Fleiri fréttir Flugi til San Francisco seinkað Tveggja tíma seinkun verður á fyrsta flugi Flugleiða til San Francisco sem fara átti í loftið klukkan 16.40. Ástæðan er sú að breytingar á innréttingum vélarinnar sem gerðar voru á Írlandi tóku lengir tíma en áætlað var. Haft er ofan af fyrir farþegum með lúðrasveitarleik, kórsöng Flugfreyjukórsins og fleirum. Meðal farþega eru forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, en þau munu taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá í San Francisco. 18.5.2005 00:01 Frítekjumark LÍN afnumið Frítekjumark verður afnumið á næsta skólaári, samkvæmt nýsamþykktum breytingum stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna á úthlutunarreglum. Í tilkynningu frá námsmannahreyfingunum segir að um 85 prósent námsmanna muni njóta góðs af þessari breytingu auk þess sem hún hefur í för með sér auðveldari endurkomu í nám fyrir fólk á vinnumarkaði þar sem tekjusvigrúm hefur aukist. 18.5.2005 00:01 Hyggjast fjölga íbúum í Sandgerði Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar setti í dag af stað átak til að fjölga íbúum í bænum. Íbúar í Sandgerðisbæ eru nú rúmlega 1.400 og er markmiðið með átakinu að þeim fjölgi í að minnsta kosti tvö þúsund fyrir lok næsta kjörtímabils. 18.5.2005 00:01 Taka þátt í stjórnarskrárráðstefnu Fjórtán félagasamtök hafa skráð sig til formlegrar þátttöku í ráðstefnu stjórnarskrárnefndar um endurskoðun stjórnarskrárinnar 11. júní næstkomandi, en frestur til skráningar rann út á sunnudaginn. 18.5.2005 00:01 Framtíðarhópur fái nýtt umboð Nýjar tillögur framtíðarhóps Samfylkingarinnar eingöngu kynntar á landsfundi en ekki teknar til afgreiðslu. Óskað eftir endurnýjuðu umboði hópsins til að starfa áfram að framtíðarstefnumótun flokksins. 18.5.2005 00:01 Erlendum körlum fjölgar eystra Íbúum Austurlands fjölgaði um 4,6 prósent í fyrra og er það meiri fjölgun en í nokkrum öðrum landshluta, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Næst mest fjölgaði fólki á höfuðborgarsvæðinu eða um 1,3 af hundraði. 18.5.2005 00:01 Matur hefur lækkað um þriðjung Vöruverð hefur lækkað umtalsvert hjá Krónunni, Bónus og í Fjarðarkaupum síðan um áramótin en mun minna hjá öðrum verslunum samkvæmt þriðju verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í gær. Er þetta þriðja könnun samtakanna á þessu ári og vekur athygli að vöruverð hefur hvergi hækkað síðan síðasta könnun var gerð um miðjan mars. 18.5.2005 00:01 Ólafur Ragnar í Kína "Það var auðvitað ekki tilviljun að ég skildi velja Háskólann í Peking til þess að flytja þennan boðskap og til þess að vísa til reynslu okkar á vettvangi lýðræðis og vísa í lýðræðisþróun í Evrópu, þróun mannréttinda og þær hugmyndir sem þessu eru tengdar." 18.5.2005 00:01 Amnesty fagnar "Íslandsdeild Amnesty International fagnar undirskrift Íslands á nýjum samningi gegn mansali." Svo segir í fréttatilkynningu frá ÍAI. Davíð Oddsson skrifaði nýverið undir samning Evrópuráðsins fyrir hönd Íslands þar sem lögð er áhersla á að mansal sé brot á mannréttindum og árás á mannlega reisn. 18.5.2005 00:01 Ég sakna mannsins míns svo sárt Það ríkir mikil sorg á heimili Than Viet Mac, ungu konunnar sem missti manninn sinn af völdum sára eftir hnífsstungu um hvítasunnuna. Hún á þriggja ára dóttur og er nýlega orðin ófrísk aftur. Framtíðin var björt en er nú í rúst. </font /></b /> 18.5.2005 00:01 Reynir á stefnumótun spítalans "Meginmálið er að það reynir á hvort þessi stefnumótun spítalans sé lagalega réttmæt eða ekki," sagði Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss um málshöfðun fyrrverandi yfirlæknis á geðsviði LSH á hendur spítalanum. 