í málinu tekin í samráði við barnaverndaryfirvöld en í ljós kom við yfirheyrslur að stúlkurnar væru undir lögaldri. 20.5.2005 00:01
Eldur í húsi við Rauðarárstíg Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna elds í húsi á horni Rauðarárstígs og Njálsgötu. Ekki er vitað hvort fólk sé í húsinu. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu logar eldur út um þakglugga hússins. 20.5.2005 00:01
Enginn sagður í húsinu Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu eftir að tilkynnt var um eld í þakíbúð skammt frá gatnamótum Rauðarárstígs og Njálsgötu. Að sögn slökkviliðsins logar töluverður eldur út um glugga íbúðarinnar. Enginn er sagður vera í húsinu. 20.5.2005 00:01
93 milljónir úr Pokasjóði Níutíu og þremur milljónum króna var úthlutað til einstaklinga og félaga úr Pokasjóði við athöfn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Peningunum verður varið til margvíslegra verkefna á sviði umhverfismála, mannúðar- og heilbrigðismála, menningar og lista og íþrótta og útivistar. 20.5.2005 00:01
Dró sér fé af kirkjureikningum Fyrrverandi afleysingastarfsmaður íslensku kirkjunnar í Ósló hefur viðurkennt að hafa dregið sér umtalsvert fé af reikningum safnaðarins. Hann segir ástæðuna vera spilafíkn. Tveir starfsmenn safnaðarins hafa sagt af sér vegna málsins. 20.5.2005 00:01
Búist við sigri Ingibjargar Búist er við því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beri sigurorð af sitjandi formanni, Össuri Skarphéðinssyni, í formannskosningu Samfylkingarinnar. Úrslit verða kynnt á hádegi í dag á landsfundi flokksins. Talið er að þrír muni gefa kost á sér í varaformanninn, Ágúst Ólafur Ágústsson, Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson. </font /></b /> 20.5.2005 00:01
Samfylkingin vanbúin síðast Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Samfylkingin hafi farið vanbúin í kosningabaráttuna fyrir síðustu kosningar, stefnuvinnu hafi ekki verið gefinn nægur gaumur. Samfylkinguna hafi því skort trúverðugleika. Hún leggur til stofnun skuggaráðuneyta. </font /></b /> 20.5.2005 00:01
Veittu 93 milljóna króna styrki Rauði kross Íslands fékk hæsta styrkinn þegar Pokasjóður úthlutaði styrkjum til 109 samtaka. Samtals námu styrkirnir 93 milljónum króna og fékk Rauði krossinn fimm milljónir vegna hamfaranna í Asíu í desember. 20.5.2005 00:01
Leggjum niður allar deilur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir sáttum fylkinga innan flokksins að loknum formannsslagnum. Tímabilið fram að næstu kosningum verði hið mikilvægasta í sögu flokksins. Flokkurinn ætli sér að verða stærsti flokkurinn í næstu kosningum. </font /></b /> 20.5.2005 00:01
Kosið um flugvöll á landsfundi Lagt er til við landsfund Samfylkingar að Reykjavíkurflugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni í áföngum og verði farinn þaðan ekki síðar en árið 2010. Jafnframt er lagt til að byggður verði nýr flugvöllur í jaðri höfuðborgarsvæðisins, ekki lengra en tuttugu kílómetra frá Alþingishúsinu í loftlínu. 20.5.2005 00:01
Spurning um reynslu og bakgrunn "Ég tel mig hafa þá reynslu, þekkingu og getu sem þarf til að takast á við þetta verkefni. Ég tel að hún muni nýtast mjög vel," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður, sem hefur gefið kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingar. 20.5.2005 00:01
Kviknaði tvisvar í á sama stað Útkall barst til slökkviliðsins í Reykjavík klukkan 16:36 vegna bruna á horni Njálsgötu og Rauðarárstígs.Íbúar að Njálsgötu 112 létu vita af eldinum. Skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi var svo aftur tilkynnt um eld á sama stað. 20.5.2005 00:01
Kosningar gætu eflt Samfylkinguna Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag að þúsundir hefðu gengið til liðs við Samfylkinguna vegna formannskosninganna. Kosningarnar gætu því markað tímamót og eflt flokkinn til langframa. 20.5.2005 00:01
Tveir samningar undirritaðir Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur undirritað tvo samstarfssamninga á sviði umhverfismála við kínversk yfirvöld. Samningarnir eru á sviði jarðskjálftavár og umhverfisverndar og koma í kjölfar tveggja funda sem Sigríður átti í Kína. 20.5.2005 00:01
Gætu unnið náið saman Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að pólitísk framtíð þess sem verður undir í formannskjöri Samfylkingarinnar ráðist meðal annars af því hversu afgerandi úrslitin verða. Ef það verður mjótt á mununum gæti orðið um nánari samvinnu að ræða. Hann segir litla þátttöku í kosningunum skýrast af því að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka en kæri sig um. 20.5.2005 00:01