18.5.2005 00:01 Sögð of þung til að ættleiða barn Kona hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna þess að dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína. Synjunin byggði meðal annars á því að konan væri of þung. Í stefnunni er ráðuneytið sakað um geðþóttaákvarðanir og fordóma. </font /></b /> 18.5.2005 00:01 Þyngdin látin ráða niðurstöðu "Málið er að því leyti óvenjulegt hvaða eiginleikar umsækjandans um ættleiðingaleyfi, eru látnir ráða niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins. Það er fyrst og fremst þyngdin," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um mál konunnar sem fékk ekki að ættleiða barn vegna ofþyngdar hennar, samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins. 18.5.2005 00:01 Grunaður um skipulagða þrælasölu Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. 18.5.2005 00:01 Húsavík sé eðlilegur fyrsti kostur Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. 18.5.2005 00:01 Reknir og vikið af vinnustaðnum Þeir eru að vinna eftir einhverri mannauðsstefnu þar sem allir eiga að falla svo vel inn í liðið að þeir sem ekki falla alveg inn í þetta eru bara látnir fara," segir Gylfi Ingvason, trúnaðarmaður starfsmanna ALCAN í álverinu við Straumsvík. 18.5.2005 00:01 Sandgerði tælir til sín íbúa Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar ýtti úr vör markaðsátaki í gær með það að markmiði að fjölga íbúum bæjarins. Nú búa fjórtánhundruð manns í Sandgerði og setur bæjarstjórnin sér það markmið að fjölga íbúum um fjögurhundruð á næstu misserum og að íbúarnir verði orðnir tvöþúsund innan fimm ára. 18.5.2005 00:01 Banaslysum barna fækkar Dauðsföllum barna í umferðarslysum hefur fækkað stórlega á síðustu árum að sögn Sigurðar Helgasonar, verkefnisstjóra hjá Umferðarstofu. 18.5.2005 00:01 Faxaflóasvæðið mengist mikið Faxaflóasvæðið verður eitt mengaðasta svæði Evrópu ef allar stóriðjuframkvæmdir á svæðinu verða að veruleika. Því heldur prófessor við Háskóla Íslands fram. 18.5.2005 00:01 Á von á meira lýðræði í Kína Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. 18.5.2005 00:01 Fögnuðu próflokum uppi í sveit Víða mátti sjá rútur fullar af unglingum á leið upp í sveit til að fagna því að samræmdum prófum lauk í dag. Skólayfirvöld, foreldrar og lögregla gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tíundu bekkingar sameinist í drykkju að prófum loknum. 18.5.2005 00:01 Formannsslagur og framtíðarsýn Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, telur að framtíðarsýn og hugmyndafræði jafnaðarmanna hafi ekki notið sín sem skyldi í baráttunni um formannsstólinn í Samfykingunni undanfarna mánuði. Hann kveðst ganga lengra í ályktunum en framtíðarhópur flokksins og skilgreinir sig sem róttækan endurskoðunarsinna. 18.5.2005 00:01 Húsvíkingar vongóðir um álver Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu,," segir Reinard Reynisson bæjarstjóri. 18.5.2005 00:01 Kolmunnaafli yfir 100 þúsund tonn Kolmunnaafli íslenskra skipa á vertíðinni fór yfir hundrað þúsund tonnin í fyrradag þegar Hólmaborg SU landaði tæpum tvö þúsund tonnum á Eskifirði. 18.5.2005 00:01 Þeir tekjuminnstu græða ekkert Skerðingarhlutfall námslána lækkar en frítekjumark er lagt niður samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sem stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt. Grunnframfærsla námsmanna hækkar jafnframt úr 79.500 krónum í 82.500 krónur. 18.5.2005 00:01 Hvetja Gunnar til afsagnar Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi segja Gunnar Örlygsson hafa fyrirgert því trausti sem þeir báru til hans, með því að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálsynda flokksins hvetja Gunnar til til að sýna af sér þann drengskap að segja sig frá þingmennsku. 18.5.2005 00:01 Eldur á Broadway Slökkvilið var kallað að skemmtistaðnum Broadway á fimmta tímanum í morgun eftir að eldur kom þar upp. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá rafmagni en slökkvikerfi í húsinu slökkti eldinn. Litlar skemmdir urðu vegna elds en töluverður reykur var í húsinu. 17.5.2005 00:01 Manndrápið snerist um heiður Manndrápið í Kópavogi á sunnudagskvöld snerist um heiður, samkvæmt frásögn manns sem reyndi að koma hinum látna til bjargar. Hann segir að fórnarlambið hafi ekki ávarpað hinn meinta morðingja með tilhlýðilegri virðingu og hann því reiðst. 17.5.2005 00:01 Ísland í 3. sæti í jafnréttismálum Norðurlöndin eru þau staður í heiminum sem best hefur gengið að tryggja jafnrétti kynjanna og er Ísland í þriðja sæti listans. Þetta kemur fram í skýrslu sem stofnunin World Economic Forum birti í gær. 17.5.2005 00:01 Ávarpaði leiðtogafund Evrópuráðs Davíð Oddsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag leiðtogafund Evrópuráðsins sem stendur yfir í Varsjá í Póllandi. Í máli utanríkisráðherra kom fram að eining Evrópu væri háð lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum og grunnvallarreglum réttarríkisins. Hér hefði Evrópuráðið einstöku hlutverki að gegna. 17.5.2005 00:01 Harður árekstur jeppa og fólksbíls Mjög harður árekstur varð í gærkvöldi á mótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar þegar jeppi og fólksbíll skullu saman. Enginn slasaðist alvarlega en bílarnir skemmdust báðir mikið og voru þeir fluttir af vettvangi með kranabíl. 17.5.2005 00:01 Landbúnaðarstofnun á Suðurlandi? Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að vilji sé til þess innan þingsins að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Reykir í Ölfusi og Selfoss koma helst til greina. 17.5.2005 00:01 Vanvirðing og heiðursvörn ástæðan Vanvirðing og heiðursvörn virðast hafa verið ástæða átakanna í Hlíðarhjalla á sunnudagskvöld sem leiddu til dauða tæplega þrítugs karlmanns frá Víetnam. 17.5.2005 00:01 Grunuðum nauðgara sleppt Lögreglan í Keflavík hefur sleppt karlmanni sem handtekinn var, grunaður um að nauðga ungri konu á salerni skemmtistaðar í Keflavík. Starfsmenn skemmtistaðarins komu konunni til hjálpar en talið er að maðurinn hafi nýtt sér ölvunarástand hennar. 17.5.2005 00:01 Ástand jafnréttismála samt slæmt Þótt Ísland sé í þriðja sæti yfir þau lönd sem best hefur gengið að tryggja jafnrétti kynjanna er ástandið þó ekkert til að hrópa húrra fyrir, að mati framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. 17.5.2005 00:01 Boða hertar innflytjendareglur Nafnskírteini, hertar reglur um innflytjendur og uppstokkun í heilbrigðiskerfinu eru meðal helstu stefnumála bresku ríkisstjórnarinnar næsta kjörtímabil. Elísabet Bretadrottning setti nýkjörið þing í morgun við hátíðlega athöfn og kynnti þá, eins og venja er, helstu stefnumál Verkamannaflokksins. 17.5.2005 00:01 Sinubruni í Breiðholti Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út rétt eftir klukkan eitt í dag vegna sinubruna við Erluhóla í Reykjavík. Vel gekk að slökkva eldinn sem var ekki mikill að þessu sinni. 17.5.2005 00:01 7-10 þúsund atkvæði í húsi Á bilinu sjö til tíu þúsund atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar eru komin í hús en tæplega tuttugu þúsund félagsmenn í Samfylkingunni eru á kjörskrá. Frestur til að skila inn atkvæðum rennur út á fimmtudag. 