Tveimur mönnum bjargað Mannbjörg varð þegar Hildur ÞH-38 sökk á Þistilfirði um 7 sjómílur austsuðaustur af Raufarhöfn. Tveir skipverjar höfðu komist í björgunarbát og var síðan bjargað um borð í björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Gunnbjörgu frá Raufarhöfn. Vaktstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning frá flugstjórn um að flugvél hefði tilkynnt um neyðarsendingar kl: 12:43. 20.5.2005 00:01
Lög um stofnfrumurannsóknir vantar Tekist hefur að búa til einstaklingsmiðaðar stofnfrumur sem þýðir að í framtíðinni gætu sjúklingar pantað sérsniða líffærahluta. Hér á landi hefur ekki farið fram stefnumótun um rannsóknir á stofnfrumum og sem stendur væri ólöglegt að fylgja rannsókn sem þessari eftir. 20.5.2005 00:01
Karlar fá margfalt fleiri punkta Karlar fá fleiri refsipunkta og valda fleiri alvarlegum slysum en konur. Þó telja þeir sig mun betri ökumenn.Nýleg rannsókn segir þó engan mun á kynjunum þegar kemur að ökuleikni. 20.5.2005 00:01
Hraðakstur á Suðvesturlandi Lögreglan á Suðvesturlandi hefur orð á því að ökumenn séu farnir að fara fullgeyst nú þegar sumarið er gengið í garð. Lögreglan í Kópavogi stöðvaði 10 ökumenn í gær og í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan tvöfalt fleiri í fyrradag 20.5.2005 00:01
Æðra stjórnvald stjórni ekki Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. 20.5.2005 00:01
Aldrei fleiri áskrifendur Áskrifendur Stöðvar tvö komust í um 42 þúsund talsins í nýliðinni viku og hafa aldrei verið fleiri í sögu stöðvarinnar. 20.5.2005 00:01
Afmælis kosningaréttar minnst „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í <em>Kvennablaðinu</em> um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin níutíu ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 20.5.2005 00:01
Fjárdráttarmál hjá söfnuði í Ósló Tveir starfsmenn íslenska safnaðarins í Ósló hafa sagt af sér vegna fjárdráttar sem afleysingastarfsmaður hans varð uppvís að. Maðurinn segir ástæðu fjádráttarins vera spilafíkn, að því er Stöð tvö greindi frá. 20.5.2005 00:01
Vélarvana við Garðskaga Vélarvana snekkja var dregin til hafnar í Sandgerði í gærkvöldi. Báturinn er hollenskur, um 250 og nefnist Daphne, en hann var að sögn tilkynningaskyldunnar á leið til Grænlands og þaðan til Bandaríkjanna. 20.5.2005 00:01
GT verktakar sýknaðir Héraðsdómur Austurlands sýknaði í gær GT verktaka ehf. af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Var það niðurstaða dómsins að Lettar sem fyrirtækið réð til að sinna störfum við fólksflutninga á Kárahnjúkasvæðinu hefðu ekki þurft atvinnuleyfi hér á landi. 20.5.2005 00:01
Færeyskur kútter til Norðfjarðar Færeyski kútterinn Jóhanna TG 326 er væntanlegur til Norðfjarðar á sjómannadaginn að sögn færeyska blaðsins Norðlýsið. Jóhanna TG er einn þeirra færeysku kúttera sem sigldu á stríðsárunum með fisk milli Íslands og Skotlands. 20.5.2005 00:01
Samstarf eflt við Gæsluna Á fimmta landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem hófst á Akureyri í gær, var undirritaður nýr samstarfssamningur félagsins og Landhelgisgæslunnar. Samninginn undirritaði einnig Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en báðir samningsaðilar heyra undir ráðuneyti hans. 20.5.2005 00:01
Dómstólar eiga síðasta orðið Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins segir að dómstólar eigi síðasta orðið í ættleiðingarmáli Lilju Sæmundsdóttur. Hann segir réttindi barnsins, öryggi og hamingju í fyrirrúmi í ákvarðanatöku ráðuneytisins hverju sinni. </font /></b /> 20.5.2005 00:01
Stórslysi forðað fyrir tveim árum Litlu munaði að stórslys yrði þegar tvær erlendar flugvélar stefndu hvor á aðra í sömu flughæð vestur af landinu, en íslenskur flugumferðarstjóri kom til bjargar. Atvikið átti sér stað 1. ágúst árið 2003. Vélarnar voru fjögurra hreyfla þota frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways og Piper-einkaflugvél. 19.5.2005 00:01
Strandaði um stund við Faxasker Betur fór en á horfðist þegar ísfisktogarinn Smáey VE 144 strandaði við Faxasker norðan við Heimaey á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um strandið frá Vaktstöð siglinga og Neyðarlínunni og að Smáey hefði losnað af strandstað og væri á leið til hafnar. Björgunarbáturinn var Þór kallaður út í öryggisskyni en hann þurfti þó ekki að aðstoða. 19.5.2005 00:01