17.5.2005 00:01 Nýtt fangelsi fyrir árslok 2008 Fangelsismálastofnun vill endurbætur á fangelsum landsins og í framkvæmdaáætlun hennar er gert ráð fyrir byggingu nýs fangelsis fyrir lok ársins 2008. Þá er gert ráð fyrir að endurbótum á þremur fangelsum verði lokið á sama tíma. 17.5.2005 00:01 Dettifossmálið þingfest Dettifossmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi. Fimm eru ákærð í málinu. Þremur þeirra er gefið að sök stórfelld brot gegn lögum um fíkniefni,með því að hafa, í júní og júlí á síðasta ári, flutt inn tæp átta kíló af amfetamíni. 17.5.2005 00:01 Vill fleiri íslenskar sendinefndir Forseti Kína vill fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar, eftir því sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir, en þeir áttu fund í Peking nú fyrir hádegi. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. 17.5.2005 00:01 Eldri borgarar krefjast kjarabóta Landssamband eldri borgara vill að ríkisstjórnin geri nú þegar ráðstafanir til þess að bæta kjör eldri borgara og krefst þess að grunnlífeyrir verði alltaf undanþeginn sköttum. Þá er farið fram á að tekjutrygging, heimilisuppbót, tekjutryggingarauki og eingreiðslur verði felldar saman í einn greiðsluflokk. 17.5.2005 00:01 Þátttaka fatlaðra á vinnumarkaði Þjónusta við fjölskyldur fatlaðra barna um landið og þátttaka fatlaðra á almennum vinnumarkaði verður meðal þess sem tekið verður til umræðu á málþingi útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Íslands á morgun. Yfirskrift málþingsins er „Fögur orð og framkvæmd“. 17.5.2005 00:01 Skuggaleg skuldaauking borgarinnar "Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar. 17.5.2005 00:01 Lúðvík í varaformanninn Lúðvík Bergvinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn verður um næstu helgi. Ágúst Ólafur Ágústsson hafði áður lýst yfir framboði til varaformanns. 17.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Flugi til San Francisco seinkað Tveggja tíma seinkun verður á fyrsta flugi Flugleiða til San Francisco sem fara átti í loftið klukkan 16.40. Ástæðan er sú að breytingar á innréttingum vélarinnar sem gerðar voru á Írlandi tóku lengir tíma en áætlað var. Haft er ofan af fyrir farþegum með lúðrasveitarleik, kórsöng Flugfreyjukórsins og fleirum. Meðal farþega eru forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, en þau munu taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá í San Francisco. 18.5.2005 00:01
Frítekjumark LÍN afnumið Frítekjumark verður afnumið á næsta skólaári, samkvæmt nýsamþykktum breytingum stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna á úthlutunarreglum. Í tilkynningu frá námsmannahreyfingunum segir að um 85 prósent námsmanna muni njóta góðs af þessari breytingu auk þess sem hún hefur í för með sér auðveldari endurkomu í nám fyrir fólk á vinnumarkaði þar sem tekjusvigrúm hefur aukist. 18.5.2005 00:01
Hyggjast fjölga íbúum í Sandgerði Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar setti í dag af stað átak til að fjölga íbúum í bænum. Íbúar í Sandgerðisbæ eru nú rúmlega 1.400 og er markmiðið með átakinu að þeim fjölgi í að minnsta kosti tvö þúsund fyrir lok næsta kjörtímabils. 18.5.2005 00:01
Taka þátt í stjórnarskrárráðstefnu Fjórtán félagasamtök hafa skráð sig til formlegrar þátttöku í ráðstefnu stjórnarskrárnefndar um endurskoðun stjórnarskrárinnar 11. júní næstkomandi, en frestur til skráningar rann út á sunnudaginn. 18.5.2005 00:01
Framtíðarhópur fái nýtt umboð Nýjar tillögur framtíðarhóps Samfylkingarinnar eingöngu kynntar á landsfundi en ekki teknar til afgreiðslu. Óskað eftir endurnýjuðu umboði hópsins til að starfa áfram að framtíðarstefnumótun flokksins. 18.5.2005 00:01
Erlendum körlum fjölgar eystra Íbúum Austurlands fjölgaði um 4,6 prósent í fyrra og er það meiri fjölgun en í nokkrum öðrum landshluta, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Næst mest fjölgaði fólki á höfuðborgarsvæðinu eða um 1,3 af hundraði. 18.5.2005 00:01
Matur hefur lækkað um þriðjung Vöruverð hefur lækkað umtalsvert hjá Krónunni, Bónus og í Fjarðarkaupum síðan um áramótin en mun minna hjá öðrum verslunum samkvæmt þriðju verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í gær. Er þetta þriðja könnun samtakanna á þessu ári og vekur athygli að vöruverð hefur hvergi hækkað síðan síðasta könnun var gerð um miðjan mars. 18.5.2005 00:01
Ólafur Ragnar í Kína "Það var auðvitað ekki tilviljun að ég skildi velja Háskólann í Peking til þess að flytja þennan boðskap og til þess að vísa til reynslu okkar á vettvangi lýðræðis og vísa í lýðræðisþróun í Evrópu, þróun mannréttinda og þær hugmyndir sem þessu eru tengdar." 18.5.2005 00:01
Amnesty fagnar "Íslandsdeild Amnesty International fagnar undirskrift Íslands á nýjum samningi gegn mansali." Svo segir í fréttatilkynningu frá ÍAI. Davíð Oddsson skrifaði nýverið undir samning Evrópuráðsins fyrir hönd Íslands þar sem lögð er áhersla á að mansal sé brot á mannréttindum og árás á mannlega reisn. 18.5.2005 00:01
Ég sakna mannsins míns svo sárt Það ríkir mikil sorg á heimili Than Viet Mac, ungu konunnar sem missti manninn sinn af völdum sára eftir hnífsstungu um hvítasunnuna. Hún á þriggja ára dóttur og er nýlega orðin ófrísk aftur. Framtíðin var björt en er nú í rúst. </font /></b /> 18.5.2005 00:01
Reynir á stefnumótun spítalans "Meginmálið er að það reynir á hvort þessi stefnumótun spítalans sé lagalega réttmæt eða ekki," sagði Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss um málshöfðun fyrrverandi yfirlæknis á geðsviði LSH á hendur spítalanum. 18.5.2005 00:01
Sögð of þung til að ættleiða barn Kona hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna þess að dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína. Synjunin byggði meðal annars á því að konan væri of þung. Í stefnunni er ráðuneytið sakað um geðþóttaákvarðanir og fordóma. </font /></b /> 18.5.2005 00:01
Þyngdin látin ráða niðurstöðu "Málið er að því leyti óvenjulegt hvaða eiginleikar umsækjandans um ættleiðingaleyfi, eru látnir ráða niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins. Það er fyrst og fremst þyngdin," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um mál konunnar sem fékk ekki að ættleiða barn vegna ofþyngdar hennar, samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins. 18.5.2005 00:01
Grunaður um skipulagða þrælasölu Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. 18.5.2005 00:01
Húsavík sé eðlilegur fyrsti kostur Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. 18.5.2005 00:01
Reknir og vikið af vinnustaðnum Þeir eru að vinna eftir einhverri mannauðsstefnu þar sem allir eiga að falla svo vel inn í liðið að þeir sem ekki falla alveg inn í þetta eru bara látnir fara," segir Gylfi Ingvason, trúnaðarmaður starfsmanna ALCAN í álverinu við Straumsvík. 18.5.2005 00:01
Sandgerði tælir til sín íbúa Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar ýtti úr vör markaðsátaki í gær með það að markmiði að fjölga íbúum bæjarins. Nú búa fjórtánhundruð manns í Sandgerði og setur bæjarstjórnin sér það markmið að fjölga íbúum um fjögurhundruð á næstu misserum og að íbúarnir verði orðnir tvöþúsund innan fimm ára. 18.5.2005 00:01
Banaslysum barna fækkar Dauðsföllum barna í umferðarslysum hefur fækkað stórlega á síðustu árum að sögn Sigurðar Helgasonar, verkefnisstjóra hjá Umferðarstofu. 18.5.2005 00:01
Faxaflóasvæðið mengist mikið Faxaflóasvæðið verður eitt mengaðasta svæði Evrópu ef allar stóriðjuframkvæmdir á svæðinu verða að veruleika. Því heldur prófessor við Háskóla Íslands fram. 18.5.2005 00:01
Á von á meira lýðræði í Kína Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. 18.5.2005 00:01
Fögnuðu próflokum uppi í sveit Víða mátti sjá rútur fullar af unglingum á leið upp í sveit til að fagna því að samræmdum prófum lauk í dag. Skólayfirvöld, foreldrar og lögregla gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tíundu bekkingar sameinist í drykkju að prófum loknum. 18.5.2005 00:01
Formannsslagur og framtíðarsýn Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, telur að framtíðarsýn og hugmyndafræði jafnaðarmanna hafi ekki notið sín sem skyldi í baráttunni um formannsstólinn í Samfykingunni undanfarna mánuði. Hann kveðst ganga lengra í ályktunum en framtíðarhópur flokksins og skilgreinir sig sem róttækan endurskoðunarsinna. 18.5.2005 00:01
Húsvíkingar vongóðir um álver Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu,," segir Reinard Reynisson bæjarstjóri. 18.5.2005 00:01
Kolmunnaafli yfir 100 þúsund tonn Kolmunnaafli íslenskra skipa á vertíðinni fór yfir hundrað þúsund tonnin í fyrradag þegar Hólmaborg SU landaði tæpum tvö þúsund tonnum á Eskifirði. 18.5.2005 00:01
Þeir tekjuminnstu græða ekkert Skerðingarhlutfall námslána lækkar en frítekjumark er lagt niður samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sem stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt. Grunnframfærsla námsmanna hækkar jafnframt úr 79.500 krónum í 82.500 krónur. 18.5.2005 00:01
Hvetja Gunnar til afsagnar Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi segja Gunnar Örlygsson hafa fyrirgert því trausti sem þeir báru til hans, með því að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálsynda flokksins hvetja Gunnar til til að sýna af sér þann drengskap að segja sig frá þingmennsku. 18.5.2005 00:01
Eldur á Broadway Slökkvilið var kallað að skemmtistaðnum Broadway á fimmta tímanum í morgun eftir að eldur kom þar upp. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá rafmagni en slökkvikerfi í húsinu slökkti eldinn. Litlar skemmdir urðu vegna elds en töluverður reykur var í húsinu. 17.5.2005 00:01
Manndrápið snerist um heiður Manndrápið í Kópavogi á sunnudagskvöld snerist um heiður, samkvæmt frásögn manns sem reyndi að koma hinum látna til bjargar. Hann segir að fórnarlambið hafi ekki ávarpað hinn meinta morðingja með tilhlýðilegri virðingu og hann því reiðst. 17.5.2005 00:01
Ísland í 3. sæti í jafnréttismálum Norðurlöndin eru þau staður í heiminum sem best hefur gengið að tryggja jafnrétti kynjanna og er Ísland í þriðja sæti listans. Þetta kemur fram í skýrslu sem stofnunin World Economic Forum birti í gær. 17.5.2005 00:01
Ávarpaði leiðtogafund Evrópuráðs Davíð Oddsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag leiðtogafund Evrópuráðsins sem stendur yfir í Varsjá í Póllandi. Í máli utanríkisráðherra kom fram að eining Evrópu væri háð lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum og grunnvallarreglum réttarríkisins. Hér hefði Evrópuráðið einstöku hlutverki að gegna. 17.5.2005 00:01
Harður árekstur jeppa og fólksbíls Mjög harður árekstur varð í gærkvöldi á mótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar þegar jeppi og fólksbíll skullu saman. Enginn slasaðist alvarlega en bílarnir skemmdust báðir mikið og voru þeir fluttir af vettvangi með kranabíl. 17.5.2005 00:01
Landbúnaðarstofnun á Suðurlandi? Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að vilji sé til þess innan þingsins að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Reykir í Ölfusi og Selfoss koma helst til greina. 17.5.2005 00:01
Vanvirðing og heiðursvörn ástæðan Vanvirðing og heiðursvörn virðast hafa verið ástæða átakanna í Hlíðarhjalla á sunnudagskvöld sem leiddu til dauða tæplega þrítugs karlmanns frá Víetnam. 17.5.2005 00:01
Grunuðum nauðgara sleppt Lögreglan í Keflavík hefur sleppt karlmanni sem handtekinn var, grunaður um að nauðga ungri konu á salerni skemmtistaðar í Keflavík. Starfsmenn skemmtistaðarins komu konunni til hjálpar en talið er að maðurinn hafi nýtt sér ölvunarástand hennar. 17.5.2005 00:01
Ástand jafnréttismála samt slæmt Þótt Ísland sé í þriðja sæti yfir þau lönd sem best hefur gengið að tryggja jafnrétti kynjanna er ástandið þó ekkert til að hrópa húrra fyrir, að mati framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. 17.5.2005 00:01
Boða hertar innflytjendareglur Nafnskírteini, hertar reglur um innflytjendur og uppstokkun í heilbrigðiskerfinu eru meðal helstu stefnumála bresku ríkisstjórnarinnar næsta kjörtímabil. Elísabet Bretadrottning setti nýkjörið þing í morgun við hátíðlega athöfn og kynnti þá, eins og venja er, helstu stefnumál Verkamannaflokksins. 17.5.2005 00:01
Sinubruni í Breiðholti Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út rétt eftir klukkan eitt í dag vegna sinubruna við Erluhóla í Reykjavík. Vel gekk að slökkva eldinn sem var ekki mikill að þessu sinni. 17.5.2005 00:01
7-10 þúsund atkvæði í húsi Á bilinu sjö til tíu þúsund atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar eru komin í hús en tæplega tuttugu þúsund félagsmenn í Samfylkingunni eru á kjörskrá. Frestur til að skila inn atkvæðum rennur út á fimmtudag. 17.5.2005 00:01
Nýtt fangelsi fyrir árslok 2008 Fangelsismálastofnun vill endurbætur á fangelsum landsins og í framkvæmdaáætlun hennar er gert ráð fyrir byggingu nýs fangelsis fyrir lok ársins 2008. Þá er gert ráð fyrir að endurbótum á þremur fangelsum verði lokið á sama tíma. 17.5.2005 00:01
Dettifossmálið þingfest Dettifossmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi. Fimm eru ákærð í málinu. Þremur þeirra er gefið að sök stórfelld brot gegn lögum um fíkniefni,með því að hafa, í júní og júlí á síðasta ári, flutt inn tæp átta kíló af amfetamíni. 17.5.2005 00:01
Vill fleiri íslenskar sendinefndir Forseti Kína vill fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar, eftir því sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir, en þeir áttu fund í Peking nú fyrir hádegi. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. 17.5.2005 00:01
Eldri borgarar krefjast kjarabóta Landssamband eldri borgara vill að ríkisstjórnin geri nú þegar ráðstafanir til þess að bæta kjör eldri borgara og krefst þess að grunnlífeyrir verði alltaf undanþeginn sköttum. Þá er farið fram á að tekjutrygging, heimilisuppbót, tekjutryggingarauki og eingreiðslur verði felldar saman í einn greiðsluflokk. 17.5.2005 00:01
Þátttaka fatlaðra á vinnumarkaði Þjónusta við fjölskyldur fatlaðra barna um landið og þátttaka fatlaðra á almennum vinnumarkaði verður meðal þess sem tekið verður til umræðu á málþingi útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Íslands á morgun. Yfirskrift málþingsins er „Fögur orð og framkvæmd“. 17.5.2005 00:01
Skuggaleg skuldaauking borgarinnar "Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar. 17.5.2005 00:01
Lúðvík í varaformanninn Lúðvík Bergvinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn verður um næstu helgi. Ágúst Ólafur Ágústsson hafði áður lýst yfir framboði til varaformanns. 17.5.2005 00:01